Morgunblaðið - 10.11.1995, Síða 48

Morgunblaðið - 10.11.1995, Síða 48
48 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ f>ú 'ast ALLTSBM VAR. • ) ISSKÁPWUMJ f Tommi og Jenni Smáfólk Hvernig gæti hann leikið með lið- inu okkar? Hann er of stuttur! Jæja, spurðu hann hvort hann vilji kannski vera knatttrésfugl- inn okkar... BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavik • Simi 5691100 • Símbréf 569 1329 Hugleiðing um menningu Frá Steingrími St. Th. Sigurðssyni: GAMLA hvíta leikhúsið á Húsavík klúkir á Bakkanum svonefnda við hliðina á samnefndri bjórstofu -Bierstube- (það magnaða hús með nissa var eitt sinn í eigu Guð- johnsenanna músíkölsku). Það er laugardagur síðdegis. Klukkan að nálgast fjögur og frumsýning verksins „Gauragangur" eftir Ólaf Hauk Símonarson að heíjast. Gestir streyma að húsinu - flest- allir heimafólk. Greinilegur áhugi ríkjandi. Að vera nær alls ókunnug- ur í norðlenzku plássi eins og Húsa- vík er ekki erfitt fyrir gamal-Akur- eyring. Það er einhver andlegur skyldleiki þrátt fyrir allt. Ætli það sé ekki þrotlaus leit að andlegri næringu á misjöfnum tímum. í Þingeyjarsýslu er lang-elzta lestrarfélag á Islandi, stofnað af rithöfundinum Þorgils Gjallanda („Beinin hennar Stjörnu" - smá- saga), fósturföður Steingríms heit-> ins Steinþórssonar ráðherra. Leik- félagið á Húsavík er nítíu og fímm ára gamalt - stofnað aldamótaárið. Einar Ben ólst upp f Héðinshöfða - ein bóka hans heitir Hafblik, og eitt ljóða hans „Útsær“ er orkt á þessum slóðum. Helgi Hálfdanarson sá orðslyngi apótekari þýddi Shake- speare á þessu kraftmikla svæði. Svona má lengi telja þá S-Þing. er annars vegar. Og nú er troðið upp með splunkunýja leiksýningu - há-nýtízkulegt verk, sem heitir Gauragangur eftir Ólaf Hauk Sím- onarson, sem var staddur þarna á frumsýningu og fékk varmar við- tökur, ekki síður stykkið sjálft, sem gerður var góður rómur að. Hvað sem öðru líður skemmti fólk sé'r konunglega. Það var hlegið af lífs- og sálarkröftum. Leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir hefur leyst þetta verkefni auðsjáan- lega af smekkvísi og ákvörðun. Tónlistin eftir Ný-danska var kraft- gefandi undir stjórn Valmar Vál- jots, sem kann sitt fag. „Gauragangur" er leikverk, sett saman úr ótal snöggum skrýtlum og tilsvörum - svipmyndum - sem þó eiga að mynda eina heild. Lýsing og leikmynd í höndum David Walt- ers plús það, sem leikstjóri leggur til er gætt ákveðnum þokka. Hins vegar - og það er ágreiningsatriði, er sýningin of löng. Hefði hæglega mátt stytta hana um klukkustund. Þannig hefði verið hægt að ná mun sterkari og skemmtilegri áhrifum sem uppbyggingu verks, sbr. frönsku formúluna kafli eitt kafli tvö og ályktun. Inntakið í verkinu er þessi nýja breytta sálfræði (allt önnur en sú gamla), þessi sálfræði nýrrar ungrar kynslóðar, sem fer aðrar siglingaleiðir en eldri kynslóð- ir. Það út af fýrir sig gerir Gaura- gang forvitnilegt bókmenntaverk. Ólafur Haukur er greinilega vax- andi höfundur, sem e.t.v. getur lært af mistökum og lært af leik- rænni reynslu. Hann leyfír sér múgaleg ósmekklegheit í sambandi við skáldin Davíð og Tómas, en svoddan nokkuð var í tízku löngum hjá vinstri-slagsíðu gáfnasnobbur- um. Það var eiginlega dagskipun frá „Máli og menningu“ og „Rauð- um pennum" að níða niður skáld, sem þessir fuglar kölluðu borgara- leg skáld, sem þau þó voru alls ekki. Það er önnur saga. Ef til vill stafar þessi árátta (svipuð árátta er enn við lýði á vinstri vængnum) af vanmetakennd gagnvart skáld- um, sem eru fædd skáld - af guði gjörð skáld - en ekki „vildu vera skáld" - „would be poets“ eins og Bretar kalla slík fyrirbæri. Að þessu slepptu er „Gauragang- ur“ góð skemmtun, en þreytandi vegna lengdar. Spaugsyrði og kímni mundu hafa notið sín betur ef ekki hefði verið yfírtjáð - ofsagt (það banna Bretar í stílagerð). Enda þótt Húsavík sé sjávarpláss úti við hið yzta haf (sumir tala um Dumbshaf) er þama eðlislæg falleg menning - leifar af gömlu góðu íslenzku samfélagi, þar sem borin var virðing fyrir guði og mönnum, þar sem ríkti viss andlegur auður og íslenzka var töluð rétt - kórrétt - og með rismiklu orðfæri og þar - og þar virðast menn vera menn, en ekki úrkynjað gervifólk. STEINGRÍMUR ST. TH. SIGURÐSSON. Mennimir eru að stækka Frá Eggert E. Laxdal: Á ÞVÍ er enginn vafi, að mennirnir eru að stækka og það umtalsvert, sé litið til langs tíma. Húsgögn eru orðin of lítil. Rúm og það sem þeim tilheyrir, er of stutt. Stólar og borð eru of lág og fleira mætti nefna. Þar af leiðandi eru herbergin í hús- unum oft of lítil. Þegar gengið er um Þjóðminja- safnið vekur það athygli manns, hve vopn og búnaður allur er smá- ger. Meðalmaður í dag getur ekki tekið utanum hjöltun á sverðunum vegna smæðar þeirra o.s.frv. Algengt er að börnin verði stærri en foreldrar þeirra. Til dæmis má geta þess að faðir minn var 185 sm hár, ég er 186 sm og sonur minn er 187 sm. Margir hafa svip- aða sögu að segja, en eins og ávallt eru undantekningar frá þessu. , Þeir sem staðla hús og húsbún- að, þurfa að breyta núverandi staðli og stækka hann nokkuð. Þetta verður að sjálfsögðu að gerast á heimsvísu, en til eru samtök arki- tekta erlendis, sem ráða þessum málum. EGGERT E. LAXDAL, box 174, Hveragerði. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt ! upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.