Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Rcuter SÚSANNA Agnelli og Halldór Ásgrímsson fyrir fund sinn í Róm í gær. Utanríkisráðherrafundur Vilji er til auk- ins samráðs HALLDÓR Ásgnmsson utanríkis- ráðhen-a átti í gær í Róm fund með Súsönnu Agnelli, utanríkisráðherra Ítalíu. Halldór segir að aðalerindi fundarins hafi verið að undirbúa for- mennsku íslendinga í EFTA á næsta ári. íslendingar taka við formennsk- unni af Norðmönnum 1. janúar en þá taka ítalir einnig við formennsk- unni 5 ráðherraráði Evrópusam- bandsins. „Það sem við leggjum m.a. mikla áherslu á er að koma á fundi forsæt- isráðherra EFTA-ríkjanna og forsæt- isráðherra formennskulandsins hjá ESB og forseta framkvæmdastjóm- arinnar. Þá viljum við einnig koma á ájiekkum fundi fyrir fjármálaráð- herra. Það hefur verið ákveðið að halda samráðsfund EFTA-hluta EES-svæðisins í júní á næsta ári en ekki hefur náðst nein niðurstaða um forsætisráðherrafundinn. Agnelli ætlar að vinna í því máli á næst- unni. Það er gert ráð fyrir regluleg- um slíkum fundum í samningnum en þrátt fyrir tilraunir af hálfu Norð- manna til að koma honum á hefur ekki af honum orðið. Við leggjum mikla áherslu á að af fundinum verði,“ segir Halldór. Samskipti við þríðju ríki Hann sagði að einnig hafi verið rætt um að efla samráð og samskipti og um aðild að ýmsum nefndum. Hafi þeirri málaleitan verið vel tekið. Þá var rætt um samvinnu við þriðju ríki s.s. Asíu- og Miðjarðarhafsríki og mikilvægi þess að EFTA-ríkin tækju þátt í slíku samstarfi. „Á næsta ári er fyrirhugaður fundur Evrópu- og Asíuríkja þar sem leiðtogar ríkj- anna koma saman og er ekki gert ráð fyrir þátttöku EFTA-ríkjanna. Við lögðum áherslu á að ekki verði geng- ið framhjá okkur í sambandi við slíka fundi.“ Einnig var farið yfir Scheng- en-samkomulagið, samskipti íslands og Evrópusambandsins og sérstöðu íslendinga varðandi sjávarútvegsmál. „Við eyddum alllöngum tíma í þau mál án þess svo sem að það hafi leitt til neinnar ákveðinnar niðurstöðu. Við teljum hins vegar að þessi skoðana- skipti hafi verið mjög gagnleg. Við skýrðum afstöðu okkar og hvers vegna íslendingar hefðu ekki sótt um aðild að Evrópusambandinu. Það er okkar mat að fundurinn hafí verið mjög gagnlegur og við teljum að við eigum góðan samheija í þessum ágæta utanríkisráðherra ítala. Það kom í ljós að hún hafði komið til ís- lands fyrir nokkrum árum sem al- mennur ferðamaður, dvalið á íslandi í viku og hrifist rpjög af landinu. Það fer ekki á milli mála að hún vill okk- ur mjög vel í samskiptum við Evrópu- sambandið." ESB og Bandaríkin Stefnt að afnámi viðskiptahindrana Brussel. Agence Europe/Reuter. SIR LEON Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, segist sannfærður um að á leiðtoga- fundi ESB og Bandaríkjanna í Madríd í næsta mánuði verði ákveð- ið að stefna að afnámi viðskipta- hindrana og aukinni fríverzlun yfir Atlantshafið. Brittan sagði á blaðamannafundi að á fundi þeirra Bills Clinton, for- seta Bandaríkjanna, Jacques Sant- er, forseta framkvæmdastjórnar- innar, og Javier Solana, forseta ráðherraráðs ESB, í Madríd 3. des- ember, yrði ekki einvörðungu sam- þykkt pólitísk yfirlýsing, heldur myndi raunveruleg framkvæmda- áætlun um afnám viðskiptahindr- ana verða lögð fram. Sir Leon sagði að aðalatriðið væri að í yfirlýsingu fundarins myndi koma fram að stefnt væri að „afnámi hindrana í formi tolla,“ þótt ekki yrði kveðið á um sameigin- legt fríverzlunarsvæði með beinum hætti. Forstjórar leggja tillögur fyrir Madrídfundinn Ráðstefna nærri 150 forstjóra fyrirtækja frá Evrópu og Ameríku verður haldin í Sevilla á Spáni næstkomandi föstudag og laugar- dag. Ætlunin er að þeir skiptist þar á skoðunum um nauðsynlegar að- gerðir til að auka viðskipti á milli álfanna. Ráðstefnan mun sam- þykkja tillögur, sem hafðar verða til hliðsjónar á Madrídfundinum. Sir Leon Brittan sagði að tryggt væri að niðurstöður ráðstefnunnar fengju athygli „á hæstu stjómsýslu- stigum". ___________________ERLENT____________________ Peres segir friðarstefnu ísraelssljórnar óbreytta Segir frið mikilvæg- ari en kosningasigur Jerúsalem. Reuter. SHIMON Peres, starfandi forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær a.9 mestu máli skipti að halda áfram að koma á friði en ekki hversu lengi stjóm hans sæti við völd. „Það er mikilvægara fyrir okkur að ná friði en að vinna kosningar," sagði hann á blaðamannafundi þegar hann var spurður hvort hann myndi efna til kosninga fljótlega eftir morðið á Yitzhak Rabin á laugardag. Peres sagði ótta Palestínumanna um að morðið á Rabin myndi tefja viðræður vera óþarfan. „Það sem við samþykktum og það sem við skuldbundum okkur til að gera munum við framkvæma í einu og öllu. Ég er sannfærður um að við verðum að gera það og munum gera það,“ sagði Peres. Hann var utanríkisráðherra í stjóm Rabins, er var skotinn af ungum gyðingi í Tel Aviv á laugar- dagskvöld. Tók Peres þegar í stað við embætti forsætisráðherra og vamarmálaráðherra, en Rabin gegndi því einnig. Eftir að hefðbundin sorgarvika er liðin næstkomandi sunnudag mun Ezer Weizman, forseti ísraels að öllum líkindum afhenda Peres form- legt umboð til stjórnannyndunar. Samstaða virðist ríkja um það í ísra- el að beinast liggi við að honum verði falið umboð til að mynda nýja stjórn. Peres mun hafa til þess þijár vikur og nægi það ekki fær hann þriggja vikna frest til viðbótar. Ár eftir af kjörtímabilinu Fari stjórnarmyndunarviðræð- urnar út um þúfur verður öðmm stjórnmálamanni falið stjórnar- myndunammboðið. Mistakist hon- um einnig verður boðað til kosn- inga. Núverandi kjörtímabil rennur út í lok október á næsta ári. Sem utanríkisráðherra var Peres einn helsti hugmyndasmiðurinn á bak við friðarviðræðumar við Pal- estínumenn og aðrar nágrannaþjóð- ir ísraela. Hann annaðist einnig yfirstjórn viðræðnanna við PLO um brotthvarf ísraelskra hermanna frá hernumdu svæðunum. Yossi Beilin, efnahagsmálaráð- herra og náinn pólitískur banda- maður Peres, ítrekaði einnig í gær að nýja stjórnin yrði. trú þeirri stefnu er mótuð var af Rabin. Beilin sagðist vona að Peres myndi taka hófsama trúarlega stjórnmálaflokka inn í ríkisstjórnina til að breikka stuðning hennar í Knesset, ísraelska þinginu. Friðar- samningurinn við Palestínumenn var einungis samþykktur með eins atkvæðis meirihluta í Knesset og telja fréttaskýrendur ólíklegt að hægt verði að koma friðarsamningi við Sýrlendinga í gegnum þingið að öllu óbreyttu, ef í honum fælist að ísraelar létu Gólan-hæðir af hendi. Beilin taldi þó ekki líkur á að Peres myndi flýta kosningum til að nýta sér þá samúð er Verkamanna- flokkurinn öðlaðist við morðið á Rabin. „Af hveiju ættum við að flýta kosningunum? Af hveiju ættum við að verðlauna morðingjana, stöðva allt vegna þess að þeir myrtu for- sætisráðherrann?" sagði hann. Þingmenn verða að gefa upp aukatekjur Úrslitín áfall fyrir Major London. Reuter. Viðbúnaður á Okinawa BANDARÍSKUR hermaður við- urkenndi í gær að hafa í sumar nauðgað 12 ára gamalli stúlku á Okinawa í Japan en þetta mál hefur valdið því, að fram- tíð bandarískra herstöðva í landinu er í meiri óvissu en áður. Sakbomingarnir em þrír hermenn en aðeins einn þeirra játaði á sig allar sakir. Hinir tveir gengust við því að hafa ráðist á stúlkuna og rænt henni en kváðust ekki hafa nauðgað henni. Réttarhöldin hófust tveimur mánuðum eftir að at- burðurinn átti sér stað en hann hefur kynt undir kröfum í Jap- an um að bandarískum her- stöðvum í landinu verði lokað. Er óttast, að þetta mál muni skyggja á fund þeirra Bills Clintons, forseta Bandaríkj- anna, og Tomiichi Murayama, forsætisráðherra Japans, í Tókýó 20. þessa mánaðar. Hér er verið að leiða einn sakborn- inganna í réttarsalinn og eins og sjá má er lögreglan við öllu búin. JOHN Major, forsætisráðherra Bret- lands, beið ósigur á þingi í fyrradag er samþykkt var, að þingmenn skyldu skýra frá tekjum, sem þeir hefðu fyrir ráðgjöf hjá fyrirtækjum. Tillaga, sem öll stjórnarandstaðan studdi, um að þingmenn skyldu segja frá tekjum, sem þeir hefðu af ráð- gjafarstörfum, var samþykkt með 51 atkvæðis meirihluta. Sögðu bresku blöðin í gær, að úrslitin væru niðurlægjandi fyrir Major og vektu upp efasemdir um forystu hans. 23 þingmenn íhaldsflokksins greiddu tillögunni atkvæði og sagði einn þeirra, David Martin, að forsætisráð- herrann hefði haft slæma ráðgjafa. Talsmenn Verkamannaflokksins eru að sjálfsögðu sigrihrósandi en Major, sem var við útför Yitzhaks Rabins í ísrael þegar atkvæðagreiðsl- an fór fram, sagði í gær, að hann teldi enn rétt, að þingmenn þyrftu ekki að skýra frá þóknun fyrir ráð- gjafarstörf svo fremi þeir gengju ekki erinda fyrirtækjanna á þingi. Valdið væri hins vegar þingsins og hann lagði áherslu á, að þetta mál skipti engum sköpum fyrir stjórnina. Tillagan um að þingmenn skýri frá tekjum fyrir ráðgjafarstörf kemur frá nefnd, sem Major skipaði sjálfur eftir að ýmis hneykslismál höfðu komið upp, sem vörðuðu bæði þing- menn og ráðherra. Þingmenn hafa nú frest fram í apríl til að skýra frá tekjum sínum fyrir ráðgjafarstörf en sagt er, að sumir hyggist hætta þingmennsku verði þeim bannað að drýgja þing- mannslaunin, sem eru tæplega 3,4 millj. ísl. kr. á ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.