Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Loks samið um fisk við Marokkó Brussel. Reuter. SAMNINGAR náðust loks um helg- ina milli Evrópusambandsins og Marokkó um nýjan fjögurra ára fiskveiðisamning. Samningamenn settu stafi sína á samninginn í Brussel í gær. Hundruð spænskra fiskibáta, sem hafa verið bundnir við bryggju frá í maí, geta því snú- ið aftur á marokkósk mið og um 40.000 manns, sem setið hafa iðju- lausir á Spáni og í Portúgal, fá vinnu að nýju. Fyrri samningur rann út í lok apríl og samkomulag um þann nýja náðist ekki fyrr en í sjöundu samningalotunni. ESB og Marokkó luku á laugar- dag gerð viðskipta- og samstarfs- samnings, sem Marokkó gerði að skilyrði fyrir að Ijúka fiskveiðisamn- ingunum. Síðasta ágreiningsefnið varðandi viðskipti var um tollameð- ferð sardína í dós. Málamiðlun fannst loks aðfaranótt laugardags og var gengið frá viðskiptasamn- ingnum á laugardagsmorgun. Hluta aflans landað í Marokkó Síðar um daginn gengu samn- ingamenn frá seinasta atriðinu í fiskveiðisamningnum, sem ágrein- ingur var um, lengd tímabundins veiðibanns á rækju til að hvíla stofn- inn. Samkvæmt samningnum mun kvóti ESB í lögsögu Marokkó minnka talsvert og skip ESB-ríkja eru skyldug að landa hluta af afla sínum í marokkóskum höfnum. Þrátt fyrir samdrátt kvóta hækkar gjaldið, sem ESB greiðir fyrir veiði- leyfin. 20-40% samdráttur í veiðum Framkvæmdastjórn ESB hefur ekki viljað gefa neitt út um einstök atriði samkomulagsins. Reuters- fréttastofan hefur eftir öðrum heimildum að veiðar á smokkfiski og kolkrabba muni dragast saman um 40%, rækjuveiðar um 30-34% og sardínuveiðar um 20%. Skip ESB eiga að landa sístækk- andi hluta af smokkfísk- og kol- krabbaaflanum í marokkóskum höfnum. Á síðasta samningsárinu munu þau landa þriðjungi aflans þar. Gjald ESB fyrir veiðileyfin mun hækka úr 8,7 milljörðum króna á ári í 10,5 milljarða. Samkeppnisdeild framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins Herða róðurinn gegn samkeppnishömlum Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDA- STJÓRN Evrópusam- bandsins hefur á und- anfömum misserum hert róðurinn í baráttu sinni gegn hringa- myndun og öðrum samkeppnishömlum af háifu fyrirtækja og að- ildarríkja. Hinn nýi samkeppnisstjóri sam- bandsins, Belginn Kar- el van Miert, er talinn eiga stóran þátt í þess- ari þróun. Þess hafa að undan- förnu sézt merki að samkeppnisdeild fram- kvæmdastjórnarinnar (DG IV) taki æ harðari afstöðu gegn áformum um samruna fyrir- tækja. Jafnframt þykir fram- kvæmdastjórnin harðari í horn að taka þegar um er að ræða klár brot á samkeppnisreglum ESB og þykir van Miert ekki veigra sér við að takast á við alþjóðleg risafyrirtæki. Van Miert þorir Samkeppnisstjórinn hefur beitt sér fyrir hækkun sekta við hringa- myndun, svo sem samráði fyrir- tækja um verðlagningu eða magn vara, sem sett er á markaðinn. í fyrra réðist framkvæmdastjórnin að fyrirtækjahringum í þremur iðn- greinum; framleiðslu stálbita, pappa og sements. Sektir í málunum þrem- ur námu alls um 40 milljörðum ís- lenzkra króna. „Van Miert þorir greinilega að takast á við mjög flókin, stór og pólitísk rnál,“_segir stjórnarerindreki ESB-ríkis. „Ég held að menn hafi æ meiri trú á áhrifum hans sem samkeppnisstjóra." Framkvæmdastjórnin vinnur út frá þeirri sannfæringu sinni að fyrir- tæki, sem hafa ráðandi markaðs- stöðu, leggi meira á vöru sína og fjárfesti minna í rannsóknum og þróun en fyrirtæki, sem standa í harðvítugri samkeppni, en slíkt sé neikvætt jafnt fyrir neytendur og fyrir þróun efnahagslífsins. „Sterk samkeppnisstefna viðheld- ur drifkraftinum í evrópsku atvinnu- lífí og eykur jafnframt samkeppnishæfni evr- ópskra fyrirtækja á heimsmarkaði," segir Heinz Kröger hjá UNICE, Evrópusam- tökum atvinnurekenda. Samrunasamn- ingum breytt Frá árinu 1990 hafa fyrirtæki orðið að leita samþykkis fram- kvæmdastjórnarinnar fyrir samruna eða upp- kaupum, sé ársveita yfír ákveðnu marki. Á þessum tíma hefur framkvæmdastjórnin þó aðeins í fjórum tilfellum bannað samruna fyrirtækja. Þar af var um fjölmiðlafyrirtæki að ræða í þremur tilfellum. Sérfræðingar benda þó á að vald framkvæmdastjórnarinnar sé meira en þessar tölur segi til um, vegna þess að fjölda samrunasamninga hafí verið breytt vegna þess að framkvæmdastjórnin hafí krafizt þess. Dæmi um slíkt er þegar norski matvælarisinn Orkla og sænska fyrirtækið Volvo fengu ekki sam- þykki fyrir samruna fyrr en Volvo hafði selt Hansa-bruggverksmiðj- una í Noregi. Framkvæmdastjórnin tók svipaða afstöðu til samruna ABB og Daimler-Benz, þar sem Daimler varð að selja sporvagna- verksmiðjuna Kiepe Elektrik. Nú síðast hefur van Miert gefið í skyn að grænt ljós verði gefið á samruna umbúðafyrirtækjanna Carnaud Metalbox og Crown, Cork & Seal, eftir að fyrirtækin buðust til að selja fimm verksmiðjur til að koma til móts við áhyggjur fram- kvæmdastjórnarinnar af að þau næðu ráðandi stöðu í framleiðslu úðabrúsa. Þótt margir lofi stefnu van Mi- erts, er samkeppnisdeildin gagnrýnd fyrir ýmislegt, ekki sízt að leyfa áfram of mikla ríkisaðstoð við fyrir- tæki og atvinnugreinar og að taka sér of langan tíma til að rannsaka mál, en of miklu álagi er þar einkum kennt um. Van Miert ODeWALT TRÉSMÍÐflWÉlflR kvenna kr. 3.450 karla kr. 3.990 Silkisloppar frá kr. 3.450 Gjafavara í miklu úrvali. Hverfisgötu 37, simi 551-2050. Þrautreyndar uppþvottavélar sem hafa sannað glldi sitt á íslandi. FAGOR FAGOR LVE-95E Staögreitt kr. Stærö: 12 manna Hæð: 85 cm Breldd: 60cm Dýpt: 60 cm Einnlg: kællskápar eldunartækl og þvottavélar á elnstöku verðl Afborgunarverö kr. 51.500 - Wsa og Euro raögreíöslur RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 568 5868 Ef þú ert að leita að mottu eða stöku teppi, sem á að sameina mýkt, hlýleika, endingu og einangrun skaltu velja þéttofna Wílton mottu úr hreinni ull.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.