Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ------------------------ -------—— -- 'g Talið að hunda- hópur hafi banað fé í Húnaþingi Hvammstanga - Feðgarnir á Mið- hópi í Húnaþingi, Benedikt Axels- son og Ólafur Benediktsson, urðu fyrir óvenjulegum ijárskaða í liðinni viku. Fullvíst er talið að hundahóp- ar hafi rekið stóran fjárhóp sem var í högum við Hópið yfir girðingar og vatnsmikinn læk. Átta kindur fundust drukknaðar í krapaelg í Hópinu. Áð sögn Benedikts voru um 180 íjár, mest tveggja vetra kindur, í högum milli túnsins og Hópsins. Benedikt fór í hagann síðdegis, daginn fyrir atburðinn, og var allt með felldu. Féð höfðu þeir feðgar keypt í fjárskiptum fyrir tveimur árum af Ströndum og Vestfjörðum og þykir það afar spakt. Síðdegis daginn eftir tók fólk eftir að fjárhópur virtist í sjálfheldu við Hópið. í Ijós kom að allt féð var farið úr haganum, stærstur hluti, um 130 fjár, var kominn í land Grafar, sem er næsti bær. Kindum- ar höfðu farið yfir girðingu og vatnsmikinn læk sem skiptir jörðun- um. Hinn hlutinn, um 40 ær var í sjálfheldu sem skapaðist af metra háu krapahröngli i fjöru Hópsins. Féð náðist í hús og virtist dasað en ekki slasað. Daginn eftir fundu bændurnir 8 kindur dauðar, en þær höfðu hrakist út í krapa við land. Ágætt veður var þessa daga. Því er mjög líklegt að féð hafi hrakist svona af völdum hundahóps, trú- lega 3-4, að sögn Bendikts. Hann sagði að í júní sumar hefði sést til tveggja hunda sem króað höfðu af nokkrar kindur. Vön skytta í sveit- inni hefði verið fengin til að skjóta annan þeirra á færi en hinn hafi sloppið. Eins sagði Benedikt að nokkur lömb frá tveimur bæjum í sýslunni hefðu komið hundbitin í sláturhúsið á Hvammstanga í haust. Kvað hann bændur uggandi yfir þessu fári og hvatti hann al- menning til að vera á verði gegn þessari hættu. Fyrsti áfangi við nýtingu heita vatnsins í Skógum m * ' :« Ka >* \ "f: m < »llg ■?. ' 1 k *• Mjf lÍL- , rall Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson MAGNÚS Tómasson og Sverrir Magnússon veita heita vatninu inn í skólann. k ( |( ( ( I ( ( I ( l Olíuspamaður 100 þúsund á mánuði Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir RÚSSNESKA flutningaskipið. Selja loðnu og síld til manneldis í Rússlandi Þórshöfn - Rússneskt flutninga- skip kom hingað til Þórshafnar á föstudag til þess að' sækja loðnu og síld. Rússar höfðu samið við Hraðfrystistöð Þórshafnar um kaup á síld og loðnu til manneldis og keyptu þeir um 300 tonn af Hrað- frystistöðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem H.Þ. selur loðnu og síld á rússneskan markað en óvíst er hvort framhald verður á þeim viðskiptum. Fyrr í vikunni var annað rússneskt flutn- ingaskip á ferð hér og keypti H.Þ. þá um 150 tonn af freðfiski. Samfelld vinna hefur verið 1 Hraðfrystistöðinni og er vonast til þess að hægt v'erði að fylla upp í erfiðasta tímann yfir veturinn með vinnslu á rússafiski. Undanfarið hefur verið unnið bæði við almenna fiskvinnslu og við flökun og fryst- ingu á síld. Holti - Það var hátíðarstund í Skóg- um undir Eyjafjöllum þegar Magn- ús Tómasson, húsvörður Skóga- skóla, opnaði fyrir rennsli heita vatnsins inn í gamla skólahúsnæðið á sunnudaginn. Vatnið er notað í sturtur skólans, inn á forhitara, sem síðan hitar upp miðstöðvarkerfi skólans og í sundlaugina. Margrét Einarsdóttir, oddviti, sagði fyrst frá því að samstarfsaðil- ar um borun holunnar, sveitarfélag- ið, Byggðasafnið í Skógum og ríki, hefðu ákveðið að heimila ríkinu að nýta vatnið til notkunar í skólanum á meðan tilraunadæling ætti sér stað úr holunni til næsta vors, enda bæri skólinn allan kostnað af þeirri framkvæmd. Tilraunadæling hefði hafist úr holunni þegar í ágústlok og við dælingu á 50 metra dýpi kæmu allt að 7 sekúndulítrar af 44,6 stiga heitu vatni miðað við að vatnsyfir- borð í holunni héldist í jafnvægi. Nauðsynlegt væri að tilraunadæling stæði yfir lengur, áður en ákveðið yrði um framhald, þ.e.a.s. hvort ætti að fóðra holuna dýpra niður til að fá heitara vatn eða hvort dæla ætti upp úr holunni neðar eða nýta vatnið eins og nú væri. Sverrir Magnússon sagði að hann hefði falið húsverði með öðr- um aðilum að sjá um að leiða heita vatnið frá borholunni um 330 metra inn í skólann og einnig að ganga frá frárennsli. Virtist, miðað við kostnaðaráætlun verksins, að skólanum hefði tekist að láta ljúka verkinu fyrir um helming þeirrar áætlunar. Sverrir sagði að inn í skólann rynnu núna um 2 sekúndulítrar sem myndu spara skólanum um 100 þúsund krónur á mánuði. Orkan væri um 150 kílówattstundir og þetta vatnsmagn myndi geta nýst skólanum að fullu. Núna væri það tekið til notkunar í gamla hús- næðinu og sundlauginni en í vor yrði það leitt út í nýju heimavistina og út í Ásgarð og þá yrði sparnað- ur ríkisins enn meiri, því olíukaup skólans hefðu verið um 2 milljónir á ári undanfarin ár. Slökkt á olíukyndaranuni Því næst var slökkt á olíukyndar- anum, skrúfað fyrir olíuleiðsluna að kyndaranum og opnað fyrir heita vatnið inn á lagnirnar í húsinu. Þaðan var gengið út að sundlaug skólans þar sem rúmlega 40 gráðu heitt vatn rann í laugina. Með þessum fyrsta áfanga við að nýta heita vatnið í Skógum má segja að heimamenn hafi fundið gpill Þrasa, lansnámsmanns í Skóg- um, sem sögnin geymir, að hann hafi falið í jörðu undir Skógarfossi. Stefnt er að því að heita vatnið verði lagt að Byggðasafninu í Skóg- um og húsum sveitarfélagsins, fé- lagsheimilinu Fossbúð og grunn- skólanum, svo og öðrum húsum í Skógum í vor, þegar tilraunadæl- ingu úr holunni lýkur. £\ I 4{ Morgunblaðið/Sig. Jóns. ÞEIR unnu við að vefa mottur og vinna efni í þær. Verndaður vinnustaður á Selfossi 5 ára Fjölbreyttar vörur seldar á staðnum Selfossi - Vinnustofan við Gagn- heiði á Selfossi hefur verið starf- rækt í fimm ár og í tilefni þess var opið hús og gestum boðið að koma og skoða og kynnast starfseminni. Vinnustofan er verndaður vinnu- staður með 22 starfsmönnum auk 5 umsjónarmanna. Framleiðslan er fjölbreytt og ýmist seld á staðnum eða á ýmsum mörkuðum. Það er Svæðisskrifstofa Suðurlands um málefni fatlaðra sem hefur yfirumsjón með Vinnu- stofunni. Mottur og dúkkuföt Meðal þess sem framleitt er í Vinnustofunni eru mottur af ýms- um gerðum, bómullar- og ullarmott- ur, dúkkuföt eru saumuð, búningar á íþróttalukkutröll, leirbrennsla á styttum og keramikvörum og körf- ur af ýmsum gerðum. Þá annast Vinnustofan pökkun á skrúfum fyr- ir SG-búðina á Selfossi auk þess sem öskjur eru brotnar fyrir Kast- alaostinn hjá MBF. Einnig er kembt tróð á staðnum, en það er mikið notað í púðagerð og ýmislegt annað á föndursviðinu, einkum þegar líður að jólum. Starfsfólkið byijar á morgnana klukkan 8.30 og vinnur til 16.30. Það er sérlega ánægjulegat að kom í Vinnustofuna, þar er góður starfs- andi, unnið af kappi og alltaf vel tekið á móti gestum. í |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.