Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
260. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR14. NÓVEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sprengjutilræði í Riyadh
Sex látnir og
tugir særðust
Washington. Riyadh. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
fordæmdi tilræðið við þjálfunar-
stöð saudi-arabíska hersins í Riy-
adh í gær sem kostaði sex manns
lífíð, þar af einn bandarískan her-
mann og þijá óbreytta bandaríska
borgara 'í þjónustu hersins. Talið
er að tvær bílsprengjur hafi verið
sprengdar við stöðina. Atvikið
varð til þess að beina athyglinni
að gífurlegri hernaðaruppbygg-
ingu Bandaríkjanna og nokkurra
hófsamra arabaríkja á Persaflóa-
svæðinu frá 1991.
Um 60 manns slösuðust i
sprengingunni, margir lífshættu-
lega. Helmingur þeirra er banda-
rískir starfsmenn þjálfunarstöðv-
arinnar, sem er í al-Olaia-hverfinu.
Tjón hlaust af völdum sprengn-
anna í allt að 1,5 km fjarlægð og
voru skemmdir metnar á 25 millj-
ónir ríala, jafnvirði 430 milljóna
króna. Pjörutíu bílar a.m.k. eyði-
lögðust við sprengjustaðinn og
rúður brotnuðu í byggingum.
FBI rannsakar tilræðið
Sveit' starfsmanna bandarísku
alríkislögreglunnar, FBI, hélt
áleiðis til Riyadh í gær til þess að
aðstoða við rannsóknina á tilræð-
inu. Óþekkt samtök, sem kalla sig
Flóatígrana, lýstu ábyrgð á hendur
sér. Hótuðu þau frekari aðgerðum
færi bandarískur herafli ekki frá
Saudi-Arabíu.
Megn andstaða ríkir í landinu
við þá ákvörðun konungsfjöl-
skyldunnar að ganga til varnar-
samstarfs við Bandaríkin og
styðja friðarumleitanir í Miðaust-
urlöndum. Um 140 bandarískar
herflugvélar, 15 herskip og
12.000 manna hersveitir eru á
Persaflóasvæðinu.
Smölun
A ARI hveiju er svönum á ám
og sýkjum við Hamborg í Þýska-
landi safnað saman og komið til
vetrardvalar þar sem hlúð er að
þeim og þeir fóðraðir til vors.
Hér kemur Harald Nies, svo-
nefndur „Svana-pabbi“ Ham-
borgar, með vini sína úr árlegri
svanasmölun á ánni Alster.
Reuter
Jeltsín hefur störf á sjúkrahúsi
Heitir kosningum
á réttum tíma
Stj órnmálaforingj ar
slíðra sverðin í Israel
Jerúsalem. Reuter.
LEIÐTOGAR stærstu stjórnmála-
flokkanna í Israel samþykktu í gær
að slíðra sverðin og reyna að draga
úr heiftinni, sem einkennt hefur
stjórnmál landsins, eftir morðið á
Yitzhak Rabin forsætisráðherra.
„Þingið verður að endurheimta
heiður sinn og báðir flokkamir
verða að hætta að munn-
höggvast," sagði Shimon Peres,
starfandi forsætisráðherra, eftir
hálftíma fund með Benjamin Net-
anyahu, leiðtoga Likud-flokksins.
„Við verðum að koma í veg fyrir
orðagálga í ísrael, eða morðingja
sem ákalla guð en era í reynd út-
sendarar djöfulsins,“ sagði Peres.
Ekkja Rabins, Leah, hafði sakað
Netanyahu og aðra forystumenn
Likud-flokksins um að hafa stuðlað
að morðinu þar sem þeir hefðu
látið hjá líða að stöðva hatursáróð-
ur á fundum flokksins gegn stjórn-
inni.
„Við leyfum engum að nota
ágreining okkar til að gera okkur
að óvinum," sagði Netanyahu.
Þegar hann kvaðst samhryggjast
fjölskyldu Rabins urðu ekkjan og
barnabarn hennar óróleg og sneru
sér frá honum.
■ Þannig minnumst við/21
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti er
enn á sjúkrahúsi en gegndi emb-
ættisstörfum að öðra leyti með
venjulegum hætti
í gær, að sögn
talsmanns síns,
Sergejs Med-
vedevs. Hann
sagði að forsetinn
myndi ræða við
Viktor Tsjerno-
mýrdín forsætis-
ráðherra og Nur-
sultan Naz-
arbajev, forseta Kazakhstans, í
dag.
Jeltsín ræddi í gær væntanlegar
þingkosningar 17. desember við
aðra ráðgjafa sína en harðar deilur
hafa komið upp um það hvort
ákvæði laga'um að flokkur verði
að fá minnst 5% fylgi til að kom-
ast á þing standist stjórnarskrá.
Sergej Fílatov, skrifstofustjóri for-
setans, sagði að Jeltsín hefði ítrek-
að þá „eindregnu afstöðu sína að
kosningum til þingsins yrði ekki
frestað og allt verði gert til þess
að tryggja að lögin séu ótvíræð“.
Hefðu ekkert á
móti frestun
Búist er við því að stjórnlaga-
dómstóll komist að niðurstöðu í
málinu síðar í vikunni. Margir
stjórnmálaskýrendur telja að Jelts-
ín og stuðningsmenn hans hefðu
þrátt fyrir allt ekkert á móti því
að fresta kosningunum; breyting
á lögum gæti orðið átylla fyrir
frestun. Kannanir gefa til kynna
að stjómarandstöðuflokkar muni
vinna stórsigur og fá samanlagt
meirihluta á þingi.
Smíða hljóðfráa
forstjóraþotu
Moskvu. Reuter.
og fjarskiptabúnaður, svo að not-
endur þotunnar geti sinnt erind-
um meðan þeir svifa um háloftin.
Hjá Súkhoj-verksmiðjunum
eru hafnar tilraunir með likan
af S-21 flugvélinni en ætla má
að 5-7 ár líði þar til hún verður
komin í almenna notkun.
Þá ráðgera verksmiðjurnar að
smíða 68 farþega hljóðfráa þotu,
S-51, með 9.200 kilómetra flug-
drægni.
Eina hljóðfráa þotan sem not-
uð hefur verið til farþegaflutn-
inga er Coneorde-þotan, sem
Bretar og Frakkar smíðuðu. Hún
tekur 100 farþega og verða 20
ár liðin í janúar nk. frá því hún
fór í fyrsta farþegaflugið.
RÚSSAR hafa ákveðið að nýta
tækni sem þeir þróuðu til smíði
orrustuflugvéla á kaldastríðsár-
unum til þess að smiða hljóðfráa
einka- og forstjóraþotu.
Þotan, S-21, á að geta flogið
á allt að tvöföldum hljóðhraða,
eða 2.125 kílómetra á klukku-
stund og flutt 6-10 farþega 7.400
kílómetra vegalengd, að sögn
Vladímírs Jakovlevs, talsmanns
hönnunardeildar Súkhoj-verk-
smiðjanna.
Fljúgandi skrifstofa
Ætlunin er að þotan verði
knúin rússneskum hreyflum og
flugleiðsögutækjum. I farþega-
klefanum verður nýtísku síma-
Reuter
Rokkar
fyrir
Tsjerno-
myrdín
RÚSSNESKI for-
sætisráðherrann,
Víktor Tsjerno-
myrdín, fékk banda-
ríska rapp-stjörnu,
M.C. Hammer, til
liðs við sig í þeirri
von að það yrði til
að auka fylgi ungs
fólks við flokk hans
í þingkosningunum
17. desember. Lék
Hammer á als oddi
í Rossíja-höllinni í
gær innan um slag-
orð flokks Tsjerno-
myrdíns.
Jarðskjálft-
ar í Noregi
Ósló. Morgunblaöið.
TVEIR vægir jarðskjálftar urðu í
Noregi í gær og er ekki vitað til,
að þeir hafi valdið neinu tjóni. Sá
öflugri mældist 3,6 stig á Richters-
kvarða og voru upptök hans í haf-
inu úti fyrir Sogni og Pjörðum.
Margir íbúar á Óslóarsvæðinu
vöknuðu um klukkan tvö síðast-
liðna nótt við skjálftana, sem ollu
því, að sums staðar glamraði í
glösum og myndir féllu af veggj-
um.
Hringdu margir óttaslegnir í
lögregluna enda eru jarðskjálftar
yfír þijú stig sjaldgæfir í Noregi.
Dæmin eru þó til því að 1819
skalf Luroy á Norðlandi í skjálfta,
sem var sex á Richter, og 1904
varð 5,5 stiga skjálfti í Óslóarfirði
utanverðum. Varð hann á sunnu-
degi í miðjum messutíma.