Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Af kjötköllum Konur blekktar Frá Rafni Líndal: NÚ ER enn ein blekkingin og pen- ingaplokkið sem ætlað er konum kom- ið á markað. „Buxur sem veita nudd og vinna á appelsínuhúð og staðbund- inni fitu.“ Nokkrir aðilar selja þess konar „undrabuxur“. Eins og mörg- um öðrum megrunarvörum er þeim beint að konum sem hafa áhyggjur af sk. appelsínuhúð á líkamanum. Þar sem appelsínuhúð er bara fíta og lýt- ur sömu lögmálum og önnur fita þá er þetta dæmt til að mistakast og það vita þeir vel sem selja buxurnar og framleiða. Með því að valda hita og nuddast við lærin eiga þær að megra sem hlýtur að þýða það að missa fitu. Það er þekkt að með því að minnka vatn í veflum minnkar ummál þeirra. Með því að stuðla að vatnstapi undir buxunum minnkar ummál læra lítils- háttar, tímabundið. Engin fíta hverf- ur, því það er þekkt að þó gerðar séu þúsund rassæfingar þá fer ekkert frekar af rassi en öðrum stöðum lík- amans. Auk þess kemur allt vatn sem hverfur strax aftur. Niðurstaða: Það .er ódýrara og fljótlegra að fara í gufubað ef menn vilja blekkja sjálfa sig með vatnstapi í stað fítutaps. Það sem er alvarlegra en sú staðreynd að margir söluaðilar eru apótek og líkamsræktarstöðvar sem þrátt fyrir fagfólk tekur þátt í blekkingunni bara til að græða nokkrar krónur. Það er engin trygging fyrir gæðum vöru að hún sé seld í apótekunum það er klárt og er þetta enn eitt dæmið um það. RAFN LÍNDAL, Neshaga 8, Reykjavík. Frá Haraldi Guðnasyni: ÞAÐ er að vonum að sauðkindin hljóti hæstan hlut á fjárlögum 1996 og hann verðtryggðan. Ómaklega hafa margir horn í síðu sauðkinda vorra. Án þeirra hefðum við verið illa settir Islendingar eða jafnvel útdauðir. Þeim ber að þakka að við höfðum fæði og klæði þó oft af skornum skammti. Nú segja sumir menn að bölvaðar roll- urnar eyðileggi gróður landsins, ekki nefna eldgos eða aðrar hamfarir. Enn er gerður búvöru- samningur í samræmi við fjárlög að sagt er og kostar sitt. Eg las í blaði, að sumir bændur skildu ekki samn- inginn enda á stofnanamáli eins og títt er um slík plögg. Fólk vill varla 'lambið" lengur segja íjölmiðlar okkur fáfróðum. Sjónvarpið var svo smekklegt að sýna kvöld eftir kvöld kindaskrokka hangandi á rám sláturhúsanna. Ekki beint lystaukandi fremur en fitukjöt- spottur fréttafrúar á sínum tíma, sýndur í sjónvarpi ríkisins. Þá voru okkur sýndir nokkur hundruð kindaskrokkar moldu ausnir norðu í landi. Stjóri einn sagði ábúð- armikill, að lítt væri um sakast því þetta væri „draslkjöt". Ekki hafði skifari heyrt þá sérlegu nafngift fyrr þó aidraður sé. Og líklegt er, að þeir sem voru látnir éta pestarket á öld- inni hefðu talið urðað kjötið ljúfmeti. Óvænt hefur óblíð náttúran lagst á sveif með niðurskurði boðuðum (30.000?) þá er fé fennti í heimahög- um eða hraktist ofaní þá ferlegu skurði sem bændur létu gera og ekki alltaf vitað gagn þeirra, eða öllu heldur sjáldan. „Hefjum sunnudagssteikina til vegs á ný“ stóð í blaði allra lands- manna. Og það var eins og við mann- inn mælt: Hið ógurlega háa kjötfjall snarlækkar. Hundruð manna standa nú í því að saga gamla góða kjötið ofaní þjóðina og hafa bara hvergi nærri við. Og verðið, maður! „Þetta er lága verðið“ segja söluaðilar. Allt niðurgreitt, en niðurgreiðslumar borgum við líka — eða hvað? Auglýs- ingaskrumið um lága verðið er blekk- ing. Svo bíðum við þess að kjötfjallið í haust fari á útsölu þegar það er orðið hæfilega gamalt. HARALDUR GUÐNASON, Bessastíg 12, Vestmannaeyjum: Sunnudagssteikin? « Opið bréf til Helgn Ingólfsdóttur Frá Ragnari Þjóðólfssyni: HINN 27. september síðastliðinn birtist hér í Morgunblaðinu^ les- endabréf eftir undirritaðan. í því bréfi var Ijallað um herferð sem Helga Ingólfsdóttir, i nafni Sam- taka psoriasis- og exemssjúklinga, I fór gegn jurtaáburði dr. Guttorms Hernes sem undirritaður flytur inn. < í bréfi mínu spurði ég Helgu nokk- urra spurninga og fór fram á að hún rökstyddi nánar ýmislegt sem dylgjað var um í bréfi hennar til apóteka og fjölmiðla hér á landi. Helga hefur ekki orðið við þeirri beiðni en ég vona að nú fáist hún til að koma fram fyrir skjöldu opinberlega og færa rök fyrir ( ------------------------------------- máli sínu. Ég endurtek því hér með spurningar mínar til Helgu og bíð svara. 1. Getur Helga fært sönnur á að dr. Guttorm Hernes sé fjárglæfra- maður með þá hugsjón eina að leið- arljósi að hafa sársauka og neyð sjúklinga að féþúfu eða er þetta einungis álit hennar og formanns norsku psoriasis-samtakanna? 2. Hvernig var rannsókn sú sem Arne Jensveen vísar til í grein sinni framkvæmd? 3. Var um að ræða niðurbrot á kreminu á rannsóknarstofu og ef svo var vita Arne og Helga þá að það er brot á einkaleyfislöggjöf Noregs? 4. Ef svo var ekki hvernig er þá hægt að fullyrða að um venjulegt rakakrem sé að ræða? 5. Hvers vegna snúast íslensku psoriasissamtökin svo hatrömm gegn dr. Hernes þegar íslenskir grasalæknar hafa óáreittir fengið að selja seyði sín psoriasissjúkling- um? 6. Er það að undirlagi samtak- anna að Helga hefur herferð sína og hvernig skýrir hún þá að fjöldi félagsmanna í samtökum hennar kaupa áburð dr. Hernes og bregð- ast illir við þegar þeir frétta af vinnuaðferðum hennar? RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, Arnartanga 17, Mosfellsbæ. Malbikstímabilið Frá Kristjóni Kolbeins: MEÐ skammdeginu fylgir malbiks- og tjörutímabilið sem stendur venjulega fram í apríl eða uns bif- reiðaeigendum ber skylda til að hætta akstri'á negldum hjólbörðum á götum höfuðborgarsvæðisins. Þessi tími er eitthvert hvimleiðasta skeið ársins og yfirleitt fer óþrifnaðurinn sem því fylgir meira fyrir bijóstið á mörgum ökumönn- um heldur en þæfingur eða þung færð ef menn eru þokkalega búnir til vetraraksturs. Allt of mikið er gert úr þörf fyr- ir neglda hjólbarða og flestir öku- menn sem fara aldrei út fyrir götur borgarinnar að vetrarlagi ættu að komast auðveldlega af án þeirra með réttum hjólabúnaði og aksturs- lagi þegar tekið er tillit til þess að venjulega er búið að bera salt á allar aðal akstursleiðir fyrir fóta- ferðatíma þegar hálkuskilyrði skapast. Hálka á götum höfuðborg- ar og nágrannasveitarfélaga er því yfírleitt alger undantekning nema að því er snertir fáfarnar húsagöt- ur. Til allrar hamingju eru fjöl- margir sem setja aldrei neglda barða undir bifreiðir sínar og leggja þar af leiðandi sitt af mörkum til að spara sér og öðrum hin ónauð- synlegu þrif sem einkenna þennan árstíma. Ástæðulaust ætti að vera að brýna fyrir ökumönnum að gróf- ir barðar hafa meira veggrip en sléttir og hversu miklu betri hrein- ir barðar eru en barðar útataðir í tjöru. Akstri verða menn alltaf að haga eftir aðstæðum og hálka er ekki eini óhappavaldur umferðar. Margir aðrir þættir hafa afgerandi áhrif þegar kemur að vetrarakstri í ófærð, s.s. að nægur þungi sé á afturhjólum þegar um afturhjóla- drifnar bifreiðir er að ræða enda hefur umferðardeild Reykjavíkur- borgar, og sjálfsagt umferðardeild- ir fleiri sveitarfélaga, úthlutað sandi til þeirra hluta. Að lokum skiptir oft sköpum um það hvort menn komast leiðar sinn- ar akandi í vetrarfærð hvort bifreið sé framhjóladrifin eða því sem enn betra er, búin sídrifi. Með fullri virðingu fyrir samborgurum mínum þá er mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvað rekur eigendur slíkra bifreiða til að aka um á negldum börðum á auðum götum, hálft árið, einkum og sér í lagi þegar ferðir í dreifbýlið eru ekki á dagskrá allan veturinn. KRISTJÓN KOLBEINS, Nýbýlavegi 60, Kópavogi. Færeyska þjóðin í sérflokki Frá Rúnari Kristjánssyni: ÉG VIL sérstaklega minna lands- menn mína á að meta og muna til framtíðar þann einstaka hlýhug sem Færeyingar hafa jafnan sýnt okkur. Þessi litla grannþjóð okkar hefur verið að ganga í gegnum geysilega erfíðleika vegna efnahagslegs hruns, eins og öllum er kunnugt, en þeir erfíðleikar koma ekki í veg fyrir fóm- arlund hennar í annarra garð. Fær- eyingar hafa enn sem fyrr bragðist við af einstökum samhug, okkur til aðstoðar, vegna þeirra náttúruhamf- ara sem orðið hafa á landi okkar á þessu ári og kostað svo mörg manns- líf. Viðbrögð þessara vina okkar eru þess eðlis, að þjóð okkar ætti aldrei að gleyma þeirri vináttu sem þar kemur fram. Það er von mín að ís- lendingar beri gæfu til þess að vera ekki síðri í garð Færeyinga en þeir hafa verið í okkar garð og að skipti þjóðanna verði jafnan báðum til sæmdar. Færeyska þjóðin er vissulega í algerum sérflokki hvað snertir velvild til okkar og því má hin íslenska þjóð- arsál aldrei gleyma. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Skagaströnd. Minningartónleikar í Háskólabíói vegna náttúruhamfaranna á Flateyrí í kvöld, þríðjudaginn 14. nóv. 1995 kl. 21 Flateyri sumarið 1995 Ljósm.: Haukur Snorrason E. Grieg: Mars Málmblásararnir úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Stj.: Osmo Vánska. Avarpsorð: Kristín Á. Ólafsdóttir. Skúli Halldórsson. Tveir sálmar Félagar úr Kór íslensku óperunnar. Stj.: Garðar Cortes L. van Beethoven: Þitt lofó, Drottinn Karlakór Reykjavíkur. Stj.: Friðrik S. Kristinsson. F. Schubert: Ave Maria Rannveig Friða Bragadóttir, mezzósópran, Jónas Ingimundarson, píanó. J.S. Bach: Air Guðrún Birgisdóttir, þverjlauta, Martial Nardeau, þverjlauta. R. Wagner: Söngurinn til kvöldstjömunnar Bergþpr Pálsson, baritón, Jónas Ingimundarson, píanó. Gliick - Kreifiler: Melodie úr „ Orfeus og Evridis “ Sigrítn Eðvaldsdóttir, ftðla, Selma Guðmundsdóttir, píanó. J. Verdi: Been úr óperunni „ Vald örlaganna “ Karlakór Reykjavíkur, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Stj.: FriðrikS. Kristinsson. M. Raveh Pavane Jónas Ingimundarson, pianó. Sigvaldi Kaldalóns: Ave María Kór íslensku óperunnar, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Davið Knowles Játvarðsson, pianó. Stj.: Garðar Cortes. Sigurður Þórðarson: Sjá dagar koma Þorgeir J. Andrésson, tenór, Jónas Ingimundarson, píanó. J.S. Bach - Gounod: Ave Maria Gunnar Kvaran, celló, Gísli Magnússon, pianó. Sigfiís Halldórsson: Söknuður Friðbjörn G. Jónsson, tenór, Sigfús Halldórsson, píanó. Jón Ásgeirsson: Minning um bam Elin Ósk Óskarsdóttir, sópran, Jónas Ingimundarson, píanó. Mascagni: Atriði úr ópemnni „ Galvaleria Rusticana “ Kór íslensku óperunnar, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Davið Knowles Játvarðsson, píanó. Stj.: Garðar Cortes. C. Orff: O Fortuna úr „ Carmina Burana “ Kór Islensku óperunnar. Hljóðfœraleikarar úr Hljómsveit íslensku óperunnar. Stj.: Garðar Cortes. Hollenskt lag: Þakkarbæti Karlakór Reykjavikur. Stj.: Friðrik S. Kristinsson. Lokaorð: séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr himnasmiður. Kór Islensku óperunnar. Stj.: Garöar Cortes. S. Karg-Elert: Mars með sálminum „Nú gjaldið Guðiþökk“ Málmblásararnir úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Stj.: Osmo Vanska Forsala aðgöngumiða verður í Háskólabíói í dag, þriðjudaginn 14. nóv. frá kl. 16.30 Aðgangseyrir er kr. 1 .OOO. Sérstakir stuðningsaðilar þessara minningartónleika, auk alls þess fjölmarga listafólks sem fram kemur, eru: BORGARPRENT! bllémwdl ONFIRÐINGAFELAGIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.