Morgunblaðið - 10.11.1995, Síða 60

Morgunblaðið - 10.11.1995, Síða 60
JtewU&t -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Formaður LÍÚ Endumýj- un fiski- "'skipa verði gefin frjáls KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, lagði til á aðalfundi samtakanna í gær að endumýjun fískiskipaflotans yrði gefín fijáls. Hann segir að núver- andi reglur sé þröskuldur í vegi nauð- synlegrar endumýjunar og nægilegt sé að hvert skip hafí ákveðnar afla- heimildir. Ekki skipti máli hvemig skip sé notað til að ná þeim. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra segir að hann sé tilbúinn til viðræðna um breytingar af þessu tagi. Endumýjun fískiskipa er nú háð þeirri reglu að ekki megi stærra skip koma í stað gamals, nema fleiri en eitt skip sé úrelt á móti hinu nýja. „Ég hef alltaf litið svo á að það væri spurning um aðlögunartíma og álitaefnið hafí verið hvenær núver- andi reglur yrðu lagðar niður, fremur en hvort svo yrði. Menn verða að meta það hvenær rétti tíminn er kom- inn. Ég ætla ekki að gera það á þessu stigi, en er tilbúinn til viðræðna um _það,“ segir Þorsteinn Pálsson. Þröskuldur í vegi eðlilegrar endurnýjunar „Reglur um úreldingu þegar físki- skip eru endumýjuð em þröskuldur í vegi eðlilegrar endurnýjunar," sagði Kristján á fundinum. „Nauðsyn bar til að hafa slíkar reglur, sem takmörk- uðu stærð fiskiskipaflotans, meðan aflamarkskerfíð var að festast í sessi og óvissunni væri eytt um að sóknar- mark tæki við. Nokkrir félagar okkar, einkum á Vestíjörðum, hafa verið ósamstiga okkur hinum um áherzlur við stjómun fískveiða. Nú, þegar þeir hafa fylkt liði með okkur, eins og ég skildi á aðlfundi Útvegsmannafélags Vest- — fjarða í haust, tel ég enga ástæðu til að veijast þurfí lengur þeirri hug- mynd, að sóknarmark verði notað við veiðistjómun. Þar með er engin ástæða til að hafa takmarkandi regl- ur um hvemig skip hver og einn not- ar til að veiða þann afla, sem heimilt er á hveijum tíma.“ ■ Auðlindaskattur veikir stöðu/16 Jórdönsk breiðþota lenti á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Þrír grunaðir farþegar í vélinni voru handteknir TVÆR konur og karlmaður voru handtekin eftir að jórdönsk breiðþota, sem þau vom farþegar í, lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 18.25 í gær, en flugstjóri vélarinnar hafði fengið leyfi til lending- ar vegna sprengjuhótunar um borð. Mikill viðbún- aður var á flugvellinum og sjúkralið og björgunar- sveitir voru í viðbragðsstöðu þar og á Reykjavík- ursvæðinu þar til farþegar vélarinnar voru komn- ir frá borði kl. 18.40. Engin sprengja fannst um borð í flugvélinni við fyrstu leit á meðan verið var að koma farþegunum, 224 talsins, frá borði. Vélin stóð síðan mannlaus á flugbrautinni þar til í nótt er sprengjusérfræðingar leituðu í henni. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Tri- Star og er hún í eigu flugfélagsins Royal Jord- anian Airlines. Að sögn Péturs Guðmundssonar, flugvallarstjóra á Keflavíkurflugvelli, lagði hún af stað frá Amsterdam kl. 15.18 í gær áleiðis til Chicago, en þar átti hún að lenda kl. 23.32 að íslenskum tíma. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins barst flugstjóra jórdönsku flugvélarinnar tilkynning frá Chicago um að þekkt hryðjuverkakona væri um borð í vélinni og hætta talin á því að hún hefði sprengju meðferðis. Flugstjórinn óskaði þá eftir leyfi til að lenda á Keflavíkurflugvelli, en til- kynnti farþegum að það þyrfti hann að gera vegna bilunar í mótor. Flugstjórn gerði Almannavörnum ríkisins þeg- ar viðvart og tíu mínútum síðar voru lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir á Reykjavíkursvæð- inu og á Suðumesjum komnar í viðbragðsstöðu sem aflétt var er farþegarnir voru komnir í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. ■ Besta lending/4 Sjónvarpið/Viðar Oddgeirsson FARÞEGAR breiðþotunnar voru aðstoðair frá borði um neyðarútganga og neyðarrennur. Blindrafélagið um útgáfu 2.000 kr. seðils Skýlaust brot á jafnræðisreglu BLINDRAFÉLAGIÐ telur útgáfu 2.000 kr. seðilsins sem Seðlabanki íslands gefur út brjóta blað í út- Geysi spillt með bor- holum? ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka, sagði á Alþingi í gær að hverasvæðinu við Geysi í Haukadal hefði hugsanlega verið spillt með því að bora um tug bor- hola í nágrenni hversins á und- anfömum árum til að fá heitt vatn til heimabrúks handa bændum í sveitinni. gáfustefnu bankans þar sem tekin hafi verið um það sérstök og með- vituð ákvörðun að blindir eigi ekki að geta aðgreint peningaseðla eftir stærð. Ennfremur að gera skuli sjónskertum örðugt að aðgreina seðlana eftir lit. Að því er fram kemur í fréttatil- kynningu Blindrafélagsins telur það þessa stefnubreytingu Seðlabank- ans vera skýlaust brot á þeirri jafn- ræðisreglu sem opinberri þjónustu- stofnun á borð við Seðalbankann sé skylt að gæta. Það sé óskiljan- legt með öllu eftir þá viðleitni sem bankinn hafi áður sýnt í útgáfu sinni að hann skuli nú ákveða að vama blindum og sjónskertum þátt- töku í almennri verslun og viðskipt- um í landinu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FARÞEGAR Royal Jordanian Airlines biðu rólegir eftir því að sprengjuleit lyki svo vélin gæti haldið ferð sinni áfram til Chicago. * Islending- ar eyðslu- samastir ENGIR ferðamenn á Bretlandi eyða jafn miklu fé að meðal- tali á dag og íslendingar sam- kvæmt tölum bresku hagstof- unnar. í frétt, sem birtist í breska dagblaðinu The Daily Te- legraph í morgun, sagði að ís- lendingar hefðu meira að segja skotið Japönum og Bandaríkja- mönnum aftur fyrir sig. íslenskir ferðamenn á Bret- landi eyddu að meðaltali 116 sterlingspundum (11.830 krón- um) á dag. Japanar eyddu hins vegar aðeins 82 pundum (8.364 krónum) og Bandaríkjamenn 62.30 pundum (6.350 krónum). Nýsjálendingar reyndust sýna mesta aðhaldssemi í fjármálum og eyddu aðeins 29,4 pundum (3.000 krónum) að meðaltali á dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.