Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 29 MENIMTUN Evrópskt tilraunaverkefni um gæðamat á háskólamenntun Vel staðið að kennslu en launa- kerfi neikvætt NIÐURSTÖÐUR á úttekt á kennslu í bókasafns- og upplýs- ingafræði við Háskóla Islands og byggingatæknifræði við Tækni- skóla íslands voru kynntar á blaða- mannafundi í menntamálaráðu- neytinu í gær. Kom þar meðal annars fram að vel væri staðið að kennslu í báðum greinum, góð al- þjóðleg tengsl væru í bókasafns- og upplýsingafræðinni og að hag- nýt verkefni í byggingatæknifræði tengdust atvinnulífi á jákvæðan hátt. Meðal þess sem þótti nei- kvætt var að launakerfi háskóla- manna gæti haft slæm áhrif á námið að því leyti að kennarar fá sérstaklega greitt fyrir ákveðna tegund kennslu umfram aðra. Úttektin var hluti af evrópsku tilraunaverk- efni um mat á gæðum háskólamenntunar. Verkefnið var skipulagt af Evrópusambandinu og stjórnað af stýrihóp á vegum þess. Gaf hópur- inn út leiðbeiningar og fýlgdist með framkvæmd matsins. Fóru sams konar úttektir fram í 46 háskóla- stofnunum í Evrópusambandslönd- unum auk Noregs og Islands. Þörf er fyrir gæðamat Að sögn Arnórs Guðmundssonar deildarsérfræðings í menntamála- ráðuneytinu og ritara íslensku nefndarinnar var markmiðið með verkefninu að vekja athygli á þörf- inni fyrir gæðamat á háskólamennt- un. Að efla samevrópska þætti í gæðamati, að styrkja þau gæða- matskerfi sem fyrir hendu eru í Evrópu og síðast en ekki síst að stuðla að gagnkvæmri viðurkenn- ingu prófa og námstíma milli Evr- ópulanda. „Það er mjög mikilvægt að auka flæði nemenda milli landa með Sókrates- og Erasmus-áætlun, þannig að menn geti tekið námsein- ingar í öðrum löndum sem hluta af námi í eigin landi.“ Framkvæmdin gekk vel fyrir sig og þeir sem tóku þátt í verkefninu voru í meginatriðum ánægðir með skipulagið og þær aðferðir sem beitt var. Þó kom fram gagnrýni á að matið beindist fyrst og fremst að kennslu og námi í viðkomandi grein, en einungis var fjallað um rannsóknir og stjórnun að því leyti að þau tengdust kennslunni beint. Með reglu- bundnu gæða- mati er hægt að fylgja út- tektum eftir „Vel þótti staðið að kennslu í báðum greinum. í bókasafnsfræði var bent á að kennarar væru vel hæfír og hrósað var hversu áhugasamir nem- endur væru og hversu samhentur hópurinn væri. í byggingatækni- fræði þótti námið meðal annars hagnýtt og í góðum tengslum við atvinnulífíð," sagði Arnór. Hann sagði jafnframt að þegar neikvæðu hliðarnar hefðu verið teknar fyrir hefði niðurstaðan verið furðanlega samdóma í báðum grein- um. „Talað var um skort á virku gæðaeftirliti og að skorti á að markmiðin væru endumýjuð reglu- lega. Þá var rætt um að ákveðnir brestir væru í stjórnun, þ.e. skortur á starfsfólki þannig að oft lendir slíkt á kenriurum. Betra væri að þeir sinntu kennslu eins og þeir eru ráðnir til. Eins var minnt á að launakerfíð hefði slæm áhrif á námið. Til dæmis er kennurum í há- skólanum greitt betur fyr- ir fyrirlestra en verkefna- og um- ræðutíma þannig að það getur kom- ið í veg fyrir að þeir nýti sér tölvu- tækni og slíkt í verkefnatímum. Svipuð gagnrýni kom fram á launa- kerfí í byggingatæknifræðinni." Vilja erlenda sérfræðinga íslenska nefndin telur skipta máli að erlendir sérfræðingar taki þátt í úttektum hér á landi, þar sem háskólamenntun sé alþjóðleg. Vandamálið sé hins vegar að erfítt er að fínna fólk erlendis sem skilur íslensku. Þá var bent á að markmið með úttektum af þessu tagi sé ekki að refsa skólum eða gefa þeim gæðastimpil heldur að benda þeim á hvað betur megi fara, hvað sé vel gert og á hvað beri að leggja áherslu í framtíðinni. „Með reglu- bundnu gæðamati er hægt að fylgja úttektum eftir og sjá hvernig til hefur tekist með umbætur,“ sagði Arnór. Af hálfu menntamálaráðuneytis- ins munu niðurstöður úr þessu verk- efni verða nýttar til stefnumótunar um mat á háskólamenntun hér á landi. Ennfremur standa fyrir dyr- um úttektir á viðskipta- og rekstr- arfræðum við Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri, Tækniskóla Islands og Samvinnuháskólann á Bifröst. Fólk Forseti al- heimssamtaka jarðhitavísinda- manna ► INGVAR Birgir Friðleifsson forstöðumaður Jarðhitaskóla Há- skóla Sameinuðu þjóðanna, hefur verið kjörinn for- seti alheimssam- taka jarðhitavís- indamanna, IGA (International Geothermal Association), sem stofnuð voru 1989. Markmið samtakanna er að efla rannsókn- ir og þróun á sviði jarðhita og skapa sameiginlegan vettvang fyrir jarðhitamenn um allan heim. Ingvar hefur undanfarin ár setið í stjórn samtakanna og m.a. stýrt Evrópu- deild þeirra. Ingvar fæddist 1. ágúst 1946 í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MR árið 1966, B.Sc.-prófi í jarð- fræði frá St. Andrews-háskóla í Skotlandi 1970, doktorsprófi frá Oxford-háskóla í Englandi 1973. Ingvar var forstöðumaður Jarð- hitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna árin 1979-86 ogfrá 1988. Þá var hann aðstoðarbanka- stjóri og yfirmaður verkefnamats hjá Norræna fjárfestingarbank- anum í Finnlandi 1986-88. Auk þess hefur hann verið stundakenn- ari við HÍ og gistivísindamaður hjá Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna í Kaliforníu. Hann hefur einnig starfað í fjölmörgum nefndum um jarðhita- og þróunarmál. í haust hlaut Ingvar Buoutros Ghali-verð- launin, sem veitt eru vísindamönn- um sem með starfi sínu hafa haft alþjóðlega forystu um stuðning við hin ýmsu markmið Sameinuðu þjóð- anna. Ingvar er kvæntur Þórdísi Árnadóttur skrifstofustjóra og eigaþauþijárdætur. AÐSENDAR GREINAR GUÐBJÖRG Fjóla í tækjunum. Eldra fólk getur bætt líðan sína með ýmsu móti ÞEGAR ég þurfti, að ráði heimilislæknis míns, að fara til sjúkraþjálfara og lenti hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, varð mér starsýnt á konu á mín- um aldri sem fór rólega og yfirvegað í tækin, hvert af öðru. Hún var alltaf komin á undan mér og þegar ég fór, eftir um það bil klukkutíma, var hún enn að. Forvitni mín var vakin. Þetta hafði ör- vandi áhrif á mig sem leit geispandi á klukk- una eftir korters törn í tækjunum og ég áræddi að spyija hana hvað það væri sem fengi hana til þess að vera svona iðin við þjálfunina. „Ja, mér líður svo miklu betur og ég finn þolið aukast mikið, svo hef ég lést um 5 kíló,“ sagði hún bros- andi. Sjúkraþjálfun hjálpar mörgum til sjálfs- bjargar. Gyða Jóhannsdóttir fjallar hér um dæmi slíks. Guðbjörg Fjóla Þorkelsdóttir, sem er sjötug að aldri, var búin að vera slæm í baki í mörg ár, og hélt sér uppi á verkjatöflum. Lækn- ar sögðu þetta vera beinþynningu og þegar að því kom að hryggjarlið- inir féllu saman fékk hún stíf- krampa og komst ekki fram úr rúm- inu án hjálpar. Hún varð máttlaus í höndum, átti erfitt með að liggja og leið miklar þjáningar. Guðbjörg Fjóla stundaði í fyrstu æfíngar hjá lömuðum og fötluðum og fór síðan í sjúkraþjálfun hjá Gauta Grétarssyni. Nú fer hún í tækin og stundar æfíngar þrisvar { viku, samkvæmt fyrirmælum sjúkraþjálfarans og hefur nú verið samfleytt í fjóra og hálfan mánuð í þjálfun. Hún hefur uppskorið árangur erfíðis síns og getur nú unnið létt hússtörf og hjálpað sér mikið sjálf. Þjáist þú af vöðvabólgu, verkjum í liðum eða baki? Margir sem fara í sjúkraþjálfun og þá sérstaklega eldra fólk hættir eftir nokkur skipti. Því fínnst erfitt ’þegar sjúkraþjálfarinn fer að teygja það og toga og heldur að það sé stórhættulegt að reyna svona mikið á sig. En hvað segir Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari um það? „Þær breyt- ingar sem gerast í líkamanum við hækkaðan aldur eru fjölmargar. Margar þeirra má rekja til hreyfíng- arleysis. Teygjanleiki vefja minnk- ar, það er skertur lið- leiki, minnkað úthald, minnkaður kraftur vöðva og aukin hætta á sjúkdómum í stoð- kerfi og hjarta. Slysa- hætta verður meiri vegna minnkaðs jafn- vægis sem eykur hætt- una á að detta og brotna. Með þjálfun og end- urhæfíngu er reynt að hægja á venjulegum aldursbreytíngum og jafnvel að þjálfa lík- amann þannig að hann þoli mikið álag og ein- staklingurinn verði hæfari til að gera þá hluti sem hann langar til að gera. Rannsóknir sýna að einstaklingur, sem er 30 ára, og einstaklingur, sem er 70 ára, ná sömu framförum við sömu þjálfun, sem sýnir að það er aldrei of seint að heíja þjálfun. Þjálfun sem hentar eldra fólki er hvers konar ganga, æfíngar í tækjum, létt leikfimi, sjúkraþjálfun, sund og íþróttir eins og golf, svo að nokkuð sé nefnt. Til að auka þol þarf að stunda þjálfun í að minnsta kosti 20 mínút- ur þrisvar sinnum í viku. Ekki er nauðsynlegt að hafa álagið mikið, betra að hafa minna álag og aðeins lengur í staðinn. Sjúkraþjálfun hentar þeim sem hafa einhveija kvilla frá stoðkerfi eða aðra sjúkdóma. Þá er byggt upp á kerfisbundinn hátt og tekið tillit til þeirra sjúkdómseinkenna sem hijá viðkomandi.“ Eldra fólk í neysluþjóðfélagi nútímans Það þarf hörku til þess að rífa sig upp úr hlýju rúmi snemma á köldum vetrarmorgni og drífa sig út þegar ekkert sérstakt rekur á eftir manni. Þeim fjölgar sem fara til Spánar, liggja í sólinni og fá á sig brúnku, en ekki bætir það gigtina. Ymsir kvillar gera vart við sig þegar fólk hættir að stunda vinnu utan heimilis. Þá er um að gera að drífa sig út og anda að sér ferska loftinu sem útlendingar öfunda okk- ur svo mikið af. Sjúkraþjálfun er niðurgreidd af ríkinu og á síðastl- iðnu ári fóru 423 milljónir króna til þess málaflokks. En sjúkraþjálfun kemur því að- eins að gagni að maður vilji leggja á sig erfiðið sem henni fylgir. „Það er vont, það er vont, en það venst, en það venst,“ syngur kokkurinn á Búðum. Þeir sem hafa vanið sig á að stunda sund og göngur hvernig sem viðrar, eða iðka einhveija líkams- þjálfun, segja að það skapi vellíðan sem þeir vilji ekki án vera. Höfundur er formaður Samstarfs- nefndar félaga aldraðra í Reyhjavík. Gyða Jóhannsdóttir Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 567-1800 ^ Löggild bflasala MMC L-300 Minibus '88, grásans., 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. Renault Clio RN 5 dyra '92, rauður, 5 g., ek. 60 þ. km. V. 600 þús. Sk. ód. Chevrolet Blazer S-10 '86, svartur, 6 cyl., sjálfsk., vél nýuppt., álfelgur o.fl. Óvenju gott eintak. V. 850 þús. Toyota 4Runner V-6 '90, svartur, sjálfsk., ek. 92 þ. km. V. 1.900 þús. MMC Colt GTi 16 v. '89, hvítur, 5 g., uppt. vél (nótur fylgja), álfelgur, rafm. í rúðum V. 690 þús. Sk. ód. Hyundai Scoupe LS Coupé '93, rauður, 5 g., ek. 48 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Renault 19 GTS '90, 5 g., 5 dyra, ek. 94 þ. km. V. 560 þús. Sk. á dýraci, allt að 600 þ. stgr. í milligjöf. Helst Renault eða sambærilegan bfl. Nissan Sunny 1.4 LX '94, ek. 20 þ. km., sjálfsk., 4ra ’dyra. V. 1.050 þús. Sk. ód. Porsche 928 S-4 '88, blár, 8 cyl., m/öllu, ek. 100 þ. km., leðurinnr. o.fl. Hyundai Pony LS '94, 5 g., ek. 45 þ. km. V. 780 þús. Toyota Corolla Sedan '90, Ijósblár, 4 g., ek. 100 þ. km. Gott eintak. V. 570 þús. Toyota Hilux Double Cap diesil '90, blár, 5 g., ek. 97 þ. km. V. 1.450 þús. Toyota Landcruiser VX langur '93, vín- rauður, sjálfsk., ek. 38 þ. km., 38“ dekk, læstur aftan og framan o.fl. V. 4.800 þús. Daihatsu Feroza EL lli '91, 5 g., ek. 51 þ. km Toppeintak. V. 1.050 þús. Grand Cherokee Limited (8 cyl.) '94, sjálfsk., leðurinnr. o.fl., ek. 14 þ. km. V. 4.150 þús. V. 2.790 þús. Nissan Pathfinder EX V-6 (3.9L) '92, 5 dyra, 5 g., ek. 54 þ. km. Fallegur bfll. V. 2.290 þús. Tilboðsverð á fjölda bifreiða. Góð lánakjör. Bflaskipti oft möguleg. MMC Lancer GLXi '91, 5 dyra, sjálfsk., ek. 56 þ. km., rafm. í öllu. V. 910 þús. Tilboðsv. 790 þús. Nissan Sunny SR Twin Cam '88, svartur, 5 g., góð vél (skiptivé!), sóllúga, rafm. í rúðum spoiler o.fl. V. 590 þús. Tilboðsv. 490 þús. Toyota Corolla DX '87, ek. 114 þ. km., gott eintak. V. 340 þús. Tilboðsv. 280 þús. MMC Colt GL '91, ek. 55 þ. km. Toppein- tak. V. 690 þús. Tilboðsv. 630 þús. MMC Pajero '83, uppgerður, 32“ dekk o.fl. V. 440 þús. Tilboðsv. 360 þús. Ford Escort '86, ek. 112 þ. km. V. 190 þús. Tilboðsv. 140 þús. MMC Lancer EXE '91, 5 dyra, sjálfsk., ek. 62 þ. km. V. 920 þús. Tilboðsv. 830 þús. Nissan Micra '87, uppt. vél. V. 270 þús. Tilboösv. 210 þús. Toyota Celica Supra 2,8i '84. V. 490 þús. Tilboðsv. 380 þús. Toppeintak. Chevrolet Monza 1,8 '87, ek. 88 þ. km. V. 250 þús. Tilboðsv. 160 þús. Daihatsu Coure '87, 5 dyra, ek. 105 þ. km. V. 190 þús. Tllboðsv. 130 þús. MMC Pajero V-6 (3000) '92, vínrauður, sjálfsk., ek. 113 þ. km. Einn með öllu. V. 2.690 þús. MMC Lancer GLXi Station '92, rafm. í rúðum, samlæsingar, dráttarkúla, ek. 80 þ . km. V. 1.080 þús. Grand Cherokee SE 93, grænsans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Til- boðsv. 2.890 þús. V.W. Vento GL '93, rauður, sjálfsk., ek. 47 þ. km. V. 1.250 þús. Honda Clvic DXi Sedan '94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.