Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 6

Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurgeir Hændur að blikapabba UNGUR Eyjamaður, Haukur Weihe, tók fyrir tveimur árum í fóstur lítinn æðarunga sem hafði orðið viðskila við æðar- kolluna. Haukur hefur síðan alið æðarblikann og hefur hann sem gæludýr. Er hann orðinn afar hændur að hús- bónda sínum. Saknar hans þeg- ar hann er ekki heima og fagn- ar honum mjög þegar hann kemur heim. Samkeppmsráð telur að samstarf Securitas, Sívaka og Vara geti haft skaðleg áhrif á samkeppni í öryggisþjónustu Gæti kallað á aðgerð- ir samkeppnisyfírvalda SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að náið sam- starf Securitas, Vara og Sívaka geti haft skaðleg áhrif á samkeppni á öryggisþjónustumarkaðnum og kallað að öðru óbreyttu á aðgerðir af hálfu yfirvalda. Ráðið lítur hins vegar svo á að ekki sé tilefni til að grípa til aðgerða að svo stöddu. Þetta kemur fram í áliti Sam- keppnisráðs á fyrirkomulagi Neyð- arlínunnar hf. sem ofangreind fyrir- tæki standa að ásamt Slysavarna- félaginu, Pósti og síma og Slökkvi- stöð Reykjavíkur. Neyðarlínunni er sem kunnugt er ætlað að annast símsvörun fyrir samræmda neyðar- símanúmerið 112 og verður einnig heimilt að taka að sér vöktun við- vörunarkerfa. Hópur öryggisþjónustufyrir- tækja kvartaði við Samkeppnis- stofnun í september sl. yfir því að samningur dómsmálaráðuneytisins við Neyðarlínuna hf. fæli í sér mis- rétti. Sérstaklega var bent á rekstr- arframlagið sem hvert fyrirtæki þarf að greiða til stöðvarinnar án tillit til umfang starfseminnar. Ennfremur var bent á að rekstr- arlegar ákvarðanir hinnar sameig- inlegu neyðarsímsvörunar yrði í höndum aðila sem nú þegar hefðu yfirburðastöðu á markaðnum þann- ig að hætta væri á fákeppni og jafn- vel einokun. Jafnframt fékk ráðið samninga og samþykktir Neyðarlín- unnar til umsagnar frá dómsmála- ráðuneytinu. í áliti Samkeppnisráðs eru gerðar ýmsar athugasemdir við samning dómsmálaráðuneytisins og Neyð- arlínunnar hf. Bent er á að fyrir- tækið sé í eigu stærstu öryggisþjón- ustufyrirtækjanna á markaðnum, auk þriggja opinberra fyrirtækja og stofnana og sé að stórum hluta íjármögnuð af opinberu fé. Samkeppnisráð telur það ekki samræmast markmiðum sam- keppnislaga að Neyðarlínan geti starfað á samkeppnismarkaði og þá e.t.d. í samkeppni við einkaaðila í öryggisþjónustu. Samningur dómsmálaráðuneýtis og Neyðarlín- unnar girði ekki fyrir þenna mögu- leika félagsins, með sem hætti sem æskilegt sé. Ráðið beinir m.a. þeim tilmælum til dómsmálaráðherra að árleg greiðsla þeirra einkaaðila sem vilji reka öryggisþjónustu sína í tengslum við hina sameiginlegu neyðarvaktstöð verði að hámarki 1-2 milljónir í stað 5 milljóna króna. Þau fyrirtæki sem annist öryggis- þjónustu og geri samninga við Neyðarlínuna hf. um vaktþjónustu greiði að öðru leyti fyrir þá þjón- ustu sem þau njóti samkvæmt þjón- ustugjaldskrá sem taki við af um- fangi þjónustu til þeirra. Vari og Securitas með 70-80% hlutdeild I áliti Samkeppnisráðs er sér- staklega vakin athygli á því að Securitas og Vari eru langstærst á markaðnum fyrir öryggisþjónustu. Þau hafa að mati fyrirtækjanna sjálfra um 70-80% hlutdeild á mark- aði fyrir öryggiskerfi og fjargæslu og 100% af markaðnum fyrir far- andeftirlit. Þann 1. október flutti Vari hf. vaktstöð sína í stjórnstöð Securitas. Bent er á að með sameiginlegum rekstri neyðarvaktstöðvar Neyðar- línunnar hf. megi vænta enn frek- ara samstarfs þessara aðila. „í því sambandi kemur 18. gr. samkeppnislaga til álita, en þar er fjallað um samruna fyrirtækja eða yfirtöku fyrirtækis á öðru fyrirtæki sem m.a. leiði til markaðsyfirráða þess eða dragi verulega úr sam- keppni," segir í álitinu. Einkamerki verða leyfð á bílum og bifhjólum REGLUGERÐ um breytingu á skráningu ökutækja tekur gildi um næstu mánaðamót. Samkvæmt henni verður heimilt að gefa út sérstök skráningarmerki, einka- merki, að ósk eiganda bifreiðar eða bifhjóls. Einkamerkið kemur í stað hefðbundins skráningar- merkis. Gert er ráð fyrir að inn- heimt verði sérstakt gjald fyrir einkamerki en ekki hefur verið ákveðið hvert gjaldið verður. Í reglugerðinni segir að áletrun á einkamerki skuli vera 2-6 bók- stafir og/eða tölustafir að vali eig- anda ökutækisins. Einkamerki megi þó ekki bera áletrun sem er Innheimt verð- ur sérstakt gjald fyrir merkin tveir bókstafir og þrír tölustafir né heldur sömu áletrun og skrán- ingarmerki ökutækis af eldri gerð sem er í notkun. Áletrunin megi ekki bijóta í bága við íslenskt málfar, vera fallin til að valda hneykslun eða geta haft í för með sér óþægindi fyrir aðra. Bifreiðaskoðun íslands er ætlað að setja nánari reglur um áletrun á einkamerkjum. Við úthlutun merkjanna verður farið eftir röð, þannig að sá sem fyrstur sækir skriflega um ákveðna áletrun hlýt- ur réttinn til að nota hana. Rétt til að nota ákveðna áletrun á einkamerki má ekki framselja til annars aðila. Réttur til að hafa ökutæki á einkamerki gildir í tíu ár. Eiganda er heimilt að flytja merkið jrfír á annað ökutæki í eigu sinni. Ekki er heimilt að hafa einkamerki á bílum sem lúta regl- um um innskatt vegna virðisauka- skatts. Morgunblaðið/Ásdis Biskupar hittast BISKUPINN yfir íslandi, séra Ólafur Skúlason, (t.v.) hitti nýskipaðan biskup kaþ- ólskra, Johannes M. Gijsen, á Biskupsskrifstofu í gær eins og venja er til við komu nýs kaþólsks biskups. J.M. Gijsen er hollenskur, hefur lengst af starfað í Hollandi, eða í 21 ár, og haft aðsetur í borg- inni Roermond í Limburg- héraði. Sjónvarpsstöðin Sýn hefur útsendingar á opinni dagskrá sinni klukkan 20 í kvöld Áskriftarpakki kynntur eftir helgi Áhersla á kvikmyndir, íþróttir og framhaldsþætti SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hefur útsend- ingar kl. 20 í kvöld en framvegis byijar dagskrá stöðvarinnar ávallt kl. 17 dag hvern. Dagskrá Sýnar verður öllum opin fyrstu sex dagana, en frá og með 22. nóv- ember verður hún lokuð öðrum en áskrif- endum Stöðvar 2 og þeim sem kaupa sér áskrift að dagskrá Sýnar. Að sögn Páls Magnússonar, sjónvarps- stjóra Sýnar, verður Sýn opin áskrifendum Stöðvar 2 til kynningar í nokkra mánuði án endurgjalds en öðrum gefst kostur á að kaupa áskrift að Sýn sérstaklega. Sjón- varpsstöðin mun nota sama myndlyklakerfi og Stöð 2 þannig að væntanlegir áskrifend- ur sem eru með myndlykil að stöð 2 þurfa ekki að koma sér upp sérstökum búnaði til að ná útsendingum stöðvarinnar. Páll sagði að búið væri að taka ákvörðun um áskriftarverð Sýnar en það yrði ekki kynnt fyrr en eftir næstu helgi. „Þá verður boðið upp á pakka, bæði í verði og kjörum, sem á eftir að koma ýmsum á óvart,“ sagði Páll. Kvikmyndir frumsýndar sex kvöld í viku Dagskrá Sýnar verður í nokkuð föstum skorðum. Frá 17 til 19.30 verður áhersla lögð á efni fyrir unglinga. Kl. 21 á öll kvöld verða frumsýndar kvikmyndir nema á sunnudagskvöldum en þá ráða íþróttir ferð- inni. Virka daga stendur dagskráin yfir fram undir miðnætti en hún verður talsvert lengri um helgar. „Við leggjum mikla áherslu á kvikmyndir," segir Páll. Einnig verður að hans sögn boðið upp á margskon- ar blandað efni, s.s. framhaldsþætti, spennumyndaflokka og innlenda og erlenda tónlist. Þá verður Sýn með beinar knattspymuút- sendingar frá meistaradeild Evrópu. Páll sagði að íslenskar lýsingar yrðu á íþrótta- efni og tónlistarmyndbönd verða með ís- lenskum kynningum. „í blábyijuninni verður ekki um innlenda dagskrárgerð að ræða en við erum að kanna ýmsa möguleika, ekki síst í samstarfi við sjálfstæða aðila á markað- inum. Við komum hins vegar ekki til með að reka eigin framleiðsludeild,“ sagði Páll. I kvöld hefst dagskrá Sýnar með sérstök- um klukkustundarlöngum kynningarþætti en að honum loknum verður sýnd bíómynd og þáttur úr spennumyndaflokki. Útsendingarsvæðið nær frá Akranesi til Suðurnesja Útsendingarsvæði Sýnar nær yfír höfuð- borgarsvæðið og afmarkast af Akranesi í norðri og Suðurnesjum í suðri. Dagskrá Sýnar er dreift bæði á VHF og UHF rásum og eiga öll heimili því að vera með loftnet sem ná útsendingum stöðvarinnar, að sögn Páls. Sýn hefur einnig fengið úthlutað rás á örbylgjusviði en beðið er eftir sendi til að unnt verði að hefja útsendingar á ör- bylgju. „Við munum mæla viðtökurnar strax í upphafi og hraðinn á stækkun dreifíkerfis- ins ræðst af því hveijar viðtökurnar verða,“ sagði Páll. Þjónustusamningur við íslenska útvarpsfélagið hf. Enn sem komið er eru ekki margir fast- ráðnir starfsmenn hjá Sýn, að sögn Páls. Tæknileg atriði verða afgreidd samkvæmt sérstökum þjónustusamningi sem gerður hefur verið við íslenska útvarpsfélagið. Daglég stjónun stöðvarinnar og öll dag- skrárstjórn er alveg aðskilin frá Stöð 2. Stöð 2 og Sýn munu hins vegar verða með sameiginlegt innheimtukerfi. Sýn er í eigu samnefnds hlutafélags. ís- lenska útvarpsfélagið hf. á 20% hlutafjár, Chase Manhattan-bankinn á 20% og aðrir eigendur íslenska útvarpsfélagsins eiga sem einstaklingar megnið af öðru hlutafé stöðv- arinnar. Skrifstofur Sýnar eru til húsa á Suðurlandsbraut en tæknibúnaður er í húsa- kynnum Stöðvar 2 á Lynghálsi. ■ Útvarp/Sjónvarp/62 ■ Dagskrá/Cl-12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.