Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
7
Nýtt endurskoðað snjóflóðahættumat fyrir ísafjörð kynnt
Allt Seljalandshverf-
ið á rauðu svæði
Húseignir við Árvelli og Strandgötu í Hnífsdal á gulu svæði
Marín, sex mánaða, gengst undir að-
gerð vegna hjartagalla í Boston
Aðgerðin tíma-
sett eftir hjarta-
þræðingu
ÍsaArði. Morgunblaðið.
BÆJARRAÐI ísafjarðar hefur
verið kynnt nýtt endurskoðað snjó-
fióðahættumat fyrir Tungudal,
Seljalandsdal og Hnífsdal, sem
unnið var á vegum Verkfræðistofu
Sigurðar Thoroddssen hf., fyrir
Almannavamir ríkisins og Ofan-
flóðanefnd.
Hið nýja hættumat var endur-
skoðað í september og skal taka
fullt tillit til þess við skipulagningu
nýrra svæða, eins og segir í yfir-
lýsingu með matinu. Þar segir
einnig að ekki megi hefja bygging-
ar á óbyggðu hættusvæði, svoköll-
uðu gulu svæði, eða þétta þá
byggð sem þar kann að vera.
Samkvæmt hinu endurskoðaða
hættumati fyrir Tungudal og
Seljalandsdal er ljóst að ekkert
verður úr frekari byggingarfram-
kvæmdum í Seljalandshverfi, en
það svæði var ákveðið sem fram-
tíðarbyggingarland ísfirðinga, því
öll mannvirki þar eru, samkvæmt
matinu, nú á rauðu svæði. Sama
gildir um stóran hluta af Tungud-
al, þar með talið skíðasvæði ísfírð-
inga. í Hnífsdal eru öll hús ofan
og hliðar til við félagsheimilið á
rauðu svæði auk þess sem a.m.k.
tvö hús við Árvelli eru komin á
gult svæði auk nokkurra húsa við
Strandgötu.
„Þetta er niðurstaða sem okkur
er birt og við munum vinna eftir
þar til við fáum nýtt hættumat í
hendur. Þegar þetta mat er skoðað
verður að hafa það í huga að allar
forsendur og útreikningar varð-
andi gerð hættumats eru nú til
endurskoðunar. Þetta mat var
staðfest af Almannavamaráði rík-
isins og félagsmálaráðherra 11.
október og við fengum það í hend-
ur um síðustu mánaðamót. Það
kom mér ekkert á óvart í þessu
snjóflóðamati, en ég ítreka að allir
útreikningar á gerð hættumata
eru í endurskoðun um þessar
mundir," sagði Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á ísafirði.
Bæjarbúum veittar
upplýsingar
Kristján Þór sagði hættumatið
myndi liggja fyrir á tæknideild
bæjarins og þangað gætu bæj-
arbúar leitað með nánari upplýs-
ingar. „Upplýsingarnar sem við
getum veitt eru að vísu takmark-
aðar, því það er ekki bæjarfélagið
sem framkvæmir þetta hættumat,
en samt munum við reyna að upp-
lýsa bæjarbúa sem mest um mál-
ið,“ sagði Kristján Þór. Til stóð
að nýtt hættumat fyrir svæðið
ofan eyrarinnar lægi fyrir í desem-
ber, en óvíst er hvort það liggi
fyrir á réttum tíma vegna ofan-
greindrar endurskoðunar á gerð
snjóflóðahættumata.
MARÍN Hafsteins-
dóttir, sex mánaða
frá Eskifirði, fór í
hjartaþræðingu á'
Children’s Hospital í
Boston í gær. Anna
Óðinsdóttir, móðir
Marínar, segir að eft-
ir hjartaþræðinguna
verði ákveðið hvort
Marín verði skorin
upp í dag eða á morg-
un. Marín er með
afar sjaidgæfan
hjartagalla.
Anná og Hafsteinn
Hinriksson, eigin-
maður hennar, fóru
með Marín, dóttur
sína, til Boston á sunnudag. „Þó
ferðin væri löng gekk allt vel og
við innrituðum Marín á spítalann
á mánudaginn. Hún hefur farið
í ýmiss konar rannsóknir og fer
í hjartaþræðingu um hádegi í dag
[þriðjudag]. Eftir hjartaþræðing-
una verður ákveðið hvort Marín
verður skorin upp á miðvikudag
eða fimmtudag. Eg hugsa að
aðgerðin fari ekki fram fýrr en
á fimmtudag," sagði Anna.
Tekur öllu með stökustu ró
Anna sagði að læknarnir væru
mjög hrifnir af Marín enda tæki
hún öllu tilstandinu með stökustu
ró. „Börn eru svo fjjót að aðlag-
ast og Marín er mjög sterk.
Læknarnir settu t.d. upp l\já
henni nál í gær. Hún þarf að
vera með stóran stokk á hend-
inni og lætur hann alveg eiga
sig,“ segir Anna. Þau Hafsteinn
búa á hóteli í um mílu fjarlægð
frá sjúkrahúsinu og
alltaf er annað hvort
þeirra með Marín.
Með Marín á stofu
er10mánaða banda-
rískur drengur með
sama hjartagalla og
hún. „Okkur finnst |
frábært að fá tæki-
færi til að hitta for-
eldra barns með
sama hjartagalla því
hann er mjög sjald-
gæfur. Strákurinn er
búinn að fara í að-
gerð en þarf að fara
í fleiri og fer í hjarta-
þræðingu á sama
tíma og stelpan okk-
ar,“sagði Annaogframkomað |
fjölskylda drengsins byggi
skammt frá sjúkrahúsinu.
Læknirinn talar íslensku
Anna segir að starfsfólkið sé
yndislegt. „Fólkið hérna er eins
og það hafi þekkt okkur alla tíð.
Allir vilja allt fyrir okkur gera,
vanda sig við að tala rólega og j
útskýra alla hluti nyög vel,“ seg-
ir Anna og tekur dæmi af því að
fjölskyldan hafi ávallt sérstakan i
hjúkrunarfræðing til að snúa sér
til með vandamál. Þau séu líka
svo heppin að læknir Marínar
tali íslensku. „Mér létti óskaplega
þegar hann heilsaði okkur og
sagði: „Góðan daginn. Hvernig
hafið þið það?“ á íslensku. Hann
heitir Stanton Perry og bjó á ís-
landi í 8 ár,“ segir Anna og tekur j
fram að hingað til hafi allt geng- i
ið mjög vel hjá þeim Hafsteini
og Marín í Boston. F
MARÍN litla
Haf steinsdóttir.
Launanefnd Alþýðusambandsins o g Vinnuveitendasambandsins kom saman til fyrsta fundar í gær
Launanefndirnar munu
ræða launabreytingar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VÍGLUNDUR Þorsteinsson, varaformaður VSÍ, býður fulltrúa ASÍ velkomna til fundar. Þeir eru
(f.v.) Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, og Gylfi Arnbjörns-
son, hagfræðingur ASÍ.
. FULLTRÚAR ASÍ í launanefnd
ASÍ og VSÍ lögðu á fyrsta fundi
nefndarinnar fram kröfu um að
viðræður yrðu hafnar um launalið
samninganna. Fulltrúar VSÍ sam-
þykktu þessa kröfu og mun nefnd-
in fjalla um þetta á fundi á morg-
un. í dag verður birtur útreikning-
ur á vísitölu neysluvöruverðs fyrir
október, en hún mun gefa sterka
vísbendingu um hvort verðlagsfor-
senda kjarasamninganna heldur.
„Við höfum beðið um viðræður
á þeim grundvelli að það þurfí að
skoða hin kaupmáttarlegu mark-
mið samninganna sem gerðir voru
í febrúar. Það þarf að endurskoða
þau og um það munu viðræðurnar
snúast til að byrja með,“ sagði
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
að loknum fundi launanefndarinn-
ar í gær.
Benedikt sagði að ASÍ hefði enn
ekki lagt fram neinar ákveðnar
kröfur um launabreytingar. Þær
myndu'TTcoma fram síðar. Ekki
væri heldur orðið ljóst hvort launa-
nefndin myndi leggja einhveijar
kröfur fram við ríkisstjórnina.
Benedikt sagði að launanefndin
hefði ekki enn lagt mat á forsend-
ur samninganna. Nefndin myndi
fljótlega kalla eftir greinargerð frá
stjórnvöldum um hvernig staðið
hefði verið við þau loforð sem ríkis-
valdið gaf við undirritun samning-
anna 21. febrúar sl. Eins myndi
skýrast á morgun hvort verðlags-
forsendur samninganna hafa stað-
ist, en þá yrðu birtir útreikningar
á neysluvöruverðsvísitölu fyrir
októbermánuð.
Rætt um að styrkja markmið
samninganna
„Fulltrúar ASÍ óskuðu eftir að
farið yrði yfir launaþróun einstakra
hópa. Þeir telja að einstakir hópar
hafí farið fram úr almennri launa-
þróun í landinu og vilja ræða þau
viðhorf sem það skapar við okkur.
Við munum auðvitað verða við
því. Það liggur ekkert fyrir um
niðurstöðu í þeim viðræðum. Við
lítum þannig á málið að launaliður
samninganna sé bundinn," sagði
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ.
„Við viljum setjast yfír kaup-
máttarmarkmið og aðrar forsendur
um verðlagsþróun og sjá hvort
hægt er að styrkja markmið samn-
inganna með aðgerðum af hálfu
stjórnvalda, skipulagsbreytingum
eða öðru slíku.“
Þórarinn sagði að launanefndin
myndi á næstu dögum skoða hvort
launabreytingar hjá einstökum
hópum hefðu orðið ólíkar því sem
væntingar voru um. Hann sagðist j
engu geta svarað um viðbrögð [
vinnuveitenda ef í ljós kæmi að |
þróunin hefði orðið ólík því sem
menn áttu von á. „Það eru uppi
óskir af hálfu Alþýðusambandsins
um að eitthvað nýtt verði lagt inn
í samningana, m.a. í ljósi þess að
þeir telja að einhveijir í þeirra röð-
um hafí borið skarðan hlut frá
borði. Við munum skoða þau rök
og sjá hvort það er tilefni eða )
möguleiki á að koma til móts við |
þ.essi sjónarmið með einhverjum i
hætti. '
Báðir aðilar eiga þau sameigin-
legu markmið að tryggja að hér
verði áfram stöðugleiki í efnahags-
málum og verðbólga verði mjög lág
á næsta ári. Við viljum fjölgun
starfa, stuðla að lækkun vaxta og
stígandi kaupmátt. Við viljum gera .
það sem í okkar valdi stendur til
að það verði framhald á þessari i
þróun næstu misseri og ár.“ )
Þórarinn sagði að ákvörðun um
byggingu álvers kæmi til með að
hafa áhrif á umræður í launa-
nefndinni. Framkvæmdir við álver
kæmu til með að hafa mjög jákvæð
áhrif á atvinnustigið í landinu. Þær
væru fallnar til að styrkja forsend-
ur fjárlagafrumvarpsins og stuðla .
að lækkun vaxta. Þórarinn sagði
að bygging álvers gæfi hins vegar
ekki tilefni til almennra launa- I
hækkana.