Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Þrengt að félagsmiðstöð Iþrótta- og tómstundaráðs í Glerárskólanum Kjallari við- byggingar ákjósanlegur KJALLARI undir stjórnunarálmu, sem nú er verið að byggja við Glerárskóla, þykir ákjósanlegur kost- ur fyrir félagsmiðstöð íþrótta- og tómstundaráðs í skólanum. Félagsmiðstöðin í Glerárskóla á nú undir högg að sækja vegna breytinga sem gera þarf á skólahús- næðinu vegna einsetningar í skólanum næsta haust. íþrótta- og tómstundaráð hefur lagt til við bæjar- stjórn að þegar verði hafist handa um að búa félags- miðstöð ráðsins framtíðaraðstöðu í kjallara nýju stjórnunarálmunnar og kjallara vesturálmu og aö framkvæmdir hefjist við það verk strax á næsta ári. Félagsmiðstöðin hefur nú til afnota eina stór kennslustofu í skólanum auk þess sem smærri kennslustofur hafa verið fengnar að láni þegar á hefur þurft að halda. Nú er ráðgert að þessi salur og aðliggjandi herbergi verði skipt upp í tvær kennslustofur og þarf því að finna félagsmiðstöð- inni annan samastað. Með viðbyggingunni sem nú er að rísa skapast góðir möguleikar fyrir miðstöð- ina í kjallara byggingarinnar sem auðvelt er að samnýta með skólanum án þess að valda truflun á skólastarfi. HÖRÐUR Guðmundsson, starfsmaður Hyrnu, við störf í kjallara stjórnunarálmunnar sem verið er að reisa við Glerárskóla en þar þykir ákjósanlegt að framtíðaraðstaða Félagsmiðstöðvar íþrótta- og tómstundaráðs verði. Þrjár ljóða- bækur gefnar út á Akureyri TVÆR ljóðabækur, annars vegar Misvæg orð, frumort ljóð eftir Braga Siguijónsson, og hins vegar Af erlendum tungum II, ljóðaþýð- ingar hans, komu út fyrir heígi. Bækurnar eru prentaðar í As- prenti/POB sem við sama tæki- færi gáf út ljóðabókina Ljóðgeislar eftir Kristjönu Emilíu Guðmunds- dóttur. Bragi Siguijónsson lést fyrir fáum dögum og var hann jarðsett- ur frá Akureyrarkirkju á föstudag. Hann hefði orðið 85 ára gamall síðastliðinn fimmtudag, 9. nóvem- ber, og stóð upphaflega til að gefa bækurnar út á afmæli skáldsins. Síglíma mannsins við mistök sín Eftir Braga liggur fjöldi bóka, ljóð, smásögur, frásagnir og safn- rit og þá hefur hann fengist við ljóðaþýðingar. Yrkisefni hans eru margþreytileg, hann yrkir um sí- glímu mannsins við mistök sín og tilvist eða ekki tilvist guðdómsins er honum áleitið yrkisefni eins og komist er að orði á bókarkápu. Náttúrulýsingar hans eru kunnar úr fyrri bókum hans og í þeirri síðustu yrkir hann um vorfögnuð, sumardýrð, haust- og vetrargrun. Að bókarlokum kveður skáldið upp úr með það, að hann dreymi ekki til annars sumars, sé engin von að mæta aftur því er honum hafi veist fegurst og dýrmætast á sumri því, er senn halli hurð að staf. Fyrri bók Braga með ljóðaþýð- ingum kom út 1990. Eins og í þeirri bók eru allar þýðingar af ensku og Norðurlandamálum. Þýdd eru ljóð m.a. eftir John Milt- on, Sir Walter Scott, A.C. Swin- burne, Laurence Binyon, John Masefield, Rolf Jocobsen, Olav H. Hauge, Ivar Orgiand, Harald Bergstedt, Tove Ditlevsen og Bo Carpelan. Bæði er um að ræða bundin og óbundin ljóð. Flestir höfundarnir eru af eldri og þekkt- ari kynslóð skálda í heimalöndum sí.num, sumir nýlátnir. Ljóðgeislar Ljóðgeislar er þriðja ljóðabók Kristjönu Emilíu Guðmundsdóttur. Bókin er prýdd myndum eftir Grím Marínó Steindórsson eins og síð- asta bók hennar sem kom út fyrir réttum tveimur árum. Kristjana er búsett í Kópavogi, þar sem hún starfar sem bókbindari og bóka- vörður í Bókasafni Kópavogs. Ljóðin eru ort á síðustu tveimur árum og notar hún jöfnum höndum .hefðbundið og óhefðbundið form. Hún yrkir einkum um það sem gerist í daglega lífinu. „Þetta er tómstundaiðja, en ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á ljóðum,“ sagði hún. Morgunblaðið/Kristj án BRÆÐURNIR Úlfar og Hrafn Bragasynir og Krisljana Emilía Guðmundsdóttir. Morgtjnblaðið/Kristján ADOLF Davíðsson fylgist með starfsmönnum Umhverfisdeildar, þeim Ingólfi Jóhannssyni og Birgi Eiríkssyni, en þeir unnu við að reisa fjallaþininn í garði hans við í gær. Reynt að bjarga fjallaþininum TILRAUN var gerð til að rétta við einn stæðilegasta og raunar nánast eina fjallaþininn á Akureyri í gær, en hann er í garðinum við Hlíðar- götu 10. Tréð, sem er 8,5 metrar á hæð, fauk um koll í óveðrinu sem gekk yfir landið í lok október. Garðyrkjumenn Umhverfisdeild- ar Akureyrarbæjar sáu um verkið sem var nokkuð umfangsmikið en Tryggvi Marinósson verkstjóri sagði að þar sem tréð væri nánast hið eina af þessari tegund í bænum hefði öllu verið kostað til við að rétta það við. Rætur þess slitnuðu alveg öðrum megin, en voru að hluta til í lagi hlémegin. Tréð var reist við með vörubílskrana og stag- að í steypta girðingu við götuna. Ekki kemur í ljós fyrr en seinni hluta vetrar hvort tréð lifír en það tekur þá um tvö ár að jafna sig að fullu. Adolf Davíðsson, 87 ára gam- all íbúi í Hlíðargötu 10, gróðursetti tréð í garðinum sínum í kringum 1955. „Það hefur alltaf verið fal- legt, vaxið og dafnað vel en fyrir um 30 árum fékk það einhveija pest og missti barrið. Þá þvoði ég það upp úr daufu sápuvatni og þá náði það sér á strik á ný og hefur verið mikið augnayndi síðan,“ sagði Adolf. Hann fór út óveðursnóttina þegar hann sá hvað verða vildi, en gat ekkert gert þar sem hann fauk sjálf- ur sífellt um koll. „Þegar ég vakn- aði daginn eftir og sá að tréð var fallið fannst mér eins og ég hefði misst góðan vin,“ sagði Adolf sem var að vonum glaður yfir hjálpsemi starfsmanna umhverfisdeildar. Sautján bílar rispaðir SAUTJÁN bílar, sem stóðu í miðbæ Akureyrar aðfaranótt sunnudags, voru rispaðir með hvössu eggjárni, sennilegast skrúfjárni, og er að sögn varð- stjóra lögreglunnar á Akureyri um mikið tjón að ræða. Bílarnir voru á bílastæðum á svæðinu frá Hafnarstræti og að Hólabraut en einn bílanna var við Skarðshlíð, en alls höfðu sautján bifreiðaeigendur til- kynnt um tjón á bílum sínum til lögreglunnar síðdegis í gær. Búið var að rispa suma bílana allan hringinn, en aðra minna. Greiniiegt er, að sögn varð- stjóra, að sömu aðilar hafa ver- ið að verki í ölium tilvikum og eru þeir sem telja sig geta gef- ið upplýsingar um málið beðnir að láta lögreglu á Akureyri vita. Stórtónleikar til styrktar Flateyringnm STÓRTÓNLEIKAR til styrktar söfnuninni Samhugur í verki verða haldnir í íþróttahöllinni á Akureyri næsta sunnudag, 19. nóvember, og hefjast þeir kl. 16.00. Dagskráin hefst með ávarpi sr. Péturs Þórarinssonar í Lauf- ási. Þá leikur Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands nokkur lög og fær hún til liðs við sig um 20 hljóðfæraleikara úr Reykja- vík auk þeirra 30-40 hljóð- færaleikara sem skipa hljóm- sveitina. Kór Tónlistarskólans á Akureyri syngur á tónleikunum og eftir hlé koma fram Tryggvi Húbner, Borgardætur, Tjarnar- kvartettinn, The Cigarettes, KK, Piltur og stúlka (Ingunn Gylfadóttir og Tómas Her- mannsson og loks Pálmi Gunn- arsson. Allur aðgangseyrir rennur sem fyrr segir til söfn- unarinnar Samhugur í verki, en með tónleikunum vilja skipu- leggjendur horfa til framtíðar með Flateyringum. Ekið á ungan dreng EKIÐ var á tólf ára gamlan dreng á Hörgárbraut, skammt norðan við Glerárbrú um kl. 10 á sunnudagskvöld. Hann var fluttur á slysadeild, hann reynd- ist óbrotinn, en mikið marinn og skrámaður og dvaldi því á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ákur- eyri yfir nótt. Fimm árekstrar urðu í bænum um helgina, eng- in meiðsl urðu á fólki en nokk- urt tjón á bifreiðum. Um helgina stöðvaði lögregla þijú ungmenni, tvo pilta og stúlku, öll 15 ára, en þau voru í ökuferð um bæinn og höfðu vitanlega ekki bílpróf. Kveikt í rusli ÓPRÚTTNIR náungar söfnuðu saman bréfarusli sem þeir komu fyrir í stigagangi í húsinu við Skipagötu 2 laust fyrir kl. 22.00 á laugardagskvöld og kveiktu síðan í. Fólk sem býr í húsinu hafði slökkt eldinn þegar slökkvilið og iögregla komu á vettvang. Stigagangurinn fyllt- ist af reyk, en litlar skemmdir urðu af uppátækinu. Skyndihjálp JÓN Knutsen fjallar um skyndi- hjálp á samverustund fyrir for- eldra ungra barna sem verður í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á morgun, miðvikudag- inn 8. nóvember frá kl. 10.00 til 12.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.