Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 17
Roh borð-
ar hvorki
né sefur
ROH Tae-woo, fyrrverandi
forsætisráðherra Suður-
Kóreu, á erfitt með svefn og
mat og virðist hafa misst lífs-
löngunina, að sögn líflæknis
hans. Hefur hann ekki verið
verr á sig kominn í 20 ár.
Hann viðurkenndi nýlega að
hafa safnað með ólöglegum
aðferðum jafnvirði 654 millj-
óna dollara einkasjóði í for-
setatíð sinni.
Eldur eyddi
fornri höll
FJÓRIR menn týndu lífi þegar
þeir reyndu að bjarga verð-
mætum úr fornri höll á Ma-
dagaskar í gær en hún eyði-
lagðist í eldi. Var hún á sínum
tíma aðsetur síðustu drottn-
ingarinnar á eyjunni. Leikur
grunur á, að um íkveikju hafi
verið að ræða en höllin var á
skrá Sameinuðu þjóðanna yfir
friðaðar fornminjar. Madag-
askar var sameinuð í eitt ríki
undir stjórn Imerina-konungs-
ættarinnar á öndverðri 19. öld
en 1896 réðust Frakkar inn í
landið og lögðu það undir sig.
Arftaki Pen-
tium kynntur
BANDARÍSKA fyrirtækið Int-
el kynnti nýlega arftaka Pen-
tium-örgjörvans og nefnist
hann Pentium Pro. Intel er
stærsti framleiðandi á örgjörv-
um í heiminum og segja tals-
menn þess að Pentium Pro
ráði við allt að 200 milljónir
skipana á sekúndu. Ódýrasta
útfærslan, 150 megariða, mun
í upphafi kostá sem svarar
60.000 krónum.
Ritarinn erfir
skjöl Wilsons
LAFÐI Falkender, einkaritari
Harolds Wilsons, fyrrverandi
forsætisráðherra Breta, hlýtur
öll skjöl hans og bréf er varða
stjórnmál, samkvæmt erfða-
skrá hans. Wilson lést í maí,
79 ára gamall, ekkja hans erf-
ir aðrar eigur hans allar.
Spilling í ítal-
íuher könnuð
GEFIN var út handtökutilskip-
un á hendur nítján yfirmönn-
um í ítalska heraflanum í
gær, þar af sex mjög háttsett-
um, vegna meintrar umfangs-
mikillar spillingar í tengslum
við samninga um kaup á vör-
um og þjónustu fyrir herinn.
Rannsóknin nær til níu borga
og beinist aðallega að land-
hernum, en að nokkru leyti
að flugher og flota einnig.
1,3 milljónir
búa við eymd
HAFIÐ var umfangsmikið
hreinsunar- og björgunarstarf
á Filippseyjum í gær þar sem
1,3 milljónir manna búa við
eymd af völdum fellibylsins
Angelu sem gekk yfir landið
í lok síðustu viku og um helg-
ina. Um 500 manns hafa dáið
af völdum veðursins.
ERLENT
Þúsundir manna minntust byltingar bolsévikka í Rússlandi
Kommúnistum
spáð sigri í
þingkosningum
Reuter
GENNADÍ Sjúganov, leiðtogi rússneskra kommúnista, veifar til
stuðningsmanna sinna á útifundinum i Moskvu í gær er minnst
var byltingar bolsévikka árið 1917.
Moskvu, Kíev. The Daily Telegraph, Reuter.
MÖRG þúsund rússneskir kommún-
istar minntust 78 ára afmælis bylt-
ingar bolsévikka í Moskvu, Péturs-
borg og víðar í Rússlandi í gær,
margir héldu á myndum af Lenín
og Stalín. Dagurinn, 7. nóvember,
er enn opinber frídagur í landinu,
kommúnistar í Úkraínu og Hvíta-
Rússlandi héldu hann einnig hátíð-
legan með útifundum. Nýjar skoð-
anakannanir í Rússlandi benda til
þess að hinn endurreisti kommún-
istaflokkur landsins og stuðnings-
flokkar hans fái allt að 40% atkvæða
í þingkosningum í desember.
Kommúnistar njóta þess að þeir
eru vel skipulagðir um allt landið
og eldra fólk, er margt styður þá,
er vant að mæta á kjörstað enda
skylda á kommúnistaskeiðinu.
Deilt er um það hvort kommún-
istaflokkurinn standi undir nafni.
Margir telja að liðsmennirnir séu
nær því að vera vinstri-jafnaðar-
menn þótt forystumennirnir hylli
marxismann og Sovétríkin í ræðum
sínum. í reynd sé útilokað að snúa
hjólinu við og taka upp efnahags-
stjóm gamla tímans, hins vegar séu
forystumennimir hlynntir mjög
öflugu ríkisvaldi og minni stefna
þeirra einna helst á stefnu peronista
í Argentínu. Lýðræðisást þeirra sé
varla mjög traust.
Samstarf við þjóðernissinna?
Stuðningsflokkar kommúnista em
Bændaflokkurinn og tveir smáflokk-
ar og fengu þessir flokkar nýlega
22 af 24 sætum í stjórn borgarinnar
Volgograd. Flokkur kvenna er mjög
öflugur, hann vill einnig afturhvarf
til fyrri stjórnhátta í ýmsum efnum.
Ásamt öfgafullum þjóðernissinnum
á borð við liðsmenn Vladímírs Zhír-
ínovskíjs, er beijast einnig gegn
vestrænum umbótahugmyndum
stjórnvalda, gætu því kommúnistar
auðveldlega náð traustum meiri
hluta í dúmunni. Flokkar róttækra
umbótasinna og hófsamra miðju-
manna fá vart meira en fjórðung
þingsæta samanlagt ef marka má
kannanir.
Þátttakendur í fundi kómmúnista
í Moskvu voru aðallega miðaldra og
enn eldra fólk og fór allt skipulega
fram. Þeir hylltu Gennadí Sjúganov,
leiðtoga flokksins, og fordæmdu til-
raunir stjórnvalda til að koma á
markaðshagkerfí. „Þetta er ekki
aðeins fortíðarþrá. Sovétríkin munu
verða endurreist," sagði fullorðinn
karlmaður.
' Leiðtogi kommúnista í Péturs-
borg, Viktor Tjúlkín, sagði að því
miður hefðu þeir enn ekki nægilegt
afl til að geta „brotið hausa“ ráða-
manna í Moskvu. Þess vegna yrði
fyrst að ná völdum í dúmunni, neðri
deild þingsins, sem kosið verður til
í desember.
Vilja nýjan Stalín
. Einn þátttakenda í útifundinum í
gær sagði að Rússland þyrfti „nýjan
Stalín" til að losna við glæpagengin
og er bent var á að Stalín hefði látið
myrða milljónir saklausra borgara
var svarað með spurningu. „Hvað dóu
margir í borgarastyijöldinni [Þræla-
stríðinu] í Bandaríkjunum?"
Sérfræðingar telja að efnahagur
Rússa sé nú loks að rétta úr kútnum
eftir hrun Sovétríkjanna en stórir
hópar fólks, einkum eftirlaunaþegar,
njóta ekki batans og syrgja því sov-
éttímann. Hvers kyns spilling, sem
nú er öllum augljós vegna umfjöllun-
ar frjálsra fjölmiðla, atvinnuleysi,
munaður nýríkra og glæpafár á göt-
um úti, eykur enn á reiði og örvænt-
ingu fátækra.
Forsetaembættið er mun valda-
meira en þingið en fyrstu 12 mán-
uðina eftir kosningar getur forseti
þó ekki leyst þingið upp, eins og
Borís Jeltsín forseti hótaði óspart til
að knýja hrædda þingmenn til undir-
gefni. Nýja þingið gæti á þessum
tíma lamað stjórnina að verulegu
leyti með mótþróa.
Jeltsín er enn á sjúkrahúsi eftir
annað hjartaáfallið sem hann hefur
fengið á árinu og því nánast úr leik
í stjórnmálabaráttunni sem stendur.
Á einu spjaldi göngumanna í Moskvu
stóð að afnema bæri forsetaembætt-
ið - og Jeltsín.
Valið á framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins
Bandaríkj astj ó rn vill
fleiri frambjóðendur
Washington. Reuter.
BÁNDARÍKJASTJÓRN er ekki til-
búin á þessari stundu til að styðja
Ruud Lubbers, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Hollands, sem næsta
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins, NATO, og vill, að leit-
að verði fleiri frambjóðenda. Skýrði
talsmaður bandaríska utanríkisráðu-
neytisins frá því í fyrrakvöld.
„Við vitum ekki almennilega í
hvaða farvegi þetta mál er en við
þurfum að ræða við bandamenn
okkar og komast að samkomulagi.
Að því er þó ekki komið enn,“ sagði
Nicholas Burns, talsmaður utanrík-
isráðuneytisins. Hann lagði áherslu
á, að Bandaríkjastjórn hefði ekki
augastað á neinum einum manni en
vildi athuga fleiri en þá sem helst
er rætt um.
Bandaríkjastjórn mislíkaði
og Spáni hafa lýst yfír stuðningi við
hann og talið er, að ríkisstjórnin í
Lúxemborg geri það einnig. Þá eru
Grikkir og Tyrkir sagðir munu styðja
niðurstöðu meirihlutans. Danir,
Norðmenn og íslendingar styðja
Danann Uffe Ellemann-Jensen.
Miklu og kannski mestu mun þó
skipta afstaða Bandaríkjanna og
Kanada.
Mikil óvissa
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, neitaði í gær þeim
fréttum danskra fjölmiðla, að Þjóð-
veijar hefðu horfið frá stuðningi við
Lubbers og styddu nú Ellemann-
Jensen. Sagði hann, að engin breyt-
ing hefði orðið á afstöðu stjórnar-
innar.
Málefni Atlantshafsbandalagsins
og þá ekki síst framkvæmdastjóra-
málið voru rædd á fundi Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráðherra og
Súsönnu Agnelli, utanríkisráðherra
Ítalíu, í Róm í gær.
„Það er ljóst að mun meiri óvissa
ríkir um næsta framkvæmdastjóra
en ýmsir héldu fyrir nokkrum dög-
um. Við vorum sammála um að það
yrði að hást breið samstaða um
málið og utanríkisráðherra Ítalíu
hafði ekki lokað á neitt í þessu
máli. Það er ljóst að Frakklandsfor-
seti og forsætisráðherra Bretlands
hafa komið sér saman um að styðja
Ruud Lubbers en mér sýnist að það
hafi ekki átt sér stað nægilega mik-
ið samráð milli NATO-ríkjanna í
málinu. Það er því greinilega nokk-
uð í land með að niðurstaða náist,"
segir Halldór Ásgrímsson.
Framboð
Kwasniewskis
Biðlað til
smábænda
Varsjá. Reuter, The Daily Telegraph.
SMÁBÆNDAFLOKKURINN í Pól-
landi, sem á aðild að ríkisstjóm ásamt
flokki fyrrverandi kommúnista undir
forystu Aleksanders Kwasniewskis,
hefur ekki gert upp við sig hvort
flokkurinn styðji Kwasniewski eða
Lech Walesa forseta í seinni umferð
forsetakjörsins 19. nóvember.
Margir kjósendur Smábænda-
flokksins eru sanntrúaðir kaþólikkar
og því hallari undir Walesa. Smá-
bændaflokkurinn studdi kommún-
ista einnig áður en raunverulegt lýð-
ræði komst á í landinu við hrun
kommúnismans.
Stærsti flokkur stjórnarandstöð-
unnar, Miðflokkurinn, lýsti í gær
yfir stuðningi við Walesa forseta í
seinni umferðinni. Lokatölur úr fýrri
umferð forsetakosninganna voru
birtar í gær og sýna þær að Kwasni-
ewski hlaut 35,1% atkvæða en Wa-
lesa 33,1%.
Ekki er hvort Bandaríkjamenn
hafa eitthvað á móti Lubbers og
hvað það þá er en haft er eftir heim-
ildum, að þeim hafi mislíkað að
Frakkar og aðrar Evrópuþjóðir skuli
hafa tekið af skarið með hann eins
og í ögrunarskyni við forystu Banda-
ríkjanna í NATO.
Bandarískur embættismaður
sagði í gær, að nauðsynlegt væri,
að menn ræddu saman áður en
ákvörðun væri tekin og hann viður-
kenndi, að Bandaríkjastjórn vildi
hægja á ferlinu. Sagði hann, að í
Washington fyndist mönnum sem
Evrópuríkin eða Evrópusambandið
teldi sig geta ráðið skipan næsta
framkvæmdastjóra án samráðs við
Bandaríkin.
Staðan könnuð
Sendiherrar NATO-ríkjanna 16
ætluðu að hittast í Brussel í gær til
að ræða málin og kanna hve mikill
stuðningurinn við Lubbers væri.
Stjórnvöld í Frakklandi, Þýskalandi,
Bretlandi, Ítalíu, Portúgal, Belgíu
McNamara
aftur til
Víetnams
ROBERT McNamara, fyrrverandi
varnarmálaráðherra Bandaríkj-
anna, kom aftur til Víetnams í
gær, tveimur áratugum eftir lok
striðsins sem hann átti svo mikinn
þátt í. McNamara, sem er 79 ára,
viðurkennir nú að stríðið hafi ver-
ið „hræðileg rnistök" og kveðst
vilja lækna gömul sár. „Eg kom
hingað til að athuga hvort Víet-
namar og Bandaríkjamenn geta
dregið lærdóm af þvi sem reyndist
harmleikur fyrir báðar þjóðimar,"
sagði hann við komuna til Hanoi.
Á myndinni tekur Dao Huy, aðstoð-
arutanríkisráðherra Víetnams, á
móti ráðherranum fyirverandi.
Reuter