Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslendingar lentu í hrakningum í Nepal 0 Stavanger Aftenblad/Egil Eriksson SIGRIÐUR Hrönn Elíasdóttir fylgdi blaðamönnum norska dag- blaðsins Stavanger Aftenblad um Súðavik þegar þeir voru á ferð vestra í síðasta mánuði og var myndin tekin þar sem blóm höfðu verið lögð í rústir eins hússins. Skemmdir fyrir hálfa milljón unnar á öryggisneti við Fyssu miklu sterkara net eða stálteina sem þola átak. Nú er verið að ríða nýtt net sem á að geta stað- ist hnjask, það er tímafrekt en vonir standa til að hægt verði að koma því fyrir á sinn stað fyrir jól,“ segir Þorvaldur. „Við höfum verið að gera tilraunir með áð ríða net úr fjórum sinnum sterkari þráðum en gamla netið og vonum að erfitt reynist að eyðileggja það, nema með stór- virkum vírklippum eða loft- pressu.“ Stöðug varsla útilokuð Hann segir að Vatnsveitan muni fá barnaslysafulltrúa SVFÍ og fulltrúa Vinnueftirlitsins til að gera úttekt á nýja netinu. Starfsmenn Vatnsveitunnar fara að listaverkinu nær daglega, en einnig á að sögn Þorvaldar að ráða eftirlitsmann hjá Grasa- garðinum í Laugardál sem fylgist með verkinu og tilkynni hugsan- legt tjón. Hins vegar séu engin tök á að vakta verkið allan sólar- hringinn þannig að tryggt sé að skemmdavargar láti það óáreitt. Snarpar umræður á þingi um norsk-íslenska síldarstofninn Ríkissfyórnin gagnrýnd fyrir linkind í síldarviðræðum SKEMMDARVARGAR hafa unnið tjón á öryggisneti sem ligg- ur yfír rúmlega tveggja metra djúpri rauf umhverfís vatnlista- verkið Fyssu í Laugardal og þarf að skipta um netið. Þorvaldur Stefán Jónsson, verkfræðingur hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og tæknilegur hönnuður verksins, sem er eftir Iistakonuna Rúrí, segir kostnað við að skipta um netið nema um hálfri milljón króna. Fyssa var sett upp í lok ágúst og rúmum mánuði síðar uppgötv- aðist að skemmdir hefðu verið unnar á netinu. Á svipuðum tíma voru einnig unnar skemmdir á samsvarandi öryggisneti sem liggur yfír endurgerðum þvotta- laugum í Laugardal. Miklu sterkara net nauðsynlegt Þorvaldur segir talsvert átak hafa þurft til að vinna skemmdarverk við Fyssu og að líkindum hafi stórri og þungri hellu verið varpað af miklu afli ofan á netið. „Sá þungi nægir til Skapar verulega slysa- hættu að slíta streng sem leiðir til þess að slaknar á netinu og ef það fer í sundur skapast hætta. Eftir skemmdarverkið í lok september hafa verið unnar meiri skemmdir þannig að það er ljóst að þetta fær ekki að vera í friði,“ segir hann. Raufin eða gjáin sem netið hylur er full af vatni og kveðst Þorvaldur telja verulega slysa- hættu geta myndast af þessu skemmdarverki, þar sem t.d. böm gætu hugsanlega fallið þar ofan í. „Við verðum að setja upp TVEIR íslenskir menn, Gunnar Másson og Magnús Baldursson, lentu í hrakningum í hlíðum Mount Everest í Nepal þegar mikið óveður geisaði og snjóflóð féllu á þessum slóðum fyrir nokkrum dögum. Ut- anríkisráðuneytið hafði farið þess á leit við danska sendiráðið í Kath- mandu, höfuðborg Nepals, að það grennslaðist fyrir um mennina. Skömmu eftir að beiðnin hafði verið send hringdi Magnús heim til móður sinnar á íslandi og sagði þá félaga óhulta. Var þá aftur haft samband við danska sendiráð- ið og beiðnin um eftirgrennslan dregin til baka. Magnús, 26 ára, og Gunnar, 41 árs, héldu utan í byijun október og ráðgera að vera á ferð í Asíu- löndum í eitt ár. Frá Nepal fara þeir til Indlands og þaðan til Tí- bet. Þá liggur leiðin austur um Kína og suður til Burma og Tæ- lands og hugsanlega lýkur ferð þeirra í Singapore. Þetta er í ann- að sinn sem þeir fara á þessar slóð- ir. í fyrri ferðinni, sem var farin fyrir tveimur áram, vora þeir 6-7 mánuði á ferð um Kína, Tíbet, Nepal og Indland. Fljótlega eftir komuna til Nep- al, í bytjun október, gengu Gunnar UTANDAGSKRÁRUMRÆÐA var á Alþingi í gær um síldveiðar í úthöfum og beindi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokks í Reykjavík, þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar hve lengi Norðmenn ættu að geta „haft íslendinga að ginningarfífl- um“. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði að yfirlýsingar norskra og rússneskra ráðamanna undanfarið bentu til þess að ekki lægi alvara að baki í viðræðum um skiptingu norsk-íslenska síldar- stofnsins. Össur vísaði til ummæla Jans Henrys T. Olsens, sjávarútvegsráð- herra Noregs, um milljón tonna kvóta MAGNÚS Baldursson, til vinstri, og Gunnar Másson. og Magnús í hlíðum fjallsins Anna- puma, sem hæst er 7.937 metrar. Göngunni luku þeir á tólf dögum. Yfir 20 stiga hiti var á þessum slóðum þá og þeir gengu í allt að 5.500 metra hæð. Ókalnir en andlega þrekaðir 2. nóvember héldu þeir áleiðis til Mount Everest. Þar höfðu þeir verið á göngu í yfir tvær vikur þegar skyndilega fór að kyngja niður snjó. Baldur Óskarsson, útvarpsmað- ur hjá RÚV, er faðir Magnúsar. Hann segir að Magnús hafí hringt í móður sína sl. föstudagskvöld og af norsk-íslenska síldarstofninum, sem skiptist þannig að Norðmenn veiddu 800 þúsund tonn og Rússar 150 þúsund tonn, en íslendingar, Færeyingar og fleiri skiptu milli sín 50 þúsund tonnum. Söguleg krafa Hann sagði að íslendingar hefðu eitt sinn veitt 600 þúsund tonn úr stofninum og ættu því sögulega kröfu á miklu stærri hluta, en nú stæði til boða. Össur kvað linkind íslendinga í viðræðum hafa leitt til þess að Norðmenn hefðu gengið á lagið, þótt þeir hefðu borið ábyrgð á hruni stofnsins og þess samdráttar, látið vita af sér eftir að hann og Gunnar komu niður af Mount Everest fjalli og vora þeir ókalnir. „Það hefur verið í heimsfréttum að snjóflóð og óveður hefur verið á þessum slóðum og enn er þús- unda manna saknað,' þar af eru fimmtán Svíar. Ég held að það séu á milli 60 og 70 útlendingar sem hafa fundist þarna látnir,“ sagði Baldur. Hann sagði að sér hefði ekki verið rótt og því hefði hann haft samband við utanríkisráðu- neytið sl. föstudag. Baldur segir að áður en þeir félagar fóru að Mount Everest hefðu þeir komið við á klaustur- svæði við Kathmandu. Þar hefðu þeir hitt ábóta nokkurn í klaustri sem gerði þeim heimboð. Þar ráð- gerðu Gunnar og Magnús að gista þegar þeir kæmu af Mount Ever- est fjalli. Ekki ætluðu þeir að ganga á topp Mount Everest held- ur aðallega í hlíðum og um dali fjallsins og upp að fyrstu búðum, sem svo eru nefndar. „Þetta vora mannraunir sem þeir lentu í, að mér skilst. Magnús talaði við móður sína. Hann lét vel af sér en sagði að þeir væra and- lega þrekaðir og þyrftu að hvíla sig,“ sagði Baldur. sem sigldi í kjölfarið í íslensku efna- hasglífí á sjöunda áratugnum. Þorsteinn benti Össuri á að auð- velt væri að ná samningum ef geng- ið væri að hvaða kröfum, sem væri, en ástæðan fyrir því að samningar hefðu ekki náðst væri sú að ekki væri fundin laus’n, sem báðir gætu sætt sig við. Sjávarútvegsráðherra sagði að besta leiðin til að ná skynsamlegri stjóm á þessum veiðum væri sú að strandþjóðirnar kæmu saman og tryggðu að Norðmenn kæmust ekki upp með að sniðganga viðræður um þær. Stefna ríkisstjómarinnar væri sú að strandríki stjómuðu þessum veiðum og ákvarðanir byggðust á sögulegum forsendum. » Ólafur Hannibalsson, varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins á Vest- fjörðum, krafðist þess að íslensk stjórnvöld gæfu Norðmönnum „strax til kynna að við sættum okkur ekki við þessa framkomu". Krafa um einhliða kvóta Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Alþýðubandalags, sagði að íslendingar yrðu að ákveða einhliða sína hlutdeild í stofninum í ljósi fram- komu Norðmanna og tóku fleiri þing- menn stjórnarandstöðunnar í sama streng. Eins og grafreitur „VIÐ Súðvíkingar, bæði þeir sem misstu ættingja og aðrir, um- göngumst þennan stað eins og grafreit," segir Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súðavíkur, um þann hluta þorpsins sem spjó- flóðið, sem féll 16. janúar síðast- liðinn, lagði í rúst. Frá því að flóðið féll hefur oft og einatt getið að líta blóm í rústunum, ekki síst í þeim húsum þar sem fólk beið bana. Sigríður Hrönn sagði að ekki væri staðið að því með skipulögð- um hætti að leggja blóm í rústirn- ar en Súðvíkingar, ættingjar, vin- ir og skólasystkini þeirra sem fórust, ekki síst barnanna, kæmu með blóm i minningu ástvina sinna. Einnig fólk sem ætti leið um þorpið og vildi votta hinum látnu virðingu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.