Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 17 Bonn. Reuter. ÞÝZKA stjórnin og stjórnarand- stöðuflokkarnir í Þýzkalandi hafa komið sér saman um drög að nýju fjarskiptafrumvarpi, sem mun marka upphaf harðrar samkeppni við einokunarfyrirtækið Deutsche Telekom AG. Woifgang Bötsch póstmálaráð- herra og póstmáiasérfræðingar kristilegra demókrata (CDU), fijálsrra demócrata (FDP) og sós- íaldemókrata (SPD) skýrðu frá samkomulaginu á blaðamanna- fundi. Samkomulagið hefur verið til umfjöllunar í marga mánuði og á að verða grundvöllur laga, sem munu gilda eftir að höft verða af- numin 1998. Samkomulagið kveður á um samkeppinreglur í meginatriðum og lýsir ‘umhverfi því sem starfað Schneider áfrýjar dómi um framsal Frankfurt. Reuter. ÞÝZKI fasteignajöfurinn Jiirgen Schneider mun áfrýja ákvörðun bandarísks dómstóls, sem hefur sam- þykkt að hann verði framseldur til Þýzkalands frá Miami til að svara ásökunum um fjármálamisferli að sögn bandaríska lögfræðingsins Mic- haels Lachers. „Þessari baráttu verður haldið áfrairn þar til Schneider-hjónin verða látin laus og fá greiddar bætur fyrir það tjón, sem þau hafa orðið fyrir," sagði Lacher í yfirlýsingu. Schneider og Claudia kona hans voru handtekin í Miami í maí þegar þeirra hafði verið leitað víða um um heim í eitt ár vegna ásakana um fjár- svik. Eftir hvarf Schneiders - sem lög- fræðingar hans kölluðu langt orlof af heilsufarsástæðum - var fast- eignastórveldi hans í Þýzkalandi lýst gjaldþrota vegna rúmlega fimm milljarða marka skuldar. Lögfræðingar Schneiders munu áfrýja til umdæmisdómstóls á Suður- Florida með tilvísun til laga, sem vemda borgara gegn fangelsun án dóms og laga. Framsali hefur verið frestað vegna áfrýjunarinnar. ------------» ♦ ♦----- Rothschild verst yfirtök' London. Reuter. ROTHSCHILD-fjölskyldan hefur lýst yfir að hún ætli að halda yfirráðum yflr eignarhaldsfélagi fjárfestinga- bankans N M Rothschild og standi við þá stefnu að varðveita sjálfstæði bankans. Fjölskyldan hefur umráð yfir Rot- hschilds Continuation Holdings AG, móðurfyrirtæki íjárfestingabankans N M Rothschild. Yfirlýsing Sir Eve- lyns de Rothschilds stjórnarformanns kemur í kjölfar blaðafrétta um að reynt yrði að sameina bankann Nati- onal Westminster Bank Plc til að fjölga viðskiptavinum NatWests. ------*—*—*----- Morgunverð- arfundur um lífeyrismál VERSLUNARRÁÐ íslands efnir til morgunverðarfundar á morgun, mið- vikudaginn 15. nóvember, með yfir- skriftinni „valfrelsi í lífeyrismálum11. Á fundinum mun Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri ráðsins, skýra frá niðurstöðum sérstakrar nefndar ráðsins sem fjallað hefur um þessi mál. Að lokinni framsögu munu þau Arna Harðardóttir, deildarstjóri hjá Landsbréfum, Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða, og Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra láta í ljós álit sitt. Fundurinn verður haldinn í Átt- hagasal Hótels Sögu og hefst kl. 8. VIÐSKIPTI Þýzkt frumvarp um af- nám hafta ífjarskiptum og hluthafi í farsímafyrirtækinu E-Plus, hafa þegar ráðizt í veruleg- ar fjárfestingar í Þýzkalandi. Nokkur stærstu fyrirtæki Þýzka- lands hafa tekið höndum saman með voldugum, erlendum fyrirtækj- um og búa sig undir samkeppni á sviðum venjulegrar símaþjónustu og fyrirtækjafjarskipta. verður í þegar höftin verða afnum- in. Fjárfestar framtíðarinnar eiga því að vita hvar þeir standa þegar stærsta símafyrirtæki Evrópu verð- ur einkavætt á næsta ári. Fjöldi leyfa til að veita fjar- skiptaþjónustu í Þýzkalandi verður ekki takmarkaður. Vilji er fyrir því að ný símafyrirtæki fái sanngjarn- an og viðráðanlegan aðgang að netkerfum Telekoms. Fyrirtæki er búa yfir stórum netkerfum, eins og RWE og far- símafyrirtæki, fá forgang~"'þegar veitt verða leyfi fyrir tækni, sem tengir viðskiptavini á ýmsum stöð- um við kerfið með þráðlausri teng- ingu framhjá netkerfi Telecoms. I frumvarpinu verða einnig ákvæði um tollaeftirlit og almenna þjónustu, sem á að tryggja öilum aðgang að lágmarks símaþjónustu. Þegar frumvarpið hefur verið samþykkt verður Þýzkaland fyrsta land ESB, sem leiðir í lög ákvörðum sambandsins um að opna ijar- skiptageirann fullri samkeppni fyr- ir 1998 og gera hann að einhvetjum fijálsasta fjarskiptamarkaði heims. Búizt er við miklum fjárfesting- um erlendra aðila á þessum stærsta fjarskiptamarkaði Evrópu, sem var metinn á um 70 milljarða marka í fyrra, og Deutsche Telekom fær harða samkeppni á heimavelli. Bandarísk fjarskiptafyrirtæki eins og Airtouch Communications, hluthafi í D2 farsímakerfinu, og BellSouth, samstarfsaðili Thyssens Samstarf við AT&T Mannesmann AG, sem rekur D2 farsímakerfið, hefur gengið til sam- starfs við Deutsche Bank AG og Uniworld, sameignarfyrirtæki fjar- skiptarisans AT&T og Unisource N.V. RWE AG, sem á stærsta einka- ljósleiðarakerfi Þýzkalands, vonast til að geta boðið upp á víðtæka símaþjónustu í samvinnu við járn- brautayfirvöld og borgarstjórnir. Einkabankinn - bein tenging milli tölvunnar þinnar og bankans gerir þér kleift að nýta tölvuna enr, betur fyrir fjármálin - hvar sem þú ert. Meiri möguleikar og einföldun aðgerða s.s. • yfirsýn yfir allar aógerðir í valmynd • hægt er að greiða alla reikninga í einni aðgerð. Þú getur tengst Einkabankanum með disklingi í PC eða Macintosh einkatölvu hvar sem er og fengið aðgang að margþættri þjónustu Landsbankans hvenær sem er sólarhringsins. EINK alltaf vel héima BANKI Hringdu eða komdu og fáðu upplýsingar um yfirburði Einkabankans. Einkabankinn er öflugasta leiðin til þess að vera vel heima L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Heímasída: http://www.centrum.is/lbank/ í fjármálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.