Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Morgiinblaðið/Ámi Sæberg
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra á hugmyndastefnunni
Nýskipan í ríkisrekstri, sem haldin var í gær.
Fjölmenni á hug-
myndastefnu
„ÞEGAR rætt er um ríkisrekstur er
gjarnan spurt um eftirfarandi: Ertu
með eða á móti ríkisrekstri? Viltu
mikil eða lítil ríkisumsvif? Hvernig
má draga úr ríkisumsvifum? Það er
sama hvert svarið er. Ríkisrekstur
mun ekki hverfa í náinni framtíð og
Medisana
m
uxur sem veita nudd og
vinna á appelsínuhúð og
staðbundinni fitu.
Kynning á fimmtudaginn
8. nóuember frá
kl. 14.00-18.00.
15% kynningarafsláttur.
Holtsapótek,
Álfheimum 74
því skiptir máli að hann sé góður
og skilvirkur og þjóni fólki og fyrir-
tækjum sem best,“ sagði Friðrik
Sophusson, fjármálaráðherra, við
setningu hugmyndastefnunnar Ný-
skipan í ríkisrekstri, sem haldin var
að Scandic Hótel Loftleiðum, í gær.
Aðstandendur stefnunnar sögðu
hana hafa tekist vel og þátttöku
verið framar öllum vonum.
Markmið hugmyndastefnunnar
var að efla áhuga á nýskipan í ríkis-
rekstri og hvetja opinberar stofnanir
til nýjunga og umbóta. Þannig á að
stuðla að því að markmið ríkisstjórn-
arinnar um hallalausan ríkisbúskap
árið 1997 náist. Stefnan var öllum
opin en hana sóttu aðallega stjórn-
endur og starfsmenn úr stofnunum
og fyrirtækjum ríkisins eða fyrir-
tækjum, sem skipta við ríkið.
Áhersla lögð á fræðslu
Hugmyndastefnan samanstóð af
sýningu og fyrirlestrahaldi og má
segja að hún hafi ekki verið ólík
venjulegri kaupstefnu, nema hvað
meiri áhersla var lögð á beina
fræðslu. Á fjórða tug ráðuneyta,
stofnana og fyrirtækja, opinberra
og í einkaeigu, sýndu ýmsar nýjung-
ar í starfsemi þeirra, sem eiga að
skila sér í bættum rekstri.
Jafnhliða sýningunni voru haldnir
fjörutíu fyrirlestrarum ýmsar um-
bætur sem eiga að koma að notum
í ríkisrekstri.
Þú gerir góð
kaup hjá okkur
Trust Pentium PCI
Pentium 75 PCI
8 MB mlnni - 850 MB diskur
Windows 95 uppsett
- Trust tölvur á tllboðsverði!
1 34.9DnBl 59.900
Pentium 90 PCI
8 MB minni - 850 MB diskur
Wlndows 95 uppsett nv'margmwun (•>
ElSKEEl
1 4 4.900
NYHERJA
fjíuíiMl/
SKAFTAHLIÐ 24
SÍMI 569 7800
Fregnir af álversstækkun hleypa lífi í hlutabréfamarkað
Hlutabréf seld fyrir
44 milljónir í gær
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI tóku
nokkum kipp í gær á Verðbréfaþingi
og Opna tiiboðsmarkaðnum og er það
að hluta til rakið til fregna af væntan-
legri stækkun álversins í Straumsvík.
Aukin eftirspum eftir bréfum þrýsti
upp verði og hækkaði hlutabréfavísi-
talan um nær 1%.
Tilkynnt var um viðskipti með bréf
í ýmsum hlutafélögum á þinginu fyr-
ir um 44 milljónir. Er þá frátalin til-
kynning VÍB um viðskipti með bréf
í Hlutabréfasjóðnum fyrir 76 milljónir
sem hafa átt sér stað yfir lengri tíma.
í gær vöktu mesta athygli við-
skipti með hlutabréf í Ármannsfelli
fyrir alls um 11 milljónir króna á
genginu 1,05, en þau ganga fremur
sjaldan kaupum og sölum. Hækkuðu
bréfin í verði um tæplega 17%. Þá
urðu viðskipti með bréf í Eimskip
fyrir 9 milljónir og hækkaði gengi
bréfanna um 2,5% eða í 5,6. Sömuleið-
is hækkuðu hlutabréf í Flugleiðum
um 2,5% eða í 2,44, en viðskiptin
námu um 5 milljónum.
„Það er góð eftirspum eftir bréfum
í flestum félögum, en lítið framboð,"
sagði Davíð Bjömsson, forstöðumað-
ur hjá Landsbréfum. „ Það hafði dreg-
ið mjög verulega úr hlutabréfavið-
skiptum undanfama daga og upp-
hæðimar vom á bilinu 2-4 milljónir
á dag. Mönnum hefur hlaupið kapp
í kinn og auðvitað held ég að fréttir
um stækkun álversins vegi þar eitt-
hvað, örugglega í tilviki Ármannsfells
en óbeint í öðrum viðskiptum. Skortur
á framboði bréfa er einkennandi fyrir
markaðinn og það má alveg eins
ætla að verðið muni hækka hægt
áfram eins og undanfarið."
Bjami Ármannsson, forstöðumaður
hjá Kaupþingi tók í svipaðan streng
og sagði þama kæmu að hluta til
fram viðbrögð markaðarins við fregn-
um af auknum framkvæmdum og
þenslu hér á landi. „Menn vilja vera
þátttakendur í því með því að fjár-
festa í þeim félögum sem munu hugs-
anlega njóta ávinnings þessarar
ákvörðunar," sagði Bjami. Hann benti
á að Ármannsfell ætti góða möguleika
á verkefnum við framkvæmdir í álver-
inu. Eimskip hefði samninga við ísal
um flutninga og myndi þvl njóta
stækkunarinnar auk aðflutninga
vegna byggingarinnar. Þá myndu
Flugleiðir njóta góðs af aukinni út-
flutningsstarfsemi.
Úttekt á almennu lífeyríssjóðunum sýnir viðunandi stöðu
Koma vel útíalþjóð-
legum samanburði
ALMENNA lífeyrissjóðakerfið kem-
ur vel út í alþjóðlegum samanburði
og tilvist þess og þróun hafa ýmis
æskileg áhrif á þjóðarbúskapinn og
fjármagnsmarkað. Þetta kemur fram
í nýrri skýrslu Más Guðmundssonar,
hagfræðings í Seðlabankanum, um
lífeyrissjóðina.
„Segja má að styrkleikar kerfisins
byggist á því sem við getum kallað
essin þijú, þ.e. skylduaðild, sjóðs-
söfnun og samtrygging. íslenska líf-
eyriskerfið fellur einnig í veigamikl-
um atriðum vel að forskrift Alþjóða-
bankans um þriggja stoða kerfi, þar
sem lífeyrissjóðakerfi byggt á essun-
um þremur myndar meginuppistöð-
Þá kemur fram að fjárhagsstaða
almennu lífeyrissjóðanna sem ekki
njóta ábyrgðar launagreiðenda er á
heildina litið nálægt því að vera við-
unandi. Hins vegar dugi eignir
margra sjóða með ábyrgð launa-
greiðenda hvergi til að standa undir
skuldbindingum þeirra.
í árslok voru starfandi hér á landi
42 starfandi sameignarsjóðir án
ábyrgðar launagreiðenda. Eignir
sjóðanna hafa vaxið hröðum skref- .
um, einkum á síðustu árum og námu
peningalegar eignir í árslok 1994 um
233 milljörðum. Þetta samsvarar
54% af landsframleiðslu.
í skýrslunni er m.a. vikið að því
hvort sterk markaðsstaða lífeyris-
sjóðanna stuðli að hærri raunvöxtum
en ella. „Hægt er að benda á ýmsar
Vantarþig
upplýsingar
um krabbamein?
Nýttu þér aukna þjónustu
Krabbameinsfélagsins
SKRABBAMEINS
=r;
Sraðgjofin
Eitt blab
fyrir ai,al
- kjarni málsins!
I
í
>
í
>
staðreyndir sem gefa til kynna að
svo er ekki. Þannig eru eignir lífeyr-
issjóðanna enn sem komið er ekki
nema um 30% af heildareignum lána-
kerfisins og þær skiptast á nærri 80
sjóði. Því virðist það nauðsynleg for-
senda þess að markaðsstaða sjóð-
anna þrýsti upp vöxtum að þeir beiti
sér með samræmdum hætti á mark-
aðnum, annaðhvort í gegnum beint
samráð eða vegna hjarðhegðunar. Á
móti þessu má benda á að staða sjóð-
anna er mun meiri í nýju fjárstreymi
á markaðnum, en hlutfall eigna seg-
ir til um og að hlutdeild þeirra á ein-
stökum mikilvægum mörkuðum fyrir
vaxtamyndun, eins og t.d. í húsbréf-
um er mjög mikil,“ segir í skýrslunni.
r
»
fi
i
»
i
l
i
y