Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 8

Morgunblaðið - 10.11.1995, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðhagsstofnun um tekjur o g eignir 1993 o g 1994 Kaupmáttur atvinnutekna jókst um 0,7% milli áranna HÆKKUN atvinnutekna á mann frá 1993-1994 var 2,2%, en neysluvísi- taian hækkaði um 1,5% milli sömu ára. Þannig jókst kaupmáttur at- vinnutekna á mann um 0,7% milli ára, en tvö árin á undan dróst kaup- máttur saman um alls 5,1%. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðhagsstofnunar um tekjur og eignir manna samkvæmt skattfram- tölum. Meðalatvinnutekjur á árinu 1994 voru 1.209 þús. kr., sem svarar til 100.750 kr. til jafnaðar á mán- uði, en 1993 voru meðalatvinnutekj- ur 1.183 þús. kr., sem svarar til 98.583 kr. á mánuði til jafnaðar. Meðalráðstöfunartekjur hjóna voru 2,2 milljónir króna í fyrra, en meðalr- áðstöfunartekjur hjóna með böm voru nokkru hærri, eða 2,4 miiljónir. Mun fleiri framteljendur telja fram einhveijar heildartekjur en atvinnu- tekjur, en heildartekjur fela í sér líf- eyrisbætur, vaxtatekjur, reiknuð laun o.fl. til viðbótar atvinnutekjum. Alls töldu 186.292 fram einhveijar heildartekjur samkvæmt þessari skil- greiningu og reyndust þær vera að meðaltali 1.228 þús. kr., eða sem svarar til 102,4 þús. kr. á mánuði. Breyting frá fyrra ári er 1,4%, sem er nokkru minni hækkun en á at- vinnutekjunum. Dreifing hneigist í átt til telqumunar í samantektinni kemur fram að dreifing atvinnutekna hafi ekki breyst mikið undanfarin ár, en þegar litið sé yfir nokkurt árabil virðist þó dreifing hneigjast í meiri átt til tekju- munar. Álagning skatta og greiðslur barna- og vaxtabóta jafna mjög tekjudreifínguna. Tekjuskattsstofn efsta fimmtungs hjóna árið 1994 var þannig 4,16 faldur á við neðsta fímmtung, en margfeldið var 2,75 falt þegar litið er til ráðstöfunar- tekna. Á árinu 1993 var tekjuskatts- stofn efsta fímmtungs hins vegar 4,08 faldur og margfeldið af ráðstöf- unartekjum 2,71 falt. Meðaleignarskattsstofn einstak- linga hækkaði um aðeins 1,3% frá árslokum 1993 til sama tíma 1994, en á sama tíma hækkaði lánskjara- vísitalan um 0,5%. Framtaldar skuld- ir á mann hækkuðu á sama tíma um 6,7%. Framteljendum, sem eru með skuldir umfram eignir, hefur fjölgað úr 11.212 árið 1988 í 20.509 árið 1992. í fyrra fjölgaði enn í þessum hópi og taldi hann 22.095 framtelj- endur og er fjölgunin 7,7%. Ein skýringin á þessari fjölgun er talin sú að námsskuldir eru taldar með skuldum, en sá mannauður sem í menntuninni felst er ekki talinn til eignar. Þá endurspeglar þessi þróun ennfremur aukin neyslulán og minnkandi kaupmátt. ^ESTEE LAUDER Vérité Viökvæm húö getur oröiö heilbrigöari meö réttum húðsnyrtivörum. Þess vegna settu Estée Lauder Vértité andlitslinuna á markaöinn - styrkjandi og hressandi húösnyrtivörur fyrir viökvæma húö. Kynningarpakki á einstöku tilboösveröi sem inniheldur: Vérité rakakrem 15 ml Vérité hreinsimjólk 50 ml og Vérité næringarkrem 15 ml Alls kr. 1.765 Ráögjafi frá SNVRTIVÖRUVERSLUNlN Estée Lauder Gl-ÆSlftL í dag og á morgun sími 568 517Q _— Kvennalisti ræðir út- skiptareglu LANDSFUNDUR Samtaka um kvennalista verður haldinn í Nesbúð á Nesjavöllum dagana dagana 10. til 12. nóvember undir yfirskriftinni Kvennapólitík - hvað nú? Landsfundurinn verður settur á föstudag kl. 20 og síðan verður lögð fram skýrsla framkvæmdaráðs og endurskoðaðir reikningar. Á laug- ardag verða flutt erindi og hópa- starf fer fram. Á sunnudag verða almennar um- ræður, meðal annars um útskipta- reglu samtakanna, fundarsköp, starfsreglur þingflokksins og fjölgun í framkvæmdaráði og lagðar fram breytingartillögur. Eftir hádegi verður stjórnmálaályktun landsfund- ar lögð fram. Landsfundinum verður slitið kl. 15 á sunnudag. Rannsóknir á kransæðasjúkdómum DNA-blóðprufa getur skorið úr um áhættuþætti RANNSÓKNIR Vil- mundar Guðnasonar hafa aðallega snúist um að fínna erfðamörk til að auðvelda leit að þeim ein- staklingum sem eru í áhættuhópi varðandi krans- æðasjúkdóma. Rannsókn- imar hafa verið tvenns kon- ar. Annars vegar hafa verið rannsökuð sterk erfðatengsl varðandi erfðabundna kó- lesterólhækkun i tuttugu ís- lenskum fjölskyldum. Hins vegar þar sem erfðatengslin eru ékki eins sterk og fleiri þættir koma við sögu og voru þá fleiri þjóðir rannsak- aðar. — Hver er helsta niður- staða fyrri rannsóknarinn- ar? „Ég hef fundið stökk- breytingar í LDL-viðtaka- geni í 90% þessara tuttugu ætta og nota DNA-próf til að greina einstaklingana." - Er þannig hægt að beita for- vörnum hjá þessum einstakling- um? „Já. Þeir einstaklingar sem hafa arfbundna kólesterólhækkun eru með tvö- til þrefalt hærri blóðfitu frá unga aldri. Æðakölkun er hröð hjá þeim og kransæðasjúkdóma verður vart á tiltölulega ungum aldri eða upp úr fertugu, einkum hjá karlmönnum.“ - Erhægt aðganga úr skugga um þetta með einfaldri blóðprufu hjá heimilislækni? „Venjulega sér maður hækkaða blóðfitu, en menn hafa ekki ná- kvæmlega vitað hvernig á að meðhöndla það. Þessar ættir með breytt gen greinast oft vegna þess að einstaklingar fá ótímabæra kransæðastíflu. Ég hef, ásamt prófessor Gunnari Sigurðssyni, unnið að rannsóknum, þar sem við höfum reynt að rekja ættirnar til að finna fleiri einstaklinga. Nú þegar við erum komnir með DNA- próf ætlum við að hefja kembileit að þessum stökkbreytingum. Síð- an getum við notað þær upplýs- ingar til að greina nýja einstakl- inga.“ - Er um ákveðið úrtak að ræða eða getur fóik sótt um að fara í , gegnum slíka kembileit? „Leitin verður í byijun hjá göngudeildarsjúklingum með háa blóðfitu, en þessi genabreyting er sjaldgæf og fínnst í einum af hveijum 500 sjúklingum. í fram- tíðinni er stefnt að því að almenn- ingur geti látið rannsaka þessa þætti. - Hvað með hinn áhættuhóp- inn, þar sem fleira kemur til en einungis stökkbreyting í einu geni? - „Þar ér framlag hvers gens minna og því erfiðara viðfangs vegna þess að það er ekki eins áberandi í ættum. Ég hef einnig unnið að þessum rann- sóknum og birt niðurstöður í fjölda greina á þeim þáttum, sem þarna geta skipt máli, til þess að draga upp einhvers konar mynd af áhættu hvers einstaklings." - Er hægt að beita sams konar lyfjameðferð hjá einslaklingum í þessum áhættuhópi? „Ef um blóðfituhækkun er að ræða er það auðvitað hægt. Ókost- urinn við lækkun á blóðfitu með lyfjum er að kostnaðurinn er geysimikill. Það yrði mjög dýrt að meðhöndla nánast hvern ein- Vilmundur Guönason ►Vilmundur Guðnason læknir og erfðafræðingur fæddist 15.1.1954. Hann lauk prófi í læknisfræði frá HÍ árið 1985 og var auk þess fyrsti lækna- neminn til að ljúka BS-prófi (vísindagráðu) samtímis. Kandi- datsári lauk hann 1988 og hefur siðan stundað ýmiss konar erfðafræðirannsóknir, aðallega í London og þá einkum í sam- bandi við hjarta- og æðasjúk- dóma. Nú í október lauk hann doktorsprófi í erfðafræði frá Lundúnaháskóla. Vilmundur er búsettur í London ásamt eigin- konu sinni, Guðrúnu Nielsen, og þremur sonum þeirra. Markmiðiö er fyrirbyggjandi læknisfræði stakling í þjóðfélaginu og því er betra með DNA-prufum að velja þá úr sem eru í virkilegum áhættu- hópi.“ - Hvað er „virkileg“ áhætta? Mörgum hefur skilist að þeir geti ekki gengið inn af götunni og beðið um nákvæma rannsókn telji þeir sig þurfa á því að halda. „Mín hugmyndafræði í sam- bandi við rannsóknirnar er einmitt að reyna að vera markvissari og koma fram með aðferðir og próf til þess að geta spáð nánar um áhættuna. Einnig til að leiðbeina fólki, en meðan þekkingin liggur ekki fyrir er ekki hægt að gera annað en vera með almennar ráð- leggingar." - Hvaða rannsóknum ert þú að koma af stað nú meðan á dvöl þinni stendur hér á landi? - „Hjartávernd er að fara af stað með rannsókn, þar sem af- komendur þeirra sem fengið hafa kransæðasjúkdóma eru rannsak- aðir. Þar mun ég einnig koma inn í með erfðafræðirann- sóknir." - Munt þú koma sérstaklega til landsins af og til í þessu skyni? ______ „Markmið mitt er að flytja heim, ef unnt er að koma upp aðstöðu til þessara rannsókna hér. Aðalvandamálið er að skortur er á fé til langtíma- rannsókna.“ - Eru þetta samt ekki rann- sóknir sem borga sig til lengri tíma litið? „Jú, tvímælalaust. Markmiðið er að sjálfsögðu fyrirbyggjandi læknisfræði. Að koma fram með próf sem auðvelda það að greina þá, sem eru í aukinni áhættu á að fá kransæðasjúkdóma, á mark- vissári hátt en unnt hefur verið hingað til.“ .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.