Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 28

Morgunblaðið - 10.11.1995, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Bréf til rit- stjóra (Prövdu) ÞEGAR ritstjóri Al- þýðublaðsins Hrafn Jökulsson, er farinn að verja húsbændur sína af slíkri hörku sem raun ber vitni, og bera auk þess við gleymsku líkt og fyrr- um landsfaðir okkar Steingrímur, þá er kominn tími til að end- urskoða gildismat sitt gagnvart jafnaðar- mennskunni og fylgis- mönnum hennar. Spurningin er hvort Hrafn er staddur á réttu dagblaði? Austur í Sovét var gefð út blaðið Pravda og þar var í hávegum höfð mið- stýrð ritstjómarstefna og skoðan- akúgun líkt og nú viðgengst hjá húsbændum Hrafns á Alþýðublað- inu. Ég og fleiri hér í Hafnarfírði emm tilbúnir til þess að styrkja Hrafn til Moskvufarar svo að hann geti fengið þessi vinnubrögð beint í æð. Hrafn gerði tilraun til þess að ljúga sig út úr vandræðunum sem ritskoðunarárátta hans hefur komið honum í, eins og sjá mátti í Morgunblaðinu og Tímanum 2. nóvember sl. Það er því nauðsyn- legt að rifja upp fyrir honum sann- leikann í málinu. Eins og Hrafni Jökulssyni er fullkunnugt um, þá boðsendi ég grein mína inn á ristjóm Alþýðu- blaðsins þann 17. október og sama dag hringdi ég í Hrafn og fékk staðfestingu á að hann hefði feng- ið hana í hendur. Þegar hún birt- ist ekki i þeirri viku hringdi ég mánudaginn 23. október og spurði hvort hann ætlaði ekki að birta hana. Þá fékk ég þau svör frá „ritfrelsishetjunni" að hann hefði fyrir því orð háttsettra manna í flokknum að greinin yrði stöðvuð. Þessi viðbrögð falla fullkomlega að vinnubrögðum Prövdu og kom- múniskri fortíð Hrafns Jökulsson- ar. Ég hélt satt að segja að hann væri að grínast, en þegar greinin birtist ekki daginn eftir fór ég á ritstjórnina, og bað um að fá grein- ina því ég ætlaði að birta hana í öðm blaði. Þá sagðist Hrafn vera búinn að týna greininni. Ég prent- aði hana út aftur og fór með grein- ina á Morgunblaðið. Þar var mér tjáð að það væri minnst viku bið eftir birtingu. Það stóðst og þakka ég Morgunblaðinu fyrir birting- una. Hrafn Jökulsson, sem nú býður þess að verða dæmdur af Siða- nefnd Blaðamannafélagsins og af dómstólum vegna rætinna skrifa MÖRKINNI 3 • SlMI 588 0640 Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! um pólitískan and- stæðing sinn, segir því einfaldlega ósatt þeg- ar hann heldur því fram að hann hafí lof- að að birta greinina. Það kveður líka við nokkuð annan tón hjá Hrafni í viðtali við Tímann um þetta mál. Þar segist hann harma þessa uppá- komu og sér greini- lega eftir öllu saman. Ég á þó erfítt með að trúa því vegna þess að síðustu daga hef ég fengið upplýsingar um að fleiri greinum frá.Hafnar- fjarðarkrötum hafí verið hafnað eftir ritskoðun hjá Hrafni Jökuls- syni. Þá kemur fram í Tímanum 3. nóvember að þessi sami Hrafn Formaður Alþýðu- flokksfélags Hafnar- fjarðar, Magnús Hafsteinsson, rekur hér samskipti sín við Alþýðublaðið. hafí hafnað grein sem Sigurður Tómas Björgvinsson fyrrum rit- stjóri Alþýðublaðsins hafí sent inn. Sigurður mun m.a. hafa leyft sér að gagnrýna Hrafn og innihald blaðsins lítillega. Hrafn reynir að svara gagnrýni minni með því að tala um Hafnar- íjarðarbrandara. Honum þykir auðvitað óþægilegt að ræða um alvöru málsins og sér að honum hafa orðið á mistök. Allt tal um Hafnarfjarðarbrandara segir miklu meira um hugarástand og þroska ritstjóra Alþýðublaðsins heldur en Hafnfírðinga. Ég skora á Hrafn að snúa frá villu síns vegar og líta við í Hafnar- fírðinum,þar sem rætur rósarinnar ná allstaðar fótfestu og garður kratarósanna er hvað blómlegast- ur. Þú munt væntanlega einhvem- tímann skilja að í orðinu jafnaðar- mennska felst ekki sérgæsla fá- mennrar klíku. Þú munt einnig skilja að ritstjóri á ekki að fóma hagsmunum málgagns jafnaðar- stefnunnar á altari mammons. Vonandi munt þú einhverntímann geta gætt hagsmuna allra jafn- aðarmanna, þannig að hinn frjálsi andi skáldsins svífí yfir vötnum líkt og þú hefur boðað á kaffihús- um í Reykjavík. Kæri Hrafn, þú munt þurfa að bretta upp ermar, skipta út nokkr- um fúaspýtum, tjasla í spmngur eins og þurfa þykir. Að því loknu mun ég og aðrir jafnaðarmenn taka ofan hattinn fyrir nýjum og endurbættum ritstjóra Alþýðu- blaðsins, málgagns allra jafnaðar- manna. Hrafn minn, ef þú kemur oftar í Hafnar^örðinn munt þú e.t.v. fínna smjörþefínn af því hvemig er að vera í alvöru jafnaðarmanna- flokki. Hafa tiltrú fólks og vera þátttakandi í.flokki sem hefur 40-50% fylgi líkt og við hér í Hafn- arfirði. Ég veit að þér líður illa yfir því að hafa tekið þátt í að koma fylgi Alþýðuflokksins í Suð- urlandskjördæmi í sögulegt lág- mark (6%) eins og þú orðaðir það sjálfur á ögurstundu í iífí flokks- ins. Höfundur cr formaður Alþýðu- flokksfélags Hafnarfjarðar. Magnús Hafsteinsson Róum stelpur! LEGGJUMST allar á eitt, hvar sem við störfum, stöndum á rétti okkar og áttum okkur á hvers vegna karlarnir við hliðina á okkur hafa hærri laun og meiri völd en við. Ég var hress í bragði þegar ég gekk út úr Odda í Háskóla íslands sunnudaginn 22. október. Að baki var önnur ráðstefnan um íslenskar kvenna- rannsóknir, sem áhugasamir þátttak- endur líktu við stans- lausa tveggja sólar- hringa veislu. Áratugur kvennafræða Tíu ár eru liðin frá fýrri ráð- stefnunni. Þá voru kvennarann- sóknir á byijunarstigi, en nú er óhætt að fullyrða að þær hafi þró- ast og dafnað bæði að magni og gæðum. Æ fleiri konur stunda kvennarannsóknir í mismunandi fræðigreinum. Með því leggja þær kvennabaráttunni lið, þar sem þekking á aðstæðum okkar og for- mæðranna er mikilvæg forsenda úrbóta. Ráðstefnan var skipulögð af Rannsóknastofu í kvennafræð- um. Á dagskránni voru bæði fræði- legar rannsóknir og yfírlit yfir stöðuna í kvennabaráttunni og í jafnréttismálum. Þá var sérstak- lega fjallað um kvennaráðstefnur Sameinuðu þjóðanna í Kína, með þátttöku forseta íslands og kvenna sem sóttu bæði opinberu ráðstefn- una og ráðstefnu fijálsra félaga- samtaka. Já, það var sannkölluð veisla að sitja í troðfullum sölum og ræða stöðu kvenna frá hinum ýrrisu hlið- um, allt frá þjóðveldisöld til fram- tíðar. Erindin fjölluðu m.a. um rannsóknir á orðræðu kvenna í Laxdælu, stórum konum í trölla- sögum, óléttu í bókmenntum, sjálfsmynd kvenna í sveitasamfé- lagi 19. aldar, um orðræður í minn- ingargreinum, fatlaðar konur, margbreytileika kvenna í íslensk- um sjávarplássum, foreldrahlut- verkið og börn, kynferði og stjórn- un menntamála, kvennakirkjuna, mæðrahyggju, gagnrýni og aðferð- ir í kvennafræðum, rauðsokka- hreyfinguna, kvenréttindafélagið, hungur sálar og líkama, kvenna- guðfræði, áfengismeðferð kvenna, umönnun í heimahúsum, íróníu sem femíníska orðræðu, ungar konur í atvinnulífinu, ambáttir, sjálfsbjargarviðleitni íslenskra verkakvenna, jafnlaunabaráttu og starfsmat, kvennaathvarfíð, kyn- ferðislegt ofbeldi, mæður og syni í sögu Guðrúnar frá Lundi, rík- isfeminisma og femókrata, sam- kennslu kynjanna í handmennt, framburð og kynferði, ekkjur á íslandi, karla gegn ofbeldi, skáld- konuna Guðnýju Jónsdóttur frá Klömbrum og fræðikonuna Björgu C. Þorlákson. Þegar ég gekk út hugleiddi ég orð frú Vigdísar Finnbogadóttur: „Róið stelpur, nú er lag“ því þau voru sannarlega í takt við það andrúmsloft sem þarna skapaðist. Þessar rannsóknir eiga erindi inn í námskeið háskólans og í kennslubækumar á öðrum skóla- stigum. Þess vegna er mikilvægt að efnt verði til kennslu í kvenna- fræðum við Háskóla íslands eins og háskólaráð, heimspekideild og félagsvísindadeild hafa samþykkt ef tilskilið fjármagn fæst. Einnig er mikilvægt að ungum vísinda- konum og ungu vísindafólki yfir- leitt verði gert kleift að stunda rannsóknir í námi og að lokinni margra ára þjálfun. Margar konur eru þegar komnar með menntunina og færnina og sívaxandi skilning á hvers vegna völd kvenna og áhrif eru ekki meiri en þau era. Þátttaka kvenna er forsenda lýðræðis. Það á jafnt við um þekkingarsköpun sem önnur svið mannlífs- ins. Því verður Há- skólinn að svara jafn- réttiskallinu eins og aðrar stofnanir sam- félagsins. Kvennafrídagurinn tuttugu ára Nú era tveir ára- tugir frá því að ís- lenskar konur komust í heimspressuna og þjóðfélagið lamaðist við það að konur tóku sér frí frá störfum heima og heiman. Sú vakning sem kristallaðist meðal kvenna þann 24. október 1975 gerði ekki aðeins kjör frú Vigdísar Finnbogadóttur til forseta mögu- legt árið 1980 heldur einnig tilurð Kvennalistans 1983 og kjör Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra árið 1994. Á þessu merka afmælisári hefur verið staðfest betur en nokkru sinni fyrr eðli og umfang launam- unar kynjanna. Konur fá 50-70% af tekjum karla og munurinn er mestur hjá háskólamenntuðu fólki, þar sem „sporslumar“ alræmdu era hlutfallslega mestar. Kynferðið eitt og sér skýrir um 16% af laun- um. Að öðra leyti má skýra tekju- mun kynjanna með aðstöðumun sem oft er kynbundinn. Minnumst þess að launajafnrétti kynjanna var ein meginkrafa kvennafridags- ins. Á þessu ári höfum við einnig gengið til þingkosninga án þess að konum ijölgaði á Alþingi, í fyrsta skipti síðan 1983. Konur era aðeins tæpur fjórðungur alþingis- manna og virðast almennt eiga erfitt uppdráttar í íslenskum stjórnmálum. í gömlu stjómmála- flokkunum fjóram era konur um og innan við 20% þingmanna. Kvennalistinn tapaði nú umtals- verðu fylgi og Þjóðvaki, með konu sem formann og þrjár þingkonur, hefur lítið lífsmark í skoðanakönn- unum. Og enn einu sinni er aðeins einn kvenráðherra í ríkisstjórninni. Þó að vissulega hafí margt áunnist í kvennabaráttunni á þess- um tuttugu árum, sýna staðreynd- irnar að of hægt miðar. Þó konur séu meira menntaðar en nokkra sinni fyrr og æ fleiri viðurkenni að þátttaka þeirra sé forsenda lýð- ræðis, þá viðhelst kynjamunurinn í launum og pólitískum völdum. Að hvaða leyti er þá lag í kvenna- baráttunni núna? Hvað getur hver og ein okkar gert og við konur og jafnréttissinnar sem heild? Svörin liggja ekki öll I augum uppi, enda pólitíkin með flóknari tíkum. Eitt svarið er þó tvímælalaust það að við leggjumst allar á eitt, hvar sem við störfum, stöndum á rétti okkar og áttum okkur á hvers vegna karlamir við hliðina á okkur hafa hærri laun og meiri völd en við. Stöndum saman um leið og við berum virðingu fyrir margbreyti- leika mannlífsins. Sameinuðu þjóðirnar fimmtíu ára og kvennaráðstefnan í Kína En það eru fleiri merkisafmæli um þessár fnundir. Sameinuðu þjóðirnar eiga hálfrar aldar af- mæli, og 4. kvennaráðstefna SÞ er nýafstaðin. í skýrslu sinni til Alþingis um utanríkismál á dögun- um nefndi utanríkisráðherra kvennaráðstefnuna í Kína aðeins í framhjáhlaupi. Það túlka ég sem lítilsvirðingu við þá erfiðu mann- réttindabaráttu sem konur heyja nú úti um allan heim. í sömu skýrslu ræddi ráðherrann um mikil- Þátttaka kvenna í ákvarðanatöku er, að mati Guðnýjar Guð- bjömsdóttur, forsenda lýðræðis. vægi þróunarsamvinnu á vegum SÞ án þess að geta um áform ríkis- stjómarinnar um að skera enn nið- ur okkar smánarlega framlag til þróunarstarfa, eins og reyndar til annarra velferðarmála sem konur munu finna fyrir. Um leið og Al- þjóðabankinn og fleiri stofnanir hafa áttað sig á því að stuðningur við konur, menntun þeirra heil- brigði og störf, er einn lykilþáttur- inn í þróunarstarfi sem ber árang- ur, er dregið úr framlögum til þró- unarmála bæði hér og á alþjóða- vettvangi. Framkvæmdaáætlunin sem samþykkt var í Kína er fram- sækin og bakslagið sem margir óttuðust var ekki staðfest. Það fékkst loks alþjóðlega viðurkennt að kvenréttindi væra mannréttindi. Að konur og stúlkubörn séu full- gildar manneskjur. Mikilvægt er að framkvæmdaáætlunin verði þýdd og gerð aðgengileg fyrir alla. Þannig getum við nýtt það sem ávannst í Kína, okkur og komandi kynslóðum í hag. En þrátt fyrir formlega sigra á sviði alþjóðasátt- mála, stjórnarskrárbreytinga og við lagasetningu yfírleitt, viðgengst mismunun eftir kynferði á ótrúleg- ustu sviðum í raun. Þingkonur úr öllum flokkum hafa nú rætt um leiðir til að ráðast gegn þeirri óþol- andi mismunun sem enn tíðkast í dómum um skaðabótamál, sem vonandi bera árangur. Samstaða þarf að nást um fleiri mál af þessu tagi. Minna hefur áunnist á þeim tutt- ugu árum sem liðin era frá kvenna- frídeginum en bjartsýnar konur vonuðu. Við megum hins vegar ekki bugast. Því hljótum við kven- frelsiskonur og aðrir jafnréttissinn- ar að blása í baráttuglæðurnar og hugleiða vandlega hvaða leiðir eru færar. Um leið hvetjum við ríkis- stjórnina, dómstólana, aðila vinnu- markaðarins og alla aðra valdhafa til að taka mið af Samningnum um afnám allrar mismununar gagnvart konum, sem samþykktur var á alls- heijarþingi SÞ 1979 og fullgiltur með ályktun Alþingis árið 1985. í samningnum segir m.a. að ríkin sem hann fullgildi séu „sannfærð um að ... velferð í heiminum og málstaður friðarins krefjist þátt- töku kvenna í sem ríkustum mæli og til jafns við karla á hvaða sviði sem er“. Þetta hlýtur að vera ein meginkrafa okkar Kvennalista- kvenna á þessum merku tímamót- um. Að henni vinnum við áfram í þágu betra mannlífs undir kjörorð- unum kvenfrelsi, mannréttindi, samábyrgð. Höfundur er þingkona Kvennalist- ans. Forseta- kjör í GREIN mína, Forsetakjör, í Morgunblaðinu í gær hefur slæðzt bagaleg prentvilla. Þar sem lýst er forsetaefni, segir í blaðinu: „Hann var víðförall ... “, en í handriti stóð: „Hann er víðförull ...“, enda er um að ræða mann á bezta aldri. Helgi Hálfdanarson Guðný Guðbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.