Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunverðarfundur Miðvikudaginn 15. nóvember 1995, Skála, 2. hæð Hótel Sögu frá kl. 8:00 - 9:30 Tíleinkaðu þér tækninýjungar í samskiptum FVH boðartil fundar um nýjungar í símamálum. Einar Haukur Reynis rafeindavirkjameistari á fjarskiptasviði Pósts og síma mun fjalla um fjarskipti framtíðarinnar og hvaða áhrif þau munu hafa á daglegt Irf okkar, jafnt heima sem á vinnustað. EinarH. Reynis Einar mun meðal annars fjalla um: • Samnet símans (ISDN) • Stafaskilaboð • Ný þjónusta sniðin að fyrirtækjum (Business Group) • Þráðlaus símaþjónusta í fyrirtækjum • Tenging fyrirtækjasímstöðvar og tötvunets • Aðrar væntanlegar nýjungar Félagsmenn em hvattir til að mæta og hetja vinnudaginn með faglegri umræðu um þetta áhugaverða mál FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur-gestir velkomnir JlllmgttiiMftfrifr - kjarni málsins! Ábendingar ú injólkiirumbúðum, nr. 23 af'6<). Það er eitthvað bogið við þetta! Vissir þú að orðin bjúga, baugur, beygja, bogi, bogna og bugast eru öll af sömu rót? Er ekki eitthvað „bogið“ við merkingu þeirra allra? Skyldleiki orðanna er skemmtilcgt umhugsunarefni! íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. MJÓLKU RSAMSALAN I DAG Með morgunkaffinu MIG langar að vera eins og Kevin Costn- er . . . úr því þú ert byrjaður á lýtalækningum ÞAÐ bíða nokkrir menn frá íslenskum getraunum á skrifstofunni þinni. Þeir segja að því miður hafi orðið mistök hjá þeim. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags r Óskiljanlegt stofnanamál LESANDI hringdi til Morgunblaðsins og sagð- ist þreyttur á að lesa greinar og annað lesmál sem sett væri saman á illskiljanlegu „stofnana- máli“. Fannst honum að Morgunblaðið ætti að ganga á undan með góðu fordæmi og senda slíkt efni aftur til föðurhús- anna. Tapað/fundið Klukkustreng- ur í Kolaporti KONAN sem keypti hvít- an hörklukkustreng með skipamyndum í Kolap- ortinu af mér helgina 4.-5. nóvember sl. er vin- samlegast, og af sérstök- um ástæðum, beðin um að hafa samband sem fyrst við mig í síma 551-8614. Herborg. Gæludýr Týndur köttur ÞESSI óvenjulegi köttur hvarf frá heimili sínu, Sólheimum 30, 7. októ- ber sl. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 553-8675. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson SVARTUR á leik: .Staðan kom upp í at- skákmóti Intels og PCA í París. Indveijinn Anand (2.725) var með hvítt, en Gary Kasparov (2.795), PCA heimsmeistari, hafði svart og átti leik. Kasp- arov dugði jafntefli til að slá Anand út, því Indveij- inn kom of seint í viður- eignina og tapaði fyrri skákinni á tíma! Þegar hér var komið sögu í skákinni hafði An- and fórnað manni fyrir sóknarfæri. En Kasparov kann illa við að vera í vörn og blés til gagnsókn- ar: 20. - Dxd6! 21. Hxd6 - fxg2 22. Dh2 - Bf3 (Hér var einnig sterkt að leika 22. - Bf4 23. Hd7-i— Ke6 og hvítur fær ekki nægar bætur fyrir liðsmuninn) 23. Dg3 - Hh8! 24. Dxg5 — Hhl+ 25. Rdl - gl=D 26. Hd7+ - Kf8 27. Dxf5+ - Kg8 28. Dxf3 (Betra var fyrst 28. Df7+) 28. - Hf8 29. Db3+ - Kh7 og Anand gafst upp. Svo virðist sem Anand hafí ekki haft réttar upplýsingar um það hvenær umferðin byijaði. Það þarf að fara 23 ár aftur í tímann til að finna dæmi þess að skákmaður í þessum styrkleikaflokki tapaði skák vegna þess að hann mætti ekki. Það var auðvitað þegar Bobby Fischer mætti ekki í aðra skákina gegn Boris Spassky hér í Reykjavík. í úrslitunum vann Kasparov Kramnik eftir að það þurfti að fram- lengja. Víkveiji skrifar... AÐ ER skref í rétta átt hjá Áfengis- og tóbaksverzlun rík- isins að opna þijár verzlana sinna á laugardögum frá kl. 10-12 en þetta er of lítið skref. Það er lofsvert, að fyrirtækið skuli gera þetta án þess, að hafa legið undir miklum þrýstingi frá almenningsálitinu en hins vegar er illskiljanlegt hvers vegna þessi opnun á laugardögum er takmörkuð við tvær búðir í Reykjavík og eina á Akureyri. Alveg sérstaklega er erfitt að skilja, hvers vegna verzlun fyrirtækisins í Kringlunni er ekki opin á laugardögum en einmitt þann dag vikunnar er margt fólk á ferð í þessari helztu verzlunarmiðstöð borgarinnar. Tvær klukkustundir að morgni laugardags er líka of takmarkaður tími. Eðlilegt er, að verzlanir fyrir- tækisins séu opnar frá kl. 10-14 a.m.k. og jafnvel til kl. 16. Úr því að fýrirtækið tekur frumkvæði um þessa sjálfsögðu þjónustu við við- skiptavini er ástæða til að gera það myndarlega. I þessu sambandi er líka ástæða til að hvetja ÁTVR til að lengja opnunartíma vínbúðanna dagana fyrir stórhátíðir. Það er satt að segja bæði fáránlegt og niðurlægjandi fyr- ir fólk að þurfa að standa í biðröð langtímum saman daginn fýrir slíkar hátíðir til þess að geta keypt nokkr- ar vínflöskur_ eða bjór. Eðlilegt er, að vínbúðir ÁTVR séu opnar fram á kvöld 2-3 kvöld fyrir stórhátíðir til þess að auðvelda viðskiptavinum fyrirtækisins að eiga viðskipti við það. Þar til slakað verður á þeim tak- mörkunum, sem nú eru á smásölu áfengis er það sjálfsögð krafa til fyrirtækisins, að það aðlagi sig nýj- um verzlunarháttum, sem það sýnir vissulega lit til að gera með laugar- dagsopnun. XXX EKKI VERÐUR annað sagt en að menningarlífið í Reykjavík standi í blóma um þessar mundir. Á föstudagskvöld frumsýndi íslenzka óperan Madame Butterfly og fékk sýningin daginn eftir mjög góða dóma hjá Jóni Ásgeirssyni, tónlistar- gagnrýnanda Morgunblaðsins, og þá ekki sízt Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir. Sama kvöld frumsýndi Þjóðleik- húsið Glerbrot eftir Árthur Miller. Þetta er tiltölulega nýtt leikrit eftir Miller, sem vakti mikla athygli og fékk mjög lofsamlega dóma, þegar það var frumsýnt í London fyrir nokkrum misserum. Þessi sýning fékk einnig mjög góða dóma hjá Sveini Haraldssyni, leikgagnrýn- anda Morgunblaðsins, daginn eftir frumsýninguna. Tvær slíkar stórsýningar í höfuð- borginni á sama tíma eru menning- arlífí höfuðborgarinnar mikil lyfti- stöng. xxx ANÆSTUNNI má búast við, að samkeppni stóraukist á milli sjónvarpsstöðvanna. Framan af kepptu einkaútvarpsstöðvamar á af- þreyingarmarkaðnum. Nú eru tvær stöðvar, sem senda reglulega út sí- gilda tónlist. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hver sjónvarps- stöðvanna verður fyrst til að bjóða upp á dagskrá, sem hægt verður að kalla dagskrá á „háu plani“. Menn mega ekki gleyma því, að það er líka markaður fyrir slíkt sjónvarpsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.