Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1995 35 Alaskalúpínan og gróðurstigíð Meðan lánlaus krýpur uppá Kili kona og hampar dauðans sjónarspili. Landvættirnar ganga úr hveiju giii. Þar naumast meri gæti haldið fyli. Ég hef undanfarið lesið nokkrar blaðagreinar sem hafa verið skrif- aðar gegn landbótarstarfínu. Ekki hef ég þó náð að lesa allt, sökum fjarveru minnar frá fjölmiðlum vegna vinnu minnar. Árásimar á landgræðslustarfið eru nokkuð at- hyglisverðar fyrir þær sakir, að þær eru alfarið leiddar af háskóla- menntuðu fólki, oftast embættis- mönnum Náttúruverndarráðs, landvörðum og reyndar einum rauðmaurafræðingi. Það verður ekki hjá því komist að sjá að forsendur þessa fólks eru ekki allar þær sömu. Sumir eru óforbetranlegir auðnarsinnar, aðrir kulhöfða smálífsrýnarar, enn aðrir nokkurs konar þjóðgarðasníkju- lífssnobbarar; það er fólkið sem hefur fengið forskrift frá Ameríku um það að ef þjóðgarður á að vera í hæsta staðli skuli þar engin fram- andi planta upp af rót vaxa. Þarna eru þeir saman komnir hatursmenn Alaska-lúpínunnar. Ég spyr því, lesandi góður, vilt þú taka þátt í að lækka gróðurstig íslenskrar moldar? Misjafnlega menntað alþýðufólk á íslandi er að vonum orðið nokkuð ráðvillt vegna lúpínudeilunnar. Það leiðir af sjálfu sér að það eru þeir sem mest vilja leggja á sig til upp- græðslu og landbóta, sem mest taka þessa ótrúlegu deilu inn á sig. Það er erfitt fyrir fólk að skilja hvað kemur hámenntuðum launuð- um ríkisstarfsmönnum til að ráðast miskunarlaust gegn alaskalúpín- unni, þessu ómetanlega fyrirbæri náttúrunnar sjálfrar, sem á að öll- um líkindum engan sinn líka. En hveijar eru þá forsendur yfirburða lúpínunnar í landbótastarfínu? Svarið við því er dapurleiki gróður- stigsins er óyfirstíg- anlegur venjulegum jurtum. Gróðurstig jarðvegs ræðst af inni- haldi jarðvegs af nýt- anlegu köfnunarefni fyrir plöntur. Lúpínan er iðnjöfur plöntusam- félagsins. Hún er kap- ítalisti landbótanna, tekur með sér ótölu- legan fjölda verka- manna er að sjá henni fyrir nýtanlegu köfn- ununarefni til vaxtar og blómgunar ár hvert. Lúpínan á þarna sína eigin áburðarverksmiðju með smágerla- samfélagi á rótum sínum er lyfta gróðurstiginu upp. Hvort sú staðreynd að lúpínan er blá eða að henni má af öðrum ástæðum líkja við iðnjöfur og kap- ítalista varð til þess að pólitíkin er komin í deiluna læt ég liggja milli hluta, en hitt er á annað borð staðreynd, að fulltrúar R-listans í Reykjavík hafa lagst á sveif með skemmdarverkamönnum Náttúru- verndarráðs, við að nota almannafé með virkum hætti til þess að leggja starf landbótarmanna í rúst. Und- irsátur Ingibjargar Sólrúnar eru þarna að leggja grunn að því að hún þarf örugglega að leita sér að nýrri vinnu eftir næstu kosning- ar. En hvað þá það sem fylgir lúpín- unni? Hversu lengi er hún að nema land og hversu lengi er hún að gera útaf við sig með kapitalísku brambolti í jarðveginum? Svörin við þessu no'kkuð almennt eru sem hér segir. Lúpínunni fylgir köfnun- arefnisgnótt, sem nýtist flestum öðrum jurtum er kunna að tóra í auðninni, hafa nokkurt skuggaþol eða geta keppt við lúpínuna í hæð- arvexti. Þetta nýtist svo og öllum öðrum plöntum er ber- ast úr nágrenni eða með öðrum hætti í lúp- ínuakurinn. Lúpínunni fylgir skordýramergð, kóngulóastóð og ána- maðkafjöldi gífurleg- ur. Þetta leiðir af sér fuglasöng sem kætir lund óbrenglaðra nátt- úruunnenda. Lúpínan jafnar hitastig jarð- vegs, stöðvar frostlyft- ingu, jafnar rakastig og dregur úr flóða- hættu. Lúpínan er um það bil 5 ár að fullbú- ast J vélsánum akri. Sé henni dreifplantað er hún 10 til 20 ár að fullklæða auðnirnar. Þá kemur að því að rífast um hversu lengi hún er að kaffæra sig í lífsfæðum. Lúpínan á sér hálfrar aldar sögu hér á landi. Elstu lúp- ínuakrar voru rótplantaðir eða rót- plantaðir og frædreifðir í bland með hjálparstarfí í auðu blettunum á milli. Nokkuð af þessu landi er nú kaffært af skógi, sjálfsánum eða plöntuðum. Sumt er nú grasi vaxið, að hluta og í bland við lúp- ínu sem heldur enn velli. Það eru í sjálfu sér málalengingar að velta sér upp úr því hversu lúpínan drottnar lengi á eftir landnám sitt. Við vitum að hún kafnar undir skógi. Við vitum líka að hún kæfír ekki hávaxnar plöntur. Almennt má líta svo á að lúpínan verði til staðar á svæðinu um langan tíma í verulegu hlutfalli hafi landið á annað borð verið þrautpínt það lengi að útrýming víðis, birkis og öflugra blómplantna sé algjör. Við- veru lúpínunnar má einnig stytta með hverskonar aðflutningi sam- keppnistegunda. Frá mínum bæj- ardyrum séð væri skemmtilegasta hugmyndin að planta út beijarunn- um í lúpínu akurinn, sem gætu Fáfræðin er uppspretta ranghugmynda, segir- Jón Atli Játvarðarson, sem hér fjallar um andóf gegn landbótarstarfi. gefíð af sér eftirsóknarverða upp- skeru til saft-, sultu- og víngerðar í góðum árum. Það væri ekki ónýtt fyrir okkur landbótarmenn að skemmta okkur við það í byijun næstu aldar að horfa á lúpínufjend- urna laumast í beijarunnana á Hólssandi eða annars staðar, þegar þeir héldu að enginn sæi til þeirra. Hvað sem öðru líður er það von mín sem landbótamanns, að lúp- ínan hverfi aldrei alveg þegar hún gefst upp í samkeppni við þann gróður sem hún hefur skapað lífs- skilyrði fyrir. Þarna verði breyting- in sú að spurt verði um hvaða teg- und er drottnandi, en ekki hvort eða hvaða tegund er útrýmt. Fátæklegustu hugmyndir um umgengni við náttúru íslands eru komnar frá lúpínufjendunum. Þar eru aukaatriðin sett í hásæti. Aðal- atriðin eru skilgreind sem vanda- mál og lögð í einelti með peninga- flóði úr ríkissjóði eða fram- kvæmdasjóði Reykjavíkurborgar. Dapurlegasta hlutskipti sem ég gæti hugsað mér væri að vera ungur maður í starfi hjá Náttúru- verndarráði eða Reykjavíkurborg með þá dagsskipun að ganga á milli bols og höfuðs á lúpínunni, guðsgjöf landbótamannsins, með atvinnuleysisvofuna hangandi yfir höfðinu. Framkvæmdi ég ekki ill- virkið þá? íslenskt gróðurfar á sér sögu síðan á ísöld og reyndar lengur ef út í það væri farið. Vanþroska hugmyndir, sem bárust til landsins Jón Atli Játvarðarson Sterkar landvarnir eru nauðsyn STOFNUN inn- lends varnarliðs hefir verið nokkuð til um- ræðu eftir að Bjöm Bjarnason mennta- málaráðherra vék að þessu þjóðþrifamáli. Sterkar varnir eru trygging fyrir frelsi og fullveldi hvers rík- is. Það er því ósk- hyggja, frekar en raunsæi, þegar því er haldið fram, að hér á íslandi þurfi hvorki innlent né erlent vam- arlið. Kostnaður við það að halda uppi her, og allt sem því er samfara, er ill nauðsyn, en í hörðum heimi þar sem styijaldir og átök hafa geisað og munu geisa verður ekki hjá því komist. „Mæl þú manna heilastur" Björn Bjarnason Þegar Björn Bjamason hefír vakið máls á umræddu máli, þá ber þess að gæta að fleiri hafa bent á það að íslendingar ættu sjálfír að leggja fram mannafla til varnar landi sínu. Út frá því mega persónulegir andstæðingar Björns og varnarmála almennt ekki vega gegn honum og með rökum sínum segja að hér fari slæmur maður með illan málstað. Staðreyndin er sú að hér hefír á ný verið vakið máls á þjóðþrifa- máli, sem er af hinu góða og ég vil því segja „mæl þú manna heil- astur“, þú Björn Bjarnason. ískaldar staðreyndir Það er staðreynd að við íslendingar hefð- um aldrei unnið svo- kallað þorskastríð gegn Englendingum ef við hefðum ekki haft varðskipin. Skip þessi, eða fallbyssu- bátar, eins og ýmsir útlendingar hafa kall- að þau, reyndust and- stæðingum okkar óþægur ljár í þúfu, en hefðu þau ekki verið til staðar mundu þær þjóðir, sem lögðust gegn útfærslu landhelginnar, hafa farið sínu fram og útfærsla land- helginnar orðið dauður lagabók- stafur. Ef við lítum til baka og skoðum íslandssöguna þá greinir hún frá ýmsu er snertir varnir landsins. Hún segir okkur þá ísköldu stað- reynd að þegar landsmenn höfðu engar varnir voru þeir ýmist rænd- ir, drepnir eða fluttir sem fangar í erlenda ánauð. Árásaraðilinn var þá ýmist sjóræningjar úr Tyrkja- veldi eða enskir, þýskir og spænsk- ir sjómenn. Því skal bætt við að hugsanlega eyddu þeir síðast- nefndu byggð norrænna manna á Grænlandi. íslandssagan segir okkur einnig frá því þegar landsmenn voru bet- ur vopnum búnir og snerust til Við íslendingar hefðum aldrei unnið þorska- stríðin, segir Eyjólfur Guðmundsson, ef við ___hefðum ekki haft varðskipin. varnar gegn erlendum yfirgangs- seggjum. Skagfirðingar börðust við enska sjóara, sem fóru með ránum og óspektum og unnu sig- ur. Snæfellingar hefndu Björns ríka svo nokkuð sé nefnt og Ey- fírðingar kúskuðu Smið Andresson og óþokkalið hans. Hvað gera hin Norðurlöndin? Frændur okkar, Norðmenn, hafa gegnum tíðina háð marga hildi við vamar landi sínu. Til forna voru óvinirnir Danir, en síð- ar áttu þeir í höggi við Svía og enska sjóherinn í Napoleonsstríð- inu. Árið 1905 munaði litlu að Svíar „rikju“ í Norðmenn. Þeir hikuðu þó og heldu að sér höndum, enda höfðu Norðmenn þá sterkar varnir og stóðu gráir fyrir jámum, óhræddir við gamla stórveldið. Vorið 1940 var Noregur hins vegar illa búinn til að mæta óvæntri skyndiárás frá Þýska- landi. Andstæðingar hermála og landvarna höfðu þá í nokkur ár orðið þess valdandi að her landsins Eyjólfur Guðmundsson var illa búinn. Útkoman varð sú að Norðmenn urðu að þola 5 ára kúgun og harðstjórn af hendi nas- ista. Þetta vilja Norðmenn ekki að endurtaki sig. Því hafa þeir frá stríðslokum eflt vamir landsins og fylgst vel með nýjustu tækni á þeim sviðum. Vissulega kostar þetta fjármuni, en frelsi og full- veldi lands verður ekki metið til fjár. Svíar og Finnar, sem aðhyllst hafa svokallaða „hlutleysi“, treysta illa á þetta loðna hugtak. Þess vegna hafa þeir sterkar land- varnir og þeir síðarnefndu hafa undanfarið eflt flugher sinn og búið hann nýtísku vopnum. Innlent varnarlið Hér á landi er sáran kvartað undan vaxandi atvinnuleysi. Stigs- munur er á því hvort hinir atvinnu- lausu eru fullorðnir menn eða ungt fólk sem hvorki er í námi né starfí. Það á að gefa ungu og hraustu fólki kost á því að ganga í herþjón- ustu og síðar að fá framtíðarstörf á því sviði. En það á ekki að skylda neinn til þess, heldur velja harðan kjarna sem vill og óskar þess að taka þátt í vörnum landsins. Það verður líka að vera skilyrði að varnarlið okkar verði aðeins notað á íslandi og aldrei sent til annarra landa. Þingmenn okkar Þingmenn okkar í sölum Alþing- is ættu nú í vetur að sjá sóma sinn í því að flytja frumvarp til laga um stofnun íslensks varnarliðs. Hér með er skorað á þá að láta þessi mál til sín taka. Hvað snertir fjárhagshliðina má telja eðlilegt að hin NATO-ríkin beri kostnað af þessu þar eð ísland er landfræðilega þýðingarmikill hlekkur í samvinnu þeirra þjóða. Höfundur er meindýraeyðir. með landnámi norskra bænda, um umgengnishætti gagnvart gróð- urfari landsins leiddu til stigvax- andi falls gróðurstigsins. í ellefu hundruð ár hefur gróðurstigið fall- ið, ekki með jöfnum hraða heldur með stigvaxandi hraða. Vettlinga- tök íslenskrar landbúnaðarforystu á þessum hlutum eru orðin henni til skammar, leiðsagnarhlutverkið vanrækt. Nú er svo komið að þar sem álag á landi minnkar vegna fækk- unar sauðfjár veldur aldagamalt skilningsleysi, vegna vanræktrar leiðsagnar, því að sinubrennsla óvita kaupstaðanna og óvita skjól- stæðinga landbúnaðarfræðslumála til sveita tekur við. Ef landbúnað- arforystan hefði ekki legið á þekk- ingu sinni eins og ormur á gulli væru skemmdarverk Náttúru- verndarráðs og taglhnýtinga þeirra ekki möguleg í þeim mæli og raun ber vitni um. Fáfræðin er upp- spretta ranghugmyndanna. Fáf- rótt fólk heldur að land blási upp af því að það komi vindur og hrein- lega blási jarðveginum í burttilefn- islaust. Þegar fólk skilur þátt gróð- urstigsins í varðveislu samfellds gróðurs hverfa þessar ranghug- myndir. Ég hef gróðursett njóla í rofna og magra skriðu. Stóra njóla- rót tekna upp út kálgarðsjaðri. Fyrsta sumarið náði hún að vaxa 50 cm. Rýr blómstöngull með nokkrum fræjum. Á öðru ári spír- aði upp stöngul ómynd sem ekki náði að þroska fræ. Á þriðja ári vottaði fyrir lífb en á fjórða ári var plantan dauð. Á sama tíma og ég gróðursetti njólann gróðursetti ég viðlíka lúpínurætur. Á fyrsta ári komu 3 blómstönglar. Á öðru ári 10. Á þriðja 30. Á fjórða ári 50 og á fimmta ári 70 blómstönglar vaxnir upp af einni rót. Þarna skil- ur milli feigs og ófeigs. í þessu sama hlutfalli skilur á milli land- auðnarboðskapar náttúru- verndarráðsmanna og landbóta- starfs landgræðslumanna í dag. Höfundur er búfrseðingur. VÁKORT Eftirlýst lcort nr.: 4507 4500 0021 1919 4507 4500 0021 6009 4543 3700 0014 2334 AfgraiBsluMlfc, vinumlagasl taklð ofangrelnd kort úr uniforð og •ondiBVISA iolondl aundurhllppl. VERD LAJN KR. 5000,- fyrlr aB klófoata kort og wioo ái vBgot i l I Vaktþjónusta VI8A or opln allon | I aólarhrinBlnn. ÞangaB bar aB | Itilkynna um glötuB og ntolln kort SÍMI: 567 1700 Alfabakka 16 - 109 Roykjavik VAKORTALISTI Dags. 19.11.’95.NR. 197 5414 8300 2954 3104 5414 8300 3225 9102 5413 0312 3386 5018 5414 8300 3236 9109 Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrirþann, sem nær korti og sendir sundurklippt til ■ Eurocard. KREDITKORT HF„ Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 568 5499 "OT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.