Morgunblaðið - 08.11.1995, Blaðsíða 48
V í K
G
L#TT#
alltaf á
Miðvikudögum
MORGUNBLAÐffl, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 1995
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Framkvæmdir í Straumsvík og við orkuver kosta 17 milljarða króna
750 ný störf og hag-
vöxtur eykst um 0,7%
HEILDARKOSTNAÐUR við stækkun álversins
í Straumsvík, nauðsynlegar hafnarframkvæmdir
í tengslum við það og framkvæmdir á vegum
Landsvirkjunar, til að auka orkuframleiðslu á
næstu tveimur árum, er áætlaður allt að 17 millj-
arðar króna, að mati Þjóðhagsstofnunar. Þar af
er talið að bygging nýs kerskála og aðrar fram-
kvæmdir í tengslum við stækkun álversins muni
kosta nálægt 14 milljörðum kr. Ársverk sem
tengjast beint stækkuninni verða um 750 og
verður eftirspurn eftir vinnuafli mest á miðiu ári
1997.
Umframorka í raforkukerfí Landsvirkjunar
nýtist öll við stækkun álversins og ráðast þarf í
framkvæmdir til aukinnar orkuframleiðslu en þar
er fyrst og fremst um að ræða lokaáfanga Kvísla-
veitu, stækkun Blöndulóns og aflaukningu Búr-
fellsstöðvar. Áætlaður kostnaður vegna fram-
kvæmda sem ráðist verður í er um 2,5 milljarðar
kr.
Stjóm Landsvirkjunar ákvað að gefa ekki upp
það orkuverð sem samdist um við Alusuisse vegna
stækkunarinnar. Ekki væri venja að gefa upplýs-
ingar í viðskiptum sem þessum og það gæti skað-
að hagsmuni fyrirtækisins í viðræðum við aðra
aðila um orkusölu. Verðið er tengt heimsmarkaðs-
verði á áli og veittur er nokkur afsláttur fram
til ársins 2004. Eftir það er gert ráð fyrir að öll
orkusala til fyrirtækisins verði tengd heimsmark-
aðsverði á áli án þess að ákveðið hámarks- og
iágmarksverð sé í gildi eins og nú er. Samkvæmt
núgildandi samningi tengist orkuverðið álverði
en getur þó ekki orðið lægra en 12 mills og
ekki hærra en 18 mills fyrir kílówattstundina.
Verðið sem greitt er nú á þessum ársfjórðungi er
í kringum 17 mills.
Samningsdrögin hagstæð að
mati Landsvirkjunar
Samningurinn gildir í tíu ár til ársins 2014
og gagnkvæm heimild er til að framlengja honum
í tíu ár eftir það. Stjórn Landsvirkjunar telur
samningsdrögin mjög hagstæð, jafnvel þótt
heimsmarkaðsverð á áli verði mun lægra í fram-
tíðinni en nýjustu spár gera ráð fyrir.
Theodor M. Tschopp, aðalforstjóri Alusuisse-
Lonza, eiganda íslenzka álfélagsins í Straumsvík,
segir að þær hagstæðu fjárfestingaraðstæður, sem
íslenzk stjórnvöld hafi skapað, auk framtíðarþarfa
fyrirtækisins, hafí ráðið mestu um að ákveðið var
að stækka álver ÍSAL. „Aðalatriðið var að ríkis-
stjómin skapaði samkeppnishæf fjárfestingarskil-
yrði,“ sagði Tschopp á blaðamannafundi í gær.
Af hálfu Christians Roth, forstjóra ISAL, kom
fram á blaðamannafundinum að 160 ker yrðu í
hinum nýja kerskála fyrirtækisins, sem byggður
verður meðfram eldri kerskálum. Búast mætti
við að jarðvegsframkvæmdir vegna nýja kérskál- ■
ans hæfust eftir tvær vikur.
Starfsmenn ÍSAL eru nú um 430. Roth sagði
að vegna stækkunarinnar yrði þeim fjölgað um
72 og myndu nýráðningar hefjast í maí 1997.
Stefnt væri að því að ráða fleiri konur til starfa
á vegum fyrirtækisins og væri markmiðið að þær
yrðu fleiri en fímmtungur starfsmanna.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði að
skattalegt umhverfi ÍSAL yrði á engan hátt frá-
brugðið því, sem íslenzk fyrirtæki byggju við.
ÍSAL hefði búið við stighækkandi tekjuskatt á
bilinu 35-55%, en nú hefði verið samið um að
fyrirtækið greiddi 33% tekjuskatt eins og önnur
íslenzk fyrirtæki.
Ráðherra skýrði jafnframt frá því að áformað
væri að allir samningar vegna stækkunarinnar
yrðu undirritaðir á fundi, sem líkast til yrði hald-
inn í Reykjavík 16. nóvember næstkomandi.
■ Stækkun álversins/11,12,24 og 25
Morgunblaðið/RAX
NYR kerskáli verður reistur í álverinu í Straumsvík á næstu tveimur árum og eykst framleiðslan í 162 þúsund tonn á ári.
Viðskipti
með hluta-
bréf tóku
kipp í gær
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI tóku
nokkurn kipp í gær á Verðbréfaþingi
og Opna tilboðsmarkaðnum og var
það að hluta til rakið til fregna af
væntanlegri stækkun álversins í
Straumsvík. Aukin eftirspum eftir
bréfum þrýsti upp gengi þeirra og
hækkaði hlutabréfavísitalan um tæp-
lega 1%.
Tilkynnt var um viðskipti með bréf
í ýmsum hlutafélögum fyrir um 44
milljónir. Einna mesta athygli vöktu
viðskipti með hlutabréf í Armanns-
felli fyrir alls um 11 milljónir króna
á genginu 1,05, en fyrirtækið á
möguleika á verkeftium við stækkun
álversins. Hækkuðu bréfín í verði um
tæplega 17%. Þá hækkaði gengi
bréfa í Eimskip um 2,5% og sambæri-
leg hækkun varð á bréfum í Flugleið-
um. Horfa íjárfestar nú til þess að
bæði félögin muni njóta góðs af aukn-
um umsvifum ÍSAL, að sögn verð-
bréfamiðlara.
■ Hlutabréfaviðskipti/16
----'4--------
Bóndinn í Einarsnesi
Tugmilljóna
bætur fyrir
skerðingu
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
hefur verið dæmt af gerðardómi til
að greiða Óðni Sigþórssyni, bónda í
Einarsnesi neðst við Hvítá í Borg-
arfirði, um 8,7 milljónir króna í end-
anlegar bætur fyrir skerðingu á lax-
veiðihlunnindum jarðarinnar.
Upphæðin ber að hluta til vexti
frá 1983 og dráttarvexti frá 1987,
og munu bæturnar nú nema tæplega
37,5 milljónum króna, að teknu tilliti
til vaxta, dráttarvaxta og verðbóta.
Skerðinguna má rekja til setningar
laga um lax- og silungsveiði árið
1957. Hafði skerðingin áður verið
bætt að hluta.
■ 37 milljónir í bætur/4
Miklar
verðhækk-
anir á mjöli
og lýsi
EFTIRSPURN er góð eftir fiski-
mjöli og lýsi og verð er hátt miðað
við undanfarin misseri. Verðhækk-
unin nemur allt að 30% og hefur
hráefnisverð til loðnuskipanna
hækkað að sama skapi. Nú eru
greiddar 5.500 krónur fyrir tonnið
Jj,f loðnu, en á sama tíma í fyrra
' greiddu verksmiðjunar 4.200 krón-
ur fyrir tonnið, en þá var loðnan
að vísu ekki eins feit og nú. 18
skip eru nú að veiðum að sögn
Þórhalls Jónassonar, gæðastjóra
SR-mjöls í Siglufirði.
Jón Reynir Magnússon, forstjóri
SR-mjöls, segir að afurðaverð hafi
hækkað frá því í sumar, en lítið sem
ekkert hafi verið selt á þessu háa
verði og því lítið reynt á það. Hann
segir að verð á fiskimjöli séu trú-
lega um 380-390 pund tonnið eða
um 40 þúsund krónur og verð á
lýsi séu eitthvað yfir 500 dollarar
á tonnið eða rúmar 30 þúsund krón-
ur. Á sama tíma í fyrra var verð á
mjöli 330 pund tonnið og verð á
lýsi undir 400 dollurum tonnið.
„Þannig að það eru talsverðar
sveiflur í þessu,“ segir hann.
■ Mikil eftirspurn/Bl
Tíkin Píla hefur fiuidið um tuttugu kindur sem grófust í fönn
PÍLA, sem er rúmlega ársgöm-
ul tík í eigu Ásvaldar Ævars
Þormóðssonar, bónda á Stóru-
Tjörnum í Ljósavatnshreppi í
S-Þingeyjarsýslu, fann á sunnu-
dag tvær ær, sem legið höfðu
í fönn í ellefu daga og var önn-
ur þeirra á lífi en hin dauð.
Ærnar eru í eigu Baldvins
Kr. Baldvinssonar, bónda í
Torfunesi í Köldukinn og segir
hann að ærin sem lifði sé hin
hressasta. Daginn áður hafði
hundur Baldvins fundið eina á
sem einnig var lifandi og heils-
ast henni líka vei.
Ærnar fundust innan girð-
ingar skammt frá bænum og
segir Baldvin að þar hafi verið
búið að leita mikið og grafa
ær úr fönn. „Menn töldu sig
vera búna að leita af sér allan
grun á þessu svæði en tíkin fór
beint á þann stað þar sem ærn-
ar voru undir um tveggja metra
skafli.“
Baldvin segir að tíkin sé gulls
Fannst
lifandi
eftir 11
daga
ígildi og hafi hreint ótrúlega
hæfileika og hún gæti örugg-
lega komið að góðum notum
við að leita að fólki við svipað-
ar aðstæður.
Fann kind á þriggja
metra dýpi
Píla er blönduð Collie-tík
sem Ásvaldur fékk frá Brúna-
gerði í Fnjóskárdal. „Ég fékk
mér hana fyrst og fremst til
að aðstoða mig við bústörfin
og þessi hæfileiki hennar kom
ekki í ljós fyrr en nú eftir
óveðrið. Hún hefur alltaf vi\jað
vera með mér í ferðum og fór
því með þegar við vorum að
leita kinda eftir áhlaupið á dög-
unum. Hún var strax mjög
áhugasöm, fór yfir stór svæði
og snuðraði mikið. Þegar hún
fór að grafa komu ærnar i ljós,
en við vissum ekki um þennan
hæfileika því henni hefur aldrei
verið kennt neitt,“ sagði Ás-
valdur.
Píla hefur á síðustu dögum
fundið fimmtán lifandi ær í
fönn og fjórar dauðar, en hún
hefur farið með húsbónda sín-
um um nokkurt svæði í sýsl-
unni, frá Svalbarðsströnd og í
Aðaldal. í eitt skiptið fann hún
kind á þriggja metra dýpi.
„Hún er afar næm og skynug
og hefur greinilega mikinn
áhuga á þessu,“ sagði Ásvaldur.