Morgunblaðið - 16.11.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 27
_____LISTIR___
Daufar
uppstillingar
MYNDLIST
Listasafn Kópavogs -
Geröarsafn
MÁLVERK
Pétur Gautur. Opið alla daga (nema
mánud.) kl. 12-18 til 19. nóvember.
Aðgangur kr. 200 (á allar sýningar
í safninu). Sýningarskrá ókeypis.
í VESTURSAL Gerðarsafns hef-
ur Pétur Gautur Svavarsson hengt
upp rúmlega þrjátíu málverk, sem
eru nær öll unnin á þessu ári. Þessi
ungi listamaður hélt sína fyrstu
einkasýningu 1993, og vakti nokkra
athygli með ágætri sýningu í Gall-
erí Borg á síðasta hausti. í verkum
sínum hér heldur hann í megindrátt-
um áfram þar sem frá var horfið,
þó áherslurnar séu nú nokkuð aðrar.
Að þessu sinni er öllu rólegra
yfirbragð á málverkunum, þar sem
meginviðfangsefnin eru uppstilling-
ar og kyrralífsmyndir - ávextir á
borði, könnur og kirnur. Hér hefur
Pétur Gautur því líkt og fyrr kosið
að vinna á grunni hefðarinnar, og
er að þessu sinni á svipuðum slóðum
og ýmsir þeir listamenn, sem tóku
til við að rannsaka samspil lita og
forma á nýjan leik á síðasta áratug.
I málverkunum vinnur listamað-
urinn oftast með þeim hætti að bera
litina á í mörgum lögum og skafa
síðan niður á milli, þannig að úr
verður hart yfirborð, þar sem undir-
lagið skín oft í gegn. Þessir fletir
eru á stundum ókyrrir fyrir augum
áhorfandans, þótt þeim sé ekki ætl-
uð hreyfing af myndefninu, sem
þeir eru bundnir við. Litfletirnir eru
loks brotnir upp í hveiju verki á
fætur öðru með hringlaga formum,
sem ýmist virka sem dældir inn í
yfirborðið eða blettir sem hvíla ofan
á því. Hið síðarnefnda er skiljanlega
ríkjandi í þeim uppstillingum, sem
hér eru mest áberandi.
Mikiivægi þessarar vinnslu lit-
anna fyrir málverkin verður einkum
ljós þegar þau eru borin saman við
nokkrar litlar myndir sem eru unnar
á pappír (nr. 6-16), og virka öllu
daufari og flatari en önnur verk.
Þar ná ímyndirnar sér því ekki á
strik ti! jafns við það sem gerist í
stærri málverkunum.
Almennt er litanotkun lista-
mannsins mun stilltari nú en áður;
heitir litir eru fáséðir í verkunum,
og þar sem þeir koma fyrir marka
þeir myndefnið öðru fremur, líkt og
t.d. í „Kyrra“ (nr. 1) og „Epli á
borði“ (nr. 4). Daufir litatónar
flestra verkanna eru í fuilu sam-
ræmi við stillu myndefnisins, og
eykur enn á kyrrð þess, svo jaðrar
við stöðnun.
I heild er þessi sýning Péturs
Gauts síðri en sýning hans fyrir ári
síðan, og er líkt og fölur doði hafi
tekið við af þeim litríka krafti, sem
einkenndi verkin sem hann sýndi
þar. Sagan sýnir glögglega að upp-
stillingar og kyrralífsmyndir geta
orðið kraftmikil málverk þegar vei
er að staðið; þar ræður reynsla og
listrænn þroski mestu um, og hvoru
tveggja á Pétur Gautur vissulega
framundan.
P.S.: Þeim er þetta skrifar þætti
viðkunnaniegra að vera rétt nefnd-
ur, þegar vitnað er í umsagnir hans
um einstakar sýningar, líkt og gert
er i kynningarefni hér...
Eiríkur Þorláksson
HEIMABANKI
Heimabanki Sparisjóöanna mætir
kröfum nútímans um skýrt og
myndrænt notendaviömót.
wfarárstíg 27
ðabanki íslands
(ðabantó íslands
Að maUflfíta,ÍkilvaXt
Mor*-
."Wendum Japtir mm2 tanda'rt-
í„rt. vardar IV?8 tytir
'Jn)ynðir, w bjóða upp /,nn’ enda ,
vee*r m JtVLnokkM
1 elr>s
þérhentar
Huimatanti spaiisióSanna - Innlán
i
•0
1
s