Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 1
72 SÍÐUR B/C
257. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR10. NÓVEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Samkomulag um
ríkjasamband
Sar^jevo, Belgrad, Moskvu. Reuter.
FULLTRUAR Króata og stjómar
múslima í Sarajevo á friðarráðstefn-
unni í Ohio náðu í gær bráðabirgða-
samkomulagi um að treysta lauslegt
ríkjasamband þjóðanna. Ákvæði er
um að flóttafólki verði leyft að snúa
heim. Búist var við að Bandaríkja-
menn legðu nýjar friðartillögur fyrir
fulltrúa deiluaðila í Bosníu í dag.
Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu
þjóðanna í Haag lagði í gær fram
ákærur á hendur þrem liðsforingjum
í her Serbíu vegna meintra fjölda-
morða á óbreyttum borgurum í króa-
tísku borginni Vukovar árið 1991.
Serbneskur embættismaður taldi í
gær ólíklegt að Slobodan Milosevic
forseti féllist á að framselja mennina.
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
beitti í gær neitúnarvaldi gegn til-
lögu þingsins um að Rússar afléttu
einhliða viðskiptabanni á Serbíu.
Hann sagði að Rússar gætu ekki
brotið gegn alþjóðlegum skuldbind-
ingum sínum, auk þess væri tillagan
brot á stjómarskrá Rússlands.
Mótmæla
kjarnorku-
tilraunum
NÝSJÁLENSKIR andstæðingar
lgarnorkutilrauna Frakka á Mur-
uroa með grímur er minna á John
Major, forsætisráðherra Breta, á
útifundi í borginni Auckland í
gær. Major tekur þátt í leiðtoga-
fundi samveldisríkja á Nýja-Sjá-
landi. Þarlendir hafa lýst megnri
óánægju með þá afstöðu hans að
fordæma ekki tilraunimar. Bret-
ar og Frakkar em einu þjóðir
Evrópusambandsins sem eiga
kjamorkuvopn.
Rætt um að vísa Nígeríu úr samveldinu
Dauðadómar
fordæmdir
Lagos, Auckland. Reuter.
NIGERÍSK mannréttindasamtök
hvöttu í gær Vesturlönd til að reyna
að koma í veg fyrir aftöku á níu
fulltrúum minnihlutasamtaka, er
dæmdir voru til dauða á miðviku-
dag. Ken Saro-Wiwa, rithöfundur
og forseti samtaka Ogoni-ættbálks-
ins, og átta fylgismenn hans eru
sakaðir um morðið á fjórum Ogoni-
mönnum á síðasta ári-.
Evrópusambandið (ESB), Banda-
ríkjastjórn og listamenn um allan
heim hvöttu í gær Nígeríustjórn til
að sýna mildi, ESB lét í það skína
að samskiptin við landið gætu ella
beðið hnekki. Leiðtogar ríkja breska
samveldisins koma saman á fundi
í Auckland á Nýja-Sjálandi í dag
og er búist við að málefni Nígeríu
verði þar ofarlega á baugi. Robert
Mugabe, forsætisráðherra
Zimbabwe, sagði í gær að hann
teldi koma til greina að reka Níger-
íu úr samveldinu verði mennirnir
teknir af lífi. Desmond Tutu, erk-
ibiskup í Suður-Afríku, tók í sama
streng.
Sonur Saro-Wiwa, Ken Wiwa, er
í Auckland til að mæla fyrir mál-
stað föður síns en ekki er ljóst hvort
Sani Abacha; leiðtogi nígerísku her-
foringjastjórnarinnar, hyggst sitja
fundinn. Ken Wiwa sagði í gær að
ljóst væri að með því að staðfesta
dauðadómana svo skömmu fyrir
leiðtogafundinn hafi Nígeríustjóm
greinilega verið að ögra samveld-
inu.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í gær að réttar-
höldin yfir níumenningunum hefðu
verið gölluð og að dómarnir væru
óréttlátir.
Olíuhagsmunir í Ogonilandi
Olíufyrirtækið Shell, sem hefur
yfirburðastöðu í olíuvinnslu í Níger-
íu, sagðist harma dauðadómana en
jafnframt var tekið fram að fyrir-
tækið gæti ekki haft afskipti af
málinu. Shell dælir upp helmingi
allrar olíu í Nígeríu en hefur ekki
verið með starfsemi í Ogonilandi frá
árinu 1993 vegna innbyrðis deilna
ættbálka þar. Ráðamenn Nígeríu
eru sagðir misnota aðstöðu sína
óspart til að auðgast sjálfir á olíu-
lindunum.
Fimmtíu og tvö ríki eiga aðild
að samveldinu og er talið að meiri-
hluti þeirra sé ekki hlynntur því að
útiloka Nígeríu. Nelson Mandela,
forseti Suður-Afríku, Jim Bolger,
forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og
Mahathir Mohamad, forsætisráð-
herra Malasíu, voru meðal þeirra
sem fordæmdu dauðadómana í gær
en tóku jafnframt fram að þeir teldu
ekki rétt að reka Nígeríu úr sam-
veldinu.
Sahlin sögð
hætt við
Rannsókn ísraelskra yfirvalda á morðinu a Yitzhak Rabm
Vaxandi
grunur um
samsæri
Reuter
LÖGREGLUMAÐUR í ísrael heldur á kassa með sönnunargögn-
um sem fundust á heimili Yigals Amirs, morðingja Yitzhaks
Rabins. Fimm hafa þegar verið handteknir vegna tilræðisins,
allt ungir menn og öfgafullir þjóðernissinnar.
Tel Aviv. Reuter.
MOSHE Shahal, ráðherra lögreglu-
mála í ísraelsku stjórninni, sagði í
gær að lögreglan væri komin á þá
skoðun, að samtök sem verið hefðu
á öndverðum meiði við stefnu Yitzh-
aks Rabins forsætisráðherra og
haft að markmiði að koma í veg
fyrir friðargjörð í Miðausturlöndum,
hefðu lagt á ráðin um morðið á
honum sl. laugardagskvöld.
„Við teljum að hópur manna hafí
staðið fyrir samsæri [um morðið],
þeir hafi ráðið yfir búnaði til þess
og undirbúið sig mjög vel,“ sagði
Shahal. Alls hafa nú fjórir menn
verið handteknir í tengslum við
rannsóknina á morðinu auk morð-
ingjáps, Yigals Amirs. Allir eru þeir
strangtrúaðir gyðingar á þrítugs-
aldri og flestir háskólanemar.
Shahal gaf til kynna að enn fleiri
væru bendlaðir við tilræðið. Menn-
irnir sem væru í haldi væru auk
þess að bera ábyrgð á morðinu á
Rabin taldir hafa skipulagt morð á
fleiri stjórnmálamönnum.
. Ráðherrann sagði lögregluna
einnig kanna hvort nokkrir rabbín-
ar, andvígir stefnu Rabins, hefðu
lagt blessun sína yfír morðið á ráð-
herranum. Fullyrt er að þeir hafi
sagt stúdentum að slíkur verknaður
væri sjálfsvörn og því réttmætur.
Handsprengjur og hvellhettur
Jafnframt skýrði lögreglan frá
því í gær að hún hefði fundið vel
falið vopnabúr á heimili Amirs og
fjölskyldu hans. Foreldrarnir sögð-
ust ekki hafa haft hugmynd um
atferli sonarins, móðirin grét og bað
ekkju Rabins að reyna að fyrirgefa.
Lögreglan sagði þetta vopnabúr
sem „hvaða hryðjuverkasamtök
sem væri hefðu verið stolt af“. Þar
fundust kynstrin öll af handsprengj-
um, sprengiefnum og hvellhettum.
Augljóst þykir að Amir hafí ekki
verið einn um að byggja vopnabúr-
ið upp og rennir tilvist þess frekari
stoðum undir tilgátuna um skipu-
lagt samsæri gegn Rabin.
Öryggisvörður um Shimon Peres
forsætisráðherra og aðra stjóm-
málamenn var stórefldur í gær og
hlupu verðir með brynvarinni Cad-
illac-bifreið hans.
Peres sagði í upphafí viðræðna
við Malcolm Rifkind, utanríkisráð-
herra Bretlands, í gær, að tilraunum
til að semja um allsheijar friðargjörð
fyrir Miðausturlönd yrði ekki ein-
ungis haldið áfram, heldur settur í
þær aukinn kraftur svo sem verið
hefði einlægur vilji Rabins.
Grafír tveggja öfgafullra gyð-
ingaleiðtoga vom saurgaðar í gær
og nokkrir menn hafa verið hand-
teknir eða reknir úr starfi fyrir að
lýsa ánægju með morðið á Rabin.
Talsmaður Benjamins Netanyahu,
leiðtoga hins hægrisinnaða Iikud-
flokks, sagði í gær að leiðtoganum
hefðu borist morðhótanir. Ekkja for-
sætisráðherrans, Leah Rabin, hefur
sakað Netanyahu um að hafa æst
til óhæfuverka með hatursfullum
áróðri gegn stefnu Rabins. Veggja-
krot þar sem Peres er hótað lífláti
hefur sést á nokkmm stöðum.
Stokkhólmi. Reuter.
SÆNSKA dagblaðið Expressen
staðhæfði í gær að Mona Sahlin
hefði endanlega ákveðið að sækjast
ekki eftir formennsku í Jafnaðar-
mannaflokknum.
Lögreglurannsókn fer nú fram á
meintri misnotkun hennar á opin-
beru greiðslukorti.
í síðustu viku fór Sahlin í frí til
eyjunnar Mauritius í Indlandshafi
og segja sænskir fjölmiðlar að það
hafi lagst mjög illa í stuðningsmenn
flokksins, sem fæstir hafi efni á slík-
um munaðarferðum.
■ Dagar Sahlin/18
-----» ♦ ♦----
Stytt mara-
þonhlaup
London. The Daily Telegraph.
LIAM Rowe, 36 ára gamall maður
sem tók þátt í maraþonhlaupi í
Dublin, hefur gengist við svindli.
Mörgum fannst grunsamlegt að
Rowe, algerlega óþekktur hlaupari,
skyldi verða sjöundi af um 3.000
þátttakendum. Hann segist hafa lát-
ið „stemmninguna" taka af sér ráð-
in og slegist í hópinn þegar nokkrir
kílómetrar voru eftir en hlaupið er
um 42 km. „Ég hljóp svo hratt að
ég var alveg örmagna og varð að
setjast niður á eftir.“