Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 32
.32 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
OMAR
KARLSSON
+ Ómar Karlsson
* var fæddur í
Reykjavík 27. nóv-
ember 1956. Hann
lést á Landspítalan-
um 31. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigríður
Sigurðardóttir og
Karl Guðmundsson.
Ómar var næstyngst-
ur í rððinni af sjö
systkinum. Hin eru:
Sigurður Stein-
grímsson, Gísli
Steingrimsson, Ólöf
L. Steingrímsdóttir,
Jón Steingrímsson,
Karlsson og
dóttir.
Útför Ómars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Þorsteinn
Hallfriður Karls-
HANN Ómar bróðir okkar er dáinn.
Sú harmafregn sló okkur öll. Ekk-
ert okkar vildi trúa því að við ættum
ekki eftir að sjá hann á lífi oftar,
þegar hringt var í okkur og sagt að
Ómar hefði fengið fyrir hjartað og
yerið fluttur á Landspítalann. Öll
flýttum við okkur upp eftir en við
komum of seint, hann var farinn úr
þessum heimi. Sorgin yfírbugaði
okkur öll þar sem við sátum saman
og grétum góðan dreng. En við viss-
um að hann var farinn til betri heims.
Hvert okkar sá myndirnar af hon-
um fljúga gegnum hugann því hann
var alltaf heimagangur hjá okkur
öllum, hélt eiginlega utan um systk-
inahópinn með ræktarsemi við okk-
ur. Börnin okkar allra elskuðu Ómar
frænda sinn sem mátti alltaf vera
“*að því að sinna þeim og leika við þau
því hann var eindæma bamgóður.
Ómar var stór og sterkur maður
og með stórt hjarta, trygglyndur með
afburðum, vinur vina sinna og aldrei
talaði hann illa um nokkum mann.
Það væri svo margt sem við vildum
segja um Ómar, en látum þetta
nægja um góðan dreng, minningam-
ar um hann munum við geyma í
hugum okkar, þar til við hittum hann
aftur. Eflaust hefur hann verið kall-
aður fyrstur burt til að taka á móti
okkur þegar þar að kemur. Með eftir-
farandi ljóði viljum við kveðja góðan
vin og bróður:
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku mamma og pabbi, megi
minning um góðan dreng vera styrk-
ur í sorg ykkar.
Systkinin.
Stutt kveðja til Ómars frænda
míns.
’ Ég vil þakka þér allar þær góðu
stundir sem við áttum saman í
Fjarðarásnum við að hlusta á tónlist
^og horfa á vídeó. Það er erfitt að
*~skilja að þær stundir séu minningar
. einar, en þær minningar geymi ég í
hjarta mínu um ókomin ár.
Fái ég ekki að faðma þig,
fógnuð þann ég missi.
Frelsarinn Jesú fyrir mig
faðmi þig og kyssi.
(S.J.)
Elsku afí og amma, megi góður
guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Þín frænka,
Agústa Nellý.
„Dáinn horfinn!" - harmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
en ég veit að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið þjóða?
Hvað væri sigur sonarins gðða?
Illur draumur, opin gröf.
(Jónas Hallgrímsson.)
Elsku Ómar, kæri vinur.
Hugurinn reikar og
margs er að minnast.
Það sem fyrst kemur
upp í huga okkar eru
minningar um traustan
og góðan dreng. Með
hljóðlæti þínu -og ein-
lægni gafst þú okkur
svo margt sem við
munum ekki gleyma.
Þú varst sannur vinur
dætra okkar. Það er
sárt til þess að hugsa
að aldrei framar opnir
þú fyrir okkar í
Fjarðarásnum með bros
á vör og bjóðir okkur
uppá þitt einstaka kaffí sem enginn
gat staðist, en gestrisni var þér í
blóð borin. Með þökk fyrir allt og
allt, hvíl í friði.
Þínar vinkonur,
Dóra og Fjóla.
Þegar mér barst sú frétt að Ómar
bróðir væri fallinn frá brá mér ekki
lítið við, þessi hrausti maður og
næstyngstur okkar systkina. Ég
hafði hitt hann um morguninn og
drukkið með honum kaffí, var hann
hinn hressasti og léttur í lund eins
og alltaf. Þegar minningar streyma
um mann eins og Ómar bróðir var,
er margs að minnast, sem ég ætla
ekki að rekja hér, en verð þó að
benda á örfá atriði í fari manns sem
gerir hann stóran. Ómar var mjög
trygglyndur og gat aldrei gert öðrum
mein, sagði aldrei styggðaryrði um
nokkum mann og var hvers manns
hugljúfi. Ómar var rammur að afli
og hið mesta tryggðatröll sem allir
fengu að njóta sem hann þekktu.
Nú kveð ég vin minn og bróður
með söknuði en veit að við munum
hittast aftur.
Ég fer með bænina sem allir kunna
og bið Guð að geyma góðan dreng.
Foreldrum mínum og systkinum
og öllum öðrum aðstandendum sem
um sárt eiga að binda, bið ég þann
sem öllu ræður að veita styrk og
kraft í sorgum þeirra.
Með söknuði, fjölskyldurnar að
Laufási 6, Garðabæ.
Sigurður Steingrímsson.
Okkur langar að kveðja þig með
nokkrum orðum, elsku vinur.
Við erum ekki búin að átta okkur
á því að þú sért dáinn því í minning-
unum ert þú svo lifandi og þess vegna
fínnst okkur svo skrýtið að vera hér
saman og skrifa kveðju til þín. Það
er margt sem kemur upp í hugann
og erfítt að koma því öllu á blað, en
eitt er ofarlega í huga okkar allra
og það er hve hreina sál þú hafðir
og hve laus þú varst við alla for-
dóma, þú baktalaðir aldrei nokkum
mann né særðir. Alltaf þegar við
hittum þig, það gat verið á ólíkleg-
ustu stöðum og tímum, varstu bros-
andi og jákvæður og nærvera þín
hafði þau áhrif að við gátum aldrei
verið niðurdregin.
Nú þegar tárin streyma niður
kinnarnar hugsum við um þig og
getum ekki annað en brosað, við vit-
um að það er það sem þú vilt. Hvar
sem þú ert þá viljum við að þú vitir
að þú gafst okkur mikið og kenndir
okkur margt með því að vera þú sjálf-
ur. Það er svo sárt að fá ekki að
hafa þig lengur hjá okkur, en við
vitum að aðeins þeir sem lengra eru
komnir fá að halda áfram og þess
vegna emm við viss um að þín er
þörf annars staðar.
Við emm þakklát fyrir þær stund-
ir sem við höfum átt með þér, en
við söknum þín samt mikið. Við vit-
um að einhvem tíma eiga leiðir okk-
ar eftir að liggja saman aftur.
Gísli, Arney og Kristinn Jón.
Elsku frændi, það er' erfitt að lýsa
því hvemig okkur varð innanbijósts
þegar við fréttum að þú værir farinn
yfír móðuna miklu.
Minningamar streyma fram um
traustan og góðan vin sem var ávallt
svo góður við okkur og var alltaf
tilbúinn að rétta fram hjálparhönd
ef eitthvað bjátaði á.
Elsku Ómar, takk fyrir allar stund-
imar og minningarnar. Við kveðjum
þig með sorg í hjarta.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þínar frænkur,
Eva, Kolbrún og Brynhildur.
OTTO
LA UGDAL
+ Ottó Laugdal
fæddist í Vest-
mannaeyjum 30.
júní 1932. Hann lést
í Svíþjóð 26. októ-
ber síðastliðinn og
fór útförin fram í
Svíþjóð 8. nóvem-
ber.
FIMMTUDAGURINN
26. október var svartur
dagur í hugum allra
íslendinga. Hörmung-
amar á Flateyri snertu
okkur öll. Einmitt þann
sama dag bárust okkur
fréttir um að frændi okkar hann
. Ottó Laugdal hefði látist í Svíþjóð.
Ottó fæddist í Vestmannaeyjum
og ólst þar upp en undanfarin 25
ár hefur hann verið búsettur í
Gautaborg í Svíþjóð. Ottó var upp-
eldisbróðir mömmu okkar. Hann
kom á heimili ömmu og afa viku
gamall, þegar mamma var 9 ára
og ólst þar upp eins og eitt af systk-
inunum.
Við minnumst Ottós frá því við
vorum litlar. Það stafaði ævintýra-
bjarma af þessum frænda okkar.
Ottó fór ungur til sjós og var á
togurum sem sigldu oft með aflann.
Alltaf þegar Ottó kom heim til
Eyja kom hann færandi hendi.
Hann kom með leikföng handa okk-
ur, sem ekki voru fáanleg í verslun-
um í Eyjum í þá daga. Handa
mömmu og ömmu keypti hann einn-
ig alltaf eitthvað fínt. Við munum
t.d. alltaf eftir því þegar hann kom
færandi hendi með heimaperman-
ent, en svoleiðis nokkuð hafði ekki
sést í Eyjum.
Ottó var glæsimenni og hrókur
alls fagnaðar hvar sem hann kom.
Það var alltaf létt yfir þegar hann
kom til Eyja eftir að hann flutti í
burtu. Hann var ákaflega hjálpsam-
ur og þeir eru ófáir sem nutu hjálp-
ar hans og greiðasemi.
Við munum þegar Ásta fór í sína
fyrstu utanlandsferð, þá aðeins 16
ára. Á leiðinni ein síns liðs í skóla
var hún auðvitað send til Ottós í
Reykjavík. Hann sá um að koma
henni í flugið og bjarga öllu í því
sambandi og gefa ungri stúlku góð
ráð. Eins og ávallt sýndi hann um-
hyggjuna og gaf Astu íslenskar
þjóðsögur svo hún
hefði nú eitthvað að
lesa úti í hinum stóra
heimi.
Þegar Gyða og fjöl-
skylda flutti fyrir
nokkrum árum til Sví-
þjóðar var það auðvit-
að Ottó sem leitað var
til og að sjálfsögðu var
hann boðinn og búinn
að hjálpa. Ottó var öll-
um hnútum kunnugur
í Svíþjóð, þar sem hann
átti sitt heimili og fjöl-
skyldu. Ottó reyndist
Gyðu og fjölskyldu
sem sannur frændi í útlandinu.
I gegnum árin hefur margur
landinn leitað til Ottós og fjölskyldu
hans í Svíþjóð og fengið góðar
móttökur. Það var aldrei neitt
vandamál í hans augum þótt hann
sækti okkur langar leiðir á bílnum
sínum. Það var eins og Ottó nyti
þess að keyra enda var hann bíl-
stjóri lengstan hluta starfsævi
sinnar. Hann var rútubílstjóri og
hann ók mörg ár olíubílum hjá
Volvo um alla Svíþjóð. Síðustu árin
naut Ottó þes*s að aka um á sínum
fína Volvo með hjólhýsið aftan í
um hina góðu vegi þvert og endi-
langt um Evrópu.
Ottó var ákaflega tryggur og
hélt tengslum við gamla vini sína.
Hann kom oft til Islands og gerði
sér þá sérstaklega far um að heim-
sækja og hafa samband við vini
sína. Hann hringdi reglulega í
mömmu og hafði einmitt talað við
hana daginn sem hann lést.
Ottó hafði mjög gaman af því
að gleðjast í góðra vina hópi og var
hress og kunni kynstrin öll af sög-
um um kynlega kvisti í mannlífinu.
Það verður tómlegt hjá Gyðu og
fjölskyldu þegar Ottó frændi er
horfinn, því alltaf reyndu hann og
Jóhanna kona hans að mæta þegar
eitthvað sérstakt var hjá fjölskyld-
unni, til að gleðjast með þeim.
Við þökkum Ottó fyrir allar gleði-
stundirnar sem hann veitti okkur
og alla hans hjálp og hlýhug.
Eiginkonu hans Jóhönnu og
börnum, Lenu, Pétri, Gunnari, Jón-
asi og Ernu, vottum við okkar
dýpstu samúð.
Asta og Gyða Arnmundsdætur.
HREINN SÆVAR
SÍMONARSON
Hreinn Sævar
Símonarson
fæddist á Akureyri
23. janúar 1951.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 31. októ-
ber síðastiiðinn.
Foreldrar hans eru
Friðrika Tryggva-
dóttir og Símon
Lilaa. Hann kvænt-
ist Kristínu Björgu
Alfreðsdóttur, f. 24.
maí 1954. Börn
þeirra eru Friðrik,
f. 15. júní 1973, og
Jóhanna, f. 7. maí 1980.
Útför Sævars fer fram frá
Akureyri í dag og hefst athöfnin
kl. 13.30.
ÞAÐ ER margt undarlegt i þessum
heimi og á þessu landi. Við finnum
svo oft hversu lítil við erum, sérstak-
lega þegar við stöndum frammi fyrir
hamförum eins og öll þjóðin upplifði
fyrir stuttu. Margir létu lífið, fólk
sem átti svo margt eftir að gera og
var rétt að byrja að lifa Iífinu. Sorg-
in snertir hvert og eitt okkar á slíkum
stundum en þó engan jafnmikið og
þann sem missir náinn ástvin. Þegar
náinn ástvinur deyr er sorgin stór
og erfítt getur verið að skilja af
hveiju ástvinurinn fékk ekki að vera
með okkur lengur.
Það var þungbúinn
dagur 31. október,
rigning og dumbungur
úti fyrir. Ég hafði verið
að hugsa um afa sem
nú liggur mikið veikur,
einnig um Sævar
frænda minn sem átti
í erfiðri baráttu við ill-
skeyttan sjúkdóm. Ég
hugsaði um hversu
óréttlátt þetta líf gæti
verið. Hvað átti það að
þýða að ungur maður
skyldi þúrfa að beijast
við svo illskeyttan sjúk-
dóm, því var þetta lagt á hann? Ég
spyr en fæ engin svör.
Skyndilega hringdi síminn.
Mamma var í símanum og sagði mér
að Sævar væri dáinn. Ég trúði þessu
ekki, þagnaði andartak, en spurði svo
nánar út í aðdraganda þessa, sat
hljóð og kvaddi síðan.
Ég hugsaði um lífíð og tilveruna,
spurði mig spuminga í huganum en
fékk þó engin svör.
Hugsaði um þennan sjúkdóm sem
hafði heltekið frænda minn á stuttum
tíma og hversu vanmáttugir menn-
irnir eru gagnvart slíku, allavega enn
sem komið er. Ég gerði mér þó grein
fyrir því að fyrst þessi sjúkdómur
hafði farið svona illa með hann sem
raun bar vitni þá var kannski gott
að hann fékk að kveðja þennan heim
á þessari stundu, hann hafði oft liðið
svo miklar kvalir.
Að liðnum ðllum þessum þrautum
þessum þrotlausu erfiðleikum
þessum endurteknu vonbrigðum
þessum hverfulu gleðistundum
spyijum við þrátt fyrir allt
þegar því er skyndilega lokið:
Hvers vegna ekki einn dag enn,
aðeins einn dag?
(Halldóra B. Bjömsson.)
Sævar bjó lengi vel á loftinu í
Brekkugötu 15 með móður sinni og
ömmu okkar og afa. Þangað kom
ég oft sem barn og á margar góðar
minningar þaðan. Það var þar í stof-
unni sem afi Tryggvi skipti oft á
milli okkar Lindu suðusúkkulaði og
gaf okkur hveiju um sig ræmu inn-
pakkaða í smjörpappír. Þetta fannst
okkur mjög merkilegt.
Ein af þeim myndum sem ég hafði
með mér á sjúkrahús þegar ég var
um 3 ára var mynd af mér, Sævari
og Óla vini hans. Ég stóð örugg á
milli þeirra og við héldumst hönd í
hönd. Mér hefur alltaf þótt vænt um
þessa mynd og þetta er ein af mínum
uppáhaldsmyndum frá barnæsku.
Árin liðu, við fórum okkar eigin
leiðir, ég flutti til Reykjavíkur og
samband við ættingjana á Akureyri
var meira í gegnum foreldra mína.
Síðustu mánuði hef ég haft reglulegt
samband norður til að fylgjast með
líðan Sævars. Hann hefur átt bæði
erfið og góð tímabil í veikindum sín-
um. Allan tímann stóð fjölskylda
hans við bakið á honum og studdi
hann dyggilega.
Nú á þessari sorgarstundu kemur
upp í huga mér mynd frá síðustu
versiunarmannahelgi. Okkur hafði
öllum verið boðið í grillveislu við
sumarbústaðina okkar á Svalbarðs-
strönd. Þar var glatt á hjalla og allir
skemmtu sér vel við grillið og síðar
um kvöldið við lítinn varðeld. Þama
var sungið og trallað og við áttum
öll yndislega stund saman. Á þeirri
stundu óraði mig ekki fyrir þvi að
þetta væri í síðasta sinn sem ég hitti
Sævar. Þannig hugsar maður sem
betur fer ekki við slík tækifæri, held-
ur nýtur augnabliksins fram í fíngur-
góma sem við og gerðum.
Þetta 'líf er svo ótrúlegt, tilveran
svo undarlegt ferðalag og við erum
bara gestir á þessari jörð. Gestir
koma og fara og við þurfum að taka
á móti kveðju. En það að kveðja
getur verið erfitt. En Sævar minn,
við hittumst ekki að nýju í þessuin
heimi, við hittumst ekki að nýju í
þessum heimi, við hittumst fyrir hin-
um megin. Dvöl þinni á hótel jörð
er lokið. Þessi illvígi sjúkdómur hefur
enn einu sinni sigrað í baráttunni.
En við sem eftir lifum verðum að
halda áfram og styðja hvert annað
í sorginni. Sorgin er stór og söknuð-
urinn mikill við fráfall elskulegs eig-
inmanns, föður, sonar og frænda.
Minning um góðan mann lifir meðal
okkar.
Elsku Kittý, Jóhanna, Friðrik og
Fidda, sorg ykkar er meiri og stærri
en okkar hinna.
Ég, Stefán og íris Harpa biðjum
þess að góður Guð veiti ykkur styrk
á sorgarstundu, minning um góðan
mann lifir í hjarta okkar allra.
Björk Jónsdóttir.