Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 35 AÐSENDAR GREINAR ■ ■ * Þj óðarauðurinn Eignir og skuldir AÐ VONUM er mikið rætt um miklar skuldir þjóðarbúsins, sem fara vaxandi ár frá ári. Ábyrgð af því er sett á þá öldr- uðu í þjóðfélaginu, sem skili eftir- komendum sínum mest skuldum. Halli ríkissjóðs hefur verið mik- ill í mörg ár og reynst erfitt að fást við hann. Auðvitað er það svo að allir landsmenn á hveijum tíma hafa borið ábyrgð á þessu eins og stjórnkerfi lýðræðisríkisins íslands er byggt upp. Þegar talað er um þetta uppgjör eru ríkisútgjöld og -tekjur svo og halli ríkissjóðs tíunduð. Er það vissulega nauðsynlegt til að að- gerðir á sviði fjármála geti tekist. Einn lið vantar þó tilfinnanlega, þegar litið er til baka og fjármálin skoðuð í heild, en það eru eignirn- ar. Við höfum horft á rekstrar- reikning þjóðarbúsins, svo og skuldirnar erlendis, en þar vantar að fram komi hveijar eignir standa á bak við fyrirtækið ísland. Eignir þjóðarbúsins Á venjulegum efnahagsreikn- ingi er alltaf eitthvað sem nefnt er eignir eða eigið fé. Á þetta er lítið minnst, þegar yngra fólk ásakar okkur eldra fólkið um bruðl og óráðsíu. Þá gleymist alveg að reikna með því hvað þjóðin hefur eignast á liðnum árum, svo sem virkjanir, veitur, húsnæði - svo sem skóla, sjúkrahús og opinberar byggingar auk húsnæðis fjölskyldna og fyrir- tækja, eða vegi og brýr auk flug- valla og hafnarmannvirkja. Svona mætti lengi telja og bæta við þenn- an lista. Þetta eru eignir sem öll þjóðin - ungir og gamlir - nýtur í dag. Það kynni nú kannski að vera svo að ellilífeyrisþegarnir hafi átt sinn þátt í að skapa þessa fjármuni, sem allir landsmenn nýta á ýmsan hátt í dag. Eignareikningar þjóðarbúsins Það er oft talað um þjóðarauðinn og kem- ur í ljós að samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar voru fjármunaeignir þjóð- arinnar árið 1992 1.220.648 milljónir kr. en 1945 höfðu þær verið 34.963 milljónir kr. á verðlagi þessara ára, en sé þetta reiknað til sam- bærilegra talna, yrði tala ársins 1995 295.786 milljónir kr. Það er auðvelt að finna hvað aukning fjármuna hefur orðið eða 924.802 milljónir króna. í þessum tölum er reiknað með afskriftum hvers árs, svo að margt af þessum eign- um er þegar afskrifað af reikning- um. En hvað með skuldirnar? Það er því augljóst að þetta fólk sem hefur starfað síðustu 50 árin, lagt í miklar framkvæmdir og skilað þjóðfélaginu miklum eignum eða sem svarar 924 millj- örðum króna, tæpum 20 milljörð- um að meðaltali á ári þetta tímabil. En ekki hefur þetta verið gert án lántöku erlendis. Skuldimar þar eru nú 220 milljarðar króna, en voru engar 1945. Ef við drögum skuldimar frá fjármunamyndun- inni, þá fáum við 924.862 milljón- ir mínus 220.000 milljónir sem sýnir að eignaaukningin 704.812 milljónir króna og hafa þá afskrift- ir verið reiknaðir út, svo að þetta ætti að vera nálægt raungildi. En vissulega er það svo að skuldir okkar em of miklar, en mér finnst nauðsynlegt að það Páll Gíslason komi líka fram að stærstur hluti lána hefur farið í fjárfest- ingar og aukningu þjóðarauðsins. Mistök! Það hafa ekki alltaf verið skynsamlegar fjárfestingar og stundum farið of geyst, en það er auð- velt að vera vitur eftir á og segja að fjárfest- ing í loðdýraeldi, físki- rækt o.fl. hafí ekki gefist vel, enda oft óskynsamlega rekið og áföll er- lendis á söluverði orðið alvarlegur þröskuldur, svo hmn hefur orðið. En það hefur þó fengist dýrmæt reynsla sem nú er sennilega að koma í gagn við raunhæfa endur- skipulagningu. „Við eigum samleið“ Það hefur oft komið í ljós að þegar erfiðleikar steðja að, þá getum við Islendingar staðið sam- an. Svo þarf oft að vera í okkar litla þjóðfélagi. í pólitískri umræðu í dag og reyndar síðustu árin hefur komið fram og þá ekki hvað síst hjá ungu fólki í mínum flokki, að við Sá þjóðarauður sem til er orðinn rekur rætur til ellilífeyrisþeganna, segir Páll Gíslason, sem hér fjallar um hina öldruðu í samfélaginu. hin eldri höfum fjárfest og skuld- sett þjóðina úr hófí og varið fénu í óskynsamlegar fjárfestingar. Eg vil halda því fram að mestu af þessari fjárfestingu, 924.862 milljónum, króna hafí verið vel varið. Þó er hér vantalin mesta og dýrmætasta fjárfestingin, en það er sá mannauður, sem felst í mikl- um Qölda vel menntaðs og heil- brigðs fólks. Við höfum aldrei átt svo mikið af slíku fólki á íslandi, sem við vitum að muni skapa áframhald- andi hagstæða þróun og hagsæld á íslandi. Það þarf að skapa þeim viðfangsefni. Það er því mikilvægt að við eigum, öll þjóðin - ungir sem gamlir - samleið til að skapa á íslandi: „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkis braut.“ Höfundur er læknir og formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. leysir vandann Reflectix er 8 mm þykk endurgeislandi einangrun i rúllum. 7 lög en 2 ytri alúminíum-lög endurgeisla hitann. Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m. háaloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi, tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl. Skæri, heftibyssa og límband einu verkfærin. BYQQINOAVÖRUVERSLUN P. ÞORGRÍMSSON & CO Atttaf tH i !mq»r ÁRMÚLA 29 - REYKJAVÍK - SÍMI 553-8640 Lindab iiii. bakrennur Styrkur stáls - ending plasts Þakrennukerfiö frá okkur er auö- velt og fljótlegt í uppsetningu. Eng in suöa, ekkert lím. Gott litaúrval. Umboðsmenn um land allt. GHEE33nm3> TÆKNlDEtLÐ OjlfK ÖRvGGP) Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 ♦4BBIBBiBBBB1Big* 4« ■ I ■ Lindab ■ ■ ■ ÞAKSTAL Þak- og veggklæðning í mörgum útfærslum, t.d.: bárað, kantað, þaksteinamynstur ofl. Plastisol yfirborðsvörn klæðn- ingarinnar gefur margfalda endingu. Fjölbreytt litaúrval. Umboðsmenn um land allt. «it.. nr.ivrrmt TÆKNIDEILD ÓJt;K rJIfKífiG 13t0nS^"STA Smiðshöfða 9 • 132 Reykjavík Sími 587 5699 • Fax 567 4699 Blab allra landsmanna! HkfpnbM - kjarni málsins! Mikilvægt er að draga úr ótta Á VESTFJÖRÐUM hafa voveiflegir atburð- ir gerst. Engin orð fá lýst missi fólksins sem þar býr, það er hinn nístandi veruleiki. Seint fer úr minni aðkomu- manns að mæta heima- fólki, kynnast æðru- leysi og skynja sálar- styrk og baráttuhug þess. Góðir menn bauka ekki hver í sínu horni heldur eru samstíga samferðamönnum. Þess vegna eru nú gerð- ar áætlanir um endur- reisn mannlífs og bú- staða. Heimamenn snú- ast til varnar og ætla að sigrast á óttanum og þjóðin styður þá. Heima- menn geta treyst þeirri áætlanagjörð sem nú er unnið að um að styrkja þá í einu og öllu til þess að takast á við afleiðingar náttúruhamfara. Reynslan kennir okkur að heima- menn bera þyngstu byrðarnar þrátt fyrir góða aðstoð að utan. Ytri aðstæður hafa breyst, meðal annars vegna vályndra veðra. Nú er unnið að gerð öruggari hættu- marka og til þess hafa verið kallað- ir hæfustu menn, innlendir sem er- lendir. Vinnunni verður hraðað sem mest til þess að fólk geti sem fyrst staðið öruggari fótum. Annálar geyma sagnir um afleið- ingar náttúruhamfara. Hver kann ekki sögur um hörmulegar afleiðing- ar eldgosa og sjóslysa er jafnvel flestir vinnufærir karlar í sveitinni létu lífið? Síst af öllu gafst þó fólkið upp þó að menn verði aldrei samir aftur. Sig- urþráin sem býr með mannfólkinu skilur okkur frá öðru. Það er arfur okkar frá fyrri kynslóðum, meitlaður á óvægu umhverfi. Sigr- ar hafa einnig unnist og munu vinnast. Hver telur ósigrana á degi sigursins? Vestfirðingar. Fram- kvæmið það sem að kallar og ykkur gefst kraftur til. Herðið bar- áttuna og teystið varn- irnar. Látið ekki draga úr ykkur kjark. Þið haf- ið ekki tíma til að skrifa söguna en þið skapið sögu. Við það ágæta fólk er nú skrifar söguna og les hana yfir okkur Varist að auka á ótta fólksins, segir Olafur Ólafsson, o g beinir ummælum sínum til fjölmiðlafólks. morgna, miðjan dag og á síðkvöldum vil ég segja þetta: Varist að auka á ótta fólksins. Óttinn er okkar versti óvinur. Mestu hörmungar lífsins eru ekki bundnar eingöngu við missi né tjón heldur ótta. Höfundur er landlæknir. Ólafur Ólafsson SIEMENS KG 36V03 KG 31V03 • 230 1 kælir • 195 1 kælir • 90 1 frystir • 90 1 frystir • 186 x 60 x 60 snr • 171 x 60 x 60 srn Verð: 77.934 stgr. - Verð: 73.900 stgr. í vci'slun okkaraö Nó.mini KÆU- OG frystiswiellur Við bjóðum nú þessa sambyggðu kæli- og frystiskápa frá Siemens með nýju mjúklínuútliti. Þetta eru skáparnir fyrir þig! ICG 26V03 • 195 1 kælir • 55 1 frystir • 151 x 60 x 60 sm Verð: 69.900 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 511 3000 UJ 1/1 00 Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörðun Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur Skipavík Búðardalur: Ásubúð ísafjörður: Póllinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókun Rafsjá Siglufjörður: Torgið Akureyri: Ljósgjafinn Húsavflc Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Revðarfjörður: Ratvélaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Grindavík: Rafborg Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörðun Rafbúð Skúla, Álfaskeiði Viljiröu endingu og gœöi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.