Morgunblaðið - 15.11.1995, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.11.1995, Qupperneq 28
i8 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR A maður að sætta sig við kerfið? ÞAÐ ER ánægjulegt að sjá að ríkisstjórnin ætlar að taka fjárlaga- hallann föstum tökum í nýju fjár- lögunum. Hins vegar eru hægfara umbætur á gölluðu skattkerfi og þensla hins opinbera áhyggjuefni. ( Það kemur fram í fjárlagafrum- varpinu að tekjuskatts- kerfið verði endurskoð- að. Nefnd hefur málið til skoðunar allt næsta ár. Þegar nefndin skilar áliti þarf að samþykkja breytingar í þinginu og má því búast við að engra breytinga sé að vænta fyrr en eftir rúm tvö ár. Það er of seint. Þó svo að hér sé um fiókið og umfangsmikið verk að ræða verður að stytta þennan tíma. Ástæðan er einföld; þolinmæði fólks er á i þrotum. Nýlega reiknaði Hús- næðisstofnun ríkisins út hve há laun fyrrum námsmenn þurfa að hafa til þess að geta keypt sér litla íbúð að loknu námi. Sam- kvæmt niðurstöðum Húsnæðis- stofnunar þurfa hjón, sem hafa lok- ið framhaldsnámi og tekið lán hjá LÍN, að hafa 556.000 krónur í tekj- ur á mánuði til að axla greiðslu- byrði 6,5 milljóna króna íbúðar hafi þau ekkert sparifé, sem reynd- -( ar fæstir námsmenn hafa í lok náms. Þau þyrftu því að taka bankalán fyrir 30% af andvirði íbúð- arinnar þar sem 70% fást lánuð hjá ríkinu. Eigi þessi hjón böm eru jað- arskattar þeirra á bilinu 70% til 100%. Hjónin geta því ekki sagt sem svo: „Nú leggjum við hart að okkur og vinnum af krafti og greiðum niður bankalánið á fáum árum.“ Nánast hver einasta umframkróna, sem þau vfnna sér inn, fer í skatta; það er lítil umbun fyrir að leggja meira á sig. Möguleikarnir eru því aðeins tveir; að reyna að sætta sig við kerfið og litlu íbúðina eða að gefa skít í allt saman og flýja land. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um ókosti beggja þessara möguleika fyrir þjóðarbúið. Það segir sig sjálft að kerfi sem byggist upp á því að letja í stað þess að hvetja hefur neikvæð áhrif á aukn- ingu þjóðarframleiðslu á mann, öðru nafni hagvöxt. í stað þess að taka til hendinni fer fólk að spá í hvernig hægt sé að leika á kerfið. Það er meira upp úr því að hafa að „svindla" á kerfinu en að bæta á sig vinnu. Til dæmis geta hjón með börn skráð sig úr sambúð til þess að fá hærri bætur, betri að- gang að dagvistun og svo framvegis. Auðvit- að er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir að fólk misnoti vel- ferðarkerfið en það er hægt að stuðla að því að fólk sjái sér meiri hag í því að vinna en að komast á spenann hjá ríkinu; því miður er raunin önnur í dag. Að flýja land Þeir, sem sætta sig ekki við kerf- ið, velja seinni möguleikann og flytja burt rétt eins og forfeður okkar sem flýðu undan oki jarla og konunga í Noregi. Með frjálsari við- skiptum og opnari mörkuðum er heimurinn að minnka. Ungt fólk sem hefur sótt menntun erlendis er gjaldgengt á erlendum vinnu- mörkuðum og mun þess vegna bera saman kjör hér á landi og annars staðar. Það er í raun grátlegt að hugsa til þess að einstaklingur, sem þjóðin hefur kostað til grunnskóla-, menntaskóla- og háskólanáms, skuli enda á erlendum atvinnu- markaði og greiða skatta til annars ríkis en þess íslenska sem hefur staðið straum af kostnaði við menntun viðkomandi. Ríkið er því ekki að fá neitt til baka af þeim kostnaði, sem búið er að leggja í við menntun þessa einstaklings, nema afborganir af lánum LÍN. Helgi Rúnar Óskarsson Jr Hvað er til ráða? Það er deginum ljósara að tekju- tengingu skatta verður að endur- skoða mjög alvárlega. Til dæmis er ljóst að endurgreiðsluhlutfall námslána upp á 5% og 7% af árs- tekjum nær ekki nokkurri átt; ungt fólk sem er að byija lífsbaráttuna ræður einfaldlega ekki við slíka byrði. LÍN er í raun ekkert annað en fjárfestingasjóður fyrir atvinnu- lífið í landinu. Með því að gera fólki kleift að sækja háskóla hér og er- lendis er þjóðfélagið að fjárfesta í þekkingu sem skilar sér í bættri samkeppnisaðstöðu íslenskra fyrir- tækja á alþjóðamarkaði. Ríkið verð- ur því að fara gætilega í að skera niður framlög til LÍN og/eða bjóða fólki upp á svimandi hátt endur- greiðsluhlutfall; hvort tveggja dreg- ur úr áhuga fólks á því að mennta Kerfið sem byggir á því að letja í stað þess að hvetja, segir Helgi Rúnar Oskarsson, hefur neikvæð áhrif á aukningu þjóðar- framleiðslu. sig og sumir gefast upp á greiðslu- byrðinni og flytja burt; og smátt og smátt heltumst við úr lestinni í samkeppni á alþjóðamörkuðum vegna þekkingarskorts. Undirritaður fagnar samdrætti í framkvæmdum hins opinbera í nýj- um fjárlögum. Reyndar þarf að ganga mun lengra og stöðva þenslu hins opinbera, fækka starfsfólki hjá ríkinu og lækka rekstrarkostnað. Það þarf að draga úr umfangi ríkis- ins í rekstri og selja fyrirtæki sem einkageirinn er fullfær um að reka. Til dæmis er út í hött að ríkið skuli reka poppstöð eins og Rás 2. Ríkis- útvarpið á að sinna menningar- og upplýsingalegu hlutverki en ekki taka þátt í samkeppni á fjölmiðla- markaði. Vilji þessi ríkisstjórn sýna að hún hafi kjark og kraft til að takast á við fjármálavandann þarf að ganga lengra en nú hefur verið gert í fjár- lögum og það þarf að vinna hrað- ar. Tíminn er að hiaupa frá ykkur og fólkið líka. Höfundur er viðskiptafræðingur. \ R-listinn hundsar tillögur starfsmanna SÍÐASTLIÐINN laugardag samþykkti stjóm Strætisvagna Reykjavíkur tillögur að breytingum á leiðakerfi fyrirtækisins, sem eiga að taka^ gildi næsta sumar. Á sama fundi var tillaga sjálfstæðis- manna, um að teknar yrðu til skoðunar tillög- ur nokkurra starfs- manna fyrirtækisins að nýju leiðakerfi, felld. Leiðakerfi SVR er að stofni til frá 1970. Oft hefur komið fram gagn- rýni á það og meðal annars verið sagt að mikill vöxtur borgarinnar á síðustu áratugum kalli á annað kerfi. Marg- ir telja hins vegar að núverandi kerfí hafí reynst vel og að leggja eigi áherslu á að betrumbæta það eftir föngum. Lofsvert framtak starfsmanna október. Þar með gerðu þeir ráð fyrir að þær yrðu teknar til umflöll- unar í stjórn fyrirtækis- ins en fulltrúar R-list- ans sáu ekki minnstu ástæðu til þess. Á stjórnarfundi SVR hinn 7. nóvember lögðu fulltrúar R-listans til að samþykktar yrðu fyrir- liggjandi leiðakerfís- breytingar. Undirritað- ur óskaði eftir því að málinu yrði frestað og benti á að umræddar tillögur vagnstjóranna hefðu ekki fengið neina umfjöllun innan stjóm- arinnar. Meirihlutinn féllst á beiðni um frestun en boðaði til annars fund- Fulltrúar R-listans í stjórn SVR neita að skoða tillögur starfs- Kjartan Magnússon Leiðakerfísbreytingarnar, sem samþykktar vom, em að mörgu leyti til bóta. Þær byggjast á núverandi leiðakerfí en raunhæfar úrbætur eru gerðar á þjónustu og leiðakerfið er lagað að vaxandi byggð. Þrátt fyrir að margt mæli með þessum breyting- um á stjóm SVR auðvitað að skoða aðrar tillögur fordómalaust og með opnum huga. Á meðan hugmyndavinna við leiðakerfisbreytingar stóð yfír hófu nokkir vagnstjórar vinnu við mótun nýs leiðakerfis, sem er að mörgu leyti ólíkt hinu, sem fyrir er. Að hluta er byggt á gamla kerfinu en stórlega er dregið úr „halarófuakstri". Rót- tækasta breytingin er sú að gert er ráð fyrir því að allar leiðir nema ein hafí endastöð á nýjum stað, nálægt gatnamótum Miklubrautar, Sæ- brautar og Reykjanesbrautar, sem er mun nær landfræðilegri miðju höfuðborgarsvæðisins en t.d. Hlemmur. Það hlýtur því að vera rík ástæða' fyrir borgaryfirvöld að gaumgæfa tillögur vagnstjóranna og fá hlut- lausa sérfræðinga til að bera þær saman við núverandi leiðakerfi. Tillögurnar hundsaðar Tillöguhöfundar afhentu stjórn- arformanni SVR, Arthuri Morthens, tillögurnar á sameiginlegum fundi starfsmanna og stjómar í byijun manna að nýju leiða- kerfi, segir Kjartan Magnússon, þrátt fyrir að þær séu unnar af vandvirkni og þekkingu. ar fjórum dögúm síðar, 11. nóvem- ber, þar sem málið yrði aftur á dag- skrá. Á þeim fundi lögðu fulltrúar sjálfstæðismanna fram formlega til- lögu um að tillögur vagnstjóranna yrðu teknar til alvarlegrar skoðunar. Tillagan var felld með þremur at- kvæðum R-listans gegn tveimur at- kvæðum sjálfstæðismanna. Með þessu var umræddum starfsmönnum, sem hafa lagt mikla vinnu í tillögurn- ar, sýnd lítilsvirðing.* Það hefði verið lágmarkskurteisi að bjóða þeim að kynna þær á stjórnarfundi en það var ekki gert. Með þessu bregðast fulltrúar R-listans í stjóm SVR auk þess þeirri skyldu sinni að gaum- gæfa allar tillögur, sem þeim berast og snerta hagsmuni fyrirtækisins. Tillögur, sem tvímælalaust eru skoð- unar virði og unnar af vandvirkni og þekkingu. Höfundur er varaborgarfulltrúi og á sæti í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur. Hús íslenskrar tungn Meðal annarra orða í námunda við Þjóðarbókhlöðu sýnist landrými fyrír myndarlegt hús. Njörður P. Njarðvík sér fyrir sér hús, sem ætlað væri öllum þeim stofnunum er sinna íslensku á vegnm og í tengslum víð Háskóla Islands. í ÚTVARPSSPJALLI við Ævar Kjartans- son ekki alls fyrir löngu kastaði ég fram hug- mynd um hús íslenskrar tungu á vegum Há- skóla íslands. Ýmsir hafa verið að inna mig frekar eftir þessari hugmynd að undanfömu, og þess vegna langar mig að gera ofurlítið nánari grein fyrir henni. Ég hef Iengi verið óánægður með stöðu íslensku og íslenskra fræða í Háskóla íslánds. Á ég þá sérstaklega við kennslu og rannsókn- ir í íslenskum málvísindum og íslenskum bók- menntum. Ég er þeirrar skoðunar að í íslensk- um háskóla hljóti þessi fræði að vera eins konar hornsteinn. Á þessu sviði er skylda okkar og sérstaða mest, enda munu aðrir háskólar ekki sinna því nema sem aukagetu. Ef við sinnum þessu ekki af kostgæfni, verður það ekki gert annars staðar. Mér er ljóst að sökin er að nokkru leyti okkar, sem hefur verið trúað fyrir þessum fræðigreinum. Við hefðum átt áð hafa meiri metnað fyrir hönd fræða okkar og beijast af meira kappi fyrir framgangi þeirra. Okkur er þó nokkur vork- unn, sem og öðrum fræðimönnum, í þjóðfélagi sem metur menntun jafnlítils og hér er gert, og á það ekki síst við valdamenn, þá er fyrir sjóðum ráða. íslensk fræði eflast mest, ef hætt verður að meta störf við þau til smánar- launa. Sjálfstæð deild Islensku er fundinn staður í heimspekideild, einni stærstu deild Háskóla íslands, og áreið- anlega þeirri sundurleitustu. Það sýnir sig þráfaldlega í starfí og ákvörðunum þessarar deildar, að hún er svo sundurleit að þar er hver höndin upp á móti annarri í flestum málum. Og svo mun verða, því að ógerningur er að ætlast til að jafnólíkar fræðigreinar eigi samleið í áhuga- og skipulagsmálum, stefnu- mörkun eða stöðuveitingum. Þótt íslenska sé þarna stór grein, er hún samt í minnihluta, eins og allar greinar, og ræður því alls ekki nógu miklu um eigin mál. Og ég þykist þess fullviss, að flestar ef ekki allar greinar séu óánægðar með stöðu sína í heimspekideild. Þess vegna er kominn tími til að skipta deild- inni. Það er skoðun mín, að þá fari best á því að íslenska (og þar með talin íslenska fyrir erlenda stúdenta) verði sérstök, sjálfstæð há- skóladeild. Sú deild mundi nú telja 22 kennara í fullu starfí og um 320 stúdenta. Ég þykist vita, að einhveijir kunni að telja þetta einangr- unarstefnu, en svo er alls ekki., enda enginn vandi að haga því svo, að stúdentar geti valið sér hliðargreinar í öðrum háskóladeildum. En skipulagslega mundi íslenska eflast sem fræði- grein, enda yrði þá allt slíkt starf markvissara og einfaldara en í hrærigraut heimspekideild- ar. Dreifðir kraftar Önnur ástæða fyrir veikri stöðu íslensku er sú, að kraftar þeirra einstaklinga og stofn- ana, sem tengjast henni eru alltof dreifðir. Þegar ég dvaldist í rannsóknarleyfi í Clare Hall College, University of Cambridge, kynnt- ist ég því, hve mikils virði akademískt samfé- lag getur verið. Hér, aftur á móti, fer því svo íjarri að skilningur sé á þvílíkri nauðsyn, að það er rétt eins og reynt sé að stía öllu sem mest í sundur. Þess vegna mætir það kannski ekki miklum skilningi að leggja fram hug- mynd um hús íslenskrar tungu í þessu skyni. En það skai nú samt gert. Hið nýja hús hins sameinaða Landsbóka- safns og Háskólabókasafns, fjóðarbókhlaðan, sem svo er nefnd, sýnir glöggt, hversu mikils virði sómasamlegur aðbúnaður getur verið. Allir geta séð, hve mjög þessi stofnun á eftir að eflast, og um leið hve miklu hlutverki hún muni gegna í menntun þjóðarinnar. I námunda við Þjóðarbókhlöðu sýnist land- rými fyrir myndarlegt hús. Ég sé þar fyrir mér hús, sem ætlað væri öllum þeimi stofnun- um er sinna íslensku á vegum og í tengslum við Háskóla íslands. Þessar stofnanir eru: ís- lenskudeild háskólans (vonandi sjálfstæð) með allri kennslu í íslenskum málvísindum og bók- menntum, Árnastofnun, Orðabók Háskóla Is- lands, íslensk málstöð, Islensk málnefnd, Málræktarsjóður, Stofnun Sigurðar Nordals og Örnefnastofnun. Slíkt hús þyrfti að sjálfsögðu að vera hag- anlega hannað með sameiginlegt handbóka- safn í miðju þess (því að bókakostur þessara stofnana er einnig dreifður) ásamt málstofum og setu- og lestrarstofum, auk kennslustofa og vinnuherbergja kennara og fræðimanna. Þar þarf einnig að vera góð aðstaða fyrir er- lenda fræðimenn, sem vilja vinna hér að rann- sóknum á sviði íslenskra málvísinda og bók- mennta. í húsi íslenskrar tungu gæti þá orðið til lifandi, akademískt samfélag allra þeirra er leggja stund á þessi fræði á vegum Há- skóla Islands, samfélag kennara, nemenda, fræðimanna innlendra og erlendra, Og þeir, sem þurfa að leita til þessara stofnana, geta fundið þær allar á einum stað. Þvílíkt samfé- lag myndi efla áhuga á og hleypa auknu lífí í þau fræði, sem eru kjarni íslenskrar menning- ar. Höfundur er prófessor i íslenskum bók- menntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.