Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 18

Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Ríkjaráðstefna ESB Litlu ríkin snú- ast til varnar Reuter Tekið til í franska velferðarkerfinu Hittir alla fyrir París. Reuter. Brussel. Reuter. SMÆRRI ríkin í Evrópusamband- inu hyggjast nú snúast til vamar gegn tillögum stærri ríkjanna um að draga úr áhrifum litlu ríkjanna í stjóm sambandsins. Smærri ríkin hafa haft miklu meiri áhrif en þau stærri, sé miðað við íbúatölu þeirra. Þau stærri telja þetta bjóða hættunni heim, þegar aðildarríkj- um ESB muni ef til vill fjölga um helming. Að sögn stjómarerindreka og embættismanna í Brussel eru smá- ríkin einkum tortryggin í garð Þýzkalands og Frakklands, sem hyggjast móta sameiginlega af- stöðu fyrir ríkjaráðstefnu sam- bandsins á næsta ári, en þar á að ijalla um breytingar á stofnunum ESB, sem búi það í stakk fyrir fjölgun aðildarríkja. Stóm ríkin tvö munu lítt hafa haft sig í frammi enn sem komið er á vett- vangi hugleiðingarhópsins svokall- aða, sem á að leggja tillögur fyrir ráðstefnuna. „Frakkar og Þjóðveijar láta lítið uppi um afstöðu sína,“ segir emb- ættismaður eins af fámennari að- ildarríkjunum. Litlu ríkin hyggjast því fylgja því fast eftir að sjónar- mið þeirra komi fram, er hugleið- ingarhópurinn byijar að skrifa uppkastið að skýrslu sinni í næstu viku. Benelux-löndin þijú hyggjast sameina krafta sína og leggja sameiginlegar tillögur fyrir ráð- stefnuna. Það er einkum á þremur sviðum, sem sótt er að áhrifum minni ESB-ríkja. ► Stærri ríkin vilja fleiri at- kvæði, sem endurspegli fleiri íbúa, í ráðherraráði ESB. Þau hafa látið í ljós áhyggjur af því að með fjölg- un smáríkja í sambandinu geti mörg lítil ríki sameinazt gegn smá- ríkjunum og fulltrúar minnihluta Evrópubúa þannig borið fulltrúa meirihlutans ofurliði. Smáríkin segja hins vegar enga ástæðu til að hafa áhyggjur; þau hafi til þessa ekki gert bandalög af þessu tagi. ► Með fjölgun aðildarríkja ESB mun að óbreyttu flölga verulega í framkvæmdastjórn sambandsins, sem margir segja of fjölmenna nú þegar. Stærri ríkin hafa því viðrað tillögur um að smærri ríki skiptist á um að eiga fulltrúa í fram- kvæmdastjórninni, eða þá að stjórninni verði skipt í „hærri“ og „lægri“ flokka framkvæmda- stjómarmanna. Litlu ríkin hafa á móti lagt til að stærri ríkin byiji á að fóma öðmm framkvæmda- stjómarmanni sínum, en Bretland, Ítalía, Frakkland og Spánn eiga tvo fulltrúa í stjóminni. Aðeins Bretland hefur tekið vel í tillöguna. ► Hvert ESB-ríki gegnir nú for- mennsku í ráðherraráðinu á sjö og hálfs árs fresti, í hálft ár í senn. Stærri ríkin hafa sagt formenn- skutímabilið of stutt og of langt á milli þess að hin stærri ríki, sem hafa bolmagn til virkrar stefnu- mótunar, gegni því. Stóm ríkin hafa því lagt til að tímabilið verði lengt í ár og að þijú ríki í senn sameinist um forseta ráðherra- ráðsins. Sögulegt handtak ROBERT McNamara, fyrr- verandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gekk í gær á fund víetnamska hershöfð- ingjans Vo Nguyen Giap í Hanoi og þótti mörgum það söguleg stund. McNamara stýrði stríðsrekstrinum í Ví- etnam fyrir hönd Bandaríkja- manna en Giap er þakkaður sigur Norður-Víetnama. McNamara er í þriggja daga heimsókn í Víetnam til að kynna ráðstefnu, sem haldin verður á næsta ári, en þar á að ræða um stríðið og hvern- ig best sé að lækna gömul sár. JEAN Arthuis, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær, að nauð- synlegt væri að taka til í fjármálum velferðarríkisins og það yrði ekki gert án þess að landsmenn fyndu fyrir því. „Það er skylda okkar við þjóðina að koma reiðu á fjármál ríkisins," sagði Arthuis. Hann sagði, að Frakkar yrðu að búa sig undir evr- ópsku mynteininguna og það þýddi, að hallinn á velferðarkerfinu sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu yrði að fara úr 5% í 3% 1997. Sama meðaltalið Alain Juppe forsætisráðherra sagði í gær, að hlutfall kvenna í ríkisstjóminni, fjórar af 32 ráðherr- um, væri það sama að meðaltali og verið hefði í fyrri ríkisstjómum í Frakklandi. Ásakanir um að núver- andi ríkisstjóm einkenndist af karl- rembu væm því út í hött. I fyrri stjóm voru 12 af 41 ráð- herra konur en við uppstokkunina vom átta konur látnar víkja en aðeins fimm karlar. Gagnrýnendur stjómarinnar segja, að þetta sýni, að kvennafjöldinn í fyrri stjórn hafi bara verið sýndarmennska. Hlutur kvenna í frönskum stjórnmálum er minni en í flestum Evrópulöndum eins og sést meðal annars á því, að þær em ekki nema 35 af 577 þingmönnum. Vilja ekki evró Bonn. Reuter. Mikill meirihluti Ijóðveija er andvíg- ur því að tekinn verði upp sameigin- legur evrópskur gjaldmiðill, „evró“ samkvæmt nýrri skoðanakönnun og flestir telja ólíklegt að Helmut Kohl kanslari nái að knýja fram ákvörðun. í könnuninni, sem birt var í tímarit- inu Die Woche, kemur fram að 61% Þjóðveija em andvígir sameiginleg- um gjaldmiðli og einungis 31% hlynntir. Könnunin var framkvæmd af FORSA-stofnuninni. Kemur fram að fólk óttast kaup- máttarskerðingu, verðbólgu og að áformin ógni sparifé þeirra. Samstaða hefur til skamms tíma ríkt um ágæti peningalegs samruna hjá þýsku stjómmálaflokkunum en á síðustu dögum hafa jafnaðarmenn látið í ljós efasemdir um áformin. í könnuninni kemur fram að 66% Þjóðveija telja að Kohl muni ekki fá áformin samþykkt þannig að sam- eiginlegur gjaldmiðill verði að veru- leika árið 1999. Einungis 29% kjós- enda telja að sú verði raunin. Spurt í Þýskalandi Viltu sameiginlegan gjaldmiðil? Telur þú að sameigin- legur gjaldmiðill verði tekinn upp 1999? Evró-herfylk- ið vígbúið Strassborg. Reuter. EVRÓ-herfylkið, 50.000 manna sameiginlegur her Frakklands, Þýzkalands, Spánar, Belgíu og Lúxemborgar, verður tilbúið til þátttöku í hernaðaraðgerðum frá og með næstu mánaðamótum, að sögn stjórnanda þess, þýzka her- foringjans Helmuts Willman. Evró-herfylkið hefur stundað sameiginlegar heræfingar undan- farin ár, frá því Frakkland og Þýzkaland settu það á stofn 1992. Tíu.þúsund manna heræfing fer fram síðar í mánuðinum á tákn- rænu svæði; í Ardennafjöllunum í Belgíu og Frakklandi, sem voru blóðugur vígvöllur í þremur styij- öldum frá 1870 til 1945. 53 farast í flugslysi í Argentínu Buenos Aires. Reuter. 53 FÓRUST, þeirra á meðal konur og börn, þegar herflugvél hrapaði á afskekktu fjallasvæði í Argent- ínu í fyrrinótt. Flugvélin, sem var af gerðinni Fokker F-27, hrapaði á fjall í 2.000 metra hæð um 25 km frá bænum Villa Dolores í héraðinu Cordoba. Slysið varð klukkan 9 e.h. að stað- artíma, um miðnætti að íslenskum, og það tók um 80 björgunarmenn allan nóttina að komast að slys- staðnum. Eldur logaði enn í flug- vélinni átta tímum eftir að hún hrapaði. Ekki var vitað í gær um orsakir slyssins. írakar fallast ekkí á skilmála Flugfreyju bjargað GRÍSKA lögreglan afvopnaði og handtók í gær mann frá Eþíópíu, sem brugðið hafði hnífi að hálsi flugfreyju hjá flugfélaginu Olympic Air- ways og krafist póíitísks hæl- is í Grikklandi. Kvaðst hann heita Melakw Mekebeb og hafa gripið til þessa ráðs til að vera ekki sendur aftur til síns heima þar sem ríkti kúg- un og ófrelsi. Var hann að koma frá Ástralíu þar sem hann afplánaði þriggja mán- aða fangelsi fyrir að koma ólöglega til landsins. Genf. Reuter. ÍRAKAR ætla ekki að fallast á þá skilmála, sem Sameinuðu þjóðirnar setja fyrir takmarkaðri olíusölu. Var það haft eftir Mohammed Saeed, utanríkisráðherra landsins, í gær. Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri SÞ, átti fund með Barazan al-Tikrit, sendiherra og hálfbróður Saddams Husseins íraks- forseta, í Genf í fyrradag en sagði að honum loknum að írakar væru enn ekki reiðubúnir að leyfa SÞ að hafa eftirlit með olíusölu. Saeed staðfesti það í gær. Öryggisráð SÞ framlengdi í fyrra- dag refsiaðgerðirnar gagnvart ír- aksstjóm vegna þess, að hún hefði ekki orðið við kröfum um eyðileggja ýmsan öflugan vopnabúnað. Samkvæmt ályktuninni, sem sam- þykkt var í apríl, mega Irakar hins vegar selja olíu fyrir tvo milljarða Bandaríkjadala á sex mánuðum til að greiða fyrir t.d. matvæli og lyf. Saeed lagði aftur á móti áherslu á, að ýmis ákvæði hennar snertu ein- ingu íraks og fullveldi og væru óað- gengileg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.