Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LILJAOSK ÁSGEIRSDÓTTIR ÞORLEIFUR YNGVASON + Lilj:t Ósk As- geirsdóttir fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1961 og Þorleifur Yngvason fæddist á Akranesi 29. ágúst 1957. Þau létust í snjóflóðinu á Flateyri þann 26. október. Foreldrar Lilju voru Ásgeir Halldórsson, f. 21. júlí 1911, d. 24. nóv- ember 1974, og eft- irlifandi kona hans Kristrún Ósk Kal- mansdóttir, f. 23. mars 1934. Systkini Lijju eru Halldór Kalman, f. 1. ágúst 1951, Guðlaugur Rúnar, f. 15. febrúar 1956, Jón Björn, f. 22. júní 1957, Ásrún Sólveig, f. 3. október 1958, Sigurborg Krist- ín, f. 8. júlí 1960, og Gunnlaug- ur Steinar, f. 15. mars 1965. Li\ja skildi eftir sig tvær dætur úr fyrra hjónabandi, þær eru Kristrún Ragna Elvarsdóttir, f. 19. ágúst 1978, í sambúð með Ingólfi Hjálmarssyni, f. 15. nóv- ember 1971, og Guðrún Helga Elvarsdóttir, f. 27. janúar 1980, nemi. Foreldrar Þorleifs eru Yngvi Þórðarson, f. 9. apríl 1933, og Auður Þorkelsdóttir, f. 19. september 1933. Systkini Þorleifs eru Erlendur, f. 7. jan- úar 1956, Þorkell, tvíburi Þor- leifs, f. 29. ágúst 1957, Þórður, f. 10. mars 1960, og Sigríður, f. 10. ágúst 1963. Þorleifur var barnlaus. Útför LUju og Þorleifs fór fram frá Stokkseyrarkirkju 4. nóvember. EG VAKNAÐI kl. 6.00 fimmtudag- inn 26. október við það að síminn hringdi en ég nennti ekki framúr til að fara í símann svo ég lét hann bara hringja. En svo heyrði ég að Dóri svaraði, þá sofnaði ég aftur. En svo var ég vakin, ég leit upp og sá ömmu og Dóra grátandi fyrir ofan mig og þau sögðu mér að mamma og Folli hefðu lent í snjó- flóði og þeirra væri saknað. Ég öskraði NEI, ég vildi ekki trúa þessu, ég hafði talað við mömmu kvöldið áður og þá var hún svo hress og kát eins og venjulega og hafði engar áhyggjur af veðrinu. Eftir átta langar klukkustundir kom sr. Úlfar með vondu fréttirnar, mamma og Folli voru látin. Elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Þegar ég hugsa um allt sem á eftir að gerast í lífi mínu en þú verður ekki með mér til að styrkja mig á erfiðum tímum og gleðjast með mér á gleðistundum. Elsku mamma, það verður ekkert eins án þín, ég hlakkaði svo mikið til að fá þig og Folla til okkar um jólin og þú ætlaðir að vera hér þegar barnabarnið þitt kæmi í heiminn, ég harma það mjög að þú þurfir að missa af því. Elsku mamma, þrátt fyrir að leiðir okkar hafi reikað sitthvora áttina upp á síðkastið, var sambandið á milli okkar mjög gott, þú varst mjög góður vinur og ég gat trúað þér fyrir öllu. Við skemmtum okkur mjög vel þegar ég kom til ykkar á Flateyri í sumar, ég á eftir að geyma þá minningu í hjartanu lengi, lengi. Elsku mamma og Folli, ég vona að ykkur líði vel þar sem þið eruð núna og ég vona að þið getið fylgst með okkur þó þið séuð farin úr þessum heimi. Elsku mamma og Folli, þið eruð dáin en ekki gleymd. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg. Það allt, er áttu' í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. (B. Halld.) Kveðja. Þín dóttir og fósturdóttir, Guðrún Helga Elvarsdóttir. Þann 26. október bárust mér þær fréttir að móðir mín og fósturfaðir hefðu lent í snjóflóði, og í von og trú biðu ég og unnusti minn eftir frekari fréttum. í sex og hálfan tíma biðum við í þeirri trú að þau mundu sleppa lifandi. Um kl. tvö bárust þær fréttir að þau hafi fund- ist látin. Annan eins dag vil ég ekki upplifa aftur, því sorg fjöl- skyldunnar var mikil. Þennan ör- lagaríka dag sá ég marga syrgja og gráta yfir örlögum foreldra minna. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vjð andlát og útför móður minnar, tengdamóður og öimmu, GUÐRÚNAR G. GÍSLADÓTTUR, Austurbergi 10, Reykjavík. Sigríöur Sigurbjörnsdóttir, Sævar Sæmundsson, Sigrún Sævarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður og afa, RAGNARS KRUGER, Skóiagerði 34, Kópavogi. Sérstakar þakkir til allra, sem hjálpuðu mér og styrktu í þessari erfiðu göngu. Guð veri með ykkur öllum. Ingibjörg Kriiger. Sú mynd við mér brosir, þó burtu sért þú. 0, svo bjðrt er þín minning. Hún lýsir mér nú. (Iðunn Steinsd.) En ég vil minnast þeirra eins og þau voru, ávallt glöð og hamingju- söm, þau voru eins og litlir púkar, alltaf brosandi og stríðandi hvort öðru. Lilja gat ekki beðið eftir litla barnabarninu sem hún átti von á, og Þorleifur, sem leit á þetta sem sitt eigið barnabarn, var ekkert betri, enda hefur hann alltaf litið á okkur systurnar sem sínar eigin dætur. Þau vildu mér allt það besta og ætluðu jafnvel að flytja suður til að nálgast börnin sín og barna- barn. Fyrr í sumar bjó ég hjá þeim á Flateyri og sagði Þorleifur mér sögu, sögu um von og að missa ekki trúna, og svona hljómar hún: „Þegar þið voruð Iitlar stúlkur bjuggum við öll saman, ég, móðir þín, Helga systir þín og þú. En svo fluttuð þið burtu, snjórinn var erfíð- ur og þrengdi að og henni leið ekki vel, og ég fór ekki með. í ellefu ár beið ég og vonaði og aldrei tók ég niður mynd af ykkur og móður ykkar sem ég geymdi á náttborð- inu, því innst inni vonaði ég og þráði að við mundum sameinast á ný." Þegar ég hugsa um þessa sögu finnst mér að innst inni hafí hún vitað að snjórinn mundi taka hana frá okkur. En við munum aldrei gleyma henni og minning þeirra lifa á meðal okkar systranna eins lengi og við lifum. Nú eru tveir ástvinir búnir að sameinast á ný og að eilífu, og kannski fylgjast þau með okkur og vernda. Elsku mamma og pabbi, ég þakka ykkur fyrir þessar fáu en yndislegu stundir í lífinu. Ó, gef oss góðan vetur, ó, gef oss hagstæð veðraföl!, geym byggð og bæjar setur, en burtu rek þú slysin öll. Veit skjól í kuldakvölum, er klakinn byrgir lönd, veit hjálp á sævi svölum, er svellur brim við strönd, veit björg við hörðu hungri, veit hlífð við sjúkdóms fár, veit náð í þrenging þungri og þerra öll vor tár. (S. Jónsson) Kristrún Ragna Elvarsdóttir. STEINUNNÞORA MAGNÚSDÓTTIR + Steinunn Þóra Magnúsdótt- ir fæddist á Selfossi 31. desember 19807 Hún lést af slysförum í Vestmannaeyjum 1. október síðastliðinn og fór útförin fram 28. október. ÞVÍ ER ekki með orðum Iýsandi hvað mér brá er ég frétti að hún Steinunn væri horfin frá okkur. Þessi lífsglaða unga stúlka sem átti allt lífið framundan. Hvar sem Steinunn fór var alltaf gleði í kring- um hana. Maður komst alltaf í gott skap þegar hún var nálægt. Eftir að hafa þekkt Steinunni í rúm níu ár, þá verður það erfitt að vera án hennar. Það er víst að minningin um Steinunni mun alltaf lifa í hjarta okkar og hennar verður sárt saknað. Það er erfitt að skilja hvers vegna Steinunn var tekin frá okkur, eins ung og hún var. Eg bið að Guð blessi fjölskyldu Steinunnar, þau Sonju, Magnús og Guðmund. Meðfylgjandi er hér svo sálmur, sem er hinsta kveðja mín til Stein- unnar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, niargs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. ' (V. Briem.) Lilja Arnlaugsdóttir. Elsku Steínunn okkar er farin. Þó að við hefðum ekki fengið að faðma hana að skilnaði munum við ávallt muna eftir henni lífsglaðri og skemmtilegri. Þó að við hefðum haldið að hún hefði átt að lifa, þá vitum við nú að henni var ætlað annað hlutverk annars staðar en hjá fjölskyldu sinni og vinum. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast þessari yndislegu stúlku og við biðjum guð að styrkja foreldra hennar, systkini og ættingja á þessum sorgarstund- um. Megi guð blessa þau og varð- veita. Aðalbjörg Katrín Ósk- arsdóttir, Elín Gíslína Steindórsdóttir og Tania SifTeMaiharoa. Það er erfitt að trúa að hún Stein- unn Þóra, vinkona okkar allra, sé farin frá okkur. Og það er erfitt að sætta sig við að eiga ekki eftir að sjá hana aftur í þessu lífi. En ég á góðar minningar um hana sem gleymast aldrei og enginn getur tekið frá mér. Við Steinunn kynntumst fyrst þegar Steinunn flutti í blokkina, þá var hún að verða sjö ára og ég var fimm. Það var margt sem við bröll- uðum saman, við beisluðum kanín- urnar og fórum með þær í göngu- ferð, vorum með bú og lékum okk- ur í mömmó með Söndru og Boggu sem voru bekkjarsystur Steinunnar. Oft kom fyrir að við Sandra tókum annaðhvort Steinunni eða Boggu og tróðum þeim ofan í gamla barna- vagninn minn, út af því að þær voru svo litlar. Svo vorum við í búðó og snúsnú í kjallaranum og margt fleira sem seint gleymist. Ég ætla að láta fylgja hérna með ljóð sem heitir „Lifsreglur" og er úr bókinni Hélublóm '37. Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér, lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er en þú hefur afl að bera, orka blundar næg í þér. (Guðfinna Þorsteinsd. (Erla)). Eisku Sonja, Maggi og Gummi. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og ég vona svo sannarlega að Guð geymi ykkur og styrki í þessari erfiðu sorg. Og Steinunn. Guð blessi þig- Þín vinkona, Lára Jóhannesdóttir. Ver Jóhann íslands- meistaratitilinn? SKAK Metro mötið . SKÁKÞING ÍSLANDS, LANDSLIÐSFLOKKUR Fundarsal Þýsk-íslenska, Lynghálsi 10. Teflt frá kl. 17, alla daga. Aðgangur ókeypis fyrir áhorfendur. KEPPNI _ í landsliðsflokki á Skákþingi íslands 1995, Metro mótið, hefst í kvöld kl. 17 á Lyng- hálsi 10 í Reykjavik í fundarsal Þýsk- íslenska. Á meðal þátttakenda eru þrír stórmeistarar, Jó- hann Hjartarson, Hannes Hlífar Stef- ánsson og Helgi Áss Grétarsson og einn skák- Sævar alþjóðlegur meistari, Bjarnason. Jóhann freistar þess að verja íslands- meistaratitilinn sem hann vann í Vest- mannaeyjum í fyrra eftir aukakeppni við þá Hannes Hlífar og Helga Ólafsson. Þess má þó vænta að ungir keppinautar hans, þeir Hannes Hlífar, 23ja ára, og Helgi Ass, sem aðeins er 18 ára, veiti honum harða keppni. Jón Viktor Gunnars- son, Islandsmeistari í drengjaflokki. Keppendur í landsliðsflokknum: Mótið er í 3. styrkleikaflokki FIDE, meðalstigin eru 2.324 al- þjóðleg Elo-stig. Ef um alþjóðlegt mót væri að ræða þyrfti 8 vinn- inga til að hreppa áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli. Keppend- ur eru þessir: Jóhann Hjartarson, TG 2.570 Hannes H. Stefánsson, Helli 2.520 Helgi Áss Grétarsson, TR 2.440 Jón Garðar Viðarsson, TK 2.325 Ágúst Karlsson, SH 2.315 Benedikt Jónasson, TR 2.300 Sævar Bjarnason, TG 2.295 Rúnar Sigurpálsson, SA 2.285 Áskell Örn Kárason, SA 2.235 Kristján Eðvarðsson, TR 2.210 Júlíus Friðjónsson, TG 2.210 Magnús Pálmi Örnólfs- son, Helli 2.180 Athygli vekur hversu jafnt kepp- endur dreifast á hin ýmsu taflfélög og er það nýlunda. Aður hefur bróðurpartur landsliðsflokki komið keppenda í úr Taflfélagi Reykjavíkur. Nú eru þrír úr TR og Taflfélagi Garðabæj- ar, tveir úr Helli og Skákfélagi Akureyrar auk þess sem Taflfélag "Kópavogs og Skákfélag Hafnar- fjarðar eiga hvort um sig einn fulltrúa. Mótinu lýkur sunnudaginn 24. nóvember. Teflt er daglega frá kl. 17 og geta skákir staðið lengst til kl. 24. Frí er föstudaginn 17. nóv- ember og miðvikudaginn 22. nóv- ember. Skákstjórar eru Þráinn Guðmundsson og Gunnar Björns- son. Skákþing íslands drengja- og telpnaflokkur íslandsmót drengja og telpna, 15 ára og yngri fór fram um helg- ina. Þátttakendur voru 37 talsins og tefldu þeir 9 umferðir eftir Monrad kerfi. Jón Viktor Gunn- arsson úr Taflfélagi Reykjavíkur náði þeim einstæða árangri að sigra fjórða árið í röð í drengja- flokki. í fyrsta sinn sem hann sigr- aði var hann aðeins 12 ára gam- ail. íslandsmeistari telpna varð Harpa Ingólfsdóttir úr Taflfélagi Kópavogs. Hún hlaut 5 V2 v. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Jón Viktor Gunnarsson 8 v. af 9 2. Einar Hjalti Jensson 7 'A v. 3. Bergsteinn Einarsson 7'A v. 4. Bragi Þorfinnsson 6 v. 5. Davíð Kjartansson 6 v. 6. Hjalti Rúnar Ómarsson 6 v. 7.-11. Davíð Guðnason, Ólafur í. Hannesson, Guðjón H. Valgarðsson, Gunnþór Kristinsson og Þórir Júliusson 5'A v. íslandsmeistarinn í flokki 20 ára og yngri, Bragi Þorfinnsson, var ekki í eins góðu formi nú og helgina á undan. Margeir Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.