Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SS lækkar verð •■»*■**■ á nautakjöti 1 f > rn • §K Smásölupakkning Lsm •' '' . Verðið gær, 1 kg Verðið ídag, 1 kg Breyting Búrfells piparsteik 1.599 1.359 -15,0% Búrfells snitsel 1.299 1.099 -15,4% Búrfells gúllas 1.248 1.069 -14,3% Búrfells nautahakk 828 699 -15,6% New Yorkers laushakkað ungneytakjöt 898 769 -14,4% New Yorkers mínútusteik 2.197 1.869 -14,9% New Yorkers piparsteik 2.248 1.919 -14,6% Sláturfélag Suðurlands Nautakjöt lækkar um allt að 15,6% SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur ákveðið að lækka verð á nautakjöti um allt að 15,6% vegna aukins fram- boðs. Allt ferskt nautakjöt í smásölu- pökkum lækkar um 15%. í frétt frá Sláturfélagi Suður- lands segir að lækkunin muni taka gildi í dag, 15. nóvember. Þá segir að lækkunin sé ekki á kostnað bænda og að Sláturfélagið muni eftir sem áður greiða þeim skráð verð. Jafnframt hafi verið ákveðið að selja nýju áönsku pylsumar á kynn- ingarverði um tfma, eða 498 krónur kílóið í smásölu. Finni fyrir norrænu ráðherranefndinni Styrkja stöðu ís- lenzku og finnsku FINNLAND, sem tekur við for- mennsku í norrænu ráðherranefnd- inni um áramót, mun á formennsku- ári sínu leggja áherzlu á aukinn málskilning á Norðurlöndunum og vinna að því að styrkja stöðu ís- lenzku og fínnsku í norrænu sam- starfi. Þetta kom. fram. í stefnu- ræðu, sem Ole Norrback, sam- starfsráðherra Norðurlanda í finnsku ríkisstjóminni, hélt á Norð- urlandaráðsþinginu, sem lauk í Kuopio í Finniandi í gær. Norrback sagði í ræðu sínni að Finnland myndi gera tillögur um aðgerðir, sem auðvelduðu Norður- landabúum, sérstaklega Finnum og íslendingum, að taka þátt í norrænu samstarfí á jafnréttisgrundvelli, óháð því hvert væri móðurmál þeirra. Spurning um viðhorf „Þetta er ekki aðeins spuming um að úthluta nauðsynlegum fjár- munum í þessu skyni. Að miklu leyti snýst málið einnig um viðhorf á Norðurlöndum,“ sagði Norrback. Vinnuhópur um málsamfélag Norðurlanda mun gera tillögur um aðgerðir til lengri tíma í því skyni að auka málskilning milli Norður- lándabúa. Þá mun hópurinn standa fyrir herferðum til skemmri tíma. Starfsmenn ríkis og Reykjavíkurborgar Heildarlaun í júní 135 þús. kr. að meðaltali KAUPMÁTTUR greiddra dag- vinnulauna opinberra starfsmanna hjá ríki og Reykjavíkurborg hélst að mestu leyti óbreyttur á fyrri helmingi þessa árs samanborið við seinasta ár. Meðaldagvinnulaun opinberra starfsmanna á síðara helmingi þessa árs voru 88.650 á mánuði og heildarlaunin námu að meðaltali 135.139 kr., skv. nýju fréttariti Kjararannsóknamefndar opinberra starfsmanna. í fréttaritinu er kaupmáttur reiknaður út frá öllum launum frá launaskrifstofu og yfírvinna með- talin. Em öll laun sem tilheyra dag- vinnu reiknuð sem dagvinnulaun. Kjararannsóknamefnd bendir á að meðaldagvinnulaun flestra starfs- mannafélaga lækki yfír sumarmán- uðina, vegna þess, að sumarafleys- ingafólk komi inn í lægstu starfs- aldursþrepin. Þá má benda á að á þessum tíma höfðu mörg félög opin- berra starfsmanna ekki lokið gerð kjarasamninga. Heildarlaun á bilinu 98 til 374 þúsund að meðaltali Sé litið á meðallaun nokkurra hópa og starfsmannafélaga skv. fréttabréfínu kemur í ljós að leik- skólakennarar vom með 87.056 kr. í greidd dagvinnulaun í júní og 105.656 kr. að meðaltali í heildar- laun, þ.e. að meðtalinni yfírvinnu og öðmm launum. Félagar í Lands- sambandi lögreglumanna fengu að meðaltali greiddar 86.480 kr. í dag- vinnulaun í júní og heildarlaun þeirra námu að meðaltali 168.432 kr. í mánuðinum. Meðaldagvinnulaun félagsmanna í Starfsmannafélagi ríkisstofnana í júní vom 79.160 kr. og heildarlaun 124.137 kr. Háskólakennarar í BHMR vom að meðaltali með 109.373 kr. í greidd dagvinnulaun og heildarlaun vom að meðaltali 149.595 kr. Meðaldagvinnulaun gmnnskóla- kennara í KÍ vom 91.468 kr. í júní og heildarlaun 94.737. Heildarlaun þeirra í maí vom 136.717 kr. en þá stóð kennsla enn yfir. Flugumferðarstjórar vom með 170.988 kr. í greidd dagvinnulaun og heildarlaun þeirra námu að með- altali 374.350 kr. í júní. Sjúkrahúss- læknar höfðu 162.391 kr. í dag- vinnulaun í júm' að meðaltali og 274.825 kr. í heildarlaun. Meðaldagvinnulaun hjá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar vom 71.678 kr. í júní og heildar- launin námu að meðaltali 98.857 kr. Morgunblaðið/Kristinn Minningartónleikar í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ var þétt setið á minningartón- íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var meðal leikum sem Önfirðingafélagið hélt í gærkvöldi viðstaddra gesta. Fjöldi tónlistarmanna kom vegna náttúruhamfaranna á Flateyri. Forseti fram og ávörp voru flutt. STYTTA af Leifi Eiríkssyni sem stendur á einni af stærstu breiðgötum borgarinn- ar Boston í Bandaríkjunum er nú orðin að skotspæni annars af stærstu blöðum borgarinnar. í síðustu viku lagði Scot Lehigh, dálkahöfundur dagblaðsins The Boston Globe, til að hún yrði fjarlægð og í stað hennar kæmi minnisvarði, sem stæði borginni nær. „Við vonum að Boston geti losað sig við ryðgaðar menjar, sem endurspegla lítið annað en duttlunga, sérvisku eða tilviljanir . . . og reist styttur, sem heiðra sannlega athyglisverða seinni tíma menn,“ segir Lehigh í dálki sinum, sem er skrifaður í gamansömum tón eins og bréf úr framtíðinni til borgarstjóra Bos- ton frá sérstakri „andlitslyftingamefnd“ borgarinnar. Kom aldrei til Boston Lehigh nefnir sérstaklega fjórar stytt- ur til sögunnar og tilgreinir fyrst stytt- una af Leifi: „Fyrsta stóra styttan [á Commonwealth Avenue] er af Leifí Ei- ríkssyni, sem stendur á súlu í víkinga- brynju með brjóstskjöld. Við fáum ekki betur séð en að eina ástæðan fyrir því að Leifur er þarna sé sú að Evan Horse- ford lyfjaframleiðandi hafi talið að Leifur hafi tekið land í Cambridge árið 1000 og því reist styttu honum tii heiðurs árið 1887. Fátt bendir hins vegar til þess að Leif- ur hafi nokkru sinni hingað komið, kæri borgarsljóri, og hafí hann gert það er öldungis víst að hann var ekki um kyrrt. Og hvi ætti þá styttan af honum að festa hér rætur?“ Lehigh Ieggur til að styttan af Leifí, Leif heppna burt frá Boston Morgunblaðið/Þorgeir K. Þorgeirsson sem I myndatexta er sagður hafa verið norskur, verði gefin Cambridge, sem er næsti bær við Boston, og í stað hennar verði reist stytta af Thomas P. („Tip“) O’NeiIl, stjórnmálamanni frá Massa- chusetts, sem sat á þingi í áratugi og var forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings frá 1977 til 1988. Á skrifstofu Toms Menninos, borgar- stjóra Boston, fengust þær upplýsingar að ólíklegt yrði að styttan af Leifí yrði fjarlægð á næstunni. „Mál af þessu tagi þarf að fara fyrir þijár eða fjórar nefnd- ir og tæki langan tíma,“ sagði John Dors- ey, aðstoðarmaður í upplýsingaskrifstofu borgarsljóra. Lehigh sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að hann hefði unnið á blaði skammt frá styttunni af Leifi og daglega hefði hann gengið fram hjá styttunum á Commonwealth Avenue. „í hvert skipti spurði ég sjálfan mig hvers vegna svona margir minnisvarðar í Boston væru borg- inni óviðkomandi,” sagði Lehigh. Styttan frá sérsinna efnafræðingi Evan Horseford var efnafræðingur og framleiddi lyf undir einkaleyfi. í heim- ildarítum er hann einnig sagður hafa verið mannvinur og velgjörðarmaður. Hann var ennfremur sannfærður um að Leifur hefði numið land í Boston. Lehigh benti á að Leifi hefði sennilega ekki ver- ið sérlega vel tekið þegar Horseford fór á stúfana fyrir rúmum hundrað árum. Hann hefði viljað reisa styttuna á Póst- hústorgi I miðri Boston, en þrautalend- ingin hefði verið að setja hana þar sem hún er nú. Lehigh vildi taka fram að styttan af Leifi, sem er eftir myndhöggvarann Anne Whitney, væri ekki sú versta, sem stæði i Boston. Vilja láta lækka hol- ræsagjöld BORGARRÁÐ hefur samþykkt að fara þess á leit við félagsmálaráð- herra, að flutt verði frumvarp um breytingu á vatnalögum þannig að sveitarstjómum verði heimilt að lækka eða fella niður holræsagjald, sem tekjulitlum elli- eða örorkulíf- eyrisþegum er gert að greiða. í umsögn borgarlögmanns, sem samþykkt hefur verið í borgarráði, segir að holræsareglugerðin byggist á vatnalögum og að þar sé ekki að finna heimild til að mismuna greiðend- um og hafí gjald verið innheimt af öllum eigendum fasteigna í borginni. Jafnræðisregla Jafnframt segir að almenna regl- an sé sú að skattar og þjónustugjöld skuli lögð á borgarana samkvæmt jafnræðisreglu og að svigrúm opin- berra aðila til að mismuna þegnun- um sé mjög takmarkað. Bent er á að nauðsynlegt hafi verið talið að hafa sérstakt ákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem heim- ili þeim að lækka eða fella niður fasteignaskatt, sem tekjulitlum elli- og lífeyrisþegum sé gert að greiða. Fram kemur að umsögnin sé sam- in í samráði við fórmann Sambands íslenskra sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.