Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 48
 ysmmk:-- alltaf á Miövikudögum MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVtK, StMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTR UM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR15. NÓVEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Umsóknir um lán til bygginga 700 félagslegra íbúða Helmingi færri íbúðir en 1994 UMSÓKNIR hafa borist til Hús- næðisstofnunar ríkisins um lán til byggingar á um 700 félagslegum íbúðum. Langflestar eru umsókn- irnar frá sveitarfélögunum á suð- vesturhorni landsins og félagasam- tökum. Lánsumsóknum hefur fækkað mjög á síðustu árum. Fyr- ir árið 1994 bárust 1.408 umsókn- ir og þær hafa verið að jafnaði á -'•'-b.ilinu 1.500-1.600 á ári síðustu árin. Gísli Gíslason, deildarstjóri fé- lagsíbúðadeildar Húsnæðisstofnun- ar, segir að fyrir árið 1995 hafi verið sótt um lán til byggingar 887 íbúða og 1.408 íbúða fyrir árið 1994. „Þetta er töluverður sam- dráttur í fjölda íbúða. Þó ber þess að geta að hér á árum áður sóttu sveitarfélögin svolítið riflega um lán, jafnvel til bygginga á 2-300 íbúðum þó vitað væri að ekki yrðu - V'ggðar nema 50-60 íbúðir. Það hefur hins vegar borið minna á þessu en áður. Þetta skýrir sam- Samdrátturinn nær allur á lands- byggðinni dráttinn kannski að hluta til en samt sem áður ekki að öllu leyti,“ segir Gísli. Umsækjendum fækkað um 28 Umsækjendur um lánin eru nú 32 talsins, þar af 17 sveitarfélög og 15 félagasamtök. í fyrra voru umsækjendur 60 talsins og svipað- ur fjöldi í hitteðfyrra. Gísli segir að litlir hreppar á landinu hafi fall- ið út sem umsækjendur og fáar umsóknir hafi borist frá Vestfjörð- um. „Umsóknirnar koma aðallega frá þessum stóru sveitarfélögum á suð- vesturhorninu og félagasamtökum, eins og Öryrkjabandalaginu og nemendafélögum," sagði Gísli. Stærsti einstaki umsækjandinn er Reykjavflcurborg sem sækir um lán til byggingar 180 íbúða. Einnig eru margar umsóknir frá Kópa- vogi, Hafnarfirði og Akureyri. Húsnæðisstofnun gerir ráð fyrir að meðallán til byggingar hverrar íbúðar sé um 5,6 milljónir kr. Þarna er því um að ræða lánsumsóknir sem samtals nema 3.920 milljónum króna. Húsnæðisstofnun lánar þessa fjárhæð sem framkvæmdalán en þegar byggingarkostnaður ligg- ur fyrir er framkvæmdalánið gert upp með langtímaláni sem veitt er væntanlegum kaupanda, sem getur verið einstaklingur eða sveitarfé- lagið sjálft ef ætlunin er að leigja íbúðirnar út. Lán til kaupa á félags- legu húsnæði til einstaklinga bera 2,4% vexti en 1% ef húsnæðið er í útleigu hjá sveitarfélögunum. Láns- hlutfall er allt upp í 90%. Húsnæðis- málastjóm mun íjalla um umsókn- irnar en ekki er búist við að afstaða til þeirra verði tekin fyrr en á næsta ári. mmm íslensk villibráð í japanska veislu RJÚPA, lundi, svartfugl, villigæs og hreindýrakjöt frá íslandi verða á borðum japanskra sælkera eftir fjóra daga. Þeir munu svo meta hvort ástæða er til að panta meiri 'villibráð frá íslandi og selja hana til dýrari veitingahúsa í Japan. Pétur Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs, flytur villibráð- ina út. Hann vonast til að fá í dag leyfi til að flytja inn hreindýrakjöt frá Grænlandi, en auk þess að selja það hér á landi kveðst hann geta selt það áfram til útlanda og jafnvel þurrkað það og selt Græn- lendingum aftur. Pétur sendi í gær villibráð til Japan og ætla DHL hraðflutning- ar að koma kjötinu þangað á fjór- um dögum. „Ég er í sambandi við japanskt fyrirtæki, sem kaupir inn hráefni fyrir betri veitingahús Japans,“ segir Pétur. „Ég sendi ■+'út ferskt hráefni og Japanir ætla svo að halda veislu þar sem þeir geta metið hráefnið. Ef þeim líkar vel þá getur að sjálfsögðu orðið framhald á þessum útflutningi." Pétur hefur sótt um leyfi til að flytja inn hreindýrakjöt frá Græn- landi. „Ég er búinn að leggja inn umsókn hjá landbúnaðarráðuneyt- inu og henni fylgir vottorð frá slát- urhúsinu í Grænlandi, sem hefur viðurkenningu ESB. Nú er beðið eftir umsögn yfirdýralæknis, en mér sýnast menn vinna nokkuð hratt úr þessu máli og ég vænti þvi svara á miðvikudag [í dag]. Það er ekki til neinn tollkvóti fyrir hreindýrakjöt, þar sem ekki var búist við að flylja þyrfti það inn til að anna eftirspum, en ég get auðveidlega selt töluvert magn. Ég gæti líka selt kjötið áfram til Japans og ég hef einnig kannað möguleika á að þurrka kjötið og selja það aftur til Grænlendinga. Þetta skýrist allt þegar ráðuneytið hefur svarað umsókn minni.“ Eimskíp fjölgar áætlunarfer ðum ÁÆTLUNARSIGLINGUM Eimskips verður senn fjölgað um 50% eða úr fiórum ferðum í sex. Þetta er m.a. •*»5ert vegna aukinna flutninga fyrir Islenska álfélagið hf. vegna stækk- unar álversins í Straumsvík, en nú verða vikulegar afskipanir á áli til kaupenda víðs vegar. Einnig mun breyting á siglinga- áætlun bæta þjónustu við álfélagið varðandi innflutning á rekstrar- og byggingavörum. Hagkvæmni í rekstri Eimskips eykst þar sem félag- ið nýtir betur skip sín, en áður var sérstakt skip í þessum flutningum eingöngu. Hörður Sigurgestsson, forstjóri félagsins, sagði í gær, að þegar væri búið að semja um flutn- ing á viðbótarframleiðslu ÍSAL sem er alls um 60 þúsund tonn og einnig um flutning á nýrri álbræðslu til landsins, en þeir flutningar nema um 30 þúsund tonnum. ■ Þjónusta við þéttbýlisstaði/6 • • Ortröð á útsölum bílaumboðanna Hátt í fimmhundruð bílar seldust STÓRU bílaumboðin seldu hátt í 500 notaða bila í síðustu viku á útsölum sinum, samkvæmt samantekt Morg- unblaðsins. Forráðamenn umboð- anna segja viðtökur almennings við tilboðum þeirra framar björtustu vonum og markaðurinn hafi tekið mjög vel við sér eftir nokkra deyfð í október. Þá hefur sala nýrra bíla einnig tekið mikinn kipp nú í nóvember, sérstaklega síðustu tvær vikur. Þannig seldust um 15% fleiri bílar í síðustu heilu viku októbermánaðar en á sama tíma í fyrra. í fyrstu viku nóvembermánaðar jókst salan hins vegar um 68% frá sömu viku í fyrra og í síðustu viku jókst salan um 45%. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri hjá Brimborg telur að þessa söluaukningu megi rekja til ákvörð- unar um stækkun álversins. „Nóv- embermánuður hefur aldrei verið jafngóður hjá okkur,“ sagði Egill. Spáir hann því að sala nýrra bíla í nóvember verði um 40-50% meiri en í sama mánuði í fyrra. ■ Kringum/14 Morgunblaðið/RAX Bryggju- smíði í Reykjavík- urhöfn HAFNARSTARFSMENN vinna nú við það að endursmíða svo- kallaðar Verbúðabryggjur í Vesturhöfninni í Reykjavík. Á myndinni, sem tekin var í gær- kvöldi, sést hvar verið er að reka niður bryggjustaura. Þegar staurarnir eru komnir niður á fast er sagað ofan af þeim. Bryggjan, sem verið er að end- urnýja, stendur við hús Slysa- varnafélagsins. Tilboð í jarðvegsvínnu kerskála ISAL opnuð í gær Öll tilboðin í verkið undir kostnaðaráætlun TILBOÐ í fyrsta áfanga stækkunar álversins í Straumsvík voru opnuð í gær. Alls hafði sjö verktökum verið heimilað að bjóða í verkið í forvali og skiluðu 6 þeirra inn tilboðum. Það vekur athygli að öll tilboðin eru nokkuð undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 127 milljónir króna. Völur hf. átti lægsta tilboðið, en það hljóðaði upp á 77,2 milljónir króna eða sem nemur 61% af kostn- aðaráætlun. Næst á eftir komu Há- fell hf. með 79,7 milljónir, JVJ hf. með 83,9 milljónir og ístak hf. með 89,3 milljónir. Tvö hæstu tilboðin áttu hins vegar Sveinbjörn Runólfs- son, en tilboð hans hljóðaði upp á 106,1 milljón króna og Ármannsfell hf., sem bauð 108,8 milljónir í verk- ið. Þessi tilboð eru eigi að síður nokk- uð undir kostnaðaráætlun. Framkvæmdir ættu að hefjast innan tveggja vikna Að sögn Rannveigar Rist, upplýs- ingafulltrúa ÍSAL, er gert ráð fyrir því að það muni skýrast innan viku til 10 daga hvaða tilboði verði tekið. Hún segir að meðal þeirra þátta sem þurfi að skoða sé á hversu skömmum tíma verktakarnir treysti sér til þess að ljúka verkinu. Að því loknu verði gengið til samninga við þann verk- taka sem fyrir valinu verður og reiknar Rannveig með því að fram- kvæmdir geti hafist strax í kjölfarið. Rannveig segir að næsta skref sé síðan útboð á framkvæmdum við kerskálann sjálfan og lagerhúsnæði sem á aðTeisa. „Við munum stækka lagerhúsnæði það sem fyrir er á svæðinu og er það gert nú m.a. til að nýta megi það undir geymslu á efni vegna stækkunarframkvæmd- anna,“ segir Rannveig. „Við reiknum með því að senda frá okkur útboðs- gögn vegna þessara framkvæmda á næstu dögum.“ Rannveig segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvaða verktakar muni taka þátt í þessu útboði og ekki hafi heldur verið gengið endan- lega frá því hvenær tilboðsfrestur renni út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.