Morgunblaðið - 16.11.1995, Síða 32

Morgunblaðið - 16.11.1995, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HaUgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EÐLILEG ÞRÓUN í VARNARMÁLUM HERMÖNNUM í varnarliði Bandaríkjamanna á Kefla- víkurflugvelli hefur fækkað um 740 á síðastliðnum tveimur árum. í byrjun ársins 1994 undirrituðu ísland og Bandaríkin bókun við varnarsamning ríkjanna, sem kvað á um að umsvif í varnarstöðinni myndu minnka en kjarni starfseminnar verða í meginatriðum sá sami. Fækkun varnarliðsmanna er meiri en íslenzk stjórnvöld gerðu ráð fyrir. Hún er hins vegar aðeins eðlileg þróun, í ljósi breytts ástands í heimsmálum. Mun minni spenna er nú í okkar heimshluta en á dögum kalda stríðsins. Eftir fall Sovétríkjanna og heimskommúnismans hefur átt sér stað gífurlegur niðurskurður á herafla og viðbúnaði Bandaríkjanna víða um heim. Það er óhjákvæmilegt að slíkt komi fram hér á Islandi líkt og í Bandaríkjunum sjálfum og í herstöðvum þeirra í öðrum ríkjum. íslendingar hljóta að fagna því að hægt sé að sinna vörnum lands þeirra með minni mannafla og minni til- kostnaði en til þurfti þegar umsvif Sovétríkjanna á Norð- ur-Atlantshafi voru sem mest og friðurinn ótryggastur. Það var heldur aldrei ætlun þeirra, sem börðust fyrir hingaðkomu varnarliðsins á miklum óvissutímum árið 1951, að það yrði hér um aldur og ævi eða að umfang þess tæki ekki mið af aðstæðum í alþjóðastjórnmálum. Mestu máli skiptir auðvitað að vörnum íslands sé hag- að til samræmis við sameiginlegt mat íslenzkra og banda- rískra stjórnvalda á ástandinu í alþjóðamálum. Hægt þarf að vera að auka viðbúnað í Keflavíkurstöðinni með skömm- um fyrirvara ef þörf krefur. Framkvæmd varnarsamningsins er nú að nýju til endur- skoðunar og er stefnt að því að þeirri vinnu ljúki um ára- mót. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði eftir fund sinn með bandaríska utanríkisráðherranum fyrir skömmu að hann teldi að viðbúnaður í varnarstöðinni í Keflavík yrði áfram með sama hætti og verið hefur að undanförnu. Slík niðurstaða væri skynsamleg, ekki sízt í því Ijósi að óvissa ríkir nú um þróun mála í Rússlandi. Talsverða hættu má telja á því að herskáir kommúnistar og þjóðernissinnar sæki á í þingkosningunum, sem þar standa fyrir dyrum. Það sýnir okkur að áfram er ástæða til að vera á varðbergi. FRIÐARVON? SAMKOMULAG það, sem Króatía og Serbía náðu 1 byrjun vikunnar um héraðið Austur-Slavoníu í Króat- íu, sem serbneskar sveitir hafa hersetið um rúmlega þriggja ára skeið, kann að vera fyrsta skrefið í átt til friðsamlegra ástands á Balkanskaganum. Menn hafa lært það á þeim árum sem stríð þjóðanna, sem áður byggðu Júgóslavíu, hefur staðið að gleypa ekki við loforðum og sáttmálum, en í samkomulaginu um Austur-Slavoníu eru þó þættir, sem varðað gætu veginn til heildarlausnar á þjóðernisdeilum á svæðinu. í fyrsta lagi er með samningunum um Austur-Slavoníu komið í veg fyrir þá hættu að Króatar reyni að taka hérað- ið með hervaldi, eins og þeir gerðu fyrr á árinu í Vestur- Slavoníu og Krajinu. Slíkt hefði haft í för með sér ómæld- ar hörmungar fyrir serbneska íbúa og stefnt samningavið- ræðunum í Dayton í Bandaríkjunum í hættu. I öðru lagi er með samkomulaginu miðað við að hérað- ið verði að einu til tveimur árum liðnum undir stjórn Króat- íu að nýju. Það gefur ákveðið fordæmi hvað það varðar að virða fyrri landamæri lýðvelda Júgóslavíu við gerð frið- arsamninga. í þriðja lagi - og það er mikilvægast - er gert ráð fyrir að Austur-Slavonía verði að nýju landsvæði, þar sem ólíkar þjóðir búa saman, rétt eins og mestallur Balkan- skaginn. Fyrir stríð bjuggu þar um 193.000 manns, þar af 86.000 Króatar og 67.000 Serbar, en einnig 13.000 Ungveijar og nokkur þúsund Slóvenar, Þjóðveijar og Rúthenar. Eftir hernám Serba hefur fólk af flestu öðru þjóðerni en þeirra eigin verið hrakið á brott. Samkomulag- ið kveður hins vegar á um að fyrri íbúar fái nú að snúa til síns heima. Og þá tekur það erfiðasta við - að læra að búa saman á ný. Takist að skapa traust á milli íbúa Austur-Slavoníu og verði staðið við loforðin, sem gefin hafa verið á báða bóga, gæti verið von um frið á Balkanskaganum. SKAÐABÓTALÖG Stuðull vegna útreik skaðabóta verði hæk Lögð hafa veríð fyrir allsheijamefnd Alþingis drög að frumvarpi um breytingar á skaðabóta- lögum. Lögin hafa verið gagnrýnd og er í drögunum fallist á þá gagnrýni að hluta til. Almennt talað koma breytingamar til með að hækka skaðabætur vegna líkamstjóns verði þær lögfestar. Egili Ólafsson kynnti sér efni skýrslunnar og frumvarpið. Samanburður á bótum í löndum ESB og EFTA Skaðabætur vegna lömunar allra útlima, miiij. kr. Læknir, karl, 40 ára, kvæntur, 2 börn á framfæri (5 og 7 ára) 0 20 40 60 80 100 120 140 Þýskaland Lúxemborg Belgía Holland Frakkland England írland Skotland Sviss Ítalía Grikkland Spánn Portúgal Liechtenst. Austurríki Finnland Svíþjóö Danmörk ísl. 1/793 fsland Noregur fíitari, kona, 20 ára, ókvænt og barnlaus 0 20 40 60 80 100 120 140 Lúxemborg [ Belgía Þýskaland Frakkland England írland Holland Ítalía Skotland Grikkland Spánn Sviss Portúgal Danmörk | Finnland Liechtenst. Austurríki Svíþjóð Noregur ísl. 1/7‘93 fsland Dánarbætur, milljónir króna Læknir, karl, 40 ára, kvæntur, 2 börn á framfæri ( 5 og 7 ára) 0 20 40 60 80 100 120 140 Irland Sviss Liechtenst.' Ítalía I Austurríki Lúxemborg Belgía Þýskaland England Skotland Holland Finnland Frakkland Portúgal Grikkland Spánn Danmörk ísland ísl. 1/7'93 Noregur Svíþjóð [ fíitari, kona, 20 ára, ókvænt og barnlaus 0 20 40 60 80 100 120 140 Ítalía Spánn Frakkland Grikkland Sviss írland Lúxemborg Belgía Portúgal Skotland Liechtenst. Svíþjóð Austurríki Holland Þýskaland Danmörk Finnland Island ísl. 1/793 Noregur England DRÖG að frumvarpi til breytinga á skaðabótalög- um gerir ráð fyrir að sett- ur verði inn í lögin breyti- legur margfeldisstuðull sem lækki með hækkandi aldri tjónþola. Þetta þýðir að stuðullinn hækkar frá því sem hann er í dag fyrir alla bóta- þega. Við útreikning á margfeldisst- uðli er gengið út frá því að enginn greinarmunur verði gerður eftir kyn- ferði eins og hefðbundið hefur verið að gera í slíkum töflum til þessa. Mikil umræða hefur orðið um skaðabótalög, sem sett voru árið 1993. Fram hefur komið hörð gagn- rýni á lögin frá hópi lögmanna, sem heldur því fram, að reglur laganna leiði til lægri bóta í ýmsum tilvikum en stefnt var að með lagasetning- unni. Dómsmálaráðherra fól á síð- asta ári hæstaréttarlögmönnunum, Gesti Jónssyni og Guðmundi Skafta- syni og Gunnlaugi Claessen hæsta- réttardómara, að vinna greinargerð um framkvæmd laganna. í meiri- hlutaáliti Gests og Gunnlaugs kom fram það sjónarmið að hækka þyrfti margföldunarstuðul laganna. I júní á þessu ári fól allsherjarnefnd Al- þingis Gesti og Gunnlaugi að taka á ný upp athugun sína, í tilefni af dómi Hæstaréttar frá 30. mars 1995. í 'dómnum markaði Hæstaréttur nýja stefnu varðandi framtíðarávöxt- un við bótauppgjör. Frá árinu 1984 miðaði Hæstiréttur við 6% ársafvöxt- un, en með dómnum frá 30. mars er sú stefna mörkuð að miða skuli við 4,5% ársávöxtun tapaðra framtíð- artekna. Dómurinn skýrir þessa stefnubreytingu með vísan til þróun- ar í vaxta- og verðlagsmálum og núverandi ávöxtunarkjara spariíjár. Þessi breyting leiddi til þess að tjón- þola voru dæmdar umtalsvert hærri bætur en héraðsdómur hafði dæmt. Lögunum svipar til dönskulaganna í erindi allsheijarnefndar til Gests Jónssonar og Gunnlaugs Claessens er óskað eftir áliti þeirra á því hvort þessi stefnubreyting Hæstaréttar kalli á endurskoðun á margföldun- arstuðli laganna, en hann felur í sér reiknireglu um hvernig fjártjón vegna örorku skuli reiknað. Þeir komust að þeirri niðurstöðu í álits- gerð sem þeir unnu á síðasta ári að hækka þyrfti margföldunar- stuðulinn. Nauðsynlegt væri að margfalda árslaun bótaþega með 10 í stað 7,5 og síðan með örorkustigi til þess að samsvörun yrði milli eldri skaðabótareglna sem ekki voru lög- bundnar og nýju skaðabótalaganna. Gagnrýni á skaðabótalögin hefur ekki síst beinst að margföldunar- stuðlinum. Danir eru með slíkan stuð- ul í sínum lögum, en hann er ekki að finna í skaðabótalögum Finna, Norðmanna og Svía heldur er þar beitt almennum reglum um stofnun skaðabótaábyrgðar og ákvörðun skaðabóta vegna líkamstjóns. í Dan- mörku hafa skaðabótalögin verði gagnrýnd og því haldið fram að reikniregla laganna Ieiði til þess að þeir sem fái framtíðartekjutjón sitt einungis bætt á grundvelli þeirra laga fái ekki fullar bætur fyrir fjártjón sitt. Margfeldisstuðull dönsku lag- anna er 6,0 og hafa gagnrýnendur þeirra bent á að það sé of lágt því að á þeim tíma sem lögin voru sett hafi framtíðarávöxtun verið byggð á 15-20% markaðsnafnvöxtum á ári og slík ávöxtun sé óraunhæf. Segja má að Hæstiréttur Islands hafi markað þá stefnu með dómum, sem felldir voru 1984 og 1995, að miða skuli framtíðarávöxtun við raunvexti á hveijum tíma. Skaðabætur lágar á Norðurlöndunum í skýrslu sem gefin var út árið 1994 um samanburð á bótafjárhæð- um vegna líkamstjóna í ríkjum ESB og EFTA kemur fram að skaðabætur eru áberandi lægstar í Danmörku af löndum ESB þrátt fyrir að laun í Danmörku séu vel ofan við meðal- talslaun í ríkjum ESB. I flestum þeim dæmum, sem sett eru upp í skýrsl- unni, eru bætur í Danmörku lægstar eða með þeim lægstu. Skýrslan sýnir einnig að skaða- bætur eru lágar á öllum Norðurlönd- unum borið saman við hin löndin. Hún sýnir að skaðabætur á íslandi eru að jafnaði lágar. Þetta á sérstak- lega við um miskatjón, sem virðist hvergi hafa verið lægra árið 1993 þegar samanburðurinn fór fram en á Islandi. Rétt er að taka fram að við þennan samanburð þarf að setja ákveðna fyrirvara varðandi ná- kvæmni. Þannig þarf t.d. að hafa í huga að á Norðurlöndunum eiga slasaðir einstaklingar kost á endur- gjaldslausri félags- og heilbrigðis- þjónustu í ríkari mæli en gildir í mörgum öðrum löndum. Breytilegur margfeldisstuðull Eitt af þeim ákvæðum skaðabóta- laga, sem gagnrýnt hefur verið, er að miskabætur skuli vera lækkaðar um helming á aldursbilinu 60-69

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.