Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 56
i6 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ *S5< . 551 6500 FRUMSÝNING: BENJAMÍN DÚFA Sýnd kl. 5, 7 og 9. Miðaverð kr. 700. 'SSS Sími 551 6500 NETIÐ - SANDRA BULLOCK Sýnd kl. 9.05 og 11. B.i. 12 ára. KVIKMYND EFTIR HILMARODDSSON H, Sýnd í B-sal kl. 4.50 og 6.55. Miðaverð kr. 750. STJÖRNUBÍÓLlNAN - Verölaun: Bíómiðar. Sími 904 1 065. Heimasíða: http://www.vortex.is/TheNet. TÓMAS Sævarsson og Valur Halldórsson. Morgunblaðið/ Nýjar hljómplötur Betri við hverja hlustun Kristín Eysteinsdóttir sendi nýlega frá sér plötuna Litir. Hún segir að þar með rætist gam- all draumur, enda hafí hún lengi verið viðloð- andi tónlistarbransann, sem trúbador og í bíl- skúrsböndum. G TÓK bara þá bijálæðislegu ákvörðun að kýla á það,“ segir Kristín. Hún segist ekki hafa verið í neinum alvöru- hljómsveitum áður. „Nei, en ég var í klassísku söngnámi og glamraði töluvert á gítarinn. Eg starfaði reyndar sem trúbador og var í nokkr- •um bílskúrssveitum í gaggó.“ Hún segist hafa fengist við lagasmíðar í þó nokkurn tíma. „Ég byijaði að semja lög svona 13-14 ára. Mörg lögin á plötunni eru komin svolítið til ára sinna,“ segir hún. Hafa allar dyr verið opnar í bar- áttu hennar fyrir því að koma sér á framfæri? „Nei, maður þarf náttúru- iega bara að opna þær sjálfur. Það er eins og helmingur íslensks fjöl- miðlafólks sé hálf meðvitundarlaus gagnvart íslenskri tónlist. Um leið 'og plata kemur út erlendis er dagur- inn, ef ekki vikan, tileinkaður henni á útvarpsstöðvunum. Lögin eru spil- uð á hálftíma fresti og platan aug- lýst í bak og fyrir. Stöðvarnar gera erlenda efnið vinsælt. En um leið og eitthvað kemur út hérlendis nenna plötusnúðarnir ekki einu sinni að hlusta á það. Það eru bara nokkr- ir útvarpsmenn hér á landi sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera.“ Kristín segir að reyndar breytist hlutirnir þegar jólin nálgist. „Þetta er allt að komast á skrið núna. Ahug- inn á íslensku efni virðist fara vax- andi þegar líður að jólum.“ Hún segir að sum lög af plötunni Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir þurfí þó nokkra hlustun. „Platan verður betri og betri við hveija hlust- un. Þessi tónlist er kannski ekki vel til þess fallin að dilla sér eftir við uppvaskið. Sum lögin eru þó auð- melt og grípa hlustandann um leið. Það eru þó ekki endilega bestu lög- in,“ segir hún. Hún segist hafa ráð- gert fyrirfram að hafa eitt vinsælda- lag á plötunni. „Já, ég hugsaði að- eins um það. Við ákváðum að út- setja lagið Alein þannig að það yrði „útvarpsvænt", en maður getur aldr- ei ákveðið fyrirfram hvað verður vinsælt." Ánægð með útkomuna Kristín segist vera ánægð með plötuna. „Ég er mjög ánægð með útkomuna, þrátt fyrir að maður geti aldrei verið fullkomlega ánægður með neitt. Eftir því sem tíminn líður sér maður að ákveðnir hlutir eldast ekki sérstaklega vel, þótt þeir hafi virkað vel í hita augnabliksins, en á heildina litið er ég ánægð með út- komuna.“ Einvalalið tónlistarmanna aðstoð- aði Kristínu við upptökur á plötunni. „Orri Harðarson útsetti tónlistina með mér og spilaði á mörg hljóð- færi. Elíza Geirsdóttir í Kolrössu krókríðandi spilaði á fiðlu og Ingólfur Sigurðsson leikur á trommur. Jón Bjarki Bentsson spilar á bassa og Ólöf Sigursteinsdóttir á selló. Sjálf spilaði ég á gítar og sá að sjálfsögðu um söng.“ Kristín semur öll lög sín á gítar. Hvort kemur lagið eða textinn á undan? „Það er rosalega misjafnt. Það er engin algild regla um það. Ef textinn kemur á undan er ég vanalega með eitthvert ákveðið lag í huga sem fellur að stemningu text- ans. Ef lagið kemur á undan reyni ég að semja texta sem fellur að stemningu lagsins," segir þessi unga tónlistarkona. Nýjar hljómplötur Leit að sérstöðu Hljómsveitin Bylting lætur í sér heyr^ fyrir þessijól o g fyrir skömmu kom út fyrsta breiðskífa hennar, Ekta. Byltingarmennirnir Tómas Sævarsson og Valur Halldórsson segja hljómsveitina gefa út plötu til að skapa sér sérstöðu. AÐ reynist mörgum vel að gefa út plötu, þó hún nái kannski ekki metsölu þá er þess að vænta að umfjöllun um hana og spilun í útvarpi eigi eftir að auka svo hróður hljómsveitarinn- ar að útgáfan borgi sig þó með óbeinum hætti sé. Þetta er mat ungmenna úr Eyjafirði sem skipa hljómsveitina Byltingu, en fyrsta breiðskífa hennar, Ekta, kemur út í dag. Hljómsveitin Byltjng er úr Eyja- firði, eins og áður er getið, og hef- ur starfað í núverandi mynd í ár; á sér þó fjögurra ára aðdraganda, þar af sem Bylting í þijú ár. „Það fór ekkert að gerast fyrr en á síðasta ári þegar við fórum að taka þetta af einhverri alvöru, tókum þetta föstum tökum og fórum að gera eitthvað af viti,“ segja þeir Tómas Sævarsson og Valur Halldórsson, Byltingarmenn. Þeir segja að þeim hafi gengið allt í haginn í kjölfarið, hafi spilað hveija einustu helgi um allt land á þessu ári, og ágæt sönnun annanna sé að þó diskurinn komi út í dag hafi þeir ekki tíma til að halda út- gáfutónleika fyrr en þrítugasta, í 1929 á Akureyri. Óformlegir út- gáfutónleikar verða svo hér í Reykjavík, á Kaffi Reykjavík, 1. og 2. desember. „Við erum mikið úti á landi,“ segja þeir, „en erum að reyna að ryðjast inn á markað syðra, smátt og smátt, og platan er liður í því. Það hefur gengið ágætlega að koma lögum eftir okkur í útvarpið, þetta er allt að koma.“ Leiðir á þorrablótúnum „Við náum meiri sérstöðu með því að taka upp okkar eigin lög og gefa út,“ segja þeir félagar. „Við gætum tekið upp gömul bítlalög en við myndum ekki ná þeirri sérstöðu sem við leitum eftir, kæmumst ekki í hóp þeirra hljómsveita sem eru að leika eigin efni á böllum, en það er draumurinn að geta leikið eigin lög og lifað af því. Það var annaðhvort að gefa út plötu eða halda áfram á þorrablóta- markaðnum, sem við erum orðnir leiðir á. Við hituðum mikið upp fyr- ir stærri hljómsveitir á böllum í sumar og við stefnum á að halda eigin böll næsta sumar; að gefa út plötu er að leggja grunninn að því, það er svo góð auglýsing og kynn- ing ef einhver lög heyrast í útvarpi." Lítill tími fyrir höfuðborgina Bylting hefur lítið sést syðra undanfarin misseri og þeir félagar segjast einfaldlega ekki hafa tíma til að skemmta höfuðborgarbúum. „Ef platan gengur vel reynum við að koma sem oftast, en við höfum svo mikið að gera úti á landi að það gefst ekki tími til að spila hér fyrir sunnan. Við erum mikið á fartinni, á Vesturlandi, Austfjörð- um og auðvitað fyrir norðan, en við gerum út frá Ákureyri, eigum allir heima á Eyjafjarðarsvæðinu. Við reynum að hafa þetta einfalt, erum á litlum bíl, keyrum sjálfir og rótum að mestu sjálfir. Það borgar sig ekki að vera með neina yfirbyggingu, hvort sem hljóm- sveitir eru vinsælar eða ekki, eins og hefur sannast þegar hljómsveit- ir hafa verið að tapa stórfé á sum- arúthaldinu. Við vonum auðvitað að þessi diskur eigi eftir að koma okkur á kortið, en það er engin hætta á að við ofmetnumst. Við erum bún- ir að vera að það stutt, að við finn- um ekki fyrir þreytunni, okkur finnst þetta gaman og ef einhver helgi er ekki bókuð þá skjálfum við á beinunum, okkur langar svo út á land að spila. Þetta er fyrst og fremst félagsskapur, við erum allir góðir vinir og ef gengur illa stöndum við saman, ekki síður en við gleðjumst saman þegar vel gengur," segja þeir félagar ákveðnir. Kays listinn ókeypis, jólalistinn kominn. Full búð af vörum, alltaf útsala. Opið 9-6 og 11-14 laugard. Til hamingju BENJAMÍN DÚFA UM LKIÐ OG VIÐ ÓSKUM AÐSTANDENDUM KVIKMYNDARINNAR „HENIAMlN DÚFA“ TIL HAMINGJU MED MYNDINA, l-A l’OKKU.M VID l’FILM FYRIR AD HAF'A VAl.iD FUJI FILMU TIL MYNDATÖKUNNAR. ^IFUJICOLOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.