Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 7
FRÉTTIR
Fyrirhugað að gera Garðskagaveg, Sandgerðisveg og hringtorg
Kostnaðurínn um
110 milljónir króna
KOSTNAÐUR við gerð nýrra vega
frá Reykjanesbraut að Sandgerði og
Garði og bygging hringtorgs á mót-
um þeirra nemur um 110 milljónum
króna að sögn Jónasar Sæmunds-
sonar, umdæmisverkfræðings Vega-
gerðar ríkisins í Reykjanesumdæmi.
Jónas segir framkvæmdirnar
hluta af fyrirhuguðum breytingum
á vegakerfinu umhverfís Keflavík.
„Frá veginum sem liggur nú fyrir
ofan Keflavík og að flugstöðinni,
verður gerður aðalvegur út í Garð
sem heitir Garðskagavegur. Umferð
um hann liggur nú í gegnum Kefla-
vík og þar inn á Reykjanesveg. Einn-
ig verður tengdur við þennan veg
afleggjari til Sandgerðis," segir Jón-
as._
Á þessum nýju vegamótum kemur
hringtorg, um þijá kílómetra frá
Leifsstöð, á mótum Garðskagaveg-
ar, Sandgerðisvegar og Reykjanes-
brautar. „Utboðslýsingin er tilbúin
þannig að við bíðum bara eftir
ákvörðun samgönguráðuneytis og
Alþingis um endurskoðun á vegaá-
ætlun. Ef við getum hafist handa
snemma næsta vor, ljúkum við verk-
inu á haustdögum," segir Jónas.
Aflagður
kafli —
Keflavík
Éfe-Njarðvík
Leifsstöð'
Aflagður
kafli
Garðskagi
Nýir vegir og tvö hringtorg sem
ráðgert er að leggja m.a. til að
draga úr umferð i gegn um
Keflavík og Njarðvík
Garður
Sand-
gerði
—Aflagöur kafli
Stakks-
Helguvík
« tjorður
Opel er betur búinn.
Gerum samanburð á þeim búnaði sem skiptir máli
Opel Astra 4ra dyra Opel Astra 5 dyra °Pel Astra Station
Staðrevndir: ,
Opel er mest seldi
bíllinn í Evrópu
5 ár í röð.
Hér á landi er
söluaukning á Opel
bílum 236% á árinu
annaö árið í röð.
Allir Opel bílar eru
fáanlegir með
fullkominni 4ra gíra
sjálfskiptingu sem
búin er
* spólvörn
* sparnaðarstillingu
* sportstillingu
Meb hverjum nýjum
Opel er 30% afsláttur af
hágœba vetrardekkjum
út nóvember.
Búnaður Opel Astra 5d. 1,4 GL Ford Escort 5d. 1,4 CLX VWGolf 5d.l,4 GL
■
Forstrekkjari á bílbeltum já nei já
Tvöfaldir styrktarbitar í hurðum já nei nei
Stillanleg bílbeltahæð, einnig að aftan já nei já
Samlæsing með þjófavörn já nei nei
íslensk ryðvörn já nei nei*
Stillanleg hæð bílstjórasætis já nei já
Gasdemparar já nei já
Frjókornasía já nei já
Fáanlegur sjálfskiptur já** nei nei
Tvískipt seta í aftursæti já nei já
4ra hraða miðstöð já nei já
Vindskeið að aftan já nei nei
Hringrásarstilling á miðstöð já nei nei
Ryðvarnarábyrgð ár 8 6 6
Fjöldi hátalara 4 2 2
Verð 1.253.000.- 1.198.000.- 1.328.000.-
* aðeins undirvagn ryövarinn ** Opel 1,4 MPFi
■0*
OPEL
20% afsláttur
af aukahlutum
út nóvember
Bílheimar
Fosshálsi i
Sími 5 63 4000