Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Starfsmenntun o g samstarf atvinnu- lífs og skóla á evrópskum vettvangi í IÐNAÐAR- og upplýsingaþjóðfélagi nútímans ræðst sam- keppnisstaða þjóða ekki síst af hæfni vinnuaflsins. Evr- ópubúar hafa haft af því nokkrar áhyggjur um langt skeið að þeir væru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað samkeppnishæfni varðar og ber þróun Evrópumála þess mjög keim á síðustu árum. Því er eðlilegt að Evr- ópusambandið skuli hafa sýnt starfsmennt- un mikinn áhuga. Meginmarkmið áætlunar Ágúst H. Ingþórsson ESB hratt úr vör árið 1986 var að efla samkeppnishæfni með því að byggja upp færni vinnuafls, sér- staklega í tæknigreinum. Sérstak- lega var stefnt að því að efla sam- starf háskóla og atvinnulífs í Evr- ópu. Árið 1990 fengu íslendingar að- ild að þessari áætlun, COMETT- áætluninni. í kjölfarið var stofnuð Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla á íslandi — Sammennt — og henni falið að sjá um þátttöku ís- lands í áætluninni. COMETT-áætl- uninni lauk formlega 15. september. Því er ekki úr vegi að fjalla lítillega um hvernig til hefur tekist, ef draga mætti einhvern lær- dóm sem nýst gæti við frekari uppbyggingu starfsmenntunar á Is- landi. Að mörgu leyti má líta á þátttöku Sam- menntar í þessu starfi sem prófstein á sam- vinnu á sviði endur- menntunar, starfs- þjálfunar og samstarfs atvinnulífs og skóla. Þátttakendur og rekstur Sammenntar DuNFOSS Enn ein nýjung í sjálfvirkum ofnhitastillum. S MELLTJ Allar aðgerðir eru fljótvirkari, tenging nemans við lokann er enn traustari og nýting á heita vatninu nákvæmari. Einnig er hægt að læsa nemanum á einfaldan hátt. NÝR FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR Á ÓBREYTTU VERÐI. Þegar stofnað var til samstarfs- nefndarinnar árið 1990 var gengið frá formlegu samkomulagi við tutt- ugu aðila, sem gerðust beinir þátt- takendur og styrkja starfið með árlegu fjárframlagi. Samstarfs- nefndin er rekin af Rannsóknaþjón- ustu háskólans, sem sér henni fyrir aðstöðu. Aðild að nefndinni er opin öllum fyrirtækjum, stofnunum og skólum sem vilja vinna að markmið- um hennar. Þetta fyrirkomulag hef- ur reynst vel og hafa ekki orðið miklar breytingar á þátttakendum. Þeim verkefnum sem Samment hefur sinnt á undanförnum árum og hafa verið styrkt af Evrópusam- bandinu má skipta í fímm flokka. Heildarupphæð styrkja til nefndar- innar á tímabilinu er um 55 milljón- ir króna. 1) Styrkir til starfsþjálfunar nemenda. Fengist hafa styrkir til að senda 49 íslenska nemendur erlendis og taka við 6 nemum erlendis frá. Auk þess hafa 8 íslenskir nemendur far- ið út með styrk frá öðrum nefndum og 7 evrópskir nemendur komið hingað með styrk frá sínu heima- landi. Til þessa veitti COMETT Sammennt um 11 milljónir króna á tímabilinu. Mest var ásókn íslenskra nemenda til Mið-Evrópuríkja, Þýskalands, Englands og Frakk- lands. Þá hafa erlendir nemendur á Islandi hlotið starfsþjálfun við fjöl- breyttar aðstæður, einkum við físk- eldi. 2) Starfsþjálfun og endurmennt- un starfsmanna. Sammennt hefur fengið samtals um 4 milljónir króna til að aðstoða 9 starfsmenn íslenskra stofnana og fýrirtækja við að sækja starfsþjálf- un og endurmenntun í Evrópu. Þeir sem notið hafa góðs af þessum mannaskiptum koma frá Iðnskóla Hafnarfjarðar, Iðntæknistofnun, Rafveitu Akureyrar, Máka hf. Há- skóla íslands og Húsnæðisstofnun ríkisins. 3) Styrkir til námskeiðahalds á íslandi. Samtals hafa fengist styrkir að ijárhæð 9 milljónir til að halda 8 námskeið á íslandi. í öllum tilvikum er um allnokkra evrópska samvinnu að ræða, þannig að fyrirlesarar og/eða þátttakendur koma frá tveimur Evrópusambandsþjóðum hið minnsta. Námskeiðin eru eftir- talin, i tímaröð: 1991 Eldi heimskautsbleikju og sjóbirtings (3 dagar). 1992 Námsstefna um gæðamál- efni fiskvinnslu (5 dagar). 1993 Pappírslaus viðskipti (3 dagar). 1993 Geymsluþol matvæla (3 dagar). 1993 Gæðavottun í byggingar- iðnaði (3 dagar). 1994 Nýir staðlar í málmiðnaði (10 dagar). 1994 Námsgagnagerð og tölvu- tækni (2 dagar). 1995 Tækniyfírfærsla og ný- sköpun (3 dagar). 4) Námsgagnagerð. Sammennt hefur hlotið einn verkefnastyrk til námsefnisgerðar. Hann nam um 16 milljónum, á þriggja ára tímabili. Hann rann til verkefnisins Gæðastjórnun í sjávar- útvegi, sem hefur það markmið að þróa, prófa og dreifa þremur nám- skeiðum í gæðastjórnun, sem eru sérsniðin að þörfum sjávarútvegs í Evrópu. Námskeiðin fjalla um mæl- ingar og rekjanlega framleiðslu, altæka gæðastjórnun og vottuð gæðakerfí, sérstaklega ISO 9000 Meginmarkmið áætlun- ar sem ESB hratt úr vör árið 1986 var, að sögn Agústs H. Ingþórsson- ar, að efla samkeppnis- hæfni og byggja upp fæmi vinnuafls. og HACCP-kerfið. Námsefnið var prófað á íslandi, Frakklandi og Portúgal áður en frá því var gengið í endanlegu formi og það gefið út á ensku. 5) Utgáfa og önnur innlend verk- efni. Til að byija með styrkti COMETT rekstur nefndarinnar og síðar hafa fengist styrkir til sérverkefna sem tengjast kynningu á möguleikum evrópsks samstarfs, alls um 16 milljónir króna. Meðal verkefna er greining á þjálfunarþörfum ein- stakra atvinnugreina. Umfangs- mesta verkefnið á þessu sviði var skýrslan Menntun og atvinnulíf sem kom út árið 1992, eftir Stefán Ól- afsson, Jón Torfa Jónasson og Örn D. Jónsson. Hún fjallar um atvinnu og atvinnutækifæri á íslandi og samanburður gerður við önnur lönd. Jafnframt er í skýrslunni yfírlit yfir íslenska menntakerfið og mikilvægi þess fyrir íslenskt atvinnulíf skoðað og viðfangsefnið sett í fræðilegt samhengi. Auk þessa gaf Sam- mennt út bókina Þróun starfs- menntunar á framhaldsskólastigi eftir Gest Guðmundsson, í sam-; vinnu við menntamálaráðuneytið. í bókinni er rakin þróun starfmennt- unar á framhaldsskólastigi og hún metin síðastliðin þijátíu ár. Árangur starfsins Sú tilraun sem fyrstu starfsár Samstarfnefndar atvinnulífs og skóla hafa verið hefur að flestu leyti gengið vel. Talsverð reynsla hefur fengist af því að undirbúa, sækja um styrki og reka evrópsk verkefni Iðnaður á uppleið Guðjón Guðmundsson = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 AÐ undanförnu hafa borist ánægjulegar fréttir frá Samtökum iðnaðarins. Sá stöðug- leiki sem tekist hefur að skapa í efnahagslíf- inu hefur leitt til stór- bættrar stöðu flestra greina iðnaðarins, fyr- irtækin hafa styrkt sig á heimamarkaði og eflt sig í útflutningi. Allt bendir til að iðnaðurinn styrki enn stöðu sína á næstunni að því gefnu að það takist að varð- veita stöðugleikann. Aðgerðir stjórnvalda Fyrir nokkrum árum var útlitið dökkt hjá íslenskum iðnaði. Verð- bólga, gengisórói og erfiðleikar í efnahagslífí landsmanna bitnaði illa á þessari grein atvinnulífsins og leiddi til mikils samdráttar hjá mörg- um greinum iðnaðaríns, sem varð til þess að störfum fækkaði um 4.000. Aðgerðir ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar gjörbreyttu þessu ástandi. Þrátt fyrir mikla erfiðleika í efnahagsmálum og kreppu í okkar heimshluta tókst að skapa hér stöð- ugleika og lækka vexti, aðstöðugjald var afnumið og tekjuskattur lögaðila lækkaður úr 45% í 33%. Þá var grip- ið til ýmissa frekari aðgerða fyrir einstakar greinar, t.d. skipasmíða- iðnaðinn sem var kom- inn á heljarþröm en er nú aftur að rétta úr kútnum. Aukinn útflutningur Stöðugt gengi og lág verðbólga hafa leitt til þess að útflutn- ingur iðnvarnings hef- ur stóraukist og nú seljum við útlending- um meira en við kaup- um af þeim. Útflutn- ingsverðmæti iðnvarn- ings jókst um 9% milli áranna 1992 og 1993, 27% milli áranna 1993 og 1994 og 21% fyrstu mánuði þessa árs. Árið 1994 voru fluttar út iðnaðarvörur fyrir 21 milljarð króna. Vegna stöðugleikans hefur uppsveifla efnahagslífsins nýst iðn- aðinum, öfugt við það sem gerðist 1987 þegar allt fór úr böndunum og batinn í efnahagslífinu leiddi til verðbólgurugls sem fór illa með iðn- reksturinn. Mikil velta - mörg störf Iðnaðurinn veltir á annað hundr- að milljörðum króna á ári. Mest veltuaukning á síðasta ári varð í ál- og kísiliðnaði 19%, vefjariðnaði 14%, efnaiðnaði 13% og málmiðnaði 12%. Iðnaðurinn stendur undir 18% landsframleiðslunnar og fimmta hvert starf hér á landi er í iðnaði, Möguleikarnir á nýjum störfum eru mestir í iðnaði, segir Guðjón Guðmundsson, það er að segja ef rétt er á málum haldið. en þar starfa um 25 þúsund manns. Þessar tölur sýna vel hve miklu máli það skiptir að iðnaðurinn haldi áfram að styrkja stöðu sína. íslend- ingar verða á næstunni að skapa þúsundir nýrra starfa fyrir þá sem eru atvinnulausir og þá sem eru væntanlegir á vinnumarkaðinn. Það er enginn vafi á því að möguleikarn- ir á nýjum störfum eru hvað mestir í iðnaði ef rétt er á málum haldið. Stjórnvöldum hefur tekist að búa atvinnulífinu þokkalegan rekstrar- grundvöll eins og sjá má á uppsveifl- unni í iðnaðinum á undanförnum misserum. Þann árangur sem náðst hefur megum við alls ekki missa niður. Innkaup hins opinbera Ríkið og sveitarfélögin eru stærstu verk- og efniskaupar lands- ins. Viðskipti hins opinbera við ís- lenska framleiðendur eru því mikil- væg fyrir þróun atvinnulífsins, ekki síst iðnaðar. Því þarf að nota opin- á sviði starfsþjálfunar, endur- menntunar og samvinnu atvinnulífs og skóla. Tugir einstaklinga nutu beinna styrkja frá COMETT-áætluninni og hundruð hafa tengst verkefnum nefndarinn- ar síðustu fimm árin. Verkefna- styrkirnir hafa veitt tækifæri og nýja sýn á starfsmenntun — en ábyrgðin á að nýta tækifærin hlýtur alltaf að vera þátttakendanna sjálfra. Mikilvægasti árangurinn til lengri tíma kann þó að vera aðgang- ur að upplýsingum og tækifæri til samanburðar við það sem aðrir eru að gera og að prófa nýjar hugmynd- ir. I því sambandi erum við ekki aðeins þiggjendur, heldur höfum við ýmislegt fram að færa. Það sést best á verkefninu Gæðastjórnun í sjávarútvegi, en ein niðurstaða úr því verkefni er sú að á sviði mennt- unar í sjávarútvegi stöndum við mjög framarlega. Starf nefndarinnar hefur reynst lærdómsríkt á innlendum vettvangi hvað það varðar að hvaða leyti full- trúar atvinnulífs og skóla geta unn- ið í sameiningu að því að bæta úr þjálfunarþörf á afmörkuðum svið- um. Því fer þó íjarri að búið sé að brúa það bil sem stundum er talað um að sé milli skólakerfís og at- vinnulífs, þó verkið sé vissulega hafíð. Ný áætlun, svokölluð Leonardó- áætlun tók við af COMETT-áætlun- inni. Með henni fjölgar þeim tæki- færum sem íslendingum bjóðast til Evrópusamstarfs verulega. Leon- ardó-áætlunin tekur til allra stiga starfsmenntunar; á framhalds- skólastigi og háskólastigi auk starfsþjálfunar á vegum atvinnu- lífsins. Það er mjög mikilvægt að við íslendingar nýtum okkur þá kosti til samstarfs sem þarna bjóð- ast. Mikil þörf er á eflingu starfs- menntunar á íslandi, en eðlilega greinir menn á um leiðirnar. í ljósi reynslu síðustu fimm ára mun Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla halda ótrauð áfram að vinna að þeim markmiðum sem nefndinni voru sett í upphafi og reyna eftir mætti að leiða saman til samstarfs þá aðila sem hafa mest áhrif á það hvernig til tekst með þjálfun á hæfu vinnuafli til að takast á við verkefni næstu aldar. Höfundur er forstöðumaður Landsskrifstofu Leonardó og verkefnisstjóri Sammenntar Sam- starfsnefndar atvinnulífs ogskóla. ber innkaup á markvissan hátt til atvinnu- og nýsköpunar. Iðnaðarráð- herra hefur nýlega skipað nefnd til að fjalla um samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu. Nefndin á m.a. að gera tillögur um hvernig stjórn- völd geti stuðlað að því að tryggja samkeppnisstöðu innlendrar fram- leiðslu með opinberum innkaupum, endurskoðun á útboðsstefnu hins opinbera og á hvern hátt unnt sé að efla nýsköpun í iðnaði með þátt- töku opinberra stofnana. Nefndin á að skila niðurstöðum sínum fyrir 20. des. nk. Þá er það auðvitað mikilvægt að sveitarfélög og stofnanir þeirra móti ákveðna stefnu í innkaupamálum sem hvetur til kaupa á innlendri framleiðslu. Bjart framundan Ef allir leggjast á eitt, ríki, sveit- arfélög, fyrirtæki og einstaklingar og beina viðskiptum sínum að ís- lenskri framleiðslu, getur það stór- eflt íslenskan iðnað. Það ásamt að- gerðum stjórnvalda til að búa at- vinnulífinu viðunandi rekstrar- og samkeppnisgrundvöll getur leitt til mikillar fjölgunar starfa í iðnaði. Þá mun stækkun álversins hafa mjög jákvæð áhrif í byggingariðnaði og málmiðnaði, en byggingariðnað- urinn hefur átt hvað erfiðast upp- dráttar að undanförnu. Það er því ástæða til að ætla að bjart sé framundan í íslenskum iðn- aði. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og varaformaður Iðnaðarnefndar Alþingis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.