Morgunblaðið - 16.11.1995, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 16.11.1995, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ókeypis lögfræðiþjónusta í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema. Glæsilegt úrval af drögtum, kápum, blússum, buxum, pilsum og peysum. tískuverslun, Seltj. s: 5611680. Abendingar á mjólkurumbúdiim, nr. 25 af 60. Hann heitir... Gátur eru oft í vísuformi og verða þannig áheyrilegri og auðveldara að læra þær. Hér er ein: Ingimundur og hans hundur sátu báðir og átu. Nú nefni ég hundinn og gettu mína gátu. MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœösla. á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG BRIDS llmsjAn Guðmundur Páll Arnarsnn Spilurum er tamt að telja tapslagi í trompsamningum og miða áætlun sína við fækkun þeirra. Oftast gefst þessi aðferð vel, því summa tapslaga og tökuslaga er yfirleitt þrettán. En svo er þó alls ekki alltaf! í slemm- unni hér að neðan eru til dæmis tveir tapslagir, en samt má finna tólf töku- slagi. Norður ♦ Á93 ▼ DG86 ♦ KG ♦ Á875 Vestur Austur ♦ D74 ♦ G2 ? 72 llllll VK103 ♦ 974 111111 ♦ D1052 * G9632 ♦ KD104 Suður ♦ K10865 ▼ Á954 ♦ Á863 ♦ - Spilið er frá HM í Feneyj- um 1974 úr leik ítala og Indónesa. Á öðru borðinu fékk snillingurinn Giorgio Belladonna það verkefni að spila sex spaða í suður. Utspilið var hjartasjö, sem í sjálfu sér voru góð tíð- indi, því það þýddi að slemman var a.m.k. ekki andvana fædd. Belladonna stakk upp drottningu blinds og drap kóng austurs með ás. Nú virðist vörnin hljóta að fá slag á hjartatíu og annan á tromp. En sjáum tii. Bella- donna spilaði strax hjarta að gosanum. Síðan henti hann hjarta niður í laufás og trompaði lauf. Hann tók tvo efstu í tígli og stakk tígul. Trompaði svo aftur lauf og síðasta tígulinn með spaðaníu blinds. Þá lagði Belladonna niður spaðaás og trompaði síðasta laufíð. Spaðakóngurinn stóð fyrir sínu sem tólfti slagurinn, en þann síðasta fékk vömin sameiginlega á spaða- drottningu og hjartatíu! Raunar hefur umsjónar- maður átt Iítillega við spilið: breytt spaða blinds úr ÁG9 í Á93, en spilamennska Belladonna miðaðist við að þurfa ekki að fínna tromp- drottninguna. Pennavinir 15 ÁRA sænsk stúlka sem hefur áhuga á bréfaskrift- um, búðarápi og fl.: Madeleine Carlsson, Hallnliden 18, 260 24 Röstángn, Sweden. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Þakkir til Urvals-Utsýnar HÉR ERUM við þijár ánægðar húsmæður sem langar að þakka Ferða- skrifstofunni Úrval-Útsýn fyrir frábæra ferð tii Edin- borgar vikuna 5-10. nóv- ember sl. Hótelið var ynd- islegt, ferðin til Glasgow í fararstjóm Kjartans Trausta Sigurðssonar var mjög skemmtileg, en best var sveitaferðin á fímmtu- dag í Hálöndin undir fararstjórn Arnars Símon- arsonar. Það var hreint frábær ferð, við lærðum sögu Skotlands í orðsins fyllstu merkingu. Svo kom veðrið á óvart, 8-12 stiga hiti, sól og mild rigning, flest tré laufguð og haust- litir í allri sinni dýrð, jafn- vel rósir að springa út í görðum. Við viljum senda Úrval- Útsýn og fararstjórunum í Edinborg okkar hjartans þakkir fyrir ógleymanlega ferð. Þið lengi lifið. Þríeykið á Hilton. Tapað/fundið Hanskar töpuðust LJÓSBRÚNIR stungnir rúskinnshanskar með hvítu fóðri töpuðust á leið- inni frá Torfufelli að strætisvagnaskýli og út í strætisvagn 112C kl. 13.30 um miðja síðustu viku. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557-9721. Jólakort í Kolaportinu KONA sem á heima á Þórsgötu og var að selja jólakort í Kolaportinu sl. sunnudag og gleymdi pakka á borðinu hjá mér er beðin um að hafa sam- band í síma 551-8614. Barnaskór fannst við Tjarnarborg GRÆNN barnarúskinns- skór með loðkanti fannst fyrir utan dagheimilið Tjarnarborg við Tjömina fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Kannist einhver við að hafa týnt svona skó þá má hann hafa samband á dagheimilið í síma 551-5798. Gæludýr Kisa fannst á Selfossi STEINGRÁR ógeldur högni, talinn vera af norskri skógarkattaætt, fannst laugardaginn 4. nóvember í miðbæ Selfoss. Þegar hann fannst var hann ólarlaus, henn er einkar gæfur og greini- lega heimilisköttur. Upp- lýsingar í síma 482-1199 eða 483-1090. Hlutavelta ir Pennavinir ÞESSAR duglegu stúlkur, þær Þórhildur og Guðlaug Vaia, héldu nýlega hlutaveltu til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 2.800 krónur. 11 ÁRA sænsk stúlka sem hefur áhuga á hestum, hundum, skíðaíþróttum og langstökki: Josefin Löfvenborg, Kolonigatan 3, S-641 46 Katrineholm, Sweden. SÆNSK stúlka, sem stund- ar líffræðinám í Kaup- mannahöfn, yill skrifast á við gáfaðan íslending: Jenny Helander, c/o Ahrenkiel, Poul Mellers Vej 7, DK-2000 Frbg, Denmark. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 2.382 krónur. Þær heita f.v. Guðrún Magnúsdóttir og Thelma Björk Wilsson. TVÍTUGUR Argentínu- maður sem hefur áhuga á náttúrunni, jarðfræði, menningarmálum og ýmsu öðru: Sebastián C. Salvati- erra, Casilla de Correo 98, Sucursal 37, C.P. 1437, Buenos Aires, Argentina. 14 ÁRA sænsk stúlka óskar eftir pennavinum af báðum kynjum: Camilla Axelsson, Fágleviles v. 58, 423 53 Torslanda, Sweden. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er lítið hrifinn af nýrri tísku, sem tröllríður málfari margra. Einna fyrst bar á þessu í íþróttum, þar sem þjálfarar fóru allt í einu að segja eitthvað á þá leið að liðið hefði staðið sig þokkalega, en sóknarlega hefði fyrri hálfleikur ekki verið nógu góður. Varnarlega hefði liðið hins vegar haldið dampi. Hérna einu sinni var sóknin beitt, sterk eða hvað þetta nú hét, vömin þétt, góð og þar fram eftir götunum, áhorf- endur fjölmenntu, en leikur var ekki góður áhorfendalega og menn höfðu engar áhyggjur af því hvort þeirra lið stóð sig vel gæða- lega, bara á meðan það var gott! Víkveiji var að vonast til þess að þessi ósiður lognaðist fljótt úf af, en því miður virðast sífellt fleiri tileinka sér ósómann. Svo virðist sem margir, sem ætla virkilega að vanda mái sitt í viðtölunum við ijós- vakafjölmiðla, geti ekki stillt sig um að segja hvernig einhveiju miði framkvæmdalega, nú eða þá að fjárhagslega sé allt í lukkunnar velstandi, en eftirlitslega hafi kostnaður þó farið úr böndunum. Víkveiji skilur þetta hreinlega ekki! Úr því að minnst var á íþróttir hér að framan getur Víkveiji ekki stillt sig um að rifja upp ummæli íþróttafréttamanns annarrar sjón- varpsstöðvarinnar fyrir skömmu. Hann var að lýsa handboltaleik, var mjög hrifinn af því hvað einn leik- manna var sprettharður og sagði eitthvað á þessa leið: „Já, það hleypur hann enginn uppi, eftir að hann er kominn fram fyrir þá!“ xxx KUNNINGI Víkveija hafði samband vegna skrifa Vík- veija á þriðjudaginn um þjónustu og þjónustuleysi Áfengis- og tób- aksverzlunar ríkisins. Kvaðst hann vilja taka undir hvert orð þess pist- ils og bæta við máli, sem hann hefði hreyft við forráðamenn ÁTVR árum saman, en enn án nokkurs árangurs. Sagði hann það óskiljanlegt með öllu, af hveiju Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins geti ekki boðið við- skiptavinum sínum að kaupa ýmsar áfengistegundir í smáflöskum. Hann sagðist ekki drekka áfengi, en oft þurfa að nota áfengi við bakstur. Til þeirra nota dygðu smáflöskur vel og væri í alla staði óþolandi að þurfa að kaupa áfengi í stórum flöskum til þessa brúks, svo ekki sé talað um kostnaðinn. Vonandi eru forráðamenn ÁTVR víðsýnni nú og sagði viðmælandi Víkveija að vonandi hefðu menn snör handtök við að bæta úr þessu svo sjálfur geti hann gengið til jóla- bakstursins með bros á vör!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.