Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 15 VIÐSKIPTI Níundi stærsti bankinn vestanhafs að verða til Los Angeles. Reuter. FIRST INTERSTATE Bancorp í Los Angeles hefur hafnað óumbeðnu til- boði Wells Fargo & Co. frá því í október og hyggst sameinast First Bank System Inc. í Minneapolis. Þar með verður níunda stærsta banka Bandaríkjanna komið á fót. First Interstate og First Bank System meta samrunann á 10,3 millj- arða dollara, eða 132,275 dollara á hlutabréf. Tilboð Wells Fargo var metið á 10,1 milljarð ddllara. Um leið og First Interstate leitaði eftir tilboðum til mótvægis tilboð Wells Fargo kannaði bankinn undir- tektir Norwest Corp. í Minneapolis og Banc One Corp. í Columbus, Ohio, auk First Bank System. „Stjórn okkar komst. að þeirri nið- urstöðu að tillaga First Bank System væri bezti kosturinn," sagði William E.B. Siart, stjómarformaður First Interstate. Tilboð Wells Fargo var fjandsamlegt og þar var gert ráð fyrir að fækka í starfsliði og það átti þátt í þeirri ákvörðun að hafna boðinu" Sérfræðingar telja ólíklegt að Wells Fargo gefist upp baráttu- laust. Markaðsverðmæti Wells Frago er 10,3 milljarðar dollara, en First Bank er metinn á 6,8 milljarða. Hiutabréf í First Interstate hækk- uðu um 1,25 dollara í 129 dollara, en hlutabréf í Wells Fargo lækkuðu um 37,5 sent í 211,875 dollara. Hlutabréf í First Bank System lækk- uðu um 37,5 sent í 50,50 dollara. t Hrein eign fyrirtækis þess sem komið verður á fót með samruna First Interstate og First Bank verður 92,4 milljarðar dollara. Því munu til- heyra 1.514 útibú og fyrirtæki í 21 ríki Bandaríkjanna og það mun þjóna 7,6 milljónum heimila. Fyrirtækið mun nefnast First Int- erstate og aðalstöðvar þess verða í Minneapolis, þótt starfseminni verði aðallega stjómað frá Los Angeles. Nintendo hefur selt þrjá leiki á sekúndu í 12 ár Redmond, Washingtonríki Millj arður leikj a seldur NINTENDO náði nýlega því marki að hafa selt einn milljarð vídeó- leika síðan sá fyrsti var kynntur í Japan snemma á síðasta áratug. Láta mun nærri að það jafngildi því að Nintendo hafi selt þrjá vídeóleiki á sekúndu á hverri mín- útu á hverjum degi síðan fyrsti leikurinn var kynntur í Japan fyr- ir 12 árum, að því er segir í til- kynningu frá dótturfyrirtækinu Nintendo of America i Redmond, Washingtonríki. Salan jafngildir einnig því að Nintendo hafi selt sem svarar ein- um leik á hvern táning i heimin- um. Vinsælasti leikurinn í Japan um þessar mundir er Super Mario: Yoshi’s Islandirk Nintendo og sá vinsælasti 1 Bandaríkjunum er KiIIer Instinct, einnig frá Nint- endo. Enginn leikur hefur selzt eins mikið á eins skömmum tíma og Donkey Kong Country i fyrra. Rúmlega tvær miiyónir eintaka seldust á fyrstu fimm vikunum i Bandaríkjunum einum. Mest hefur selzt af fyrsta leikn- um sem sló í gegn, Super Mario Brothers: rúmlega 40 milljónir á 12 árum. Nintendo Co. Ltd. í Kyoto í Jap- an er umsvifamesta fyrirtæki heims á sviði vídeóleikja. Dótturfyrirtækið Nintendo of America Inc. er miðstöð umsvif- anna í Vesturheimi, þar á meðal Bandarikjunum, þar sem rúmiega 40% heimila eiga Nintendo-kerfi. Norska ríkið vill selja hlut í Christiania Ósló. Reuter. NORSKA stjórnin hefur skýrt frá því að hún kunni að selja 17,8% hlutabréfa í Christiania Bank og Kreditkasse A/S fyrir áramót. Stjórnin hafði áður einsett sér að minnka hlut sinn í Christ- iania, öðrum stærsta banka Noregs, úr 69% í rúmlega 50% fyrir 1997. Að sögn bankafjárfestingar- sjóðs ríkisins (SBIF) var ákveð- ið að stíga þetta skref vegna methagnaðar banka að undan- förnu og velheppnaðrar sölu á 95,9% hlut ríkisins í Fokus Bank í október. „Norskir bankar hafa skýrt frá góðri afkomu á-þessu ári og því eru skilyrði til að selja hagstæð," sagði framkvæmda- stjóri SBIF, Jan W. Hopland. „Sala Fokus-banka sýndi að mikill alþjóðlegur áhugi er á hlutabréfum í norskum bönk- um„“ sagði hann. Verð hlutabréfa í Christiania lækkaði þó um 60 aura í 13,60 norskar krónur við lokun. Á samdráttarárunum 1988-92 dældi norska ríkið 14.76 milljörðum norska króna í Den norske Bank (DnB), Christiania og Fokus til að taka við rekstri þeirra. Nú skila þeir allir hagnaði. <§> SILFURBÚÐIN Khnglunni 8-12 - Sími 568-9066 — þar færðu gjöfina — DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Rymingarsala a kjólum ELÍZUBÚÐIN SlcipHolti 5 ÍSLENSKT HANDVERK ÍJÓLABÆNUM Hinn 1. desember nk. hefst sex vikna hátíð í jólabænum Hveragerði á vegum Jólalánds ehf., í samvinnu við Flugleiðir, Þjóðminjasafn íslands, Samvinnuferðir-Landsýn og fleiri aðila. Meðal annars verður stór jólamarkaður í Tívolíhúsinu opinn kl. 13-19 fjóra daga í viku, frá fimmtudegi til sunnudags. Fyrsta desember, á Þorláksmessu og á þrettándanum er opið til kl. 22, en lokað á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. Fjölbreytt og menningarleg jóladagskrá verður í gangi; leikþættir, tónlist og dagskrár um Grýlu, Leppalúða og íslensku jólasveinana. Enn eru nokkrir sölubásar til leigu fyrir vandað, íslenskt handverk, leikföng eða gjafavöru, úr ull, tré, beini, horni, skinni, roði eða öðrum náttúrulegum efnum og handverksfólk til að vinna á staðnum, vefa, steypa kerti, skera í tré o.s.frv. Allt kemur til greina svo framarlega sem það er þjóðlegt og smekklegt! Allar nánari upplýsingar gefur Olaf Forberg, sími 483 4999, fax 483 4868, GSM 896 9881. Jólaland ehf. er í eigu Samvinnuferða og 50 fyrirtækja og einstaklinga í Hveragerði — þar sem jólasveinarnir búa. m SUZUKI AFL OG ÖRYGGI ■ SUZUKl BILAR HF SKBÍFAN'17 - SÍMI: 568 5100 - Vitara V6 Nýr eðaljeppi þar sem afl og öryggi hafa forgang. Vitara V6 er einstaklega aflmikill, með hljóðláta V6 oél, 24 oentla, sem afkastar 136 hestöflum. Hann er byggður á sjálfstæða grind og er með hátt og lágt drif. Hákoæmt oökoastýrið og lipur 5 gíra handskiptingin eða 4ra gíra sjálfskiptingin gera Vitara V6 auðoeldan í akstri á oegum sem utan oega. Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega, höfuðpúðar á fram og aftursætum og styrktarbitar í hurðum gera Vitara V6 að einum öruggasta jeppa sem býðst. Einstaklega hljóðlátt farþegarýmið er búið öllum þægindum sem eiga heima í eðaljeppa eins og Vitara V6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.