Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
50 manns far-
ast í flugslysi
Lagos. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 50 manns
biðu bana og 44 slösuðust þegar
eldur kom upp í farþegaþotu af
gerðinni Boeing 737 í brotlendingu
á flugvellinum í Kaduna í gær.
„Að minnsta kosti 50 fórust og
tala látinna hækkar,“ sagði emb-
ættismaður í Lagos og bætti við
að um 120 manns hefðu verið í
þotunni.
Blaðamenn í Kaduna sögðu lík-
legt að fleiri hefðu farist. „Við
höfum heyrt að ef til vill hafi allt
að 60 manns beðið bana,“ sagði
einn þeirra.
Blaðamennimir sögðu að um
44 hefðu verið fluttir á sjúkrahús,
nokkrir alvarlega slasaðir, þeirra
á meðal Breti.
„Við vitum að skyggnið var
mjög slæmt og að þotan fór hærra
eða lengra en ætlað var í lend-
ingu,“ sagði hátt settur embættis-
maður í Lagos. Hann sagði ekkert
hafa komið fram sem benti til
skemmdarverks.
Þotan var á vegum flugfélags-
ins Nigeria Airways og talsmaður
þess sagði að hún hefði komið frá
Jos, nálægt Kaduna. „Þetta er
daglegt flug sem hefst í Yola [í
norðurhluta Nígeríu]. Vélin tók
farþega á leið til Lagos í Jos og
hélt síðan til Kaduna til að taka
fleiri," sagði talsmaðurinn.
Vélum fækkar vegna skulda
Flugvélafloti Nigeria Airways
hefur minnkað verulega þar sem
lagt hefur verið hald á þotur
flugfélagsins erlendis vegna van-
goldinna skulda. Allri stjórn Nig-
eria Airways var vikið frá í ágúst
og ný stjóm skipuð til að freista
þess að bjarga flugfélaginu.
Flutningavél flugfélagsins af
gerðinni Boeing 737 hrapaði í
norðurhluta landsins í janúar og
þrír flugmenn fómst. Mánuði síðar
kom upp eldur í DC-10 flugvél
Nigeria Airways á leið til London
20 mínútum eftir flugtak en flug-
mönnunum tókst að lenda henni á
alþjóðaflugvellinum í Lagos.
Reuter
Forseti Kína í Suður-Kóreu
JIANG Zemin, forseti Kína, kom til Suður-Kóreu í
gær í fimm daga heimsókn. Þetta er fyrsta ferð
kínversks þjóðhöfðingja til Suður-Kóreu og hún er
til marks um batnandi samskipti Iandanna, en sam-
skipti Kína og kommúnistaríkisins Norður-Kóreu
fara hins vegar versnandi. Kínverjar og Suður-
Kóreumenn tóku upp stjórnmálasamband árið 1992
og síðan hafa suður-kóresk fyrirtæki fjárfest gífur-
lega í verksmiðjum og byggingum við strönd Kína.
A myndinni er kínverski forsetinn (t.v.) ásamt Gong
Ro-Myung, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, við
móttökuathöfn á flugvellinum í Seoul.
Refsiaðgerðir
gegn Nígeríu?
London. Reuter.
BRESKA stjórnin hvatti í gær til
skjótra ákvarðana um refsiaðgerðir
gegn Nígeríustjórn eftir að hún lét
taka af lífi níu baráttumenn fyrir
réttindum minnihlutaættbálks.
Æðstu embættismenn Evrópu-
sambandsins (ESB) hafa verið boð-
aðir til fundar í Brussel í dag til
að ræða hugsanlegar aðgerðir.
Breskir sendifulltrúar hafa átt
frumkvæði að viðræðum innan ör-
yggisráðs Sameinuðu þjóðanna
(SÞ) um viðeigandi aðgerðir.
= HÉÐINN =
VERSLUN
SEUAVEGI2 SÍMI 562 4260
Frakkar krefjast enn að
arftaki Claes tali frönsku
París, Madrid. Reuter.
FRAKKAR sögðu í gær að þeir
hefðu aldrei talið að Uffe Elle-
mann-Jensen, fyrrverandi utanrík-
isráðherra Danmerkur, kæmi til
greina sem framkvæmdastjóri Atl-
antshafsbandalagsins, NATO.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins í
Parfs sagði frönsku stjórnina álíta
að Ruud Lubbers, fyrrverandi for-
sætisráðherra Hollands, væri mjög
hæfur í starfið en halda yrði áfram
að leita að frambjóðanda sem sátt
næðist um. Bandaríkjamenn höfn-
uðu Lubbers fyrir skömmu þótt
leiðtogar öflugustu ríkja NATO í
Evrópu hefðu lýst yfir stuðningi
við hann.
Bandaríkjamenn voru mjög
óánægðir með að helstu Evrópuríki
NATO skyldu ekki hafa samráð við
sig um val á eftirmanni Belgans
Willy Claes í embættið. Hefð er fyr-
ir því að Evrópumaður gegni því en
Bandaríkjamaður sé yfirmaður her-
afla bandalagsins. Bandaríkin eru
lang-öflugasta ríki NATO og greiða
um helming alls kostnaðar við rekst-
ur þess.
Stjómvöld í Washington ræddu
við Lubbers og Ellemann-Jensen
fyrir skömmu og er fullyrt að ráða-
menn vestanhafs hafi fundist Lubb-
ers fáfróður um ýmis málefni, eink-
um Bosníu. Hins vegar telji þeir
Ellemann-Jensen mjög hæfan í
embættið.
Bandaríkjamenn gramir
Frökkum
Vitað er að Bandaríkjamönnum
gremst einnig hve mikla áherslu
Frakkar, sem ekki hafa tekið þátt
í hernaðarsamstarfi NATO frá
1966, leggja á að koma sjónarmið-
um sínum á framfæri.
Frakkar kreíjast þess m.a. að
næsti framkvæmdastjóri sé mæltur
á frönsku en það er Ellemann-Jens-
en ekki. Að sögn embættismanna í
París setja Frakkar einnig þau skil-
yrði að næsti framkvæmdastjóri sé
hlynntur stækkun NATO til austurs
og nánari samvinnu Evrópuríkja og
fullnægir Daninn þessum skilyrðum
báðum mætavel.
Ellemann-Jensen ræddi við Herve
de Charette, utanríkisráðherra
Frakklands, í rúman hálftíma síð-
degis í gær og var að sögn þungbú-
inn að fundinum loknum. Talsmaður
franska utanríkisráðuneytisins
skýrði frá því fyrirfram að frétta-
menn fengju ekki tækifæri til að
hitta Ellemann-Jensen í ráðuneytinu
af þessu tilefni. Mjög sjaldgæft er
að slíkt sé ákveðið og þykir ljóst
að ætlunin hafi verið að niðurlægja
danska stjórnmálamanninn með
þessu.
Er utanríkisráðherra Japans
hugðist koma á framfæri mótmæl-
um vegna kjarnorkutilrauna Frakka
á Kyrrahafi á fyrirhuguðum fundi
sínum í París með de Charette I
sumar, var gripið til sama ráðs.
Japaninn hætti við fundinn.
Margir aðrir hafa verið nefndir
til sögunnar sem arftakar Claes, þ.
á m. Hollendingurinn Hans van den
Broek, sem á sæti í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins (ESB),
en hollenska stjórnin hefur ákveðið
að mæla hvorki með honum né
Lubbers. Einnig hefur verið minnst
á Douglas Hurd, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Bretlands, Bretann sir
Leon Brittan, sem á sæti í fram-
kvæmdastjóm ESB, Gro Harlem
Brundtland, forsætisráðherra Nor-
egs, og varnarmálaráðherra Dana,
Hans Hækkerup.
Mistök ollu deilum
Varnarmála- og utanríkisráð-
herrar Vestur-Evrópusambandsins,
er öflugustu NATO-ríki Evrópu eiga
aðild að, komu saman til tveggja
daga fundar í Madrid f gær til að
ræða framtíðarstefnu í vamar- og
öryggismálum álfunnar. Ljóst er að
valið á framkvæmdastjóra NATO
verður rætt mjög á göngum og
einkafundum ráðherranna. Munu
flestir á því að deilurnar milli Banda-
ríkjamanna og Evrópumanna um
framkvæmdastjóraefni hafi byijað
vegna slæmra mistaka. Svo getur
þó farið að þær verði til að auka
enn misklíð sem var fyrir hendi
vegna ýmissa mála, ekki síst stefn-
una i málefnum Bosníu.
Þekklr þú merkid?
• Á bifreiöaverkstæðum þar sem félagsmenn okkar starfa eru
þeir klæddir sérstökum vinnufatnaöi meö merki Bíliönafélagsins.
• Merkið tryggir þér traustan fagmann sem kann vel til verka
og hefuraðgang að endurmenntun á sínu sérsviði.
• Láttu ekki bílínn þinn í hendurnar
á hverjum sem er. Það gaeti orðíð þér dýrt.