Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JMtftglfllÞIaMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORÐININIGERIU MORÐIN á rithöfundinum Ken Sare-Wiwa og átta öðrum stjórnarandstæðingum í Nígeríu í síðustu viku hafa vakið reiði og hrylling um allari heim. Her- stjórnin, sem drottnar í þessu fjölmennasta ríki Afr- íku, hefur misboðið réttlætinu, troðið á mannréttindum og látið álit umheimsins sem vind um eyrun þjóta með því að taka mennina, sem tilheyrðu Ogoni-þjóðflokkn- um, af lífi eftir sýndarréttarhöld. Þrátt fyrir hörð viðbrögð um allan heim, sýnir þetta mál þó í raun hvað alþjóðakerfið ræður yfir fáum tækjum til að refsa með árangursríkum hætti þeim ríkisstjórnum, sem brjóta gróflega alþjóðleg lög og sáttmála. Reynslan sýnir að alþjóðlegar refsiaðgerðir bera yfirleitt ekki tilætlaðan árangur. Valdhafarnir, sem sökina eiga, sitja sem fastast, en refsingin kemur niður á saklausum almenningi. Þannig er vafamál að bann á sölu skreiðar frá íslandi til Nígeríu myndi koma valdhöfunum, sem lifa í allsnægtum, illa. Það er hins vegar varla vafi á að það væri ekki hagur nígerísks almennings að hætta innflutningi lífsnauðsynja á borð við íslenzkan fisk. Vesturlönd og önnur þau ríki, sem hafa lagzt gegn mannréttindabrotum og einræði í Nígeríu, eiga þann kost helztan að beita herstjórnina í Abuja siðferðilegum þrýstingi á alþjóðavettvangi, að styðja við bakið á andófsmönnum í landinu og að halda áfram að reyna að efla virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum í Níg- eríu og i þriðja heiminum almennt. Hluti vanda Nígeríu er að hún er, eins og mörg önnur Afríkulönd, margklofin í hundruð þjóðflokka. Átök milli múslima í norðurhluta landsins og kristinna manna í suðurhlutanum hafa jafnframt sett svip á sögu landsins. Það er því erfitt að viðhalda einingu og stöðugleika í þessu fjölmenna ríki. Þjóðernisdeilur í Nígeríu hafa oft vakið athygli umheimsins, til dæmis í Biafrastríðinu, er Ibo-þjóðin í Suðaustur-Nígeríu lýsti yfir stofnun eigin ríkis og háði blóðugt sjálfstæðis- stríð, sem endaði með sigri norðanmanna. Andóf Ogoni-manna gegn herstjórninni, sem einkum er skipuð mönnum af Hausa-þjóðinni, er öðrum þræði þjóðernislegt, en jafnframt hafa þeir barizt gegn um- hverfisspjöllum, sem þeir segja alþjóðleg olíufyrirtæki vinna á landi sínu. Þetta setur ástandið í Nígeríu að sumu leyti í nýtt ljós. Athygli umheimsins hlýtur af þeim sökum að beinast að samskiptum hinna vestrænu olíufyrirtækja og herstjórnarinnar í landinu. Aðhald almenningsálitsins að fyrirtækjunum, sem um ræðir, getur verið áhrifaríkt, eins og dæmin sanna. TREGÐULÖGMÁL KVENNALISTANS UMRÆÐUR á landsfundi Kvennalistans, sem hald- inn var á Nesjavöllum um seinustu helgi, báru ekki vott um að kvennalistakonur eygðu leið út úr til- vistarkreppu flokks síns. Umræðurnar sýndu vissulega fram á að flokkskonur viðurkenna nú loks að flokkur þeirra eigi undir högg að sækja, enda sýndu úrslitin í seinustu þingkosningum ljóslega fram á það. Af þeim möguleikum, sem ræddir voru, völdu kvennalistakonur hins vegar þann kost að halda áfram á sömu braut og áður og halda áfram að tala um vandamálin í stað þess að taka af skarið um breytingar, til dæmis samstarf við aðra flokka. Tregðulögmálið í Kvennalistanum virðist þannig vera orðið sterkt, líkt og í gömlu flokkunum sem kvennalistakonur hafa gagnrýnt. Óttinn við breytingar ræður, þótt ljóst sé að gömlu aðferðirnar skili ekki árangri lengur. ' Úreit og stöðnuð viðhorf í þjóðfélaginu eru, eins og Kvennalistinn hefur margoft bent á, það sem einna helzt stendur kvennabaráttu fyrir þrifum. Nú virðist hins vegar svo komið að kreddufesta og fastheldni við gamalt form innan kvennahreyfingarinnar sjálfrar geti farið að hamla gegn árangri hennar. Áningarstaður fjallgöngumanna ÞORPIÐ Gokyo er innst í Gokyo-dal í Nep- al. Á þessum slóðum í Himalaja-fjöllum eru nú um 500 ferðalangar strandaglópar og þurfa að berjast gegnum þykka skafla án matar og hlífðarklæða í um 5000 m hæðyfir sjávarmáli eftir snjóflóð um helgina. Áköf leit fer nú fram að nokkur hundruð manns, sem er saknað á hættusvæðunum. Myndin til hægri sýnir ( morgni. Gokyo fjallgöngumani um eða skáluni Tugirmanna farast í snjóflóðum í Nepal Mannskæð flóð féllu á örlítið þorp undir brött- um fjallshlíðum Himalajafjalla í Nepal um helgina. Fjórir Islendingar voru í leiðangri, sem fór um þessar slóðir í október, og var þá ekki minnst á að hætta væri á skriðum. Katbmandu. Reuter. TALIÐ er víst að 42 hafi beðið bana í snjófióðum í Nepal | aðfaranótt laugar- dags og þeir gætu verið fleiri. Björgunarstarfið gekk illa í gær vegna slæms veðurs og skyggnis. Á meðal fórnarlambanna voru 17 erlendir fjallgöngumenn, þar af þrettán Japanar sem fórust í búðum nálægt Everest, hæsta fjallstindi heims. Talið er að um 500 erlendir fjallgöngumenn hafi verið á svæðinu og ekki var vitað hversu margir þeirra urðu fyrir snjóflóðum eða lentu í þrengingum vegna kulda og fannfergis. Þyrla og lítil flugvél komust í gær til Gokyo-dals, afskekkts svæðis nálægt Everest þar sem 26 fjall- göngumenn, þar af þrettán Japan- ar, urðu fyrir snjóflóði þegar þeir sváfu í búðum í þorpinu Pangka í mynni dalsins. Sautján til viðbótar - þar af fjórir Vesturlandabúar, tveir Kanadamenn, írsk kona og Þjóðverji - hurfu þegar snjóflóð féllu á hús á öðrum svæðum. Að sögn lögreglunnar í Nepal eru aðstæður mjög erfiðar og matar- skortur biasir við fjölda fjallgöngu- manna, sem týnt hafa fötum og farangri í snjóflóðunum. Fjórir íslendingar voru í leið- angri, sem fór um þessar sömu slóð- ir fyrir mánuði, og sagði einn leið- angursmanna, Garðar(Siggeirsson, verslunarstjóri í Herragarðinum, að sér hefði verið brugðið þegar hann frétti af flóðinu. „Það var ekkert talað um að þarna væri hætta á skriðum og maður fékk ekki á tilfinninguna að þarna væri skriðuhætta," sagði Garðar. „Staðhættir minntu hins vegar um margt á aðstæður á Vest- fjörðum, nema hvað allt er miklu hrikalegra. Þarna eru pínulítil þorp undir snarbröttum fjallshlíðum. Maður hugsaði ekki út í það þá, en vitaskuld bregður manni að heyra að snjóflóð hafi orðið á þessum slóð- um.". Að sögn Garðars búa aðeins milli 20 og 40 manns í þorpunum á snjó- flóðasvæðinu. Bjargað eftir sólarhring Hætta varð björgunarstarfinu um tíma á sunnudag vegna veðurs. Nepölsk stjórnvöld sögðu í gær að 237 manns hefðu verið fluttir af hættusvæðunum, þar af 111 útlend- ingar. 21 lík hafði fundist í gær. Sautján ára nepalskur piltur, sem var með japönsku fjallgöngumönn- unum, fannst á sunnudag eftir að hafa legið í snjónum í sólarhring. Hann varð fyrir kali en var ekki í Iífshættu. Japanarnir og þrettán nepalskir leiðsögu- og burðarmenn voru í skála í Pangka, um 275 km norð- austur af Kathmandu, þegar þeir urðu fyrir snjóflóði klukkan eitt aðfaranótt laugardags að staðar- tíma. Þeir voru á leið til Gokyo- dals, sem er vinsæll áfangastaður fjallgöngumanna, um 18 km suð- vestur af Everest. 65.000 útlendingar á ári Talið er að snjóflóðin á laugardag séu þau mestu sem fallið hafa á fjallgöngumenn í Nepal. Áætlað er að 65.000 erlendir fjallgöngumenn fari til Nepal á ári hverju og nóvem- NATTURUHAMFA Talið er að rúmlega 4o manns hafi farist í hamförum í Nepal um helgina. Á laugarc snjóflóð á þorp skammt frá Everast-tindi sunnudag féllu skriður á gististaði göngui héruðunum Manang og Panchather. ber er yfirleitt vinsælasti mánuður- inn. Fellibylur í Bengalflóa olli óvenjumikilli snjókomu á þessum slóðum í vikunni sem leið. Árið 1972 féll mannskæðasta snjóðflóð, sem áður var vitað um. Þá létu 14 fjallgöngumenn lífið á Manaslu-fjalli, áttunda hæsta tindi heims. Garðar Siggeirsson fór ásamt Birgi Rafnf Jónssyni og hjónunum Kristínu Guðmundsdóttur og Will- iam Þó> Dadison í leiðangur að Gokyo-tindi, sem gnæfir yfir sam- nefndan dal, 3. til 25. október. Auk þess voru með í för Finnar, Skotar, Englendingar og nepalskir burðar- menn. Garðar sagði að mikil hitasveifla hefði verið á hverjum degi. Á nótt- un: fro inr ing up hæ Go ha ið ar bó! an völ va: og fei pe; ha
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.