Morgunblaðið - 15.11.1995, Page 1

Morgunblaðið - 15.11.1995, Page 1
/ 64 SÍÐUR B/C/D 261. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR15. NÓVEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jeltsín segist stýra skútunni Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti virtist vel á sig kominn er hann kom fram opinberlega í gær, öðru sinni frá því hann fékk hjartaáfall fyrir þremur vikum. Kvaðst hann vera að komast til fullrar heilsu og hafa stjórnartaumana í sínum höndum. „Ég held fast um stýrið á þeirri stóru skútu sem Rússland er,“ sagði Jeltsín í 10 mínútna sjónvarpsvið- tali sem tekið var upp í gær rétt fyrir fund hans með Núrsúltan Nazarbajev, forseta Kazakhstans. Var það fyrsti fundur hans með erlendum leiðtoga frá því hann veiktist. 4 Óttast sjónvarpið Óvissa ríkir um kosningasjónvarp í Rússlandi, sem stærstu stöðvarnar hugðust hefja í dag með kappræð- um og kynningum flokka sem fram bjóða við þingkosningarnar. Til stóð að allir flokkar sætu við sama borð hvað sjónvarpstíma varðar og átti þáttagerðinni að ljúka 15. desem- ber, tveimur dögum fyrir kjördag. Fjöldi stjómmálaforingja og stjómmálaflokka hefur afþakkað að koma fram í þáttunum. Þar á meðal er kommúnistaflokkurinn sem samkvæmt skoðanakönnunum nýtur mests fylgis 42 flokka sem bjóða fram. Sjónvarpið er talið hafa haft mikil áhrif á úrslit kosninganna 1993 og em margir stjórnmálafor- ingjar sagðir óttast að misheppnuð frammistaða í sjónvarpi nú geti ráðið örlögum flokks þeirra og frambjóðenda í kosningunum. *5—; Reuter Forsetakosningar í Alsír BARÁTTUNNI fyrir forseta- kosningarnar í Alsír lauk að mestu í fyrrakvöld en kjör- dagurinn er á morgun. 15 millj- ónir manna eru á kjörskrá en sumir helstu flokkar sljórnar- andstöðunnar hafa skorað á fólk að hunsa kosningar og ísl- amskir öfgamenn hafa í hótun- um við þá, sem ætla á kjörstað. Talið er, að allt að 50.000 manns hafi fallið í skærum milli þeirra og stjórnarhersins síðastliðin fjögur ár. Forseta- frambjóðendurnir eru fjórir en núverandi forseti, Liamine Zeroual, er talinn sigurstrang- legastur. Bandarí kj astj órn í greiðsluvanda í fjórða sinn á 14 árum Reuter LÍTIL starfsemi var í mörgum bandarískum stjórnarstofnunum í gær og ýmiss konar þjónustu var alveg hætt. Hér er starfsmaður á innflytjendaskrifstofunni á Manhattan í New York að vísa burt fólki en ekki fengu aðrir afgreiðslu en þeir, sem áttu pantaðan tíma. Deilan erfiðari við- fangs en oftast áður Washington. Reuter. STARFSEMI bandaríska alríkisins hélt áfram að dragast saman í gær og benti fátt til, að lausn væri að finnast á fjárlagadeilunni. Þetta er í fjórða sinn á 14 árum, sem banda- rísk ríkisstjórn kemst í greiðslu- vanda vegna óafgreiddra fjárlaga en óttast er, að staðan nú sé miklu erfiðari en áður og geti varað lengur. „Við erum að loka stjórnarstofn- unum einni af annarri," sagði Mike McCurry, talsmaður Hvíta hússins, og í fyrirmælum Alice Rivlin fjár- lagastjóra til ráðuneytanna í gær sagði, að ekkert benti til, að deilan leystist þann daginn. Voru 800.000 manns, um 40% af ríkisstarfsmönn- um í Bandaríkjunum, sendir heim. Meðal þeirra voru 340 af 430 starfsmönnum Bills Clintons forseta og 63 af 70 starfsmönnum Hvíta Fordæma Japani Seoul. Daily Telegraph. LEIÐTOGAR Kína og Suður-Kóreu fordæmdu í gær stjórnvöld í Japan fyrir að vilja ekki viðurkenna yfir- gangirin, sem Japanir hefðu sýnt á fyrra helmingi aldarinnar. Tilefnið er, að fyrir skömmu sagði japanskur ráðherra, Takami Eto, að Japanir hefðu „gert margt vel“ þegar þeir hersátu Kóreu á árunum 1910 til 1945. Kim Young-sam, forseti S-Kór- eu, sagði nauðsynlegt að lækna japanska ráðamenn af „sjúklegum hugmyndum" og Jiang Zemin, for- seti Kína, sem er i opinberri heim- sókn i S-Kóreu, varaði við hernað- arhyggju háværs minnihluta í Jap- an. hússins, dyraverðir, matreiðslu- menn, garðyrkjumenn og fleiri. Það, sem hefur komið verst við almenning strax á fyrsta degi, er þó, að útgáfu vegabréfa hefur verið hætt nema í neyðartilfellum. Deilan snýst um það hvernig lækka skuli ijárlagahallann en Clint- on hafnar tillögum repúblikana um að ná jöfnuði 2002 með því að skera verulega niður framlög til heilbrigð- ismála og lækka skatta á sama tíma um 240 milljarða dollara. í fyrradag beitti hann neitunarvaldi gegn frum- varpi um bráðabirgðafjármögnun fyrir ríkið vegna þess, að þar var einnig kveðið á um þessi stefnumál repúblikana. Viðræður Clintons og leiðtoga repúblikana, Newt Gingrich og Bob Doles, seint á mánudagskvöld báru engan árangur og Leon Panetta, starfsmannastjóri Hvíta hússins, kvaðst hafa litla trú á fundum, sem boðaðir voru í gær. Hallar á repúblikana Panetta sagði, að Clinton óskaði, að deilan leystist sem fyrst en von- aði jafnframt, að almenningur skildi, að hún snerist um grundvallaratriði. Clinton sakaði í gær repúblikana um að hafa tekið hugmyndafræði fram yfir almenna skynsemi. Samkvæmt skoðanakönnun, sem dagblaðið Washington Post og sjón- varpsstöðin ABC birtu í gær, töldu 46%, að það væri repúblikönum að kenna hvernig komið væri en 27% skelltu skuldinni á Clinton. 20% sögðu báða fiokka bera ábyrgð á ástandinu. Vopnaleit á nemendum Ósló. Morgunblaðið. VIÐ Hersleb-skólann í Ósló hefur verið tekin upp skipuleg leit á nemendum til að koma í veg fyr- ir, að þeir beri á sér hættuleg vopn. Ofbeldi meðal unglinga hefur aukist mikið og mörg dæmi eru um, að hnífum hafi vérið beitt í skólum. Fyrir þremur árum var drengur stunginn til bana í kennslustund. „Ef við ætlum að tryggja, að nemendur beri ekki hnífa eða. önnur vopn verðum við að leita á þeim. Ef það stríðir gegn lög- um, þá verður bara að breyta þeim,“ sagði Trygve Lindsjorn, skólastjóri Hersleb-skólans, í við- tali við Aftenposten. Lindsjorn berst gegn ofbeld- inu meðal annars með því að reyna að innræta nemendunum, að Hersleb sé „skólinn þeirra“. „Við brýnum fyrir nemendum, að það sé ekki rangt að segja til þeirra, sem eru með hníf eða skemma eigur skólans. Ef þeir óttast hefndaraðgerðir geta þeii' upplýst þetta með nafnlausum miða og það hefur reynst vel,“ sagði Lindsjom.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.