Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEMPAR GREINAR I leit að launastefnu UNDIR fyrirsögn- inni „Falsanir Vinnuveitendasam- bands íslands" í Mbl. sl. laugardag fer for- maður Rafiðnaðar- sambands íslands mikinn, að því er virðist til að bera af sér að hafa fyrstur samið um prósentu- hækkun launa í stað krónutölu sem upp- hafshækkun sl. vor. Þessu fylgja merg- jaðar lýsingar af óheilindum VSÍ og má jafnvel draga þá ályktun að VSI hafi haft frumkvæði að því að hækka hærra launaða hópa alveg sérstak- lega. Inntak Iaunastefnunnar Tilefni þessa upphlaups er grein- argerð VSÍ um kjarasamninga og forsendur þeirra sem birt var í Mbl. föstudaginn 4._ nóv. sl. Þar er rifjað upp, að VSÍ lagði höfuð- áherslu á að halda samnings- bundnum launahækkunum innan við 6,5-7,0% svo launahækkanir yrðu svipaðar og í nálægum lönd- um. Jafnframt var bent á að ekki hafi verið sátt um það innan verka- lýðshreyfingarinnar að miða ein- vörðungu við krónutöluhækkun launa. Mismunandi áherslur ein- stakra hópa hafi m.a. best birst I því, að á endaskeiði samningavið- ræðna, þann 20. febrúar sl., hafi samist um að samböndin gætu valið um 2.700 kr. hækkun mánað- arlauna 1. janúar 1996 eða 3% almenna launahækkun. Iðnaðar- mennirnir völdu 3% en önnur sam- bönd krónutöluna og um þetta var góð sátt. Inntak launastefnunnar var því ekki föst og óbreytanleg krónutala fyrir alla hópa heldur miklu fremur tiltekin meðalhækk- un launa, með sérstakri áherslu á lægri laun, sem ætla mátti að at- vinnulífið gæti staðið undir við hliðstæða verðbólgu og í nálægum löndum. Markmiðið var m.a. lægri vextir, fjölgun starfa og almenna sókn í atvinnulífinu sem lagt geti grunn að enn batnandi kjörum í framtíðinni. Jafnframt að reyna að bæta stöðu lægra launaðra hópa umfram aðra. Um þessi megin- markmið hefur raunar verið sam- staða milli atvinnurekenda og verkalýðshreyfíngar allt frá 1990 og árangurinn birtist í 3.000 nýjum störfum og yfir 3% kaupmáttar- auka í ár. Tregbreytanleg launahlutföll í viðræðum við ein- staka hópa í kjölfar fe- brúarsamninganna kom fram að margir lögðu höfuðáherslu á að ekki kæmi til breyt- inga á launahlutföllum, en föst krónutöluhækk- un miðar einmitt að því. Með fastri krónu- tölu dregur saman í launahlutföllum og þeir tekjulægri fá hlutfalls- lega meiri hækkun en að meðaltali og þeir tekjuhærri að sama skapi minni. „Stærðfræðilegar matrissur" sem formaður Rafiðn- aðarsambandsins vísar til og telur óhreyfanlegar heita, kallast öðru nafni launatöflur og eru með til- teknu hlutfalli milli einstakra taxta og starfsaldursþrepa. Af sjálfu leiðir að slík hlutföll raskast ef allir fá sömu hækkun í krónum talið, en það er jú einmitt mark- mið þess sem kallað hefur verið krónutöluleið. Launastefna Rafiðnaðarsambandsins í kjölfar febrúarsamninganna tóku við samningar við fjölda fé- laga og hópa innan og utan ASÍ. VSÍ markaði þá stefnu að í samn- ingum við þessa hópa skyldi ekki hækka launakostnað umfram það sem fólst í febrúarsamningunum. Að venju var ekki mikil sátt um þessa stefnumörkun meðal þeirra sem eftir komu og vildu meira. Þannig sagði Guðmundur Guð- mundsson í grein í Mbl. 8. júní sl.: „VSÍ slær endurtekið um sig þessa dagana með heilagleika og gefur út yfírlýsingar um að sam- bandið vilji ekki „svíkja þúsundir launþega sem þeir sömdu við í febrúar með því að gera betri kjarasamninga við aðra laun- þega!!!“ Slík loforð hafa aldrei ver- ið gefín og það hefur aldrei verið farið fram á það við VSÍ að slíkt loforð sé gefið. Launþegar sam- gleðjast félögum sínum sem þessa dagana eru að rífa sig frá ofur- valdi VSÍ og knýja fram launabæt- ur.“ Rafíðnaðarsambandið átti að- ild að febrúarsamningunum og afstaða formanns þess markaði því mjög áherslur sambandsins í öllum samningum sem það kom síðar að, m.a. í stóru verksmiðjunum og gagnvart ríkinu en á öllum þessum sviðum sóttu félögin hlutfallslegar launabreytingar af miklu kappi og höfnuðu krónutöluleiðinni. V erksmiðjusamningar í stóru verksmiðjunum reyndist lítill áhugi á því að breyta umsömd- um launahlutföllum með þessum hætti, en það er hins vegar á mis- skilningi byggt að VSÍ hafi samið í Sementsverksmiðjunni í mars mánuði. Endanlegt samkomulag tókst þar fyrst í júlímánuði og tók þá mið af því sem samist hafði um í öðrum verksmiðjum. í ISAL lagði samninganefnd starfsmanna í febrúar sl. fram þá meginkröfu að laun í verksmiðj- unni tækju hlutfallslegum breyt- ingum. Ekki kæmi til greina að semja um sömu krónutölur og áður Umbjóðendur samtak- anna eiga mest undir því, segir Þórarinn V. Þórarínsson, að áfram verði haldið á sömu braut eins og að er stefnt í gildandi samningum. hafði samist um á almennum markaði. VSÍ og ISAL töldu eins og mál stóðu ekki ástæðu til að standa gegn svipaðri hækkun launakostnaðar og hjá öðrum fyrir- tækjum og lýstu sig reiðubúin til samninga um nálega 7% almenna hækkun. Þrátt fyrir þennan vilja tókust samningar í ISAL ekki fyrr en eftir verkfall, sem leitt hefði til lokunar verksmiðjunnar sólarhring eftir að samningar náðust. Þeir fólu í sér um 11,4% hækkun launa, — þar sem fyrirtækið fékk þó ýmislegt fyrir sinn snúð, m.a. náð- ist sátt í deilu um ávinning starfs- manna af framleiðniaukningu og samkomulag um sameiginlega at- kvæðagreiðslu allra starfsmanna um samningamál. Að þessum samningum komu fulltrúar allra megingreina ASÍ svo varla eru þeir nú forsenda uppsagna samn- inga. Undarleg viðkvæmni Formaður RSÍ vísar í ofan- greindar viðræður VSÍ við félaga hans hjá ISAL svo og samningavið- ræður í öðrum verksmiðjum til stuðnings því að rangt sé að samn- ingar RSÍ og fjármálaráðuneytis- ins hafí verið fordæmi fyrir pró- sentuhækkunum til þeirra sem það kusu. Þetta er undarleg við- kvæmni, því enginn þarf að skammast sín fyrir þessa samninga sem raunar voru gerðir í nokkru samráði við VSÍ enda um stefnu- markandi útfærslu á febrúarsamn- ingunum að ræða. Niðurstaða samninganna var ásættanleg á mælikvarða launa- kostnaðar þótt formið væri annað. Það tafði þó samninga úr hófí, að forysta RSÍ freistaði þess, jafnt í samskiptum við ríkið og VSÍ að túlka febrúarsamningana þannig að krónutalan skyldi reiknast á lægstu finnanlegu kauptölu og all- ar afleiddar kaup- og álagstölur skyldu síðan hækka hlutfallslega. Fundur sá með fjármálaráðherra, sem formaður RSI gerir að umtals- efni, fjallaði einmitt um þessar kröfur sem hann taldi ranglega að náð hefðu fram að ganga á öðrum vettvangi. Um þessa kröfu stóð styr sem olli því að samningar RSÍ við ríkið og VSÍ vegna RARIK drógust fram í aprílmánuð og þá fyrst náðust samningar sem byggðu á því að laun rafíðnaðar- manna skyldu hækka í samræmi við almenn markmið um 6,5-7,0% launahækkun, en ekki allt að 11% eins og krafíst var. Allir í takt Að undanfömu hafa margir for- ystumenn verkalýðsfélaga kvatt sér hljóðs og lýst þeirri skoðun að forsendur samninga séu brostnar vegna mismunandi launahækkana einstakra hópa. í áðumefndri greinargerð VSÍ er bent á, að verkalýðsfélögin höfnuðu því að semja sameiginlega og lögðu alla áherslu á sérmál og sérstöðu ein- stakra félaga og sambanda. Þau höfnuðu því líka að taka ábyrgð á einhverri tiltekinni launastefnu með því að binda í forsendur samn- inga hver hún væri. Ein, samfelld og ófrávíkjanleg launastefna varð því aldrei til í samskiptum atvinnu- rekenda og verkalýðsfélaga að þessu sinni, þótt gmndvallarviðm- iðanir væru skýrar; að hækka laun áþekkt því sem gerðist í nálægum löndum og að verðbólga færi ekki umtalsvert umfram það sem þar gerist. í febrúarsamningunum voru famar mismunandi leiðir í einstök- um samningum að ofangreindum markmiðum. Meginþemað var að þeir lægra launuðu skyldu fá meiri hlutfallslegar hækkanir en þeir hærra launuðu. Það markmið hefur Þórarinn V. Þórarinsson Neyðarlínan hf. UM áramótin verð- ur tekið í notkun nýtt númer fyrir neyðar- þjónustu í landinu. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðinn febrúar er gert ráð fyrir því að þeir sem sinna öryggisþjónustu og björgunarstarfi í landinu geti átt aðild að sérstakri vaktstöð sem komið yrði upp en þaðan verði síðan beint beiðnum um að- stoð, hvort sem um er að ræða slys eða afbrot, til hlutaðeig- andi aðila. Fyrir borgarann hlýtur samræm- ing af þessu tagi að vera jákvæð. Það er hins vegar mjög mikilvægt að rétt sé að þessum málum staðið og eru lykilhugtökin ör- yggi og trúnaður þegar neyðarþjónustan er annars vegar. I greinar- gerð sem fylgdi laga- frumvarpinu á sínum tíma er sérstaklega fjallað um það um hve viðkvæmar upplýsingar geti verið að ræða, svo sem tilkynningar um meinta refsiverða hátt- semi eða neyð sem krefjast faglegra við- bragða. Bitbein fyrirtækja í ljósi þessa brá mörgum manninum óneitnlega í brún þegar fram kom í fréttum fyrir fáeinum dögum að fyrirtæki í öryggisþjónustu hefðu kært Neyðarlínuna hf. fyrir sam- keppnisstofnun á þeirri forsendu Ögmundur Jónasson Það er hins vegar grundvallaratriði, segir Ögmundur Jónasson, að forsjá með slíkri þjónustu sé í höndum lögreglu og slökkviliðs. að þau sætu ekki við sama borð og önnur fyrirtæki sem hafa eignar- aðild að Neyðarlínunni hf. Með öðr- um orðum: öryggisþjónusta lands- manna, það er að segja aðgangur að lögreglu og slökkviliði, hefur verið markaðsvædd og er orðin að bitbeini fyrirtækja í einkaeign. Þetta mál er með miklum ólíkind- um. Og ekki er ég einn um þá skoð- un. Fyrir alþingiskosningarnar síð- astliðið vor var talsvert um þetta fjallað. Yfirlýsingar ráðherra Á opnum fundi sem Landssam- band lögreglumanna efndi til hinn 17. mars voru á meðal framsögu- manna tveir núverandi ráðherrar í ríkisstjóm, þeir Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Á fundinum skýrði Björn frá því að einn aðili hefði sótt mjög stíft að fá neyðarþjónustuna alfarið í sínar hendur en þeim hugmyndum hefði algerlega verið hafnað. Hann sagði að gert væri ráð fyrir víðtæku samstarfí en þar yrðu opinberu aðil- arnir, lögregla og slökkvilið, í broddi fylkingar. Finnur Ingólfsson gerði einka- væðingarhugmyndir neyðarsím- svörunar að sérstöku umræðuefni í sinni framsögu, sagði slíka þjón- ustu ekki eiga heima hjá „einkavin- unum“ heldur eiga að vera í höndum lögreglu og slökkviliðs. Aðrir stjórn- málamenn sem töluðu á þessum fundi voru sama sinnis í þessu efni. sannanlega gengið eftir. Það hefur þó ekki gengið átaka- eða áfalla- laust, því fjöldi stéttarfélaga hefur efnt til harðra verkfallsátaka til- að knýja fram meiri launahækkan- ir í einu eða öðru formi. Sum þess- ara félaga hafa notið stuðnings og hvatningar frá félögum sínum í öðrum samtökum, svo varla gera þeir kröfu um riftun samninga þótt einhvers staðar hafí orðið að láta undan ofurþunga verkalls- átaka. A.m.k. er ljóst að formaður RSÍ gerir það tæpast ef marka má framangreinda tilvitnun í grein hans 8. júni sl. ÁbyrgðVSÍ Formaður RSÍ lætur að því liggja í áðumefndri grein í Mbl. að VSÍ hafi að eigin fmmkvæði sprengt upp launahækkanir í kjöl- far febrúarsamninganna og þá væntanlega með því að bera fé á þá hærra launuðu í hópi viðsemj- endanna til þess að bijóta niður stöðugleikann og sátt um kjara- samningana. Um það kann hann að skrifa fleiri greinar en lesendum er látið eftir að dæma um trúverð- ugleika þess að VSÍ fari fyrir í því að hækka kaup umfram þau mark- mið sem samtökin settu sér sjálf. Sannleikurinn er sá að samtökin hafa staðið næsta ein í varðstöðu fyrir þeirri stefnumörkun að kostn- aðarauki af kjarasamningum sem gerðir hafa verið í kjölfar febrúar- samninganna færi ekki fram úr þeim markmiðum sem lágu þeim til grundvallar. Þetta markmið hefur tekist vonum framar að því er varðar launabreytingar á al- mennum vinnumarkaði. Samstaða um markmið Með þjóðarsáttarsamningunum 1990 sameinuðu verkalýðsfélögin og atvinnurekendur krafta sína um það meginmarkmið að gera inn- lendan atvinnurekstur samkeppn- ishæfan við erlendan, koma verð- bólgu á svipað stig og í nálægum löndum, draga úr verstu afleiðing- um fyrirsjáanlegs atvinnuleysis og vetja kaupmátt eftir föngum. Ytri áföll hafa tafið ávinninginn en nú hyllir þó undir betri tíð. Utflutning- ur eykst að magni og fjölbreytni, iðnaður og ferðaþjónusta eflist, störfum í atvinnulífínu fjölgar og kaupmáttur fer loks vaxandi eftir langt stöðnunarskeið. Allt eru þetta jákvæðar afleiðingar af stefnumörkun aðila vinnumarkað- arins. Umbjóðendur samtakanna eiga mest undir því að áfram verði haldið á sömu braut eins og að er stefnt í gildandi samningum. Að því mun VSÍ vinna með sama hætti og undangengin ár, vonandi í góðu samstarfí við RSÍ og önnur samtök launþega. Höfundur er framkvæmdastjóri VSÍ. Guðmundur Árni Stefánsson upp- lýsti að ástæðan fyrir því hve lang- an tíma hefði tekið að koma á sam- ræmdri þjónustu væri sú að „allir hafi ætlað að gera út á þessa köku.“ Snertir okkur öll Hér er um að ræða málefni sem skiptir miklu máli og kemur öllum við. Það er sjálfsagt framfaramál að samræma neyðarþjónustuna í landinu og þá með þeim hætti að einkafyrirtæki og félagasamtök komi þar að. Það er hins vegar grundvallaratriði að forsjá með slíkri þjónustu sé í höndum lögreglu og slökkviliðs, aðila sem búa yfir sérþekkingu, reynslu og síðast en ekki síst, lúta almannastjórn. Það er enginn að amast við því að einka- fyrirtæki bjóði upp á öryggisþjón- ustu en forræði yfír neyðarþjónustu landsmanna á ekki að setja í hend- ur einkaðila, hversu góðir og gildir sem þeir kunna að vera og hvort sem þeir heita Slysavarnafélag ís- lands, Vari, Sívaki eða Securitas. Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.