Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STÆKKUN ÁLVERSINS AKVORÐUN stjórnar AIusuisse-Lonza í Sviss um að stækka álverksmiðju fyrirtækisins í Straumsvík, er ánægjuleg tíðindi. í fyrsta sinn á þeim nærri þremur áratug- um, sem liðnir eru frá því að samið var um byggingu álvers ÍSAL í Straumsvík, hafa tekizt samningar um nýja álbræðslu á íslandi. Eins óg Finnur Ingólfsson, iðnaðarráðherra, benti á í gær, er nú rofin sú kyrrstaða, sem ríkt hefur í uppbyggingu orkufreks iðnaðar á íslandi allt frá því að Járnblendiverksmiðj- an á Grundartanga tók til starfa fyrir um tveimur áratugum. Stækkun álversins er mikil búbót í íslenzku efnahagslífi. Hún er jafnframt varanlegri ávinningur en sá hagnaður, sem til dæmis hefur orðið af auknum úthafsveiðum á undanförnum árum. Hins vegar verða stjórnvöld að halda af festu á peninga- og ríkisfjármálum til þess að hamla á móti óæskilegum þenslu- áhrifum nýrra framkvæmda. Sérstaklega er mikilvægt að þær auknu tekjur, sem ríkissjóður fær líkast til af auknum umsvif- um, verði notaðar til að lækka ijárlagahallann. Þær mega ekki verða til þess að slakað verði á aðhaldi að útgjöldum ríkisins. Jafnframt skiptir miklu, að nú-verði horft til framtíðar og hugsað sem svo að stóriðjusamningur á borð við þann, sem nú hefur náðst, sé ekki bara sjaldgæfur happdrættisvinning- ur. íslenzk stjórnvöld hljóta að leitast við að skapa orkufrek- um iðnaði hagstæð rekstrarskilyrði til framtíðar, þannig að auka megi erlenda fjárfestingu í íslenzku atvinnulífi verulega. Af hálfu iðnaðarráðherra kom fram í gær að erlend fjárfest- ing á íslandi hafi aðeins verið um tíundi hluti þess, sem ger- ist að meðaltali í OECD-ríkjunum, en vegna fjárfestingar Alusuisse verði hún sambærileg og þar þann tíma, sem fram- kvæmdirnar standa yfir. Við hljótum að miða að því að standa jafnfætis öðrum vestrænum iðnríkjum til lengri tíma litið, ekki aðeins næstu árin. EGGJAÐ TIL SAMKEPPNI SKILNINGUR á nauðsyn samkeppnishindrana í einstaka atvinnugreinum er halda uppi verðlagi í landinu fer ört þverrandi. íslenskt viðskiptalíf hefur tekið stakkaskiptum á tiltölulega skömmum tíma og samkeppni fer harðnandi á sí- fellt fleiri sviðum. Nærtækt dæmi er það umrót er nú á sér stað'varðandi bensínsölu. Eitt síðasta vígi samkeppnishindrana er landbúnaðurinn, er nýtur víðtækrar verndar á flestum sviðum. Innflutningur er bannaður eða lýtur ströngum takmörkunum og háum toll- um og verðlagsákvarðanir eru miðstýrðar. Þessi vernd heldur uppi verðlagi og þar með niðri lífskjörum fólksins í landinu. Verndin nær einnig til greina er eiga meira skylt við iðnað en landbúnaðarframleiðslu og má þar sérstaklega nefna eggja- framleiðslu. Fyrir skömmu kom fram að eggjaframleiðendur hafa krafist þess að bannað verði að leita tilboða í magninn- kaup á eggjum og veita afslátt til stórra viðskiptavina frá lögbundnu lágmarksverði. Hafa ríkisspítalarnir meðal annars haft hug á því að leita slíkra tilboða en samtök eggjaframleið- enda lagst gegn því. Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambandsins samþykkti á mánudag ályktun þar sem lagt er til að eggjaframleiðsla heyri undir samkeppnislög en ekki búvörulög. Opinberir aðilar hætti að ákveða eggjaverð, eggjaframleiðendum verði endur- greiddur fóðurtollur þannig að þeir búi við hliðstæð starfsskil- yrði og keppinautar þeirra erlendis og tollvernd gagnvart inn- •flutningi verði lækkuð þannig að innflutningur geti veitt inn- lendri framleiðslu eðlilegt aðhald. í ályktun framkvæmdastjórnar VSÍ segir m.a.: „Vinnuveit- endasambandið telur að engin rök standi til þess að eggjafram- leiðsla búi við annað starfsumhve.rfi en gildir um aðra iðnaðar- framleiðslu og engin sýnileg rök eru fyrir því að verðlag á eggjum víki meira frá því sem gerist meðal nágrannaþjóða okkar, en almennt gerist með iðnaðarvörur. Af því leiðir að verð á eggjum á að geta lækkað um allt að þriðjung með 0,1% áhrifum á vísitölu neysluverðs.“ Það er greinilegt að vaxandi áhugi er fyrir því meðal sam- taka vinnuveitenda og verkalýðshreyfingarinnar að knýja á um aukinn kaupmátt með aðgerðum er miða að því að lækka verðlag. Slíkt getur ekki einungis reynst skynsamlegt til að koma í veg fyrir verðbólguáhrif launahækkana. Það gæti einn- ig orðið til að stinga á ýmsum kýlum í íslensku atvinnulífi og fjölga þeim greinum er verða að sæta eðlilegum markaðs- skilyrðum í rekstri sínum en njóta ekki sérverndar á kostnað neytenda og skattgreiðenda. Raforkukerfi landsins Sjarnarflag 3MW ..'Blandat f 150MW Stækkun Blöndulóns Kvíslaveita 5. áfangi Stækkun ÍSAL □ Vatnsaflstöð A Aðveitustöð O Gufuaflstöð Miðlunarlón ' Búrfell 210 MW Skipt um vatnshjól, + 35MW STÆKKUIM ÁLVERSIIMS Endurnýjun véla- búnaðar í Sogsvirkjun ÁLVERIÐ í Straumsvík mun líta svona út þegar þriðji kerskálinn hefur verið byggður milli núverandi skála og Reykjanesbrautar. Theodor M. Tschopp, aðalforstjóri Alusuisse-Lonza UMFRAMORKA í raforkukerfi Landsvirkjunar nýtist öll við stækk- un álversins og ráðast þarf í fram- kvæmdir til aukinnar orkufram- leiðslu en þar er fyrst og fremst um að ræða lokaáfanga Kvíslaveitu, stækkun Blöndulóns og aflaukningu Búrfellsstöðvar. Einnig þarf að styrkja orkuflutningskerfið. Þá hefur verið ákveðið að hraða endurbótum Sogsvirkjana. Áætlaður kostnaður vegna fram- kvæmda sem ráðist verður í með til- komu stækkunar ÍSAL er um 2,5 milljarðar kr. Mannafiaþörf við raf- orkuframkvæmdirnar er áætluð 260 ársverk á næstu tveimur árum og að heildarársverk við framkvæmd- irnar verði um 440 til aldamóta. Orkuþörf stækkunar 947 gígawattstundir Stækkun álversins í Straumsvík myndi auka afkastagetu álversins um 62 þúsund tonn á ári og er gert ráð fyrir að nýi kerskálinn verði kominn í rekstur á síðasta ársfjórð- ungi árið 1997. Er orkuþörf stækk- unarinnar áætluð um 947 gígawatt- stundir á ári (GWst/ári) og aflþörfin um 110 megawött (MW). Til saman- burðar nam heildarraforkusala Landsvirkjunar 4.250 GWst/ári á seinasta ári. Ofantaldar fram- kvæmdir munu auka árlega orku- getu kerfisins um 540 GWst/ári sem bætist við umframorku núverandi kerfis sem áætlað er að verði um 700 GWst/ári á árinu 1997. 5. áfangi Kvíslaveitu 1,1 milljarður Til að anna þessum markaði gerir Landsvirkjun m.a. ráð fyrir að ljúka við byggingu fimmta áfanga Kvísla- veitu, og er sú framkvæmd talin kosta 1,1 milljarð kr. Lagaheimild liggur fýrir um stækkun Kvíslaveitu og virkjunarleyfi. Verkhönnun veit- unnar lauk 1994. Undirbúningur, hönnun og rannsóknir eru vel á vegi staddar þannig að útboð getur farið fram innan tíðar, að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar. Áætlað er að fram- kvæmdir hefjist í vor og er áætlaður verktími tvö ár. síðastliðið sumar, þannig að allar heimildir fyrir framkvæmdum liggja fyrir. Heildarfjárfesting Landsvirkjunar vegna þessara þriggja verkefna er rúmir tveir milljarðar kr. en að sögn Þorsteins þarf auk þessa að styrkja orkuflutningskerfið og verða settir upp svokallaðir raðþéttar á há- spennulínur, sem eiga að leiða til þess að tap orku við flutning hennar minnkar. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um 500 milljónir kr. Tæplega 1.200 milljarða kr. endurbótum Sogsvirkjunar hraðað Endurbætur standa fyrir dyrum á Sogsvirkjunum sem eiga að lengja líftíma stöðvanna og tryggja öryggi þeirra. Hefur verið gert ráð fyrir að verkinu lyki árið 1999. Heildarkostn- aður við vi^gerðirnar er áætlaður 1.178 millj. kr. Vegna stækkunar álversins blasir hins vegar við að Aflaukning í Búrfellsstöð 750 miiy. kr. Einnig er nauðsynlegt að skipta um vatnshjól í Búrfellsstöð og auka afl hennar með því móti um 35 megawött (MW) Sú framkvæmd er talin kosta 750 milljónir króna. Talið er unnt að skipta um öll sex vatns- hjól virkjunarinnar fyrir árslok 1997. Stækkun Blöndulóns 200 millj. Blöndulón verður stækkað úr 220 gígalítrum (Gl) í 400 Gl. Stækkun Blöndulóns er talin kosta tæpar 200 milljónir kr. Stækkun Blöndulóns þarf að vera lokið fyrir vorið 1997. Til að stækka lónið þarf að hlaða Blöndustíflu í endanlega hæð og byggja yfirfall vestan Blöndustíflu. Talið er unnt að ljúka þessu verki næsta sumar. Samkvæmt samning- um við héimamenn þarf að afla sam- þykkis þeirra við stækkun lónsins og náðist samkomulag um það Landsvirkjun verður að flýta þessum framkvæmdum þannig að þeim verði lokið tveimur árum fyrr en áætlað var eða árið 1997 svo að virkjanim- ar verði komnar í öruggan rekstur þegar stækkun álversins er lokið. Ákveðið hafði verið að ráðast í þess- ar framkvæmdir, óháð stækkun ál- versins. Útboð á EES-svæðinu Að sögn Þorsteins liggja öll leyfi fyrir þessum framkvæmdum fyrir og fram fer frekari hönnunarvinna og útboð vegna einstakra verkþátta á næstu vikum og mánuðum. „Stærð sumra þessara framkvæmda er slík að þær falla undir reglur EES-samn- ingsins um útboð. Því þurfum við að auglýsa útboð samkvæmt ákveðn- um reglum í lögbirtingablaði Evrópu- sambandsins og höfum við nú þegar sent tilkynningu um að útboð standi fyrir dymm vegna Búrfellsstöðvar- innar,“ sagði Þorsteinn. 440 ársverk við orkuframkvæmdir Landsvirkjunar til aldamóta Heildarkostnaður áætl- aður um 2,5 milljarðar Sljórnvöld sköpuðu hagstæð skilyrði THEODOR M. Tschopp, aðalforstjóri Alusuisse-Lonza, eiganda íslenzka ál- félagsins í Straumsvík, segir að þær hagstæðu fjárfestingaraðstæður, sem íslenzk stjórnvöld hafi skapað, auk framtíðarþarfa fyrirtækisins, hafi ráð- ið mestu um að ákveðið var að stækka álver ÍSAL. „Aðalatriðið var að ríkisstjómin skapaði samkeppnishæf fjárfesting- arskilyrði," sagði Tschopp á blaða- mannafundi í gær. Hann sagði að Alusuisse-Lonza stefndi jafnframt að því að mæta helmingi af þörf sinni fyrir ál til vinnslu með eigin fram- leiðslu. Tschopp sagði aðstæður hér á landi hagstæðar til lengri tíma litið, sem hentaði fyrirtækinu vel. „Undirritun sameiginlegu yfirlýs- ingarinnar í dag er mikill viðburður fyrir hr. Roth og starfsfólk hans hjá ÍSAL og ég geri ráð fyrir að hún sé jafnframt mikill viðburður fyrir ríkis- stjómina og almenning á íslandi," sagði dr. Tschopp. „Þá skiptir það Alusuisse-Lonza miklu að geta nú hafíð þessar framkvæmdir.“ Góð staða og horft til framtíðar Tschopp sagði að hafa yrði í huga að undanfarin ár hefði víðtæk endur- skipulagning átt sér stað í áliðnaði í heiminum og álverum, sem hefðu get- að framleitt eina milljón tonna af áli árlega, hefði verið lokað. Alusuisse hefði þurft að taka erfíðar ákvarðanir um að loka hinum óhagkvæmari ál- verksmiðjum sínum og ekki hefði ver- ið unnt að ráðast í nýjar framkvæmd- ir á meðan. „Við erum hins vegar nú í mjög góðri stöðu. Þess vegna höfum við nú tekið þá ákvörðun að horfa til framtíð- ar,“ sagði hann. Tschopp þakkaði samninganefnd- um íslands og A-L fyrir mikið starf og nefndi sérstaklega Jóhannes Nor- dal, formann íslenzku álviðræðu- nefndarinnar, og Kurt Wolfensberger, forstjóra áldeildar A-L. Af hálfu Christians Roth, forstjóra ÍSAL, kom fram á blaðamannafund- inum að 160 ker yrðu í hinum nýja kerskála fyrirtækisins, sem byggður verður meðfram eldri kerskálum. Alls myndi fyrirtækið fjárfesta 14 millj- arða íslenzkra króna vegna stækkunar álversins. Orkuþörf vegna stækkunar- innar væri 950 gígawattstundir. Bú- ast mætti við að jarðvegsframkvæmd- ir vegna nýja kerskálans hæfust eftir tvær vikur. Roth sagði að með stækkuninni myndi ýmis núverandi búnaður álvers- ins í Straumsvík nýtast betur. Er nýi kerskálinn yrði að fullu kominn í gagnið yrði framleiðni álversins ein- hver sú bezta í Evrópu, ef áætlanir fyrirtækisins stæðust. Fleiri konur ráðnar Roth sagði að á byggingartímanum myndu að jafnaði um 200 manns starfa við að reisa nýjar byggingar, en að hámarki yrði starfsmannafjöld- inn við framkvæmdirnar 400. Starfsmenn ÍSAL eru nú um 430. Roth sagði að vegna stækkunarinnar yrði þeim fjölgað um 72 og myndu nýráðningar hefjast í maí 1997. Stefnt væri að því að ráða fleiri konur til starfa á vegum fyrirtækisins og stefna að því að þær yrðu fleiri en fimmtung- ur starfsmanna. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra á blaðamannafundi í gær Tuttugn ára kyrrstaða rofin Morgunblaðið/RAX KURT Wolfensberger, Theodor Tschopp, Finnur Ingólfsson og Jóhannes Nordal á blaðamannafundinum í Borgartúni 6 í gær. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði á bláðamannafundi, sem hann hélt í gær ásamt forystumönnum Alusuisse-Lonza, að með staðfestingu samkomulags um stækkun álversins í Straumsvík væri tuttugu ára kyrr- staða í stóriðjumálum rofín. Stækkun- in yrði vítamínsprauta fyrir bygginga- iðnaðinn og myndi koma hjólum at- vinnulífsins af stað. Iðnaðarráðherra skýrði á blaða- mannafundinum frá fundi sínum með aðalforstjóra Alusuisse-Lonza, dr. T. Tschopp, og Kurts Wolfensberger, forstjóra áldeildar fyrirtækisins. Á fundinum, sem haldinn var upp úr hádeginu í gær, var staðfest að stjóm Alusuisse-Lonza hefði samþykkt á fundi sínum í Ziirich á mánudag að heimila ÍSAL að fjárfesta í nýjum 62.000 tonna kerskála í Straumsvik. Þar var jafnframt staðfest að sam- komulag hefði náðst milli íslenzku samninganefndarinnar og A-L um svokallaðan fimmta viðauka við aðal- samning ríkisstjómarinnar og A-L, sem felur í sér samkomulag í aðalat- riðum um lagalega umgjörð stækkun- ar ÍSAL. Ríkisstjómin hefði samþykkt í gærmorgun að staðfesta viðaukann. Iðnaðarráðherra greindi frá því að umhverfísráðherra hefði í gær gefíð út starfsleyfi fyrir stækkun ISAL og væri fyrirtækinu því heimilt að hefja strax nauðsynlegar undirbúnings- framkvæmdir fyrir stækkun,_þar á meðal jarðvegsframkvæmdir á lóð verksmiðjunnar. Undirritun 16. nóvember Ráðherra skýrði jafnframt frá því að áformað væri að allir samningar vegna stækkunarinnar yrðu undirrit- aðir á fundi, sem líkast til yrði haldinn í Reykjavík 16. nóvember næstkom- andi. Þar yrði undirritaður fímmti við- auki við aðalsamning milli ríkisstjórn- ar íslands og Alusuisse-Lonza, fjórði viðauki við orkusölusamning Lands- virkjunar og ÍSAL og samkomulag um stækkun hafnarinnar í Straumsvík milli Hafnarfjarðarbæjar og ÍSAL, en málið liefði í gær verið kynnt fyrir bæjarstjómarmönnum í Hafnarfírði. Finnur sagði að í framhaldi af und- irritun þessara samninga myndi ríkis- stjórnin leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um staðfestingu fimmta við- aukans og óska staðfestingar þingsins fyrir miðjan desember næstkomandi. Stefnt væri að því að stækkunin við álverið yrði fullbyggð á næstu tveimur árum og að rekstur nýja kerskálans hæfíst á síðasta ársfjórðungi ársins 1997. Stærsta fjárfestingin í 30 ár Finnur þakkaði íslenzku álviðræðu- nefndinni og samninganefnd Alusu- isse-Lonza fyrir að hafa loks náð þess- um áfanga í að fá erlenda fjárfestingu inn í landið. „Það var um 1984, sem menn fóru af stað og töldu að tæki- færi væri til þess að stækka álverið eða leita að nýjum stóriðjukostum. Þetta hefur tekið öll þessi ár, og nú liggur ákvörðunin loks fyrir,“ sagði iðnaðarráðherra. Hann bætti því við að tuttugu ára kyrrstaða í sölu raforku til stóriðjufyr- irtækja væri nú rofin. „Hér er um að ræða stærstu fjárfestingu frá árinu 1966, er álverið var byggt. Þegar ég segi að við ijúfum nú tuttugu ára kyrrstöðu í orkufrekum iðnaði miða ég við árið, sem Jámblendiverksmiðj- an á Grundartanga var tekin í notk- un,“ sagði Finnur. „Undanfarin ár hefur erlend fjárfesting verið um 0,1% af landsframleiðslu. OECD-ríkin eru að meðaltali með um 1%. Með þessari fjátfestingu, sem nú verður ráðizt í, fer erlend fjárfesting í rúmlega 1% og menn sjá þá hversu gífurleg hin þjóðhagslegu áhrif verða.“ Lyftistöng fyrir byggingaiðnaðinn Iðnaðarráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að á framkvæmdatímanum myndu 750-800 manns hafa atvinnu af stækkun álversins. „Sérstaklega hefur þetta mikil áhrif í byggingaiðn- aðinum, þar sem menn hafa verið einna svartsýnastir á undanförnum mánuðum og misserum. Menn hafa kviðið fyrir vetrinum, því að þá yrði lítið að gera. Stækkun álversins er mikil lyftistöng fyrir atvinnugreinina og getur þýtt 2-3% fjölgun ársverka í byggingaiðnaði árin 1996 og 1997,“ sagði Finnur. „Það er því ekki ofsagt að samningurinn, sem nú hefur verið gerður, er mikil vítamínsprauta fyrir efnahagslífið. Það kann vel að vera að mönnum finnist að hér sé um tíma- bundna hluti að ræða, en samningur- inn skiptir þó meginmáli til að koma hjólum atvinnulífsins af stað.“ Engir fyrirvarar vegna starf smannamála Finnur Ingólfsson sagði að skatta- legt umhverfí ÍSAL yrði á engan hátt frábrugðið því, sem íslenzk fyrirtæki byggju við. ÍSAL hefði búið við stig- hækkandi tekjuskatt á bilinu 35-55%, en nú hefði verið samið um að fyrir- tækið greiddi 33% tekjuskatt eins og önnur íslenzk fyrirtæki. Iðnaðarráðherra sagði að engir fyr- irvarar væru í samningunum við ÍSAL vogna samninga við starfsmenn fyrir- tækisins. Hvað varðaði áhuga ÍSÁL á að bjóða fleiri þætti starfseminnar út til undirverktaka yrði slíkt væntanlega áfram til umræðu innan fyrirtækisins, en snerti ekki samningana um stækk- un sem nú hefðu náðst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.