Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUKBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORÐININIGERIU MORÐIN á rithöfundinum Ken Sare-Wiwa og átta öðrum stjórnarandstæðingum í Nígeríu í síðustu viku hafa vakið reiði og hrylling um allan heim. Her- stjórnin, sem drottnar i þessu fjölmennasta ríki Afr- íku, hefur misboðið réttlætinu, troðið á mannréttindum og látið álit umheimsins sem vind um eyrun þjóta með því að taka mennina, sem tilheyrð'u Ogoni-þjóðflokkn- um, af lífi eftir sýndarréttarhöld. Þrátt fyrir hörð viðbrögð um allan heim, sýnir þetta mál þó í raun hvað alþjóðakerfið ræður yfir fáum tækjum til að refsa með árangursríkum hætti þeim ríkisstjórnum, sem brjóta gróflega alþjóðleg lög og sáttmála. Reynslan sýnir að alþjóðlegar refsiaðgerðir bera yfirleitt ekki tilætlaðan árangur. Valdhafarnir, sem sökina eiga, sitja sem fastast, en refsingin kemur niður á saklausum almenningi. Þannig er vafamál að bann á sölu skreiðar frá íslandi til Nígeríu myndi koma valdhöfunum, sem lifa í allsnægtum, illa. Það er hins vegar varla vafi á að það væri ekki hagur nígerísks almennings að hætta innflutningi lífsnauðsynja á borð við íslenzkan fisk. Vesturlönd og önnur þau ríki, sem hafa lagzt gegn mannréttindabrotum og einræði í Nígeríu, eiga þann kost helztan að beita herstjórnina í Abuja siðferðilegum þrýstingi á alþjóðavettvangi, að styðja við bakið á andófsmönnum í landinu og að halda áfram að reyna að efla virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum í Níg- eríu og í þriðja heiminum almennt. Hluti vanda Nígeríu er að hún er, eins og mörg önnur Afríkulönd, margklofin í hundruð þjóðflokka. Átök milli múslima í norðurhluta landsins og kristinna manna í suðurhlutanum hafa jafnframt sett svip á sögu landsins. Það er því erfitt að viðhalda einingu og stöðugleika í þessu fjölmenna ríki. Þjóðernisdeilur í Nígeríu hafa oft vakið athygli umheimsins, til dæmis í Biafrastríðinu, er Ibo-þjóðin í Suðaustur-Nígeríu lýsti yfir stofnun eigin ríkis og háði blóðugt sjálfstæðis- stríð, sem endaði með sigri norðanmanna. Andóf Ogoni-manna gegn herstjórninni, sem einkum er skipuð mönnum af Hausa-þjóðinni, er öðrum þræði þjóðernislegt, en jafnframt hafa þeir barizt gegn um- hverfisspjöllum, sem þeir segja alþjóðleg olíufyrirtæki vinna á landi sínu. Þetta setur ástandið í Nígeríu að sumu leyti í nýtt ljós. Athygli umheimsins hlýtur af þeim sökum að beinast að samskiptum hinna vestrænu olíufyrirtækja og herstjórnarinnar í landinu. Aðhald almenningsálitsins að fyrirtækjunum, sem um ræðir, getur verið áhrifaríkt, eins og dæmin sanna. TREGÐULÖGMÁL KVENNALISTANS UMRÆÐUR á landsfundi Kvennalistans, sem hald- inn var á Nesjavöllum um seinustu helgi, báru ekki vott um að kvennalistakonur eygðu leið út úr til- vistarkreppu flokks síns. Umræðurnar sýndu vissulega fram á að flokkskonur viðurkenna nú loks að flokkur þeirra eigi undir högg að sækja, enda sýndu úrslitin í seinustu þingkosningum ljóslega fram á það. Af þeim möguleikum, sem ræddir voru, völdu kvennalistakonur hins vegar þann kost að halda áfram á sömu braut og áður og halda áfram að tala um vandamálin í stað þess að taka af skarið um breytingar, til dæmis samstarf við aðra flokka. Tregðulögmálið í Kvennalistanum virðist þannig vera orðið sterkt, líkt og í gömlu flokkunum sem kvennalistakonur hafa gagnrýnt. Ottinn við breytingar ræður, þótt ljóst sé að gömlu aðferðirnar skili ekki árangri lengur. ■ Úrelt og stöðnuð viðhorf í þjóðfélaginu eru, eins og Kvennalistinn hefur margoft bent á, það sem einna helzt stendur kvennabaráttu fyrir þrifum. Nú virðist hins vegar svo komið að kreddufesta og fastheldni við gamalt form innan kvennahreyfingarinnar sjálfrar geti farið að hamla gegn árangri hennar. Áningarstaður fjallgöngumanna Morgunblaðið/Garðar Siggeirsson ÞORPIÐ Gokyo er innst í Gokyo-dal í Nep- matar og hlífðarklæða í um 5000 m hæð yfir hægri sýnir Gokyo-þorp klukkan sex að al. Á þessum slóðum í Himalaja-fjöllum eru sjávarmáli eftir snjóflóð um helgina. Áköf morgni. Gokyo er dæmigerður áningarstaður nú um 500 ferðalangar strandaglópar og leit fer nú fram að nokkur hundruð manns, fjallgöngumanna í Nepal. Ymist er gist í tjöld- þurfa að berjast gegnum þykka skafla án sem er saknað á hættusvæðunum. Myndin til um eða skálum eins og sjást á myndinni. Tiigir niamia farastí snjóflóðum íNepal Mannskæð flóð féllu á örlítið þorp undir brött- um fjallshlíðum Himalajafjalla í Nepal um ___ * helgina. Fjórír Islendingar voru í leiðangri, sem fór um þessar slóðir í október, og var þá ekki minnst á að hætta væri á skriðum. NATTURUHAMFARIR I NEPAL Talið er að rúmlega 4o manns hafi farist í náttúru- hamförum í Nepal um helgina. Á laugardag féll snjóflóð á þorp skammt frá Everast-tindi og á sunnudag féllu skriður á gististaði göngumanna í héruðunum Manang og Panchather. K í N A Talið er að 25 manns hafi beðið bana í snjóflóði á búðir í Pangka, nálægt Everest REUTER Kathmandu. Reuter. Norskur snjóflóðafræðingur undraðist andvaraleysi Islendinga gagnvart snjóflóðahættu árið 1984 Taldi mun meiri líkur á mannskaða hér en í Noregi Magnús Jónsson veðurstofustjóri gagnrýnir forsendur hættumats Morgunblaðið/Þorkell SNJÓFLÓÐIÐ féll að kirkjunni á Flateyri. TALIÐ er víst að 42 hafi beðið bana í snjóflóðum í Nepal. aðfaranótt laugar- dags og þeir gætu verið fleiri. Björgunarstarfið gekk illa í gær vegna slæms veðurs og skyggnis. Á meðal fórnarlambanna voru 17 erlendir fjallgöngumenn, þar af þrettán Japanar sem fórust í búðum nálægt Everest, hæsta b'allstindi heims. Talið er að um 500 erlendir fjallgöngumenn hafi verið á svæðinu og ekki var vitað hversu margir þeirra urðu fyrir snjóflóðum eða lentu í þrengingum vegna kulda og fannfergis. Þyrla og lítil flugvél komust í gær til Gokyo-dals, afskekkts svæðis nálægt Everest þar sem 26 fjall- göngumenn, þar af þrettán Japan- ar, urðu fyrir snjóflóði þegar þeir sváfu í búðum í þorpinu Pangka í mynni dalsins. Sautján til viðbótar - þar af fjórir Vesturlandabúar, tveir Kanadamenn, írsk kona og Þjóðverji - hurfu þegar snjóflóð féllu á hús á öðrum svæðum. Að sögn lögreglunnar í Nepal eru aðstæður mjög erfiðar og matar- skortur blasir við fjölda ijallgöngu- manna, sem týnt hafa fötum og farangri í snjóflóðunum. Fjórir íslendingar voru í leið- angri, sem fór um þessar sömu slóð- ir fyrir mánuði, og sagði einn leið- angursmanna, Garðar) Siggeirsson, verslunarstjóri í Herragarðinum, að sér hefði verið brugðið þegar hann frétti af flóðinu. „Það var ekkert talað um að þarna væri hætta á skriðum og maður fékk ekki á tilfínninguna að þarna væri skriðuhætta,“ sagði Garðar. „Staðhættir minntu hins vegar um margt á aðstæður á Vest- fjörðum, nema hvað allt er miklu hrikalegra. Þarna eru pínulítil þorp undir snarbröttum fjallshlíðum. Maður hugsaði ekki út í það þá, en vitaskuld bregður manni að heyra að snjóflóð hafi orðið á þessum slóð- um.“ Að sögn Garðars búa aðeins milli 20 og 40 manns í þorpunum á snjó- flóðasvæðinu. Bjargað eftir sólarhring Hætta varð björgunarstarfinu um tíma á sunnudag vegna veðurs. Nepölsk stjórnvöld sögðu í gær að 237 manns hefðu verið fluttir af hættusvæðunum, þar af 111 útlend- ingar. 21 lík hafði fundist I gær. Sautján ára nepalskur piltur, sem var með japönsku fjallgöngumönn- unum, fannst á sunnudag eftir að hafa legið í snjónum í sólarhring. Hann varð fyrir kali en var ekki í lífshættu. Japanarnir og þrettán nepalskir leiðsögu- og burðarmenn voru í skála í Pangka, um 275 km norð- austur af Kathmandu, þegar þeir urðu fyrir snjóflóði klukkan eitt aðfaranótt laugardags að staðar- tíma. Þeir voru á leið til Gokyo- dals, sem er vinsæll áfangastaður fjallgöngumanna, um 18 km suð- vestur af Everest. 65.000 útlendingar á ári Talið er að snjóflóðin á laugardag séu þau mestu sem fallið hafa á fjallgöngumenn í Nepal. Áætlað er að 65.000 erlendir fjallgöngumenn fari til Nepal á ári hverju og nóvem- ber er yfirleitt vinsælasti mánuður- inn. Fellibylur í Bengalflóa olli óvenjumikilli snjókomu á þessum slóðum í vikunni sem leið. Árið 1972 féll mannskæðasta snjóðflóð, sem áður var vitað um. Þá létu 14 fjallgöngumenn lífíð á Manaslu-íjalli, áttunda hæsta tindi heims. Garðar Siggeirsson fór ásamt Birgi Rafni' Jónssyni og hjónunum Kristínu Guðmundsdóttur og Will- iam ÞóV Dadison í leiðangur að Gokyo-tindi, sem gnæfir yfir sam- nefndan dal, 3. til 25. október. Auk þess voru með í för Finnar, Skotar, Englendingar og nepalskir burðar- menn. Garðar sagði að mikil hitasveifla hefði verið á hverjum degi. Á nótt- unni hefði verið 12 til 15 gráðu frost, en 15 til 20 stiga hita á dag- inn. Þorpið Pangka, sem er án- ingarstaður fyrir ferðalanga á leið upp Gokyo-dal, er í um 4.500 m hæð. Þegar komið er til þorpsins Gokyo við rætur samnefnds fjalls hafa 700 m bæst við og loftið orð- ið æði þunnt. „Hér er falleg fjallasýn og bratt- ar hlíðar,“ skrifaði Garðar í ferða- bók sína. „Manni verður erfitt um andardrátt og loftið er þungt. Við vöknuðum um klukkan fimm og það var erfitt að klæða sig í,. fötin köld og skór frosnir.“ Ferðalangarnir sváfu í tjöldum í ferðinni og urðu að klæðast ullar- peysu, húfu og vettlingum til að halda á sér hita í svefnpokunum. MAGNÚS Jónsson veður- stofustjóri segir að sam- kvæmt gildandi lögum og reglugerðum sé svo- kallað hættumat gagnvart snjóflóð- um unnið á forsendum sem séu fyrst og fremst pólitískar en ekki vísinda- legar. Forsendurnar séu ákveðnar í lögum og reglugerð og gangi út frá því að stærstu hugsanlegu snjóflóð hafi þegar fallið og um þau séu til skráðar heimildir, fremur en að meta líkindi á aftakaflóðum. Þar með séu stjórnmálamenn að hafa áhrif á for- sendur matsins en ekki að meta áhættu að loknum vísindalegum rannsóknum. I innanhússskýrslu norsku jarðeðl- isfræðistofnunarinnar um vinnu- heimsókn norsks snjóflóðafræðings til Vestfjarða og Snæfellsness árið 1984 — áður en nokkrar reglur voru settar um snjóflóðavarnir hér á landi — segir að 10 sinnum meiri hætta sé á að fólk lendi í snjóflóðum á ís- landi en í Noregi. Mikil uppbygging eigi sér stað á hættusvæðum án þess að séð verði að skeytt sé um hugsan- legar afleiðingar, sem sérfræðingur- inn taldi fyrir 11 árum að gætu orð- ið alvarlegar. í framhaldi af mannfalli í flóðun- um á Patreksfirði heimsótti norski sérfræðingurinn Erik Hestnes ísland sumarið 1984 til að kynna sér snjó- flóðahættu hér á landi. Hann ferðað- ist um Vestfirði og Snæfellsnes í eina viku, ræddi við starfsmenn Veð- urstofu og Vegagerðar og fleiri, þar á meðal staðkunnuga menn á Flat- eyri, Isafirði, Hnífsdal, Bolungarvík, Patreksfirði og Olafsvík. Heim kominn ritaði hann stutta samantekt um ferð sína, sem að sögn Magnúsar Jónssonar veðurstofu- stjóra, virðist fyrst og fremst hafa verið hugsuð sem innanhússplagg á norsku jarðeðlisfræðistofnuninni, Norges geotekniske institutt. Skýrsluhöfundurinn ítrekaði við veð- urstofustjóra í gær að um innan- hússplagg væri að ræða; í raun sam- antekt og lýsing á ástandi sem ekki væri ætluð til opinberrar birtingar. Magnús segir að til- gangur þessarar náms- ferðar virðist fyrst og fremst hafa verið að afla upplýsinga til fróðleiks fyrir norsku stofnunina en alrangt sé að leggja þann skilning í skýrsluna að í henni birtist hættumat sérfræðings á snjóflóða- hættu á Flateyri eða öðrum byggðar- lögum hér á landi. Magnús segir að höfundur hafi sent skýrsluna til Veðurstofu íslands árið 1985. Þar hafi hún verið geymd sem vinnuplagg og. verið á fárra vit- orði. Hún hafi komið fram í dagsljós- ið nýlega og sjálfur hafi hann fyrst séð hana fyrir um 2 vikum. Það hefði engu breytt um snjóflóðavarnir á íslandi þótt þessi skýrsla hefði komið fyrr fram enda hafi verið unnið að þeim málum með ýmsum hætti síðan hún var rituð og m.a. sett lög og reglugerðir. Undrun á uppbyggingu „Niðurstaða höfundarins er í raun fyrst og fremst undrun á því að hér á landi hafi menn byggt á svæðum sem hann taldi augljós snjóflóða- hættusvæði og að hér væri engin löggjöf til um þessi mál,“ segir Magn- ús. Magnús segir ástæðu þess að skýrslan hafi komið fram nú vera þá að undanfarið hafi því verið hald- ið fram opinberlega hér á landi við umræður um hin mannskæðu snjó- flóð hér á landi að vísindaleg þekking hafi bnjgðist við gerð hættumats. „Það má segja að forsendur hins svokallaða hættumats hafi brugðist en þær hafa ekkert með náttúruvís- indi að gera,“ segir Magnús. „Veður-. fræðingar hafa frá upphafi bent á að þær forsendur sem gerð hættumats hefur byggst á mundu ekki standast," segir hann. „Það að gera ráð fyrir því að þau snjóflóð sem heimildir eru um að hafi fallið séu jafnframt stærstu snjóflóð sem fallið hafa og muni falla er svip- að og ef maður gerði ráð fyrir því að þar sem maður hefði mælt veður í 10-20 ár þá væri maður búinn að upplifa öll verstu veður sem hugsan- lega gætu komið. Það gefur augaleið að það er til betri leið til að meta hættuna en þessi leið, sem þó er gengið út frá í reglugerð hér.“ Víða erlendis eru metnar líkurnar á því að á ákveðnum stað geti snjó- flóð geti fallið svo og svo langt. Inn á kort draga menn síðan línur þar sem afmarkað er það svæði sem hætta er á að flóð falli yfir á 50 ára fresti og enn stærra svæði þar sem hætta er á flóði á 100 ára fresti, 333 ára fresti og loks á 1000 ára fresti. Stjórnvalda að meta áhættu Að því loknu er það hlutverk stjórnvalda að taka pólitíska ákvörð- un um það hvað menn ætla að leyfa sér mikla áhættu. Ef snjóflóð er talið geta fallið á 1000 ára fresti yfir ákveðið svæði í Noregi er ekki heim- ilt að byggja þar nema gera sérstaka úttekt á staðnum. Það er þessi lík- indalega áhætta sem Norðmenn og fleiri þjóðir leggja til grundvallar en ekki sögulegar staðreyndir eða túlk- anir. Við mat á snjóflóðahættu hér er ekki tekið tillit til þess að á ákveðnu árabili komi svokölluð aftakaflóð. Við vitum að hér koma aftakaveður á 50 ára fresti, enn öflugri veður geta komið á t.d. 100 eða jafn- vel 1000 ára fresti. Það er þessi tölfræðilega nálg- un sem ekki er inni í þeim aðferðum sem menn eru að reyna að nota núna hérlendis. Þ.e.a.s menn eru ekki að reyna að leggja mat á það hversu líklegt það er að þau snjóflóð sem þegar hafa fallið séu mikil af- takaflóð sem vænta megi á 50, 100, 333 eða 1000 ára fresti eða hvort þetta séu jafnvel flóð sem vænta megi á 10 eða 20 ára fresti. Auðvitað getur verið að menn hafi upplýsingar um einstaka flóð sem hafi verið aftakaflóð, jafnvel 1000 ára flóð, en almennt séð er það ekki.“ Magnús Jónsson segir að veður- fræðingar hafi gert athugasemdir við þá leið sem farin var í reglugerð hérlendis að miða við hámarksút- rennsli út frá þekktum snjóflóðum undanfarin 50 ár. „Við bentum á að það væri engin trygging fyrir að snjóflóð gæti ekki runnið lengra en við hefðum skrán- ingu um. Skráning er mjög breytileg og sums staðar mjög ófullkomin. Það hefur verið byggt mikið undanfarin ár á svæðum sem ekki voru byggð áður og menn hafa ekki verið að skrá nákvæmlega snjóflóð sem féllu á áður óbyggð svæði. Þar af leiðandi verður að taka alla snjóflóðasöguna með fyrirvara.“ -Hvaða forsendur geta verið fyrir því að hafna því að nálgast líkinda- lega áhættu og velja í staðinn „sagn- fræðilegu leiðina"? „Það er alveg ljóst að með því að velja „sagnfræðilegu leiðina", miða. við þekkt flóð, verður snjóflóða- hættusvæðið minna, í flestum tilfell- um að minnsta kosti. Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að ef menn hefðu valið hina leiðina, reiknað út líkindi á aftakaflóði og ætlað að kynna slíkar niðurstöður á sínum tíma þá er ég ekki í vafa um að menn hefðu neitað að taka mark á því, miðað við það hvernig afstaða manna til þessara mála hefur verið.“ Uppbygging síðustu ára „Þetta kom m.a. glöggt fram opin- berlega í kjölfar Súðavíkurslyssins að menn hefðu neitað að taka mark á slíku. Menn hefðu neitað að trúa því að snjóflóð gæti fallið eins langt og líkindaaðferðin hefði sýnt að gæti gerst á 100-200 ára fresti. Hvaða vísbendingar voru um það? „Fyrst og fremst þær að gildandi hættumat olli víða gífurlegum hags- munaárekstrum og margir börðust með kjafti og klóm gegn því að það yrði samþykkt og töldu að það væri hreinasta fásinna. Landið lá einfaldlega þannig á þessum tíma (1989) að menn voru ekki reiðubúnir að stíga stærra skref en stigið var; að miða við þekkt snjó- flóð. Við megum ekki gleyma því að uppbygg- ing í þessum þorpum hef- ur víða átt sér fyrst og fremst stað síðustu 30-40 ár og tekur ekki síst kipp eftir 1970. Þá fara menn að byggja lengra upp í hlíðarnar og þar með eru menn að auka hættuna þar sem einhver hætta er á annað borð. Að því er virðist var þeirri hættu lítill gaumur gefinn fyrr en eftir Patreksfjarðarslysið árið 1983. Þá fyrst komst undirbúningur lagasetn- ingar á skrið. Það fór einhver um- ræða fram eftir Neskaupsstaðarslys- ið 1974 en hún datt að að verulegu leyti niður þar til eftir Patreksfjarð- arslysið," sagði Magnús Jónsson. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra um norskt mat á snjóflóðahættu ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segist telja eðlilegt að almannavarnaráð fjalli um og láti álit sitt í Ijósi á skýrslu norskra vísinda- manna um snjóflóðahættu í nokkrum byggðar- lögum hér á landi en skýrslan var unnin fyrir tíu árum og hefur ekki verið gerð opinber. Kristján Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, kvaðst aldrei hafa séð eða heyrt um skýrslu norsku vísindamannanna. Hann sagðist reikna með að óska eftir að fá að sjá þessa skýrslu. „Það var unnið hættumat fyrir okkur árið 1989 og það var endurunnið í haust en þessi skýrsla kom aldrei fram. Eg hef aldrei séð hana og frétti ekki af henni fyrr en í gær (sunnudag),“ sagði Kristján. Kristján segist vísa því á bug að pólitík en Almanna- varnaráð ræði málið ekki vísindi búi að baki þegar hættumat er unn- ið fýrir einstök sveitarfélög, aðspurður um um- mæli Magnúsar Jónssonar veðurstofustjóra að að grundvöllur hættumats á einstökum stöðum væri pólitískur fremur en vísindalegur. „Hættumat er unnið af sérfræðingum. Við höfum ekkert haft um það að segja og þetta hefur verið unnið samkvæmt frásögnum manna fyrr á árum og einhverri tækni sem menn hafa not- að. Það eru engar pólitískar ákvarðanir, það er misskilningur í Magnúsi,“ sagði Kristján. Aðspurður hvort nauðsynlegt væri að endur- meta forsendur hættumats vegna ummæla Magnúsar sagði Þorsteinn Pálsson: „Reynslan hefur alla vega sýnt að hættumat, sem stuðst hefur verið við lengst af, hefur ekki staðist. Reynsla manna á þessu ári er ólygnust í því efni að það þarf að fara í gegnum þá hluti alla á nýjan leik,“ sagði hann. Líkindaleg áhætta yfir- leitt lögð til grundvallar Byggt lengra upp í hlíðarn- ar síðustu áratugina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.