Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Þorsteinn Pálsson um Alyktun LIU gegn sóknarstýringu á Flæmska hattinum
„MÉR finnst þetta vera skynsamleg niður-
staða og fagna því að LÍÚ skuli hafa ályktað
í þessa veru,“ segir Þorsteinn Pálsson, sjávar-
útvegsráðherra, um ályktun aðalfundar LÍÚ
í síðustu viku. Þar er talið rétt að mótmæla
sóknarstýringu við rækjuveiðar á Flæmska
hattinum, en því jafnframt beint til stjórn-
valda að þau virði þær samþykktir sem gerð-
ar hafi verið um veiðistjórnun á næsta ári.
„Eftir að sjávarútvegsráðherrafundur
Norður Atlantshafsríkja samþykkti þá póli-
tísku stefnumótun að styðjast ætti við kvóta-
skiptingu á úthafsveiðum ætti að vera auð-
veldara að fá ákvörðun í þá veru á næsta
NAFO-fundi,“ segir hann.
Sóknarstýring óhentug
Hann segist vera sammála þeirri gagnrýni
að sóknarstýring á Flæmska hattinum sé
óhentug af tveimur ástæðum. Annars vegar
bjóði hún ekki upp á r.ægjanlegar verndunar-
aðgerðir og hins vegar sé hún óhagkvæm.
„Það hefði aftur á móti verið óábyrgt af
Íslendingum, sem hafa barist fyrir því að
koma á veiðistjórnun, m.a. vegna þess að
afli á togtíma hefur farið minnkandi, að
leggja til stjórnlausar veiðar á næsta ári,“
Skynsamleg
niðurstaða
segir hann. „í ljósi allra aðstæðna er þetta
því skynsamleg niðurstaða hjá LÍÚ.“
Þorsteinn segir að ákvörðun verði tekin
fljótlega. Hann sjái ekki rök fýrir því að grípa
til mótmæla sem leiði tii stjórnlausra veiða,
en á grundvelli ályktunar sjávarútvegsráð-
herrafundar Norður-Atlantshafsríkja sé hins
vegar hægt að ýta á eftir því að NAFO taki
ákvörðun sína til endurskoðunar. Hann segist
vonast til að það geti leitt til niðurstöðu fyr-
ir næsta ársfund.
Almennt orðuð yfirlýsing
Hvað varðar þá ályktun LÍÚ, vegna við-
ræðna við Rússa og Norðmenn um veiðar í
Barentshafi, að ekki verði samið um þorsk-
kvóta miðað við þær tölur sem nefndar hafi
verið í samningaviðræðum, segir Þorsteinn:
„Þetta er nú svona mjög almennt orðuð yfir-
lýsing. Hvorki við né hinar þjóðimar hafa
nefnt neinar tölur opinberlega úr'þessum við-
ræðum. Ástæðan er sú að það gæti haft frem--
ur neikvæð áhrif á framgang viðræðnanna."
í ályktun LÍÚ sagði einnig að þjóðarréttar-
leg staða íslendinga varðandi Svalbarðasvæð-
ið gæti aldrei verið söluvara í samningum
við Norðmenn og Rússa. Skorað var á stjórn-
völd að láta nú þegar reyna á rétt íslendinga
með því að leita úrlausnar alþjóðadómstólsins
í Haag.
Ekki að útiloka neitt
Um þetta segir Þorsteinn: „Við erum í
samningaviðræðum um þorskstofninn, sem
er hluti af þeim réttindum sem Svalbarða-
samningurinn nær til. Með því er ekki verið
að útiloka neitt. Við höfum alltaf haft þá
stefnu að reyna að ná samningsniðurstöðu,
en ef það tekst ekki má vera að málinu verði
skotið til alþjóðadómstólsins í Haag.“
Loks var því beint til stjórnvalda að unnið
yrði ötullega að því í samvinnu við Norð-
menn, Rússa og Færeyinga að koma á fót
sameiginlegri fiskveiðistjórnunarnefnd sem
hefði með höndum stjórn á nýtingu norsk-
íslenska síldarstofnsins.
Sjónarmiðin skýrast
„Viðræður hafa staðið yfir á milli landanna
um þetta og ekki er útséð enn hver niðurstað-
an verður. Þessi lönd hafa verið undirbúa
viðræður um skiptingu á stofninum og verið
er að ræða við aðra sem hagsmuna eiga að
gæta,“ segir Þorsteinn. „Það er ljóst að mál-
ið verður tekið til umfjöllunar á fundi NE-
AFC, sem er að hefjast í London, og þá
munu sjónarmiðin skýrast í þessu efni.“
Jólamatur, gjafir og föndur
í byrjun aðventu, sunnudaginn 3. desember nk., kemur út hinn árlegi
jólablaðauki Jólamatur, gjafir og föndur.Til að hafa blaðaukann sem
glæsilegastan verður hann sérprentaður á þykkan pappír og prentaður
í auknu upplagi, þar sem jólablaðaukar fyrri ára hafa selst upp.
í blaðaukanum verða birtar uppskriftir að jólamat, smákökum, tertum, konfekti
og fleira góðgæti sem er ómissandi um jólahátíðina. Þá verður fjallað um jólagjafir,
jólaföndur og jólaskraut. Farið verður í heimsókn til fólks, bæði hér heima og
erlendis, og forvitnast um jólasiði, mat og undirbúninginn fyrir jólin.
Nánari upplýsingar veita Dóra Guðný Sigurðardóttir, Agnes Erlingsdóttir
og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar,
í símum 569 1171 og 569 1111 eða með símbréfi 569 1110.
Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á
að tekið er við auglýsingapöntunum
til kl. 16.00 þriðjudaginn 21. nóvember.
- kjarni málsins!
Beitir með troll
á loðnuveiðum
BEITIR NK er nú byijaður á loðnu-
veiðum í flottroll eitt íslenzkra
skipa. Slíkar veiðar hafa verið
reyndar á síld hér áður í takmörkuð-
um mæli en loðnuveiðar nánast
ekkert. Beitir er með írskt troll frá
Swan Net sérhannð til veiða á kol-
munna, en kosturinn við notkun
flottrolls á þessum veiðum er sá að
hægt er að ná loðnunni á mun dýpra
vatna en mögulegt er í næturnar.
Fyrir vikið er því hægt að stunda
veiðar á daginn, þegar loðnan held-
ur sig að öllu jöfnu fremur djúpt.
Nota kolmunnatroll
„Við erum bara nýbyijaðir á
loðnuveiðum," segir Sigurbergur
Hauksson, fyrsti stýrimaður á Beiti
hf, í samtali við Morgunblaðið í
gærdag. „Við erum búnir að taka
eitt tog og fá 100 tonn, sem verður
að teljast viðunandi."
Á Beiti er notast við kolmunna-
troll á loðnuveiðunum, en til þess
þurfti að klæða pokann að innan
með loðnuriðli. Sigurbergur segir
það gangi ágætlega að nota trollið,
en þó geti verið að þurfi að lagfæra
það: „Við teljum okkur vera að
missa út af fiski, vegna þess að
belgurinn er svo bratt skorinn."
Hann segir kostinn við að vera
með troll þann að þá sé hægt að
stunda veiðar allan sólarhringinn. Á
daginn liggi loðnan hins vegar of
djúpt fyrir nótabátana. „Þetta er
ágætist loðna sem við erum að fá
í trollið, en hún er þó dálítið blönd-
uð,“ segir hann. „Við stefnum auð-
vitað á að fá fullfermi, sem eru
1200 tonn, þótt ansi langt sé í það.
Annars er nú stutt til heimahafnar,
þannig að það verður landað hvað
sem veiðunum líður.“
Rætt um viðskiptabann á Nígeríu
Mikið í húfi fyrir
skreiðarverkendur
og þurrkun hausa
í KRINGUM 6000 tonn af þurrkuð-
um hausum eru flutt til Nígeríu á
þessu ári að verðmæti 750-800
milljónir, sögn Ásgeirs Arngríms-
sonar framkvæmdastjóra Fiskmiðl-
unar Norðurlands. Hann segir að
auk þess sé skreið flutt út fyrir
100-150 milljónir á ári. Það sé því
mikið í húfi fyrir Islendinga að ekki
verði lagt á viðskiptabann á Niger-
íu, eins og komið hefur til tals eftir
að níu manns voru teknir af lífi þar
í landi á föstudaginn var.
Ásgeir segir að Fiskmiðlun Norð-
urlands sé með um 65% af heildar-
útflutningi íslendinga. „Það er
geysilega mikið í húfi,“ segir hann.
„Þetta er auðvitað mikilvægur
markaður fyrir Fiskmiðlun Norður-
lands, en þó enn frekar fyrir þá
framleiðendur sem byggja ein-
göngu á þessum viðskiptum."
Atvinna fyrir 400 manns
Hann nefnir í því sambandi
Laugafisk í Reykjadal í Suður-Þing-
eyjasýslu, sem sé með á milli 20-30
manns í vinnu. „Það er ekki fjarri
lagi að í það heila hafi um 400
manns atvinnu af þessum útflutn-
ingi,“ segir hann. „íslendingar
kaupa ekkert frá Nígeríu, þannig
að það kæmi sér mjög illa fyrir ís-
lenskt þjóðfélag ef af viðskipta-
banninu yrði.“
Stór hluti af veltu
Að sögn Ásgeirs er þessi útflutn-
ingur mjög stór hluti af veltu
Fiskmiðlunar Norðurlands. „Þetta
yrði þungt fyrir okkur, en við höfum
þó ákveðnar undankomuleiðir til að
bjarga okkur, saltfisk o.fl. Ég gæti
vel trúað að þetta myndi þýða að
við þyrftum að segja upp tveimur
starfsmönnum."
Annars segist hann bjartsýnn á
að af viðskiptabanninu verði ekki:
„Viðskiptaþvinganir myndu bitna á
almenningi, en ekki stjórnvöldum.
Það þyrfti að finna einhveijar aðrar
leiðir til að koma þessari herfor-
ingjastjórn frá.“