Morgunblaðið - 16.11.1995, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 16.11.1995, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 51 Skýrsla um borgaraleg réttindi DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur gefið út 2. og 3. skýrslu íslands um framkvæmd alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og .stjórnmálaleg rétt- indi frá árinu 1966 var gerður á vegum Sameinuðu þjóðanna og hef- ur ísland verið aðili að honum frá árinu 1979. í frétt frá Dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu segir m.a.: „Meðal þeirra fjölmörgu réttinda sem samningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi verndar eru réttur manna til lífs, bann við pynd- ingum, réttur til frelsis og mann- helgi, réttur til réttlátrar málsmeð- ferðar fyrir dómstólum, friðhelgi einkalífsins, trúfrelsi, tjáningar- frelsi, félagafrelsi, fundafrelsi og jafnræði allra manna fyrir lögunum. I skýrslunum tveimur er að finna ítarlega lýsingu á því hvernig þessi réttindi eru vernduð á Islandi, hvernig þau birtast í stjórn- arskránni og almennri löggjöf og hvernig vernd þeirra er fylgt eftir í framkvæmd." Karíus og Bakt- us í Ævintýra- Kringlunni í ÆVINTÝRA-Kringlunni hafa ver- ið leiksýninmgar á fimmtudögum en nú hefur verið ákveðið að flytja þær yfir á laugardaga. Heijast leik- sýningar þá kl. 15. Fyrsta leikritið verður laugardaginn 18. nóvember og verða það Karíus og Baktus sem hefja leikinn. Leikritið er byggt á sögu Thor- þjörns Egners og eru það Elva Ósk Ólafsdóttir og Stefán Jónsson sem leika þá félaga. Sýningin tekur um 30 mínútur og er miðaverð 500 kr. Barnagæsla er innifalin i miðaverð- inu. Á öðrum tímum kostar barna- gæslan 100 kr. og geta börnin dval- ist í 1 'A klst. í senn. Á fimmtudögum kl. 17 verða áfram minni uppákomur eða skipu- lögð dagskrá. í dag ætlar Ólöf Sverrisdóttir leikkona að bjóða börnunum í leikræna tjáningu. Fyrirlestur um náttúru- ljósmyndun GUÐMUNDUR Páll Ólafsson held- ur fyrirlestur í Norræna húsinu um náttúruljósmyndun, föstdagskvöld- ið 17. nóvember kl. 20. Guðmundur Páll ér þekktur fyrir bækur sínar, Perlur í náttúru ís- lands, Fuglar í náttúru íslands og síðustu bók sína um lífríki fjörunnar og fjöruna í náttúru íslands. Fyrir- lesturinn er haldinn að frumkvæði félags jarð- og landfræðanema og er efni fyrirlestursins ætlað öllum áhugamönnum um náttúru- og landslagsljósmyndun. Guðmundur Páll mun fjalla um tækni, vinnu- brögð og hugarfar þegar staðið er að landslags- og náttúruljósmyndun ásamt því að sýna myndir. Aðgangseyrir er 650 krónur og erU allir velkomnir. Leikjabanki BÓKSALA Nemendafélags Kenn- araháskóla íslands hefur gefið út safn um 150 leikja til kennslu eink- um í 1.-7. bekk grunnskólans. Leikjunum er skipað í flokka með hliðsjón af markmiðum þeirra. Um er að ræða orðaleiki, kynningar- leiki, rökleiki, námsleiki, ratleiki, spurningaleiki og námsspil. Kenn- aranemar á þriðja ári í almennu kennaranámi hafa safnað leikjun- um undir leiðsögn Ingvars Sigurð- geirssonar dósents. FRÉTTIR Manneldisráð fær Fjöreggið FJÖREGG MNÍ er verðlaunagrip- ur sem veittur er á matvæladegi Matvæla- og næringarfræðinga- félags Islands (MNI). Á matvæla- degi 1995 voru verðlaunin veitt Manneldisráði Islands fyrir út- gáfu tengda neyslukönnunum, útgáfu manneldismarkmiða óg annars fræðsluefnis. Forstöðumaður Manneldisráðs Islands, Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur, tók við verð- laununum en Samtök iðnaðarins gáfu verðlaunagripinn sem er handunnin, íslensk framleiðsla frá Gleri í Bergvík. I dómnefnd sátu Sveinn Hann- esson, Samtökum iðnaðarins, Alda Möller, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Einar Matthias- son, Mjólkursamsölunni. í frétta- tilkynningu segir m.a.: „Manneld- isráð hefur starfað í núverandi mynd frá 1978 þegar lög um manneldisráð voru sett. Aukinn kraftur komst í starfsemi ráðsins árið 1989 eftir að manneldis- og neyslustefna var samþykkt á Al- þingi. Manneldisráð hefur gengist fyrir viðamiklum könnunum á mataræði Islendinga. Niðurstöður hafa verið gefnar út á aðgengi- legu skýrsluformi. Þá hefur ráðið gefið út margvísleg efni fyrir iðn- aðinn, stóreldhús og almenning sem byggist á manneldismarkm- iðum. Að mati dómnefndár er fræðsluefni sem Manneldisráð hefur gefið út vandað, öfgalaust og til þess gert að nýta það. Almanak Þroska- hjálpar LISTAVERKAALMANAK Lands- samtakanna Þroskahjálpar fyrir árið 1996 ei komið út. Á forsíðu almanaksins er mynd eftir Karólínu Lárusdóttur sem hún færði samtökunum að gjöf. Flestar myndirnar í almanakinu eru til sölu á skrifstofu samtakanna. Lista- verkaalmanakið er einnig happ- drætti og eru vinningar dregnir út mánaðarlega. Vinningar í ár eru 51 listaverk. Listaverkaalmanakið kostar 1.200 kr. Landssamtökin Þroskahjálp eru hagsmunasamtök fatlaðra barna, fullorðinna og fjölskyldna þeirra. Samtökin vinna að því að tryggja fötluðum jafnrétti á við aðra þjóðfé- lagsþegna. FORSÍÐAN er eftir Karólínu Lárusdóttur. Jólakort Rauða kross hússins Hannyrða- verslun opnuð í Kópavogi NÝLEGA var opnuð verslunin Gam og gaman, Smiðjuvegi 68 í Kópa- vogi. Verslunin býður upp á hann- yrða- og föndurvörur auk ýmiss kon- ar gjafavöru. Á boðstótum eru m.a. pijónagarn þ. á m. Dale-garnið ásamt pijóna- blöðum frá Dale og öllum fylgihlut- um. Filtvörur og útsaumur frá Buc- illa og silkiborðsaumur, einnig út- saumur frá mörgum öðrum fyrir- tækjum. Jólasveinar úr tré til að setja saman og allt tii föndurgerðar og silki og dúkar til ámálunar ásamt litum frá Tri-Chem. Eigendur verslunarinnar Gams og gamans eru Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Sigurður P. Ólafsson, Snjólaug Stein- arsdóttir og Agnes Steinarsdóttir. Grænlenskur ráðherra GRÆNLENSK-íslenska félagið Kal- ak boðar til fundar i Norræna húsinu fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20.30. Gestur fundarins verður Bene- dikta Thorsteinsson, félags- og at- vinnuráðherra Grænlands, og mun hún ræða á íslensku um Grænland, fólkið í landinu, stjórnmál og framtíð- arhorfur og svara fyrirspurnum fundarmanna. Einnig verður sýnt stutt myndband frá Grænlandi. MAGDALENA Margrét Kjartansdóttir hannaði jóla- kort Svalanna. Jólakort Svalanna JÓLAKORT Svalanna 1995 eru komin út. Ein félagskvenna, Magdalena Margrét Kjartansdóttir listakona, hefur hannað kortið. Með sölu jólakortanna afla Svöl- urnar fjár til líknar- og hjálparstarf- semi. Svölurnar er félag núverandi og fyrrverandi flugfreyja. Á þessu ári hafa Svölunar fært MS félaginu að gjöf tvo meðferðarbekki og stóla, Barnaspítali Hringsins fékk styrk að upphæð ein milljón króna til kaupa á tækjum til rannsókna og meðferðar barna með hjartasjúk- dóma. Einnig hafa þær styrkt börn sem hafa farið í hjartaaðgerðir er- lendis. Umsjón með dreifingu kortanna hafa Rannveig Ásbjörnsdóttir, Ása Jónsdóttir og Fríða Valdimarsdótt- ir. Kortin fást hjá félagskonum og þ. á m. í eftirfarandi verslunum: Tess við Dunhaga, Kúnst, Engja- teigi 17, Lífstykkjabúðinni, Lauga- vegi 4, Silfurbúðinni í Kringlunni, Gala, Laugavegi 101, Flughótelinu í Keflavík og á Snyrtistofu Jóhönnu Valdimarsdóttur, Norðurbyggð 31, Akureyri. JÓLAKORT Rauða kross hússins er komið út. Myndin á kortinu í ár er eftir Jón E. Guðmundsson, gerð árið 1941. Rauða kross húsið veitir þrenns konar þjónustu, unglingum að kostn- aðarlausu; neyðarathvarf sem er opið allan sólarhringinn, trúnaðarsíma þar sem ræða má viðkvæm mál án þess að segja til nafns og ráðgjöf sem foreldrar, börn og unglingar leita eftir í auknum mæli. Kortið kostar það sama og undan- farin fjögur ár eða 100 kr. stk. Vinningstölur 10. nóv. 1995 • 4*6 »13 »19 »22 *24 * 25 Eidri úrslit á símsvara 568 1511 Öllum þeim mörgu, sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu þann 9. nóvember sl. með heim- sóknum, blómum, skeytum og gjöfum, sendi ég mínar bestu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Guðbrandur Einar Hlíðar. caUJoriua rusrnur jveslihneíur HesWmetar jfk' hakkoðar VÖ ' s- Vveslih netur jlögur kókosmjöí mcð hySi mntöur afhýidar möruflur hakkaoar dfrnetukjarnar M i Bráðumkoma J blessuðjólin... VELJUM ÍSLENSKT!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.