Morgunblaðið - 15.11.1995, Síða 22

Morgunblaðið - 15.11.1995, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR • ÚT ER komin geisladiskur með söngvaflokknum Svana- sönge ftir Franz Schubertí flutningi þeirra Kristins Sig- mundssonar bassabarítón- söngvara og Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara. Söngvaflokkurinn saman- stendur af fimmtáji sönglögum við ljóð eftir Heine, Rellstab og Seidl og er hann síðastur hinna miklu söngvaflokka Schuberts. Auk þess eru á disknum fjögur þekkt sönglög Schuberts. Með honum fylgir bæklingur méð ljóðunum á frummálinu og prósaþýðing Reynis Axelssonar. Halldór Hanssen ritar inngang. Nýlega var Töfrafalauta Nýjar hljómplötur KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Mozarts, þar sem Kristinn syngur eitt aðalhlutverkið, gef- in út á hljómdiski erlendis og hefur sú útgáfa hlotið góða dóma. Jónas Ingimundarson hefur leikið með fjölda íslenskra söngvara á tó'nleikum og plötum og er að senda frá sér geisla- disk með píanótónlist um þessar mundir. Útgefandi er Mál og menn- ing. Þetta erífyrsta sinn sem Svanasöngur Schuberts kemur út á íslenskum geisladiski, flutt- ur af íslenskum listamönnum ogjafnframt fyrsti hljómdiskujj- inn sem Mál og menning gefur úr. Verð 1.980 krónur. Rautt og svart MYNDLIST Morgunblaðið/Árni Sæberg LISTAKONAN við verk sín Á s m u n d a r s a 1 u r MÁLVERK Ásdís Kalman. Opið alla daga frá 14-18. Til 19. nóvember. Aðgangur ókeypis. MÁLVERKIÐ á vissulega sína áhangendur meðal yngstu kynslóð- arinnar, ekki síður en hugmynda- fræðilega listin. Það ætti sýning Ásdísar Kalman í Ásmundarsal að vera til vitnis um, en uppistaða hennar eru 14 málverk unnin með olíu á striga, gerð á sl. tveim árum. Ásdís nam við Myndlistarskólann í Reykjavík á árunum 1984-86 (kvölddeild) og við málunardeild Myndlista- og handíðaskólans 1984-88. Ásdís hefur farið hægt af stað á sýningavettvangi, en frumraun hennar var smásýning í Bókakaffi við Garðastræti útskriftarárið, auk þess hefur hún tekið þátt í tveim samsýningum á þessu ári. Strangt tekið, er þetta þannig í fyrsta skipti sem hún kemur fram á marktækan hátt. Það felst töluverð hógværð í slíku ferli; og málverkin bera þess merki að Ásdís nálgist þau af full mikilli varfærni, þannig er sem átökin við lit og efni liggi meira á yfirborðinu, en að þau tengist innri lífæðum myndflatarins og fái yfír sig yfir- bragð fyllingar og varanleika. Og það er athyglisvert, að fyrir utan eina mynd, „Nafnlaus“ (12), er það helst í smærri myndum sem umtals- verðra átaka sér stað svo sem í myndaröðinni nr. 4-8, en í þau verk virðist mun meira lagt en flest hinna og formrænt séð eru þau meira afgerandi. Þá er eitthvað viðkvæmt og upp- hafið í sumum myndanna, sem kemst þó ekki nægjanlega til skila vegna þess hve laust vísanirnar liggja á yfírborði flatarins. Fyrr- nefnda og nafnlausa verkið (12) er hins vegar þróttmesta málverkið á sýningunni að mínu mati, byggist á samspili rauðra og svartra lita í einfaldri ryþmískri formheild. Málverkið er kröfuharður hús- bóndi og helst eiga menn að ganga að því eins og hverri annarri vinnu upp á hvern einasta dag að segja má. Eitthvað virðist skorta á sam- hengi í vinnubrögðunum og sumar úrlausnir of sviplausar, því_ er líka þannig farið með myndir Ásdísar, að því meiri vinna og yfírlega sem virðist vera að baki verkanna þeim mun safaríkari verða þau. Bragi Ásgeirsson TONLIST Kristskirkja KÓRTÓNLEIKAR J.S. Bach: Jesu meine Freude BWV 227; Prelúdía og fúga í f-moll f. org- el; MagnificaL Marta G. Halldórs- dóttir, Signý Sæmundsdóttir, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir, Þorgeir Andrésson, Bergþór Pálsson; Mar- teinn H. Friðriksson, orgel; Dómkór- inn og kammersveit u. stjórn Hans Joachim Rotzsch. Kristskirkju í Landakoti laugardaginn 11. nóvember. TÓNVERK fímmta guðspjalla- mannsins frá Eisenach eru í senn þakklát og óþakklát viðfangsefni. Þakklát, af því gæði þeirra og til- höfðun eru ómótstæðileg og flytj- endum eilíf áskorun. Óþakklát, vegna óhemju útbreiðslu þeirra í ótal háklassahljóðritunum. Viðmið- un hlustenda er því mótuð af óvenjumiklum kröfum, kröfum sem geta sligað hvern meðalmann og vel það. Aðdráttarafl Bachs er að sama skapi með ólíkindum. Kristskirkja fylltist út að dyrum umrætt laugar- dagssíðdegi og komust færri að en vildu. Tónleikarnir voru liður í Tón- listardögum Dómkirkjunnar 4.-12. nóvember og gestastjómandinn var fenginn frá sjálfum höfuðstöðvum tónskáldsins, því herr Rotzsch starfaði um langt skeið við Tómas- arkirkjuna í Leipzig. Hinar 7 varðveittu mótettur Bachs virðast aðallega hafa verið ætlaðar fyrir jarðarfarir eða minn- Himnesk gieði ingarguðsþjónustur. Jesu meine Freude er elzt þeirra og lengst, samin 1723 og fyrir 5 raddir og fylgibassa. Innan um eru þó einnig 4ra og 3ja radda þættir, er sungnir voru hér af einsöngvurum með miklum ágætum. Jesús, heill míns hjarta er margsl- ungið verk og ekki árennilegt fyrir hvaða kór sem er. Dómkórinn komst samt allvel frá verkinu og þó að hljómur hans væri í heild svolítið daufur, að maður segi ekki þreytu- legur, þá tryggðu músíkalítet söng- fólksins og hinar mörgu góðu söng- raddir innan um, að hin íhugala tón- list Bachs komst þokkalega til skila, þrátt fyrir, ef að líkum lætur, stutt- an æfingartíma. Nokkru öðru máli gegndi um Magnificat, einn skærasta gimstein í kórverkaforða kristninnar. Þessi lofsöngur Maríu við latneskan Bibl- íutexta (Önd mín miklar Drottin) er himneskt gleðiákall eins og Bach var einum lagið. í fljótu bragði ætti músíkin að syngja sig sjálf og gerði það eflaust í innra eyra margra tónleikjagesta, en í raun er hér um miklu kröfuharðara við- fangsefni en sýnist. Hæfíleikar Dómkórsins virðast ekki hafa ^erið fullnýttir um allangt skeið, ef dæma má frá þeim skorti á hrynskerpu, þrótti og birtu, sem þetta glæsiverk afhjúpaði miskunnarlaust, og það sem jafnvel verra var, gleðina vant- aði líka. Það er óviðurkvæmilegt að þurfa að segja það, en að áliti undirritaðs ætti Dómkórinn að drífa sig í æfmgabúðir, því með þessu áframhaldi fara góð efni til spillis. Einsöngvaramir stóðu sig mjög vel, einkum þó sérstaklega Marta Guðrún í Quia respexit, sem yljaði hlustendum með munúðarblendnum kærleika, og Bergþór Pálsson, sem söng Quia fecit mihi magna af karl- mennskulegri yfirvegun og öryggi. Þorgeir Andrésson vantaði ekki nema hársbreidd upp á eftirvæntan- legan glæsileika í Deposuit. Hraðaval herra Rotzsch var, líkt og í mótettunni, varfærnislegt, en stjórn hans var skýr og örugg, þótt ekki megnaði hún að veita þá fjör- efnagjöf, sem sérstaklega hefði þurft í Magnifícatið. Hljómsveitin lék óaðflnnanlega, en hefði sömu- leiðis náð að glitra meir, ef meiri og dýnamískari hvatning hefði staf- að frá brúnni. Hinar martraðarháu trompetraddir hrósuðu sigri (eink- um í Gloria) hjá þeim Eiríki Erni Pálssyni, Einari St. Jónssyni og Lárusi Sveinssyni og sömuleiðis var eftirminnilegur sætur og tandur- hreinn dúett þeirra flautuleikara- hjóna, Martials Nardeau og Guð- rúnar Birgisdóttur við þýðan ein- söngsalt Hrafnhildar Guðmunds- dóttur í Esurientes. Milli kórverkanna lék Marteinn H. Friðriksson Prelúdíu og fúgu Bachs í f-moll fremur hægt og með þokka, en án meiriháttar tilþrifa. Ríkarður Ö. Pálsson. AÐSENPAR GREINAR Vistvæn ferðamennska MÓTTAKA ferða- manna er mjög vax- andi atvinnuvegur og þjónustugrein hér á landi. Ferðaþjónusta hefur vaxið mjög hratt og erlendum ferða- mönnum sem koma hingað til lands hefur fjölgað um meira en 100% á 10 árum. Stjórnvöld byggja miklar vonir við grein- ina. Til þess að þær vonir rætist verður að huga að því hvert skal stefna í ferðaþjón- ustunni, hvernig við viljum byggja upp mót- töku ferðamanna og um leið standa vörð um náttúruperlur okkar. Áherslur í ferðaþjónustunni eru síbreytilegar og því er mikilvægt að fylgst sé með straumum og stefnum í þeirri atvinnugrein sem öðrum. Stefna sú í ferðamálum sem kennd hefur verið við „græna" ferðamennsku er vistvæn eða sjálf- bær ferðamennska. I henni er lögð áhersla á vistvænt umhverfi, að staðir haldi sínu upprunalega útliti og að heimamenn séu hafðir með i ráðum þegar ferðaþjónustan er skipulögð. Einnig er mikilvægt að hafa í huga hvaða áhrif ferðaþjónustan hefur á umhverfi, menningu og efnahag landsins. „Græn ferðamennska" framtíðin Ýmsir markaðsmenn telja að í „grænni ferðamennsku" sé fólginn einn mesti vaxtarbroddurinn sem íslendingar eiga í atvinnumálum um þessar mundir. Það hefur verið mikilvægur þátt- ur í vistvænni ferðaþjónustu að fá ferðamenn til að nota innlendar framleiðsluvörur, enda vilja ferða- menn sem aðhyllast þessa tegund ferðamennsku gjarnan reyna inn- lendar vörur. Þeir leggja einnig mikið upp úr að nota almennings- samgöngur og varast að misbjóða landinu með ágangi. Island hefur vegna sérstæðrar náttúru og hreinleika landsins meiri möguleika en flest önnur lönd til að laða að sér útlendinga sem að- hyllast þessa tegund ferðamennsku, en talið er að þeir séu tugir milljóna og fari mjög fjölgandi. Vanda verður til verka Reynsla þjóða sem hafa verið í fararbroddi í ferðaþjónustu er sú, að vanda verður til hennar. Þjóðir, sem hafa byggt stóran hluta þjóðar- framleiðslu sinnar á ferðamennsku án þess að marka ákveðna stefnu í ferðaþjónustu eiga nú við ýmsan alvarlegan vanda að etja, s.s. um- hverfisspjöll, mengun, félagsleg og menningarleg vandamál. Ef við ætlum að byggja ferða- þjónustuna upp til að hún megi verða sem blómlegust um alla fram- tíð er nauðsynlegt að huga að heild- arstefnumótun hennar. Ella gætum við lent í sömu sporum og þær ferðamannaþjóðir sem hafa van- rækt stefnumörkun og búa nú við það ástand að búið er að kippa undirstöðunum undan ferðaþjón- ustu þeirra. Náttúruperlur og ágangur ferðamanna Á fundi samgöngunefndar Al- þingis lýstu fulltrúar ferðamálaráðs áhyggjum yfir því hvernig náttúru- perlur okkar væru að drabbast nið- ur, vegna ágangs ferðamanna. Nefndu þeir til dæmis að hverarönd- in á Hveravöllum væri að hverfa vegna þess að ferðamenn gengju þar yfír allt. Aðeins voru veittar 5 milljónir króna til viðhalds og verndarstarfs á við- kvæmum og fjölsóttum ferðamannastöðum á öllu landinu í fyrra. Hvað höfum við umfram aðrar þjóðir til að laða að erlenda ferðamenn til landsins ef við varðveitum ekki náttúrufyrirbæri, sem eru sérkenni lands okk- ar? Hverasvæðið við Geysi í hættu? Eitt af því sem veld- ur ugg er umræða fræðimanna um hvernig menn hafa farið með frægasta hverasvæði okkar. Á svæðinu umhverfis Geysi í Haukadal hafa verið boraðar 10 holur og er þar e.t.v. verið að sækja heitt vatn í sömu heitavatnsæðar og halda hverasvæðinu við Geysi Óspillta náttúru íslands verður að vemda, hún er fjöregg okkar í þess- ari ört vaxandi atvinnu- grein, segir Asta R. Jóhannesdóttir og oendir á að framtíð ferðaþjónustunnar sé í húfi. virku. Seint myndi hvarfla að Bandaríkjamönnum að leyfa borun í nágrenni ýið frægasta goshver þeirra, Old Faithful í Yellowstone Park. Geysir í Haukadal er heimsfræg- ur og yrði það áfall fyrir ferðaþjón- ustu á íslandi ef hverasvæðið í Haukadal yrði óvirkt eða þurrkaðist upp. *■ Til að koma í veg fyrir slík nátt- úruspjöll ætti að bjóða bændum í kring ódýrari raforku til húshitunar og heimabrúks, af henni eigum við nóg. Hvað viljum við? Við verðum að skipuleggja ferða- þjónustuna betur, setja okkur vel skilgreind markmið til næstu ára- tuga, ákveða hversu marga ferða- menn við viljum og hve mikið af tekjum fyrir þjóðarbúið þeir skilji eftir í landinu, hvaða áhrif þeir hafí á atvinnulífíð og landið sjálft. Nauðsynlegt er að tekið sé tillit til þeirra hugmynda eða hugmynda- fræði sem kölluð hefur verið græn ferðamennska í þeirri vinnu sem framundan er í samgönguráðuneyt- inu. Vistvæn ferðamennska rædd á Alþingi Þingsályktun um þetta mál ligg- ur nú fyrir Alþingi. Flutningsmenn hennar eru auk mín', Kristín Hall- dórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Össur Skarphéðinsson. Við teljum eðlilegt að nefnd sér- fróðra aðila í ferðamálum og þeirra sem þekkja hugmyndafræði grænn- ar ferðamennsku, kæmu til liðs við þá sem sinna stefnumótun í ferða- málum. Slík nefnd myndi vinna að því að fella græna ferðamennsku inn í stefnumótunarvinnu sam- gönguráðherra. Óspillta náttúru Is- lands verður að vernda, hún er fjör- egg okkar í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Framtíð þessarar at- vinnugreinar, ferðaþjónustunnar, er í húfi. Höfundur er alþingismaður. Ásta R. Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.