Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
I
FRETTIR
85.000
tonn af
síld borist
áland
SÍLDARAFLI landsmanna er
kominn upp í 'liðlega 85.300
tonn samkvæmt tölum sem
gefnar voru upp í gærmorgun.
Af þessum afla hafa 20.303
tonn farið í frystingu, 14.469
tonn í söltun og 50.534 tonn í
bræðslu.
Eftir að frysta 4.7001
í heildina er talin þörf á 25
þúsund tonnum af síld I fryst-
ingu og eru þvl eftir af því 4.697
tonn. Þörf er talin á 20 þúsund
tonnum af síld í söltun í heild
og eru eftir af því 5.531 tonn.
Eftir er að veiða liðlega 44
þúsund tonn af úthlutuðum
aflaheimildum í síld.
Kenneth Peterson, aðaleigandi Columbia Aluminium Corporation
Valið stendur nú á milli
íslands og Venesúela
KENNETH Peterson, aðaleigandi bandaríska
álfyrirtækisins Columbia Aluminium Corporati-
on, segir að fyrirtækið sé enn að viða að sér
upplýsingum og vinna úr gögnum áður en endan-
leg ákvörðun verður tekin um staðsetningu nýrr-
ar álbræðslu. Stjórnendur fyrirtækisins skoðuðu
aðstæður í Venesúela í seinustu viku.
Peterson sagði í gær að valið stæði nú á milli
íslands og Venesúela. Þegar stjómendur Col-
umbia komu til íslands í seinasta mánuði kom
fram að fjórir staðir kæmu til greina fyrir stað-
setningu álversins; Kanada, Miðausturlönd, Ven-
esúela og ísland.
Peterson sagði að allar upplýsingar yrðu lagð-
ar fyrir stjórnarfund sem haldinn yrði innan
skamms en sérfræðingar væru enn að vinna að
Stækkun ISAL hefur
ekki áhrif á ákvörðun
Columbia
greiningu á þeim gögnum sem aflað hefur ver-
ið. „Við ætlum að taka ákvörðun fyrir árslok,"
sagði hann.
Peterson sagði að ákvörðun Alusuisse-Lonza
í seinustu viku um stækkun álversins í Straums-
vík kæmi ekki á óvart. „Við höfðum gert ráð
fyrir að þetta yrði niðurstaðan. Hún hefur út
af fyrir sig engin sérstök áhrif á ákvörðun okk-
ar. Við erum að setja niður fyrir okkur hver
yrði raunverulegur raforkukostnaður, launa-
kostnaður, byggingarkostnaður og svo framveg-
is, og ákvörðun A-L skiptir í rauninni ekki máli,
vegna þess að við höfðum reiknað með þessari
niðurstöðu," sagði hann.
Aðspurður hvort Columbia myndi hugsanlega
gera kröfu um sambærilegan orkusölusamning
og gerður var milli ISAL og Landsvirkjunar
sagði Peterson: „Við getum aðeins byggt
áætlanir okkar á þeim upplýsingum sem við
höfum fengið hjá Landsvirkjun og tilboð þeirra
er hluti af útreikningum okkar. Hvort það er
betra eða verra en samiö var um við Alusuisse
skiptir ekki öllu máli. Ef Landsvirkjun vill taka
ákveðna afstöðu hefur hún allan rétt til þess,“
sagði hann.
Guðjón Peter-
sen bæjarstjóri
GUÐJÓN Petersen,
framkvæmdastjóri Al-
mannavama ríkisins,
hefur verið ráðinn bæj-
arstjóri Snæfellsbæjar.
Stóðu allir bæjarfull-
trúar að ráðningu hans
og segist Páll Ingólfs-
son, forseti bæjar-
stjórnar, vera stoltur
af að geta sagt frá
samstöðu um ráðningu
bæjarstjóra.
„Ég sótti um af
áhuga fýrir þessu
starfí. Tel rétt að
breyta til,“ segir Guð-
jón Petersen um vista-
skipti sín. Hann er að
land allt og segist
þekkja nokkuð til
starfa þeirra. „Ég er
mjög ánægður og
hlakka til að fá að
starfa fyrir og með
þessum mönnum,“
segir hann.
Nítján umsóknir
Guðjón
Petersen
verða 57 ára gamall og hefur starf-
að hjá Almannavörnum ríkisins í
24 ár, fyrst sem fulltrúi og síðan
framkvæmdastjóri frá 1979. Hann
tekur það fram að ákvörðun sín
tengist ekki á neinn hátt þeim
hörmungum sem dunið hafa yfir á
þessu ári og bendir á að hann hafi
sótt um bæjarstjórastarfíð áður en
snjóflóðið féll á Flateyri. Hann hafi
einfaldlega staðið frammi fyrir
þeirri spumingu hvort ekki væri
ástæða til að breyta til.
í starfí sínu hefur Guðjón unnið
með sveitarstjórnarmönnum um
Stefán Garðarsson,
fyrrverandi bæjarstjóri
Snæfellsbæjar, hóf
störf sem fram-
kvæmdastjóri útgerð-
arfélagsins Snæfell-
ings hf. í Ólafsvík í lok
ágúst og var formlega
veitt lausn frá embætti
bæjarstjóra mánuði síðar. Nítján
sóttu um bæjarstjórastarfíð. Gengið
var frá ráðningu Guðjóns Petersens
á aukafundi bæjarstjórnar í gær.
Guðjón segist þegar hafa sent
dómsmálaráðherra ósk um lausn frá
störfum. Starfslok hans væru sam-
komulagsatriði en hann kvaðst von-
ast til að geta tekið við starfínu í
Ólafsvík fljótlega eftir áramót.
Eiginkona Guðjóns er Lilja Bene-
diktsdóttir verslunarmaður og eiga
þau tvö uppkomin böm og fjögur
bamaböm.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Tillaga um viða-
miklar breytingar
„ÞAÐ er verið'að rústa skólanum,"
sagði Kristín Amalds skólastjóri
Fjölbrautaskólans í Breiðholti um
tillögu menntamálaráðherra um
Eldur í
strætis-
vagnaskýli
ELDUR kviknaði í strætisvagnaskýli
á Miklubraut í gærkvöldi, en lög-
regla náði að slökkva hann áður en
slökkvilið kom á vettvang.
Strætisvagnaskýlið er á milli Rétt-
arholtsvegar og Grensásvegar og
hafði verið kveikt í því. Að sögn lög-
reglumanns í Reykjavík var bruninn
minniháttar.
breytingar á skólanum. I tillögunni
felst að tæknisvið og matvælasvið
skóians verði lögð niður.
Kristín lét þessi orð falla á
hverfafundi borgarstjóra í efra
Breiðholti I gærkvöldi. í skýrslu sem
menntamálaráðherra hefur sent frá
sér er lagt til að málmiðnaðardeild
Fjölbrautaskólans í Breiðholti til-
heyri Borgarholtsskóla og tréiðnað-
ardeildin Iðnskólanum í Reykjavík.
Einnig að rafíðnaðardeild og mat-
væladeild hætti.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagði að hún hefði lesið skýrsluna
í gær og að í henni kæmu fram
miklar breytingar á Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti en litlar sem eng-
ar á menntaskólunum í borginni.
„Mér líst ekki alltof vel á þessar
breytingar," sagði hún.
Neyddust til að lenda á túni undir Esjuhlíðum
YFIR Grafningi í samflugi á heimleið úr góðviðrisflugtúr austur í sveitir.
„Hræddumst helst
hrossataðshraukana“
FLUGMENN þriggja einka-
flugvéla af Jodel-gerð úr Mos-
fellssveit áttu ekki annarra
kosta völ í fyrradag en lenda
á túni undir Esjuhlíðum við
Hrafnhóla er þeir sneru úr
góðviðrisflugtúr austur I sveit-
ir. Þoka grúfði þá yfir flugvell-
inum í Mosfellsbæ og Reykja-
vík einnig.
„Það var stillilogn, einstak-
lega fallegt veður og ótak-
markað skyggni í ferðinni en
er við nálguðumst heimaslóðir
aftur voru þokubönd við jörðu
sem þéttust eftir því sem nær
dró,“ sagði Jón Karl Snorrason
flugstjóri, sem var farþegi í
einni flugvélinni.
„í Mosfellsbæ stóðu fellin
upp úr, þokan náði í 150 metra
hæð. Við reyndum að kíkja
niður en fengum upplýsingar
um talstöð að ekki sæist út á
brautarenda úr vallarhúsunum
og turninn í Reykjavík sagði
að þar væri ekki lendandi.
Við hörfuðum til baka og
fundum lítið og fallegt tún við
Hrafnhóla, skelltum okkur þar
niður og lentum heilu og
Morgunblaðið/Jón Karl Snorrason
FRÖNSKU Jodel-flugvélarnar á túninu við Hrafnhóla. Flug-
maður TF-RJR var Hjörtur Ingólfsson, TF-ULF flaug Örn
Johnson og Magnús Víkingur TF-REF.
höldnu. Það eina sem við óttuð-
umst voru hrossataðshraukar
á túninu, þeir hræddu okkur
helst, en voru sem betur fer
mjúkir. f gærmorgun, þegar
við náðum í flugvélarnar, voru
þeir hins vegar gaddfreðnir
og vélarnar hrímaðar. Að
hreinsun lokinni gekk heim-
flugið þó vel,“ sagði Jón Karl.
I
>
I
I
i
I
;■
I
i
i
I
;
i
t
i
i
j
i
l
i