Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 9 Fólk Doktor í barnasjúk- dómum •SIGURÐUR Kristjánsson barna- læknir við bamadeild Östra-sjúkra- hússins í Gautaborg varði þann 22. september 1995 doktorsritgerð við læknadeild Gautaborgarháskóla. Sigurður er sér- fræðingur í barna- sjúkdómum og of- næmis- og ónæm- issjúkdómum bama og hefur undanfarin ár stundað rann- sóknir og doktors- nám. Sigurður er giftur Guðríði Önnu Daníelsdóttur tannlækni og eiga þau 3 börn, Valgerði Rós, Daníel Frey og Kristján Jökul. Doktorsritgerðin ber heitið „Infl- ammatory mediators and tre- atment effects in childhood asthma and wheezing bronchitis." Ritgerð- in byggir á 6 rannsóknarverkefn- um, sem nú em birt eða samþykkt til birtingar í Iæknatímaritum. Fyrstu 4 verkefnin greina frá rann- sóknum á hvítum blóðkornum, frá börnum með astma og ofnæmi, og mælingum á sérhæfðum efnasam- böndum þeirra. Það er vitað að við astmaeinkenni verður bólgusvörun í berkjum og þau efnasambönd, sem voru rannsökuð em talin eiga dijúgan þátt í bólgusvömninni. Helstu niðurstöður auka vonir um að hægt sé að nota þessi próf tii- að meta bólgu í berkjum og að þvagpróf sé sérlega nýtilegt, þar sem börnin geta þá sloppið við blóð- próf. í fimmta verkefninu var sýnt fram á að innúðað adrenalín er gagnlegt hjá bömum sem em yngri en 18 mánaða og hafa bráð astma- einkenni. Áður hefur sú og önnur berkjuvíkkandi meðferð verið rengd í þessum aldurshópi. í seinasta verkefninu er sýnt fram á að sjúkrahúsvist við Östra sjúkrahúsið vegna astmaeinkenna hjá börnum á aldrinum 2 til 18 ára, minnkaði og legudögum fækk- aði verulega á árunum 1985-1993. Helstu orsakir em bætt lyfjameð- ferð og aukin fræðsla til foreldra og barna um astma og ofnæmi. Þannig skilar bætt astmameðferð sér í minni sjúkrahúskostnaði fyrir samfélagið og betra lífi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. FRÉTTIR Atvinnumálanefnd Reykjavíkur Sjö milljónir krónaí þróunarstyrki ATVINNUMÁLANEFND Reykjavíkur veitir samtals sjö milljónir í styrk til 20 aðila til þróunar í atvinnulífi í Reykjavík á þessu ári. 50 umsóknir um styrk bárust frá einstaklingum og fyrirtækjum í Reykjavík. Atvinnumálanefnd hefur á hveiju ári veitt styrki til þróun- ar atvinnulífsins í Reykjavík. Styrkirnir eru einkum veittir til verkefna sem stuðlað geta að nýsköpun, þróun, hagræðingu, markaðssetningu og uppbygg- ingar. Tuttugn styrkir Eftirtaldir einstaklingar og fyrirtæki hlutu styrk á þessu ári; Auður Ingibjörg Ottesen, Axel Eiríksson, Álafélagið hf., Björg Ingadóttir, Dennis Jó- hannesson, Desform hf., Pjöl- prent sf., Elías Davíðsson, Handverk reynsluverkefni, Hans Jóhannsson, Haraldur Jónasson, Upplýsingaþjónusta Háskóla íslands, Heimilisiðn- aðarfélag íslands, Helgi E. Baldursson, JHM-ALTECH, Max hf., OZ hf., Rótin og Spak- mannsspjarir. Styrkirnir vom veittir til ýmissa atvinnugreina; hátækni og hugbúnaðar, 900 þúsund krónur, handverksiðnaðar, 940 þúsund krónur, fataiðnaðar, 1.450 þúsund krónur, fiskiðnað- ar, 200 þúsund krónur, hús- gagnaiðnaðar, 660 þúsund krónur, þjónustuiðnaðar, 1.000 þúsund krónur og vegna annars framleiðsluiðnaðar, 1.850 þús- und krónur. Islenskar lækninnajurtir Námskeið verður haldið 20. og 22. nóv. ld. 20.00 - 22.00. Kennt að búa til jurtasmyrsl, te og seyði. Verð kr. 4.900. Einnig einkaviðtöl, ráðgjöf og ilmolíunuddtímar. Anna Rósa Róbertsdóttir MINMH grasalæknir og ilmolíunuddari, símar 553-6777, 551-0135. 9£ju----- W T® j^OSlP maLn Lækjargötu 8, simi 55 I 1014 Tilboð mánudags- til fimmtudagskvöld Djúpsteiktar raekjur súrsáetar... 595,- 3ja rétta máltíð m/rækjum og kjöti..695,- Odýrir hádegisverðaréttir m/súpu frá kr. 495,- nljl Minning látínna í Landa- kirkju HALDIN verður athöfn í Landa- kirkju föstudagskvöldið 17. nóvem- ber kl. 20.30 undir yfirskriftinni Minning látinna. Samskonar athöfn var haldin fyrir ári og þótti vel til takast og var því afráðið að gera Minningu látinna að árvissum viðburði. Við það tækifæri verða nöfn allra sem látist hafa í prestakallinu á liðnu ári, nefnd við altari kirkjunnar. Einnig mun syrgjendum gefast kostur á að kveikja á kerti í bæn fyrir ástvinum sínum. Sálmur verð- ur sunginn og blessun flutt. Að athöfn lokinni gefst fólki kostur á að ganga yfir í safnaðar- heimilið til að þiggja kaffisopa og hlýða á stutt umræðuspjall um sorg og sorgarviðbrögð. Matseðill Forréttur Freyðirínslónuð laxasúpa m/rjómatopp. Aðalréttur: Glóðarsteiktur lambavöðrí dijon m/púrtrínssósu, kryddsleiktum jarðcplum, gljáðu granmeti og fersku salati. Eftirréttur: Hcslihnetuís m/súkkulaðisósu og ávöxtuin. Verð kr. 4.600 Sýningarvcrð. kr. 2.000 Dansað í bremur sölum Matseðill Austurlen.sk rækjusúpa með anansbitum og kókos. Lambapiparstcik í scsamhjúp með rifsberjasósu, smjörsteiktum jarðcplum og grænmeti. Súkkulaðirjómarönd Cointrcau með appdsínukremi. ^ Verð kr. 3.900, sýninganerð kr. 1.500 ^ Höm Borðapantanir í síma 568 7111. Atb. Enginn aSgangseyrir á dansleik. Föstudags- og laugariagskvöld Hótel Island laugatdagskvöld ji.ir sern BJÖRGVIN H ALI.DÓRSSON rifjar upp öll bcstu lögin frá 25 ára glæstum jC söngferli ásamt fjölmörgum frábærum ^ listamönnum í glæsilegri sýningu. M vinsælasti skemmtikraftur landsins í Ásbyrg austursal Hótel Islaiids Gestasöngvari: SIGRÍDl R BEINTEINSDÓTTIR Illjómsveitarsljóri: Jk GL'NNAR ÞÓRÐARSON , ásanit 10 manna hljómsveit / Kynnir: i JÓN AXEL ÓLAFSSON I Daiisatiöfundiir: IIELENA JÓNSDÓTTIR M Dansarar úr BA'lTl llokkmiijB llandril og leikstjórn: BJÖRN (i. BJÖRNSSON ^ í vetur verður sýning Ladda föstudags- og laugartiagskvtiltl, LA 1)1)1 kemur enn og aftur á óvart með sínum margbreyrti- legu persónuleikum. St<»rkostleg skernmtun sem enginn ætti aö missa af. I 'miirleikari Hjörtur llowser SértHbot) tí gistingu. si'tni 56ti S999. Ríkisvíxlar! Fjármálastjórar - sjóðir - stofnanir - fyrirtæki • Ríkisvíxlar hafa fjölmarga kosti við fjárstýringu. • Ríkisvíxlar eru örugg skammtímaverðbréf með tryggri ávöxtun. Þau eru skráð á Verðbréfaþingi íslands sem tryggir greið viðskipti við kaup og sölu. • Ríkisvíxlar eru tæki til að skapa þann hreyfanleika sem þú þarfnast. Útboð fer fram í dag kl. 14:00. í boði eru 3ja mánaða víxlar. Ríkisvíxlar eru fáanlegir með mismunandi gjalddögum. Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa um tilboð á vexti á ríkisvíxlum. Sími 562 6040. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð (neðsta húsið við Hverfisgötu) síhii 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.