Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verðbréfafyrirtækin togast á um ávöxtunarkröfu húsbréfa Landsbréf hækka í 5,65% LANDSBRÉF hf. hækkuðu í gærmorgun ávöxtunarkröfu húsbréfa um 11 punkta eða úr 5,59% í 5,7%. Síðar um daginn lækkaði krafa fyrirtækisins um 5 punkta og endaði í 5,65% við lokun. Þessi hækkun gengur þvert á þá þróun sem átt hefur sér stað síðustu vikur á verðbréfa- markaði og ríkir nú nokkur óvissa um fram- vinduna á langtímamarkaði. Önnur verðbréfa,- fyrirtæki brugðust misjafniega við hækkuninni ■ í gær. Þannig héldu bæði Kaupþing og Skand- ia ávöxtunarkröfunni óbreyttri eða í 5,57% meðan Handsal og VÍB breyttu sinni kröfu til samræmis við Landsbréf. Óttar Guðjónsson, 'nagfræðingur hjá Lands- bréfum, segir tvær ástæður liggja að baki hækkuninni. Annarsvegar hafi ávöxtunar- krafan lækkað mjög hratt að undanförnu og hins vegar hafi sveiflur í verðbólgu haft óheppi- leg áhrif á markaðinn. Að sögn Óttars hélt almenningur að sér höndum með sölu á húsbréfum meðan krafan fór lækkandi en um leið og hlé varð á vaxta- lækkunum tók framboð að aukast á ný. Þá hafí fjárfestar algjörlega haldið sig til hlés á húsbréfamarkaði frá því tilkynnt var um lækk- un neysluverðsvísitölu á miðvikudag. Búist sé við áframhaldandi verðhjöðnun fram til ára- móta þannig að skammtímabréf geti skilað allt að 10-11% raunávöxtun á tímabilinu. Kaupþing er annarrar skoðunar „Það er hins vegar okkar trú að þessi vaxta- hækkun sé tímabundin og að forsendur séu fyrir því að ávöxtunarkrafa húsbréfa lækki aftur í 5,5% þegar jafnvægi kemst á verðlags- þróunina á næsta ári,“ sagði Óttar. „Við eru annarrar skoðunar um vaxtaþróun- ina en þau fyrirtæki sem hreyfðu vextina,“ sagði Ingólfur Helgason hjá Kaupþingi. „í þessari viku eru fjórir milljarðar í ríkisvíxlum og ríkisbréfum á gjalddaga, sem munu leita inn á markaðinn að nýju. Þá er húsbréfaút- gáfan núna mun minrii en áður eða 200-300 milljónir á viku svo og almenn útgáfa skulda- bréfa á markaði. Auðvitað getur vísitölulækkun haft einhver áhrif til skemmri tíma en menn halda ekki algjörlega að sér í höndum í kaup- um á verðtryggðum bréfum." Heildarviðskipti með húsbréf á Verðbréfa- þingi í gær voru 76 milljónir og urðu síðustu viðskiptin með bréf miðað við 5,63% ávöxtunar- kröfu. Tap á Saab Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKI bifreiðaframleiðandinn Saab var rekinn með tapi fyrir skatta fyrstu 9 mánuði ársins 1995 af árs- tíðabundnum ástæðum og vegna neikvæðrar gengisþróunar. Tap Saab nam 127 milljónum sænskra króna samanborið við hagnað upp á 284 milljónir króna á sama tíma 1994. Sala jókst í 14.92 milljarða króna úr 13.06 milljörðum á sama tíma 1994. Keith Butler-Wheelhouse forstjóri sagði að búast hefði mátt við verri afkomu eftir sumarleyfi. Þriðji árs- fjórðungur væri alltaf óhagstæðast- ur, því að framleiðsla drægist saman meðan á sumarleyfum stæði og að- lögun að framleiðslu nýrra gerða yki kostnaðinn. Á þriðja ársfjórðungi var fyrir- tækið rekið með tapi upp á 322 milljónir sænskra króna samanborið við hagnað upp á 144 milljónir króna á sama tíma 1994. Hlutdeild einstakra þátta í hagvexti á íslandi AUKIN einkaneysla er helsti drifkraftur hagvaxtar í ár með- an framlag utanríkisviðskipta er neikvætt. Er áætlað að einkaneyslan aukist um 4,5% á árinu sem skýrir um 2,6% af áætluðum 3,2% hagvexti, sam- kvæmt haustskýrslu Seðla- bankans. Samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar mun fjármunamynd- un og útflutningur aukast um 3,2%. A móti kemur umtalsverð aukning innflutnings. Þá verð- ur hlutur samneyslunnar í hag- vexti minni í ár en tvö árin á undan og hefur að líkindum haft lítil áhrif á hagvöxt á þessu ári. Seðlabankinn víkur sérstak- lega að þróun útflutnings í skýrslu sinni og segir m.a.: Einka- neyslan er drif- krafturinn „Þótt magnaukning útflutnings sé hin sama og vöxtur lands- framleiðslu verður að telja þá útkomu slaka, sé litið til þess að áætlaður vöxtur heimsversl- unarinnar er um 8% árið 1995. Tæpast er um aðra uppsprettu varanlegs hagvaxtar að ræða en aukin utanríkisviðskipti. í því sambandi er hægur vöxtur útflutnings umhugsunarverð- ur, ekki einungis nú síðustu árin, heldur sú staðreynd að hlutfall utanríkisviðskipta af landsframleiðslu er lágt þegar tekið er tillit til smæðar lands- ins.“ Á það er síðan bent að hátt í fjórðungsamdráttur hafi orðið á fjármunamyndun á ár- unum 1992-1994. Sá samdrátt- ur hefði skipað íslandi í hóp þjóða sem hefðu hvað lægst hlutfall fjármunamyndunar af landsframleiðslu, eða 15,5% „Varanlegum stoðum verður ekki skotið undir hagvöxt í framtíðinni nema hlutfall fjár- munamyndunar hækki. Fjár- munamyndun atvinnuveganna eykst þó um 13% á árunum 1995, og er sú aukning einkum til komin vegna fjárfestingar í tækjum til byggingarstarfsemi og samgöngutækjum. í báðum tilvikum nær vöxturinn þó að- eins að rétta af hluta samdráttar undangenginna tveggja ára.“ miðvikudaginn 1 5. nóv. 1 995 kl. 08.00 - 09.30, i Átthagasal Hótels Sögu VALFRELSI í LÍFEYRISMÁLUM VERDUR ÓHJÁKVftMILEGT AD AFNEMA SKYLDUADILD AD LÍFEYRISSJÓDUM? Fyrír nokkrum misserum kom út skýrsla nefndar innan Verslunarráðsins um ný viðhorf í lífeyrissjóða- og lífeyrismálum þjóðarinnar, sem vakti mikla athygli og umræður. Nú hefur hliðstæð nefnd innan VÍ endurmetið stöðuna í þessum málum miðað við nýjustu upplýsingar og forsendur. Niðurstöður hennar verða kynntar á fundinum. Kynning Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðsins * Alit og afstaóa Arna Harðardóttír, deildarstjóri hjá Landsbréfum hf. Hrafn Magnússon, framkvstj. Sambands almennra lífeyrissjóða Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra Fyrirspurnir og athugasemdir fundarmanna Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. T.200.- Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08 - 16). VERSLUNARRAÐ ISLANDS Vakt 24 ísamstarfi við leigubílstjóra ÓDÝRARI þjónusta segir Haraldur Haraldsson framkvæmda: stjóri nýja öryggisþjónustufyrirtækisins. STOFNAÐ hefur verið nýtt örygg- isþjónustufyrirtæki, Vakt 24. Fyrirtækið er ólíkt öðrum fyrir- tækjum á þessu sviði að því leyti að eftirlitsmenn fyrirtækisins eru leigubílstjórar hjá Hreyfli. Vakt 24 býður lægra verð fyrir þjónustu sína en önnur fyrirtæki, að sögn Haraldar Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. Vakt 24 er rekin af einkahlutafé- Iaginu Heiðmörk sem er í eigu sömu aðila og reka Andra ehf. en það fyrirtæki hefur m.a. annast inn- flutning og ráðgjöf á margs konar eldvarnar- og öryggisbúnaði. Heið- mörk deilir húsnæði með Andra ehf. að Bíldshöfða 12. Nokkur þjónustustig Haraldur segir að gerður hafi verið samningur við Hreyfil um að leigubílstjórar stöðvarinnar sinni eftirliti. Stjórnstöð Hreyfils og Vaktar 24 verður sameiginleg. Haraldur segir að tugir leigubíla séu ávallt á ferðinni um borgina og stjórnstöð Hreyfils sé opin allan sólarhringinn. Heiðmörk greiðir Hreyfli ákveðið gjald á mánuði til þess að sjá um þessa þjónustu fyr- ir Vakt 24. „Þetta gerir þjónustuna miklu ódýrari fyrir neytandann því Vakt 24 þarf ekki að halda uppi heilum bílaflota og stjórnstöð," sagði Har- aldur. Hann segir að það sé því sem næst hægt að ganga út frá því sem vísu að leigubfll frá Hreyfli sé jafn- an nær húsi sem hringing komi frá heldur en lögreglubíll eða slökkvi- liðsbíll. Boðið verður upp á nokkur þjónustustig. Hús getur t.a.m. verið tengt stjórnstöð og greiðir viðskiptavinurinn fyrir það 1.800 kr. á mánuði, en einnig er hægt að tengjast vandamönnum eða nágranna, þó þannig að sé ekki svarað við þriðju hringingu færist hringingin yfir á stjórnstöðina. Slík tenging kostar 1.500 kr. á mánuði. Ósló. Reut«r. NORSKA skipaútgerðar- og olíu- leitarfyrirtækið Kvæmer A/S skýr- ir svo frá að níu mánaða rekstrar- hagnaður þess hafi aukizt um 119% í 1.7 milljarða norskra króna. Fyrirtækið gerir ráð fyrir veru- lega bættri afkomu á árinu í heild miðað við árið á undan. Hagnaður fyrir skatta á níu mánuðum til septemberloka jókst um 65% í 1.9 milljarða norskra Stóraukinn hagnaður Kværners króna miðað við sama tíma í fyrra. Hlutabréf í Kvæmer hækkuðu í verði eftir birtingu reikninganna. Verð þeirra hafði lækkað í kauphöll- inni í Ósló, þar sem búizt hafði verið við slæmri afkomu tijákvoðu- og pappírsdeildar. í ljós kom að sú íeild var rekin með tapi upp á 70 milljónir norskra króna miðað við hagnað upp á 203 millj. króna fyrir ári. Erik Toenseth aðalframkvæmdastjóri býst við að afkoma tijákvoðu- og pappírsdeild- ar batni 1997 og 1998, þar sem pantanir muni aukast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.