Morgunblaðið - 15.11.1995, Page 11

Morgunblaðið - 15.11.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 11 FRETTIR Hverfafundur borgarstjóra í Efra-Breiðholti Andlitslyfting og fegrun umhverfis Morgunblaðið/Kristinn TVEIR fundarmanna hlýða á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra á hverfafundi í Gerðu- bergi. Á fundinum voru um 100 gestir úr Fella- og Hólahverfi. íbúar bentu borgarstjóra á hvar brýnt væri að endurbæta í hverfínu og auka öryggi bama. Gunnar Hersveinn sat fundinn og heyrði meðal annars af tillögu um breytingar á Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hélt hverfafund í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á mánudagskvöld fyrir íbúa í Berg-, Fella- og Hólahverfi. Fund- inn sóttu um hundrað gestir sem spurðu mest um ákveðin svæði sem þarfnast endurbóta. Einnig var vakin athygli á stöðu Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Efra Breiðholt er elsta íbúða- hverfi Reykjavíkur sem getur kall- ast úthverfi en í því er þétt íbúða- byggð sem varð fullbyggð um miðjan áttunda áratuginn. Hverfin mótast mikið af blokkum sem byggðar voru eftir 1960. Ingibjörg Sólrún fjallaði í inn- gangserindi sínu um hverfið og minntist meðal annars á að um 225 þúsund gestir hefðu sótt Breiðholtssundlaugina á síðasta ári, framkvæmdir við gervigra- svöll við Austurberg fyrir íþrótta- félagið Leikni og gildi menning- armiðstöðvarinnar Gerðubergs. Sex leikskólar eru í efra Breið- holti og 84 börn á biðlista eftir plássi. Eftir tölu borgarstjóra var orðið gefið fijálst. Tillaga um að tvö skólasvið Fjölbrautaskólans hætti Kristín Arnalds, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, upplýsti á fundinum að hún hefði fengið skýrslu frá menntamála- ráðherra sem fæli í sér tillögur um að leggja niður tæknisvið og matvælasvið við skólann. Hún taldi að það væri vegið að skólan- um með þessu og að þetta væri mikið hagsmunamál fyrir hverfíð, en á tæknisviði eru tré-, málm- og rafiðnaðardeildir. Kristín spurði Ingibjörgu Sólrúnu um álit á þessu, en borgin á þijá menn í skólanefnd Fjölbrautaskólans. Borgarstjóri sagðist hafa þurft að senda eftir skýrslunni í menntamálaráðuneytið og loks fengið tækifæri fyrr um daginn til að lesa skýrsluna sem er um skipan náms á framhaldsskóla- stigi. Ingibjörg sagðist ekki merkja miklar breytingar á starf- semi Menntaskólans í Reykjavík, við Hamrahlíð, við Sund eða Kvennaskólans en hins vegar væri í skýrslunni tillaga um tals- verðar breytingar á Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Hún nefndi að deildir við skól- ann sem strákar sæktu mikið yrðu skornar niður samkvæmt tillög- unni. En hins vegar ætti að leggja áherslu á deildir sem stúlkur sæktu nokkuð eins og listabraut, sjúkraliðabraut og íþróttabraut. „Mér líst ekki alltof vel á þessar breytingar," sagði hún og nefndi einnig að þó nokkrar breytingar ætti að gera á starfsemi Iðnskói- ans í Reykjavík samkvæmt skýrslu menntamálaráðherra. Fellaskóla bar á góma vegna þess að skólahúsið þarfnast við- gerðar og að áætlað hafði verið að gera skautasvell í nánd við hann. Borgarstjóri sagði að skól- inn þarfnaðist vissulega viðgerðar en tilgreindi ekki hvernær hún færi fram. Skautavellið á að gera með litlum tilkostnaði eða með því að hleypa rennandi vatni yfir ákveðinn flöt. Þjónustumiðstöð aldraðra Kona lýsti áhyggjum sínum vegna göngustígs milli Hólagarðs og leikskólans Suðurborgar en bíl- stjórar með sendingar fyrir búðir í Hólagarði ækju hann. Þetta væri hættulegt vegna barnanna. Borg- arstjóri sagði að ef Reykjavíkur- borg ætti stíginn mætti setja þar umferðartálmanir. íbúi lagði til að hringtorg yrði gert þar sem Vesturberg mætir Suðurhólum. Borgarstjóri sagðist myndi skoða það mál. Spurt var hvort möguleiki væri að lækka aldurstakmark í félags- og þjónustumiðstöðvar aldraðra, að minnst kosti í einni, vegna þess að ákveðinn hópur milli 60 og 67 ára sæktist eftir því. Borgarstjóri sagði að það myndi reynast erfitt, því borgin greiðir með þessari þjónustu. Öldruðum fjölgar í borg- inni og þessi tiltekni þjónustu- kostnaður yrði æ meiri. Markmiðið væri að reka miðstöðvarnar sem best en með sem minnstum til- kostnaði. Vetrarútileikir barna, stígar og önnur mál Einnig kom fram á fundinum að íbúar vildu fjölga öruggum svæðum til vetrarútileikja barna, betrumbæta göngu- og hjólastíga hér og þar í hvefinu, laga malar- gryfjur við Háberg, endurskoða svæði við Völvufell, sem notað er undir vöruflutningabíla, rækta upp plön til dæmis fyrir neðan Gerðu- berg og ofan Keilufells, og setja góða lýsingu í göngin undir Vest- urberg. Borgarstjóri lýkur fundaröð sinni í hverfum borgarinnar næsta mánudag í Bakka- og Seljahverfi. Flokksfor- menn ræða stöðu kvenna KVENRÉTTINDAFÉLAG íslands býður formönnum stjórnmálaflokk- ana á Alþingi á opinn fund á Grand Hótel í Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember kl. 17.30-19, þar sem þeir verða beðnir um að svara spurning- um um stöðu kvenna í flokkunum. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Auk tölulegra staðreynda um stöðu og fjölda kvenna í stofr.unum flokk- anna verða formennimir m.a. spurð- ir um stefnu þeirra í jafnréttismálum, hver þeir telji að sé stærsta hindrun- in í vegi þess að konur komist til frekari áhrifa í flokkum þeirra og hvort fyrirhugaðar séu einhveijar aðgerðir til að auka áhrif kvenna þar. Að loknum framsögum gefst fundarmönnum tækifæri til að bera fram spurningar til formannanna um málefni kvenna í pólitík. Bryndís Hlöðversdóttir, formaður KRFI, setur fundinn en að þvi loknu hefjast framsöguræður formanna. Þá verða umræður og fyrirspumir. Fundi stýrir Hansína B. Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri og stjómarkona í KRFI. -----------»■ *■-*--- ■ ÞRIÐJI skammdegisfundur Samtaka móðurmálskennara verð- ur haldinn í samkomusal Kennara- hússins fimmtudaginn 16. nóvember kl. 17.00. Jón Hilmar Jónsson, málfræðing^ur, kemur og kynnir bók sína: Orðastaður: Orðabók um ís- lenska málnotkun og Dagný Krist- jánsdóttir, bókmenntafræðingur, flytur fyrirlestur um mat og bók- menntir. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru móðurmálskennarar hvattir til að mæta. Suðurlandsbraut 22 Sími: 553 6011 og 553 7100 Við seljum amerískar gæðadýnur frá Kingsdown og mikið úrval af fallegum rúmum. Það sem gerir Kingsdown dýnurnar frábrugðnar öðrum sambærilegum dýnum er að í neðri dýnunni er samskonar gormastell og í þeirri efri. Þetta gefur stóraukna fjöðrun og tryggir að dýnurnar laga sig betur að líkamanum. Hryggsúlan verður bein í svefni og betri djúpsvefn næst. Trégrindin í neðri dýnunni er sérlega styrkt á álagsflötum. Gormastellin í báðum dýnunum eru tvíhert sem eykur iífslengd gormanna mikið og hæfni þeirra til að fara aftur í rétta stöðu. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.