Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
LÁRA KRISTÍN
*
*
JONSDOTTIR
+ Lára Kristín
Jónsdóttir var
fædd 13. nóvember
1921 á Patreks-
firði. Hún lést á St.
Jósefsspítalanum í
Hafnarfirði 30.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Anna
Erlendsdóttir og
Jón Ólafsson versl-
unarstjóri og kons-
úll á Patreksfirði.
Bræður Láru, sem
tóku sér ættarnafn-
ið Ólafsson eru:
Höskuldur J., f. 1908, d. 1971,
skrifstofustjóri í Landsbank-
anum, var kvæntur Elínu Jóns-
dóttur, Ólafur J., f. 1913, end-
urskoðandi, kvæntur Stefaniu
Pálsdóttur, og Valgarð J., f.
1919, fyrrv. framkv.stj. SÍF,
kvæntur Sif Þórs.
Lára giftist 1946 Magnúsi
Guðlaugssyni, f.‘ 1916, úrsmið
í Hafnarfirði. Synir þeirra eru:
Jón Guðlaugur, f. 1947,
framkv.stj., maki Bergljót Böð-
varsdóttir, þeirra börn eru Ið-
unn Eir, f. 1968, Magnús Freyr,
f. 1972, og Böðvar, f. 1976.
Kjartan, f. 1949,
læknir, fyrrum
maki Guðrún Dóra
Petersen, dætur
þeirra eru Silja, f.
1974, og Telma f.
1977.
Sambýliskona
Kjartans er Sigríð-
ur Þ. Valtýsdóttir.
Gunnar, f. 1958,
úrsmiður, maki
Annette Mönster,
þeirra börn eru
Jens, f. 1979, Lou-
isa Sif, f. 1982, og
Andrea Ýr, f. 1992.
Ólafur Haukur, f. 1960, rekstr-
arhagfræðingur, maki Sigrún
Magnúsdóttir, börn þeirra eru
Heiðar Már, f. 1980, og Lára
Huld f. 1991.
Lára starfaði mikið að mál-
efnum aldraðra í Hafnarfirði
og var formaður Styrktarfé-
lags aldraðra í mörg ár. Þá var
hún mjög virk í Inner Wheel,
félagi eiginkvenna Rotary-
manna, var fyrsti forseti þess
félags og heiðursfélagi 1994.
Útför Láru verður gerð frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í
dag og hefst athöfnin kl. 15.
MÓÐIR deyr. Eftir lifir afrakstur
athafna. Móðir hverfur og eftir sit-
ur tilfinning tómleikans. Eftir íhug-
un langar mig að kveðja þig hér
með fáum orðum.
Enda þótt allir strákar séu sterk-
ir, þá má ekki gleyma því, að allir
strákar eru innst inni mömmustrák-
ar. í huga mér er þakklæti fyrir
það, að einmitt þú skyldir vera
mamma mín. Ég á góðar minningar
um þig.
Einkunnarorð þín voru þau; að
nýta eigin verðleika í því skyni að
standa sig, en um leið að sætta sig
við það, sem ekki var hægt að
breyta. Þú hefur kennt mér ótal
margt.
Þið pabbi byggðuð hús af eigin
rammleik við Mánastíg í Hafnar-
firði. Umhverfið í hrauninu við hús-
ið olli oft fótaskorti ungum ofurhug-
um. Þá var gott að eiga góðan
huggara. Ef til vill var ég stundum
hálfgert lyklabarn á barnaskólaár-
um, þegar þú varst að vinna í versl-
un ykkar pabba og þið að koma
undir ykkur fótum. Mér fannst þó
gott á köldum vetrardegi, eftir
skóla, að komast inn í hús, hitta
þar vel búna brauðsneið eða annað,
sem sagði mér frá væntumþykju
þinni. Þegar þú komst heim, var
það þægileg tilfinning að eiga þig.
Auðvitað gleymi. ég ekki, þegar
pabbi kom heim síðar, kjassaði mig
og lét mig fínna fyrir hijúfum
vanga. Á þessum tíma var ég hreyk-
inn af úlpunni minni, sem þú hafð-
ir svo vel saumað úr gömlum frakka
af pabba. Það er gott að ylja sér
við þessar gömlu minningar. Seinna
lærðir þú mér að skilja, að mennt
er máttur. Hlutskipti mitt hefði orð-
ið annað, hefðir þú ekki kennt mér
að forðast blindgötur þáverandi
skólakerfis.
Það gaf þér gleði að starfa í
Eiginmaður minn,
FRIÐRIK OTTÓSSON
vélstjóri,
Unnarbraut 4,
Seltjarnarnesi,
Eli'nborg Sigurðardóttir.
lést á heimili sínu, Unnarbraut 4;
að morgni 6. nóvember.
t
Maðurinn minn og faðir,
NILS HAUGEN,
Ljósheimum 22,
er látinn.
Herborg Haugen, Anni G. Haugen.
t
Ástkær dóttir okkar, móðir, systir, mágkona og barnabarn,
ARNFRÍÐUR SMÁRADÓTTIR,
Hjallabraut 3,
Hafnarfirði,
er lést 31. október sl., verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 9. nóvember kl. 13.30.
Jarðsett verður í Hafnarfirði.
Smári Aðalsteinsson, Gerður Garðarsdóttir,
Ríkey Eggertsdóttir, Smári Aðalsteinn Eggertsson,
Garðar Smárason, Finna Guðrún Ragnarsdóttir,
Halldóra Björk Smáradóttir,
Arnfriður Pálsdóttir.
þágu aldraðra í Hafnarfirði. Gaman
var að fínna og upplifa það, að þú
varst oft eldri og e.t.v. heilsutæp-
ari, en fólk, sem þú varst að lið-
sinna. Innri gleði þín og æðruleysi
áttu vafalaust þátt í því.
Samheldni þín og pabba olli því,
að þig eignuðust sumarbústað á
einu fallegasta svæði, sem til er á
sunnanverðum Vestfjörðum, í
Mórudal á Barðaströnd. Ég veit,
að ,þar hefur þú átt þínar bestu
stundir, oft í hópi ættingja, m.a. frá
Patreksfírði, og annarra vina.
Þið pabbi fóruð saman í sumarbú-
staðinn í Mórudal á liðnum haust-
dögum. Þá fannstu að ekki var
hægt að faðma náttúruna eins og
þú vildir og hafðir alltaf gert. Erfið-
ara var að nálgast aðalbláberin.
Skrefín voru ekki eins örugg og
áður og reyndar langt frá því. Þú
varst alls ekki eins frjáls og þú vild-
ir.
Þú sagðir við mig eftir ferðina,
að þú vissir, að þú færir ekki aftur
í sumarbústaðinn. Ég skildi það
vel. Samt spurði ég þig um hvernig
þú gætir verið svo æðrulaus, þrátt
fyrir versnandi heilsu. Þá fékk ég
huggunarorð þín: „Ég breyti engu.
Ég hef gert það í lífínu, sem mig
langaði að gera, skilað því af mér
sem ég vildi og ég er sátt við allt
og alla. Þegar kallið kemur vil ég
aðeins óska þess, að það gerist án
þjáninga.“
Þrátt fyrir veikindi hélst þú alltaf
áfram. Þú treystir þér til að fara
með pabba til Bahamaeyja fyrir
þremur vikum og og naust vel ferð-
arinnar með hans hjálp og góðra
samferðarmanna. Viku fyrir andlát-
ið tókstu fimm slátur. Þú vildir
ekki gefast upp meðan stætt væri.
Þú hefur áður sagt mér hvenær
og hvernig þú gætir hugsað þer að
hið óumflýjanlega bæri að. Ég er
þess fullviss, að þér hafí orðið ,að
ósk þinni. Það er okkur öllum, sem
eftir lifa, mikil huggun.
Nú-verða spor þín aftur létt og
göngulagið öruggt. Far þú í Guðs
friði.
Kjartan.
Nú er amma Lára farin. Það er
einkennileg tilfinning að vita, að
hún verður ekki til staðar, þegar
farið er í heimsókn í Hafnarfjörðinn
á heimili þeirra afa og ömmu. Allt-
af gat hún galdrað fram kökur og
annað góðgæti og hún lagði sig í
líma við að gera okkur ánægðar.
- Stundirnar með henni og afa í
sumarbústaðnum, þar sem hún var
aldrei of þreytt til að spila við okk-
ur, lesa með okkur eða á annan
hátt að vera okkur góð, geymum
við í minningunni.
Gjafír hennar á afmælum eða
jólum voru oftast eitthvað sem hún
hafði unnið í eigin höndum, ekki
bara mjúkir hosupakkar, heldur
saumaður, pijónaður eða heklaður
klæðnaður á dúkkurnar okkar eða
þá jólaskraut, þar sem jólasveina-
fjölskyldan birtist í öllum sínum
myndum, auk trölla og álfa. Allt
verður þetta gaman að eiga áfram
og minninguna um þig.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
afa Magnús.
Silja og Telma.
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Uppiýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
Það var fyrir rúmum 28 árum
að ég kom fyrst á heimili Láru og
Magnúsar á Mánastíg 3 í Hafnar-
firði. Þangað kom ég í fylgd Jóns
Guðlaugs, elsta sonar þeirra hjóna,
en erindið var að kynna mig fyrir
fjölskyldunni. Ég var í senn kvíðin
og full eftirvæntingar því ég var
að hitta væntanlega tengdaforeldra
í fyrsta sinn. En áhyggjur mínar
reyndust ástæðulausar því mér var
tekið opnum örmum.
Fyrstu hjúskaparár okkar Jóns
bjuggum við vestur á ísafírði. Ef
við átturn erindi til Reykjavíkur var
gist á Mánastígnum og var okkur
tekið með kostum og kynjum. Eftir
að við fluttum suður endaði helgar-
bíltúrinn oftast í Hafnarfirði því
bömin okkar, sem nú voru komin
til sögunnar, vildu ólm koma við
hjá afa og öminu, en það mátti
ganga að því sem vísu að það biði
uppdekkað veisluborð.
Heimili Láru og Magnúsar var
einstaklega hlýlegt og viðurgjöm-
ingur allur með sérstökum myndar-
brag. Handbragð húsmóðurinnar
setti hvarvetna mark sitt á heimil-
ið, en Lára var óvenju margt til lista
lagt. Það er nánast sama hvar bor-
ið er niður. Postulínið málað af
húsmóðurinni, heklaðar gardínur í
eldhúsglugga, púðar og dúkar
handbróderaðir svo eitthvað sé
nefnt af öllum þeim fallegu hlutum
sem Lára útbjo af miklu listfengi
og smekkvísi. En af öllu því sem
Lára vann í höndum skipar jóla-
föndrið sérstakan sess í huga okkar
sem til þekkjum. Lára hélt mikið
upp á jólin og hafði yndi af hvers
kyns jólaundirbúningi bæði 1 mat
og skreytingum.
Það var sérlega gaman að koma
á heimilið þegar líða tók að jólum.
Ilmur af smákökubakstri eða öðrum
matartilbúningi fýllti húsið og hvar-
vetna mátti líta ýmist fullgerðar
jólaskreytingar eða aðrar sem enn
var verið að vinna að. Af einstakri
kostgæfni útbjó Lára jólasveina og
jólastelpur en oft voru fötin sem
þessar kynjaverur klæddust svo
agnarsmá að undrun sætti hve hög
höndin var sem skapaði. Ég eins
og aðrir vinir og vandamenn hef
notið góðs af listfengi Láru og á
ég marga hluti sem prýða heimili
mitt á jólum.
En það eru ekki aðeins vinir og
vandamenn. sem notið hafa góðs
af listfengi Láru. Til margra ára
starfaði hún með Félagi aldraðra í
Hafnarfírði og tók þá oft að sér að
leiðbeina við föndur. Einnig hélt
hún nokkur námskeið í jólaföndri
við góðan orðstír.
Lára var stolt af ætt og uppruna
og lagði metnað sinn í að halda fjöl-
skyldunni saman. Ófá ijölskyldu-
boðin voru haldin á Mánastígnum
og seinna á Hjallabrautinni þar sem
borð svignuðu undan heimalöguð-
um kræsingum. Ofarlega í huga eru
jólaboðin þegar heimilið, íklætt jóla-
búningi, skartaði sínu fegursta.
Lára og Magnús áttu sér unaðs-
reit vestur á Barðaströnd nærri
átthögum Láru. Fyrir tæpum 30
árum reistu þau lítinn skúr á gróð-
urlausum mel þar sem sér til allra
átta. Smátt og smátt hafa þau ver-
ið að bæta við skúrinn sem nú er
orðinn að rúmgóðu sumarhúsi með
ýmsum þægindum. Umhverfið hef-
ur líka tekið stakkaskiptum því
smám saman hefur örfoka melurinn
breyst í gróðurvin. í gegnum árin
eru þeir margir sem lagt hafa leið
sína í bústaðinn til Láru og Magnús-
ar og notið gestrisni þeirra hjóna.
Lára hafði einstaklega gaman af
að taka á móti fólki og undirbjó
ferðir sínar vestur þannig að hún
var alltaf í stakk búin að slá upp
veislu ef gest bar að garði.
Þrátt fyrir að heilsan væri farin
að gefa sig síðustu árin féll Láru
aldrei verk úr hendi. Fram á síð-
asta dag var hún með eitthvað í
höndunum og var nú þegar byrjuð
að undirbúa jólin eins og hún hefur
alltaf gert. Á borðinu hennar standa
nokkrar ófullgerðar skreytingar
sem henni vannst ekki tími til að
ljúka við. En tengdamóðir mín get-
ur kvatt þennan heim með reisn
því hún hefur lokið drýgra dags-
verki en flestum auðnast hér á
jörðu. Ég kveð mikilhæfa konu með
virðingu og söknuði.
Bergljót.
Nú er hún amma okkar dáin og
komin til Guðs. Þegar við komum
til afa og ömmu þá lumaði amma
alltaf á súkkulaði eða lakkrís og
gaf okkur, og þegar að þau áttu
heima á Mánastígnum þá var gott
að koma við hjá ömmu þegar við
komum úr skólanum og fá eitthvað
að drekka og ef við vorum heppin
þá bakaði hún pönnukökur eða
lummur. Stundum hringdi amma í
Louisu og bað hana um að koma
og þurrka af fyrir sig, því hún sagði
að Louisa væri svo góð að ná ryki
þar sem amma náði ekki, því amma
var orðin soldið stirð seinni árin.
Þegar að afi og amma áttu heima
á Mánastígnum þá vildu Jens og
Heiðar Már frændi hans gera ömmu
ánægða og týndu blóm fyrir hana,
en amma varð ekki eins ánægð og
til stóð því amma var víst að rækta
þessi blóm í garðinum og skamm-
aði okkur aðeins. Mikið var líka
gaman þegar Jens og Louisa fengu
að fara í heimsókn til afa og ömmu
í bústaðinn í Mórudalnum. Þar var
hægt að leika sér í skóginum og
fara í sund. Andrea Ýr er svo Iítil
að hún skilur ekki hvað það er að
deyja og eins fær hún ekki notið
þess sama og við eldri systkini
hennar.
Við biðjum góðan Guð að geyma
þig-
Jens, Louisa Sif
og Andrea Ýr.
Lára tengdamóðir mín lést mánu-
daginn 30. október, hálfum mánuði
fyrir 74 ára afmælisdaginn sinn.
Þegar ég kom til íslands fyrir rúm-
um 16 árum, ótalandi á íslensku
og með mánaðargamalt barn var
gott að geta snúið sér til Láru sem
ég gat talað við á móðurmáli mínu.
En Lára talaði mjög góða dönsku.
Lára hafði gott skopskyn og sagði
mér margar sögur og eru mér eink-
um tvær minnisstæðar. Fyrri sagan
er af því þegar hún var ásamt vin-
konu sinni í einu af sínum fyrstu
skiptum í Kaupmannahöfn og ekki
farin að skilja dönskuna til hlítar,
þá töluðu þær við danska konu sem
þær reyndar skildu ekki mjög vel
en svöruðu alltaf ja eða nej eftir
sem þeim fannst eiga við. Eftir
dágott spjall með mörgum ja-um
kvöddu þær konuna. Viku seinna
hittu þær þessa sömu konu aftur
og það fyrsta sem hún sagði var
„Þið komuð aldrei í te til mín.“
Hlógum við mikið af þessari sögu.
Hin sagan gerðist áður en Lára
gifti sig og var stödd á Akranesi
með Huldu vinkonu sinni. Þá sagði
Hulda við Láru: „Aldrei gætí ég
hugsað mér að búa á Akranesi."
Þá sagði Lára „Ekki gæti ég hugs-
að mér að búa í Hafnarfirði." Hulda
giftist Helga úrsmið og fluttist með
honum til Akraness og Lára giftist
Magnúsi úrsmið og fluttist til Hafn-
arfjarðar, bjó þar til dauðadags og
var meiri Hafnfirðingur en margur
innfæddur Hafnfirðingur.
Um fyrstu jólin mín hér á íslandi
fann ég til heimþrár og þrátt fyrir
að sú hefð væri fyrir því að fá ijúp-
ur á jólunumá Mánastígnum þá sá
Lára til þess að það var danskur
jólamatur á jólaborðinu það árið.
Var ég henni þakklát fyrir það.
Síðustu árin hennar var heilsunni
tekið að hraka en samt fóru Magn-
ús og Lára til Bahama-eyja í októ-
ber og höfðu þau mjög gaman af
þeirri ferð og gaf ferðin Láru mik-
ið. Það er ánægjulegt að Magnús
hafi þessar minningar eftir.
Ég vil kveðja Láru með þessum
danska sálm.
Altid frejdig, naar du gaar
veje, Gud tör kende,
selv om du til maalet naar
först ved verdens ende!
(Chr. Richardt.)
Annette Mönster.
• Fleiri minningargreinar um
Láru Kristínu Jónsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.