Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 1 ! LISTIR f niinningii þjóðskáldsíns „Jökla- heimar“ MYNPLIST Listasafn Kópavogs — Gcröarsafn LJÓSMYNDIR Ragnar Th. Sigurðsson. Opið alla daga (nema mánud.) kl. 12-18 til 19. nóvember. Aðgangur kr. 200 (á allar sýningar Gerðarsafns). Sýningar- skrá ókeypis RAGNAR Th. Sigurðsson ljós- myndari og Ari Trausti Guðmunds- son jarðfræðingur urðu fyrir nokkru fyrstir Islendinga til að komast á Norðurpólinn. Sú ævin- týraferð kemur lítillega við sögu hér (með myndum frá nyrstu eyjum Kanada), og er gott vitni um áhuga beggja á köldum slóðum, en þeir hafa lengi unnið saman á ferðum um ísa Grænlands jafnt sem jöklá heimalandsins. Nú'hefur þessi sam- vinna leitt til bókaútgáfu, en hér hefur verið sett upp sýning í tilefni útkomu bókar eftir þá félaga, með ljósmyndum Ragnars og texta og stuttum ljóðum Ara Trausta. Á veggjum Gerðarsafns fá ljós- myndirnar notið sín í mun stærri flötum en í nokkurri bók, en stærð- in er mikilvæg þegar viðfangsefnið er jafnviðamikið og íslenskir jöklar, einkum þegar leitað er eftir mynd- um sem krefjast sérstakra að- stæðna og birtu sem aðeins er hægt að ná með mikilli þolinmæði og eljusemi. Sérstaka athygli vekja þær miklu víddir, sem Ragnar nær inn á myndirnar; sjóndeildarhringurinn er nánast óendanlegur þegar myndopið gleypir í sig jökulbreið- urnar. Til að ná þessum myndum hefur ýmist þurft að nota gleið- hornslinsur eða sérútbúna ljós- myndavél, en árangurinn er fyrir- hafnarinnar virði. Víðáttur Vatna- jökuls, sprunginn og tættur Tungnaáijökull og sólarlag við Snæfellsjökul kunna að hljóma sem klisjur túristaljósmyndunar, en verða talsvert annað og meira hér fyrir vönduð vinnubrögð ljósmynd- arans. Vegna óvenjulegs sjónarhorns birtist landið oft með alveg nýjum hætti; sem dæmi um þetta má benda á mynd af Kálfafellsdal, þar sem Brókaijökull steypist ofan í hann, og dans norðurljósanna yfir Hvalfirði, þar sem umferðarljósin mynda rauða slöngu í snjónum. Maðurinn verður smár og lítilsigld- ur í slíku umhverfi, eins og sést t.d. vel á mynd af mönnum á ís- turni í Skaftáijökli. Hér getur að líta fjölda fallegra ljósmynda, sem rétt er að hvetja fjallafólk og annað áhugafólk um ljósmyndun og íslenska náttúru til að skoða með eigin augum. Auk þess að sýna myndirnar í Kópavogi hefur Ragnar einnig komið þeim fyrir á öðrum vett- vangi; tölvunotendur geta skoðað þær á vefnum, en þar er hægt að nálgast myndirnar í nýju galleríi íslenska menntanetsins. Þrátt fyrir að nokkuð annað sé að sjá þær í minnkuðu formi tölvuskjás - og gæðin lakari - gefa þær ímyndir nokkra vísbendingu um myndefnið, víðáttu þess og ríkidæmi, og hafa þann kost að vera aðgengilegar um allt land - raunar allan heim. Þetta mun vera fyrsta sýningin sem sett er upp í þessu tiltekna „sýningarrými“, og verður vonandi framhald á. Á undanförnum misserum hafa heyrst óljósar fregnir af sýningum nokkurra lista- manna á svipuðum vettvangi, en staðsetningar hafa sjaldnast fylgt slíkum flugufregnum. Þetta á von- andi eftir að breytast, enda hlýtur sýningarhald íslenskra listamanna að aukast á veraldarvefnum á næstu misserum, sé tekið mið af þeirri sprengingu sem hefur orðið á skömmum tíma á þeim vettvangi erlendis. Eiríkur Þorláksson TONLIST Illjómdiskar ALDARMINNING DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI Jóhanna Linnet, Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Óskar Pétursson, Edda Heið- rún Backman, Ásdis Guðmundsdótt- ir, Bergþóra Amadóttir, Gullý Hanna Ragnarsdóttir, Maguús og Jóhann, Egill Ólafsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Bergþór Pálsson og Guðlaugur Vikt- orsson syngja lög eftir Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi. Umsjón: Torfi Ólafsson, Jóhami Helgason. Utgefendur: Atli Guðlaugsson, Berg- þóra Arnadóttir, Elín Ósk Óskars- dóttir, Heimir Sindrason, Hilmar Sverrisson, Jóhann Helgason, Pétur Hjaltested, Torfi Ólafsson. Dreifing: Spor, Nýbýlavegi 4, Kópav. Illjóð- vinnsla og samsetning: Halldór Vík- ingsson. Útsetningar og hljóðfæra- leikur með ágætum. ÞESSI hljómdiskur er furðu sam- stæður, lögin fara ljóðunum oftast vel og aldrei mjög illa, sem er út af fyrir sig nýlunda ef ekki afrek þegar menn taka sig til að semja lög við texta góðskálda (eymingja Tóm- as!) hvað þá þjóðskálda. Og þrátt fyrir að hér ægir saman óperusöngv- urum, vísnasöngvurum og popp- söngvurum er útkoman áferðarfal- leg heild og lögin (eftir ýmsa höf- unda, þ. á m. allmarga sem hér koma við sögu) við hæfi. Mér segir svo hugur um að Davíð eigi sinn þátt í þessu, kvæði hans eru flest í eðli sínu söngvar förumanns eða í ætt við þjóðvísuna, enda hefur tón- skáldum yfirleitt tekist vel tii þegar þau semja við texta hans — og nægir að minna á Pál Isólfsson. Diskurinn hefst á fallegu lagi eft- ir Torfa Ólfasson, Vorljóði, ágætlega sungið af Jóhönnu Linnet. Síðan koma lög eftir Heimi Sindrason og Alta Guðlaugsson, sungin af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur (eftir þann síðar- nefnda einnig af Öskari Péturssyni), vel sungin svo sem vænta má. Og þannig get ég haldið áfram roms- unni Edda Heiðrún (Kvæðið um fugl- ana eftir Atla Heimi), Bergþóra Árnadóttir (Barnið í þorpinu, eigið lag), Egill Ólafsson (Höfðingi smiðj- unnar eftir Jóhann Helgason) og Magnús og Jóhann (Konan, sem kyndir ofninn minn eftir Sverri Helgason) eru þekkt í bransanum, fjölhæfir og góðir (og ólíkir) lista- menn. Söngur Ásdísar Guðmunds- dóttur (Til eru fræ), vakti athygli mína, ekki síst fyrir góðan texta- flutning. Einna síst kunni ég að meta Friðlausa fuglinn (þrátt fyrir góðan undirleik) eftir Gullý Hönnu Ragnarsdótlur. Gullý Hanna (sem syngur sjálf) hefur leiðan vana (sem fleiri hafa, Egill m.a. ekki laus við), að framlengja sérhljóð með því að skjóta inn h-i (sva-hanur, vo-hor(!)). Síðustu þijú lögin (En þú varst ævin- týri eftir Jóhann Helgaspn. Ég horfi ein, Páll ísólfsson, og í musterinu eftir Torfa Ólafsson) syngja Ólöf Kolbrún, Elín Ósk, Bergþór Pálsson og Guðlaugur Viktorsson mjög vel — einkum konurnar (Elín Ósk hríf- andi), enda lögin betri. Textar líka. Vel heppnað og við hæfi. Oddur Björnsson -----♦ ■♦------ Nýjar bækur Draumveruleiki Björgvins Ivars ÚT ER komin ljóðabókin Blákaldur draumveruleiki eftir Björgvin ívar. Þetta er fyrsta bók höfundar. Útgefandi er Bókaútgáfan Nykur. Bókin er fáanleg í Bóka- búð Máls og menningar, Laugavegi, Ey- mundsson, Aust- urstræti, og hjá höfundi sjálfum. Bókin er 43 bls. og prentuð í Litlaprenti. Verð 1.490 krónur. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS, Helga Þórarinsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir Hljómsveitarstjóri: Osmo Vánska W. A. Mozart: Maurerische Trauermusik Benjamin Britten: Lachrymae fyrir víólu og strengi Einsöngvari: Sigrún Hjálmtýsdóttir Einleikari: Helga Þórarinsdóttir Henryk M. Gorecki: Sinfónía nr. 3 SINFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS/f\ Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OC VIÐ INNGANCINN VÍSNASÖNGKONAN Anna Pál- ína Árnadóttir efnir til tónleika I Menningarmiðstöð Hafnar- fjarðar undir yfirskriftinni Haustvísa í Hafnarborg, mið- vikudaginn 15. nóvember næst- komandi kl. 20. Á efnisskrá verða íslensk, nor- ræn og frönsk ljóð og Iög sem eiga það sameiginlegt að fjalla um ástina, haustið og lífið og tilveruna í ýmsum myndum. Hluti af efnisskránni er væntan- legur á nýrri geislaplötu sem verður gefin út á næsta ári. Með Önnu Pálínu leika þeir Gunnar Gunnarsson á píanó og Jón Rafnsson á kontrabassa. Anna Pálína Árnadóttir hefur á undanförnum árum getið sér gott orð fyrir flutning sinn á vísnatónlist, bæði hérlendis og Gunnar, Anna Pálína og Jón Haustvísa í Hafnar- borg á Norðurlöndum. Hún stundaði söngnám í Tónlistarskóla FIH og hjá einkakennurum, meðal annarra. Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur og Elsu Waage. Fyrr á þessu ári hlaut hún styrk, sem veittur er ungum norrænum listamönn- um, til að stunda nám í söng og túlkun hjá hinum þekkta sænska söngvara og kennara Torsten Föllinger. Anna Pálína hefur sent frá sér tvær geislapötur, ;,Á einu máli“ ásamt Aðalsteini Ásberg Sig- urðssyni og „Von og vísu“ ásamt Gunnari Gunnarssyni. Um þess- ar mundir er að koma út nýtt Iag með henni á finnskum geisla- diski, auk þess sem hún er að vinna að dagskránni „Berrössuð á tánum“ sem ætluð er börnum og verður frumflutt síðar í mán- uðinum. Gunnar Gunnarsson og Jón Rafnsson hafa starfað saman um árabil í jasstríóinu Skipað þeim frá Akureyri, en báðir hafaþeir leikið jöfnum höndum jass og sígilda tónlist. Dagskráin Haustvísa í Hafnar- borg verður aðeins í þetta eina skipti og hefst eins og fyrr segir kl. 20.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.